Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1994, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1994
Spumingin
Áttu góðan vin?
Ingvar Ingvason: Nokkra.
Pétur Daði Ólafsson: Já.
Gunnar Darri Ólafsson: Já, já.
Björg Sigurbjörnsdóttir: Já, Kollu og
Siggu.
Sigríður Hilmarsdóttir: Já, já, Björgu
og Kollu.
Kolbrún Harðardóttir: Já, Siggu,
Björgu og Beggu.
Lesendur
í verkfalli meinatækna:
Bláköld
staðreynd
Jónína Jóhannsdóttir deildarmeina-
tæknir skrifar:
í yfirstandandi verkfalli meina-
tækna hafa komið fram ýmsar upp-
lýsingar um kaup okkar og kröfur
en þar sem meðaltalstölur geta verið
mjög villandi vil ég sýna hér raun-
verulegt dæmi um laun meinatækn-
is. - Eg er deildarmeinatæknir á
meinaefnafræðideild Landspítalans í
fullu starfi, með 18 ára starfsaldur.
Laun mín 1. mars voru því sam-
kvæmt 146. launaflokki, 7. þrepi, kr.
93.851. - Sjá ljósmynd af meðfylgjandi
launaseðli.
Þessi laun mín eru nokkru hærri
en meðaldagvinnulaun meinatækna,
sem eru kr. 89.013 á mánuði. Sú tala
er fengin með því að leggja saman
dagvinnulaun allra meinatækna sem
starfa hjá ríki og borg, hvaða starfs-
heiti sem þeir gegna og deilt í með
fjölda stöðugilda.
Meinatæknar hafa laun á bilinu kr.
68.543, sem eru byrjunarlaun al-
menns meinatæknis, upp í 103.549,
sem eru laun yfirmeinatæknis með
20 ára starfsaldur. Meðaltals heildar-
laun meinatækna eru hins vegar kr.
129.660 á mánuði. Til þess aö ná þeim
launum yrði ég að vinna 36,7 klst. á
næturnar og um helgar í hverjum
mánuði en eins og kunnugt er fá
margir starfsmenn ríkisins svipaðan
tímatjölda greiddan í óunna yfir-
vinnu.
Sú krafa sem samninganefnd
íslandsb Laugavegi 105
Jónína Jóhannsdóttir
deildarmeinatæknir
Launaseðill
"MhtndmgtrnaAu.
03.1994 999200
ÚTBORGUN UTBORGUN FRA ARAMOTUW
WOWBunadogu' 01.03.1994 79.147 226.773
Launa»gunð | Ltl. picp Greiösiuiimaoii fia - tn EnngaverO AtgieiO nú ki
Ríkisspítalar meinefnafræöideild K-bygging
manaöarlaun 146-7 010394-310394 93.851 1,0000
eftirv/yfirv 146-7 -150294 974,64 11,5 11.208
orlofslaun 146-7 - 150294 11.5 1.462
símakostnaöur 011- 010294-280294 460,65 00,5 230
La un og aörar greiðslur samtals 106.751
Skattstofn Reiknaður skattur Frá dregst persónuafsláttur 41,84% 100,00% 106.521 44.568 23.915
Orlofslaun
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Meinatæknafélag íslands
Staðgreiðsla skatta
Frádráttur samtals
851
3.754
2.346
20.653
27.604
281.553
15.594
2.034
460
299.641
299.181
125.129
71.745
1.184
11.262
7.038
53.384
72.868
„Raunverulegt dæmi um laun meinatæknis."
Meinatæknafélags íslands var að
gera fyrir mína hönd, þegar slitnaði
upp úr viðræðum þann 15. maí, er
hækkun um tvo launaflokka. Hækk-
un úr 93.851 kr. í 99.567 kr., sem er
6.09% hækkun, og við 20 ára starfs-
aldur yrðu laun mín kr. 103.549 en
um frekari hækkanir á starfsævi
minni yrði þá ekki að ræða sam-
kvæmt kröfu þessari. - Farið hefur
veriö fram á sömu hækkun fyrir yfir-
meinatækna en fyrir almenna
meinatækna sem hafa í byrjunar-
laun 68.543 kr. er krafan að tfifærslan
geti orðið 4 launaflokkar eftir starfs-
aldri.
