Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
Fréttir
Sögulegt flokksþing Alþýðuflokksins í vændum:
Leikf létta Jóns Baldvins
virðist ætla að mistakast
Því hefur veriö haldiö fram opin-
berlega að Jón Baldvin Hannibals-
son, formaður Alþýðuflokksins, hafi
flýtt flokksþinginu fram til 10. júní
til þess að tryggja stööu sína sem
formaður. Þeim sem hefðu hug á að
fara fram gegn honum gæfist lítill
sem enginn tími til þess vegna sveit-
arstjórnarkosningánna. Þessu hefur
Jón Baldvin ekki mótmælt. Ýmsum
þótti leikfléttan snjöll alveg eins og
fyrir tveimur árum. Þá lék Jón sama
leikinn. En nú er útlit fyrir að leik-
fléttan geti mistekist.
Hnífjöfn staða
Þegar verið var að ræða þann
möguleika snemma í vor að Jóhanna
Sigurðardóttir færi í formannsslag
við Jón Baldvin töldu fróðir menn
um málefni krata stöðu Jóhönnu
vonlitla. Þeir sögöu að staðan væri
60:40, Jóni Baldvin í vil. Þessir sömu
menn segja nú að allt annaö sé uppi
á teningnum. Staðan sé hníflöfn og
útilokað að spá fyrir um úrsÚt. Nið-
urstaða sveitarstj órnarkosninganna
um síðustu helgi, og sú slæma út-
koma sem flokkurinn fékk í þeim,
hafi breytt miklu. Staða Jóhönnu sé
nú allt önnur og sterkari en fyrir
kosningar.
„Þegar rætt var um það fyrir
flokksþing fyrir tveimur árum að
Jóhanna færi fram gegn Jóni Baldvin
voru allt aðrar aðstæður en nú. Þá
sagði fólk að Jóhanna mætti ekki
fara fram gegn formanninum. Ekki
mætti koma upp óeining og að fólk
ætti að styðja Jón Baldvin til for-
mennsku og það varð. Nú aftur á
móti liggja úrslit sveitarstjórnar-
kosninganna fyrir. Þar kom fram
ákall um félagslegar áherslur um
allt land, svo ekki sé minnst á það
sem gerðist í Reykjavík. Jóhanna
- úrslit sveitarstjomarkosninganna breyta miklu
Sigurðardóttir er eina manneskjan
innan Alþýðuflokksins sem getur
svarað þessu kalli. Jón Baldvin og
Sighvatur Björgvinsson hafa ekki þá
fortíð að þeir geti það,“ sagði alþýðu-
flokksmaður, sem um árabil hefur
starfað í flokknum, í samtali við DV.
Annar kunnur alþýðuflokksmaður
sagði að Jóhanna Sigurðardóttir
væri afburða stjórnmálamaður og
ráðherra. Hún hefði hins vegar
hvorki þaö skapferli né klókindi sem
þarf til aö halda saman stjómmála-
flokki. Ekki síst flokki eins og Al-
þýðuflokknum sem virðist hafa það
Fréttaljós
fyrir siö að líta á formenn sína hveiju
sinni eins og tískuflík sem lögð er til
hliðar þegar fólk hefur fengið leið á
henni.
Stuðningsmenn Jóns Baldvin
benda á að hann sé mun klókari póli-
tíkus en Jóhanna. Hann kunni alla
þá pólitísku klæki sem þarf til að
vera formaöur stjómmálaflokks og
hafi sýnt ótvíræða foringjahæfileika
sem formaður flokksins. Þeir vilja
ekki kenna Jóni Baldvin og málflutn-
ingi hans um slæma útkomu í sveit-
arstjórnarkosningunum um síöustu
helgi.
Þetta em rökin sem heyrast með
og á móti þeim Jóni Baldvin og Jó-
hönnu.
Þriðji maðurinn
Síðustu daga hefur verið um þaö
rætt meöal ýmissa alþýðuflokks-
manna að reyna að lægja öldumar í
flokknum með þvi að fá þau Jón
Baldvin og Jóhönnu bæði til að draga
sig í hlé. Reyna beri að fá þriðja
manninn til að taka við formennsk-
unni. Þriðji maðurinn er Sighvatur
Jón Baldvin Hannibalsson, formað-
ur Alþýðuflokksins, á í vök að verj-
ast eftir dapurt gengi flokksins víð-
ast hvar í sveitarstjómarkosningun-
um.