Hvernig getur samninganefnd rík-
isins og fjármálaráðherra haldið því
ffam að þetta séu alltof háar kröfur
sem ekki sé hægt að verða við vegna
fordæmisgildis!
Útrýma þarf slæmu stjórnarfari
Gunnar Halldórsson skrifar:
Flestum er kunnugt um hið geig-
vænlega ástand í atvinnumálum hér.
Níu þúsund manna eru án atvinnu.
Afleiðingamar eru margvíslegar,
m.a. þær að fólk sem á íbúðir eða
aðrar eignir á í hinum mestu vand-
ræðum með að halda þeim og standa
skil á greiðslum. Fólk hefur bara
ekki þessa peninga og þar af leiðir
að íbúðimar og aðrar eignir em aug-
lýstar á nauðungaruppboði í Lögbirt-
ingablaðinu.
Og það virðist ekki nóg að auglýsa
eignir fólks á nauðungaruppboði þar
einu sinni, heldur þrisvar og þar að
auki í öðrum blöðum, þar sem aug-
lýsingamátturinn er margfalt meiri.
Þar getur hver sem er orðið vitni að
hinu slæma ástandi nágrannans og
ef til vina sinna.
Stórskáldið Einar Benediktsson
segir í einu kvæða sinna: „Aðgát skal
höfð í nærvem sálar“ og má það til
sanns vegar færa þegar t.d. böm lesa
þessar auglýsingar um að nú eigi að
fara að taka íbúð pabba og mömmu
upp í skuld. Hvemig verða viðbrögð
barnanna, nánustu ættingja og vina?
Það þarf ekki mörg orð til að lýsa
þeim tilfinningum sem bijótast fram
eftir þann lestur. - Það væri efni í
langan lestur að ræða til hlítar um
þessi alvarlegu mál.
Að lokum þetta: Það er skömm að
búa í þessu landi á meðan stjómvöld
sjá ekki sóma sinn í að bera meiri
virðingu fyrir heimilunum, sálarlífi
barna, foreldrum þeirra og öðrum
ættingjum. - Nú verða brátt kosning-
ar og kosningar aftur næsta vor, og
þá er tækifæri að skipta um menn
til að stjórna í þessu landi. Vonandi
fer að birta til í málefnum fólksins.
Tökum öll á til að útrýma slæmu
stjórnarfari í landinu í eitt skipti fyr-
ir öll.
Starf smenn RÚ V; gætið ykkar
Innan veggja RÚV - strangt uppeldi ekki liðin tíð.
Ólafur Krístjánsson skrifar:
Einn starfsmanna Ríkisútvarpsins
hefur opinberað stuðning sinn við
ákveðinn framboðslista eða fram-
bjóðendur í komandi sveitarstjóm-
arkosningum. Ef til vill hafa fleiri
starfsmenn RÚV látið til leiðast að
gera hug sinn heyrinkunnan í þess-
um efnum.
Útvarpsstjóri hefur þóst tilneyddur
að senda frá sér yfirlýsingu í miðli
sínum þar sem segir að enginn þeirra
sem látið hafa í ljós stuðning við
frambjóðendur í komandi kosning-
um muni taka þátt í umfjöllun Ríkis-
útvarpsins um kosningarnar. - Það
er því þannig komið að starfsmenn
RÚV þurfa að gæta sín sérstaklega í
framtíðinni hvað varðar einkaskoð-
anir - og alls ekki aö láta þær í ljósi
opinberlega eigi þær eitthvaö skylt
við stjórnmál. - Og aldrei fyrir kosn-
ingar!
DV áskilur sér rétt
til að stytta
aósend lesendabréf.
Þetta hefur nú útvarpsstjóri líka
staðfest á prenti, í bréfi sem hann
sendir til Morgunblaösins (eins blaða
að því er virðist) og birt er í lesenda-
dálki blaðsins sl. miðvikudag. í hinni
15. grein útvarpslaganna sem út-
varpsstjóri lætur fylgja í lesenda-
bréfi sinu, segir hvergi að starfs-
menn megi ekki hafa skoðanir opin-
berlega (ef undan er skilin sjáifsögð
óhlutdrægni í frásögn, túikun og dag-
skrárgerð þegar verið er að störfum).