Björgvinsson iönaðar- og viðskipta-
ráðherra. ,
Hann er þaulreyndur stjómmála-
maður sem kann stjómmál vel en er
umdeildur 1 flokknum. Sighvatur er
í hugum flestra sá sem ber ábyrgð á
þeirri miklu skerðingu sem orðið
hefur í heilbrigðiskerfinu. Hann er
því ef til vill ekki vinsælasti stjóm-
málamaðurinn meðal almennings.
En Sighvatur er mjög hæfur og því
er þessi möguleiki ræddur 1 fullri
alvöru. Sighvatur hefur neitað því
að hann hafi hug á formannssætinu,
hann hafi þegar lýst yfir stuðningi
við Jón Baldvin.
Þá hefur það líka heyrst að ef til
vill fari Jón Baldvin ekki í neinn for-
mannsslag við Jóhönnu. Hann ein-
faldlega dragi sig í hlé áður en til
formannskosninga kemur. Menn
sem DV hefur rætt við segja að sjái
Jóhanna Sigurðardóttir hefur aö
sögn kunnugra aldrei haft sterkari
stöðu gegn formanni flokksins en
nú.
Jón Baldvin fram á það að tapa fyrir
Jóhönnu muni hann draga sig í hlé.
„Jón Baldvin tekur aldrei meiri
áhættu en hann þolir,“ sagði sam-
verkamaður hans til margra ára í
samtali við tíðindamann DV.
Varaformaður
DV hefur fyrir því ömggar heim-
ildir að Rannveig Guðmundsdóttir
gefi ekki kost á sér sem varaformaö-
ur flokksins áfram. Hún tók sem
kunnugt er við þegar Jóhanna Sig-
urðardóttir sagði af sér varafor-
mennskunni vegna deilna við Jón
Baldvin.
Nái Jóhanna kjöri sem formaður
verður það eflaust karlmaður sem
reynt verður að fá í varaformanns-
sætið. Margir tala þá um Guðmund
Áma Stefánsson heilbrigðis- og
tryggingaráðherra. Hann hefur ekki
neitaö því enn þá að þessi möguleiki
sé fyrir hendi.
Verði Jón Baldvin kjörinn formað-
ur aftur verður reynt aö finna konu
í varaformannssætið. Það getur orð-
ið nokkuð erfitt því Jón Baldvin þyk-
ir ekki sýna konum í varaformanns-
sætinu mikla pólitíska virðingu.
Hvað gerir sá sem tapar?
Fólk, bæði utan Alþýðuflokksins
sem innan, spyr að sjálfsögðu: Hvað
gerir sá sem tapar? Alþýðuflokks-
maður sem DV ræddi við sagði að
Jóhanna yrði án efa spurð að því
hvað hún gerði ef hún tapaði. Hann
sagðist ekki trúa öðru en að frá því
yrði gengið aö hún hætti ekki og
segði sig úr flokknum ef hún tapaði.
Annar alþýðuflokksmaður sagði að
ef Jóhanna tapaði fyrir Jóni Baldvin
ætti hún ekki nema tveggja kosta
völ: að hætta í pólitík eða ganga úr
flokknum með stuðningsmönnum
sínum og stofna nýjan flokk eða sam-
tök.
„Ef Jón Baldvin tapar fyrir Jó-
hönnu verður hann að muna sína
forsögu. Hann kom öllum á óvart á
sínum tíma, bauö sig fram og felldi
Kjartan Jóhannsson. Þá treysti Jón
Baldvin á það eitt að Kjartan væri
svo góður flokksmaður að hann
myndi hanga áfram í flokknum. Það
var svo ekkert fyrir Kjartan gert eft-
ir að hann féll. Þaö var ekkert fyrir
hann gert fyrr en mörgum árum síð-
ar að hann fékk starf hjá EFTA og
síðan sendiherrastarf," sagði alþýðu-
flokksmaður í samtali við DV.
Nú er aðeins rúm vika til flokks-
þingsins sem haldið verður í Suður-
nesjabæ. Eins og málin standa í dag
er útlit fyrir fiörugt átakaflokksþing
í skugga kosningaósigurs Alþýðu-
flokksins í flestum höfuðvígjum sín-
um.
í dag mælir Dagfari_____________
Tilvistarkreppa
Fátt er nú orðið eftir til að gleðjast
yfir hér á landi. Hvert reiðarslagið
af fætur öðru ríður yfir og skammt
stórra högga á milli. Þó eru ekki
nema nokkrar vikur síðan forsæt-
isráðherra hélt merka ræðu á Al-
þingi og hélt því fram að vorið
væri að koma. „Það er að vora í
íslensku samfélagi," sagði Davíð og
þjóðin vildi trúa honum. Menn
taka mark á forsætisráðherra.