Nöturlegt og niðurlægjandi á viss-
an hátt er það þó fyrir starfsfólk RÚV
að mega heldur ekki tjá pólitísk við-
horf sín nema þau séu varanlega inn-
sigluð í kolli starfsmannsins. - Þetta
hélt maður að væri liðin tíð, líka á
íslandi.
birgðalög =..
Eb'n skrifan
Tveir ráðherrar hafa látið svo
um mælt að ekki standi til að
setja bráðabirgðalög vegna verk-
falls meinatækna. Gott og vel.
Slik lög hafa þó tíðum verið sett
af minna tilefni en þessu verk-
falli. Hvaö er svona merkilegra
við meinatækna en t.d. flugfreyj-
ur, sjómenn eöa aðrar stéttir sem
sett hafa verið á bráðabirgðaiög?
Staðreynd er að ástandið er orðið
óþolandi og hreint neyðarástand
skapast verði ekki sott bráöa-
birgöalög á meinatækna nú þeg-
ar.
Sérernúhvert
ffylgið!
Gísli Guðmundsson hringdi:
Er nokkur von til þess að sjálf-
stæðismenn nái upp því fylgi sem
til þarf til að halda borginni eitt
kjörtímabiliö enn? Ég held ekki.
Þegar hinir óákveðnu eru orðnir
jafn margir og raun ber vitni í
skoðanakönnunum er borin von
að ná upp fylginu. - Sjálfstæðis-
menn hafa verið roggnir með sig
og treysta á að styrkur þeirra
aukist í næstu og síðustu skoð-
anakönnunum. En sér er nú
hvert fylgið þegar það þarf að
sækja í hóp óákveöinna kjósenda!
Hinn valdlausi
borgarstjóri
Ólöf Sveinsdóttir skrifar:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sagöi okkur í byijun kosninga-
baráttunnar að fyrst og fremst
hefði hún slengt sér í kosninga-
baráttuna vegna borgarstjóra-
stóisins og þess valds sem honum
fylgi. Ingibjörg Sóhún lýsir nú á
Stöð 2 hinu kalda valdi Sjálfstæð-
isflokksins á hendur Áma Sig-
fússyni borgarstjóra. - Skyldi nú
Ingibjörg Sólrún ætla aö verða
fyrsti valdalausi borgarstjórinn í
Reykjavík? Ef svo fer, hver á þá
að sfióma borginni okkar,
Reykjavik? Ekki Ingibjörg Sól-
rún, kannski Sigrún svolítiö,
Guörún Á. eitthvað, Guðrún Ö.
liká, og þá er það hann Pétur. -
Eru þetta barnaleikir eða brand-
arar?
Loksnýtt
sterktafl
Ásbjörn skrífar:
Ég hygg aö margir hugsi sér
gott til glóðarinnar að fá nú loks
nýtt og sterkt afl hér í borginni
sem viröist vega þyngra en Sjálf-
stæðisflokkurinn. Hvað er svo að
því að breyta einu sinni ærlega
til í borgarsijórninni? Er það ekki
bara lýðræðið í framkvæmd að
koma nýju fólki inn í éeðstu stöð-
ur hjá borginni, líkt og hjá fyrir-
tækjum sem eru farin aö líða fyr-
ir vanstjórn og eftirlitsleysi? -
Núer það borgaranna sem komn-
ir eru á kosningaaldur að sjá til
þess að hið nýja sameinaða afl
allra flokka annarra en Sjálf-
stæðisflokksins fái styrk til
breytinga í borgtnni.
ÚHarísauðargæru
Þórdís skrifar:
Varðandi kosningar til borgar-
stiómar Reykjavíkur í lok þessa
mánaðar vil ég aðeins mínna
Reykvíkinga á, hversu miklum
framfórum borgin hefur tekið
síðastliðin ár undir styrkri og
virkri stjórn sjálfstæðismanna.
Ég má hreinlega ekki til þess
hugsa að hún komist í hendur
Öögurra sarasuðu flokka, flokka
sem ekki hafa sýnt þaö híngaö til
að geta komið sér saman. Þar sem
þeir felast undir nafni Reykjavík-
urlistans minna þeir helst á úlfa
í sauðargæru. Þaö gæti nefhilega
verið til fólk sem teldi aö Reykja-
víkurlistinn væri listi þeirra sem
stjómuðu borginni nú.