Enda þótt lóan sé komin og
grundimar gróa og vorið geri vart
við sig í veðráttunni hefur pólitíska
og efnahagslega vorið sem forsæt-
isráðherra boðaði því miður hvorki
verið sjáanlegt né finnanlegt.
Fyrst er þaö áfallið í borginni.
Borgin féll í kosningunum í hendur
dulbúinna frambjóðenda og ógnar-
tímar eru fram undan í höfuðborg-
inni. Jafnvel þótt fyrrverandi borg-
arsljóri biði eftir kraftaverki á
kosninganótt og stappaði stáli í sitt
fólk kom allt fyrir ekki og Ingibjörg
vann. Það fara erfiðir tímar í hönd.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki leng-
ur við völd en hann er eini flokkur-
inn, hinn útvaldi flokkur, sem er
fær um að stjóma borginni. Það fór
fram valdarán í Reykjavík og Reyk-
víkingar eiga eftir að súpa seyðið
af því. Það em myrkir dagar fram
undan. Ekki vorar við það.
Helstu tíöindi í kosningaúrslitum
utan Reykjavíkur var sókn Al-
þýðubandalagsins í kaupstöðum
landsins. Varla vorar við það í huga
forsætisráðherra?
Ekki er kosningunum fyrr lokið
en Hafró leggur fram tillögur um
ennþá meiri niðurskurð á þorsk-
kvótanum sem er nú kominn niður
í 130 þúsund tonn og enda þótt rík-
isstjórnin ætli að syndga upp á
náöina og bæta við tuttugu þúsund
tonnum þá er þetta eins og upp í
nös á ketti. Kreppan heldur áfram
og samdrátturinn. Það er ekki nóg
með að kjósendur yfirgefi sinn út-
valda flokk heldur er þorskurinn
lika á fönun. Það bólar ekki á vor-
inu úti á sjó.
Eftir að Norðurlandabúar gerðu
okkur þann grikk að leita eftir inn-
göngu í Evrópusambandið erum
við íslendingar að einangrast á
efnahgssviðinu. Það er sviöin jörð
fram undan þar sem við emm
skildir einir eftir, íslendingar, og
samkvæmt því sem The Wall Street
Joumal segir kyrjar utanríkisráð-
herra íslands óhugnanlegar vísur
um „ræningja" sem „slátra frið-
sömum kúabændum á meginlandi
Evrópu".
Hann getur fátt annað, blessaður
maðurinn, eftir að vera skilinn eft-
ir afsíðis og utangátta í þeirri Evr-
ópu sem er að sameinast án ís-
lands. Það vorar kannski hjá þeim
suöur í Evrópu en' það vor sést
ekki frá íslandsströndum.
Og nú ætla Alþýðflokkurinn og
Jóhanna að láta kné fylgja kviði
og fella Jón Baldvin sem formann
í flokknum. Hvemig verður
ástandið þá eftir að Jón hverfur á
braut og fær ekki lengur tækifæri
til að kyija söngva og leggjast í vík-
ing? Er Jóhanna það sem koma
skal? Er 'þetta vorið sem forsætis-
ráðherra bíður eftir?
Áður vom Kanamir búnir að af-
skrifa okkur með hjálp Rússa sem
lögðu niður kalda stríðið. Kanarnir
nenná ekki lengur að veija landið
og bánna okkur að veiða hval og
era hættir að taka mark á kvörtun-
um okkar og kveini. Við eram bún-
<
ir að glata sérstöðu okkar í kalda
stríðinu og Nató af því að kalda
stríðið hvarf.
Verðbólgan er horfin og atvinnu-
leysi hefur haldið innreið sína.
Gamla góða verðbólgan, sem skap-
aði þenslu og atvinnu og gerði okk-
ur að heimsmeisturum í efnahags-
málum, er langt undan. Jafnvel
verkalýðshreyfingin hefur koðnað
niður í leiðindum og sorg eftir frá-
fall verðbólgunnar. Verkalýðs-
hreyfingin hefur lagt niður alla
kjarabaráttu en semur um sex þús-
und króna eingreiðslu einu sinni á
ári í sárabætur. Nokkurs konar
fátækrastyrkur til að seðja mesta
hungrið. Varla var sú ölmusa vor-
boði forsætisráðherra.
Já, það ætlar seint að vora og til-
vistarkreppa íslendinga heldur
áfram eins og sjá má af þeim móðu-
harðindum sem á okkur dynja.
Bæði náttúran, efnahagurinn og
kjósendur hafa lagst á eitt um að
hindra vorkomuna og þegar er-
lendar þjóðir bætast í hópinn með
þvi að einangra ísland og þorskur-
inn fer í stræk þá er fokið í flest
skjól.
Kúri ég í kulda og trekki.
Dagfari