Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 Útlönd Stuttar fréttir dv Ekkert lát á bardögum við Aden í Suður-Jemen: Tuttugu særðir í f lug- skeytaárás í morgun Hersveitir Norður-Jemena skutu flugskeyti að Aden, höfuðborg suður- hluta landsins, í morgun og um tutt- ugu manns særðust þegar brot úr því féllu til jarðar eftir aö sunnanmenn höfðu skotið það niður, að sögn ör- yggissveita og starfsmanna á sjúkra- húsum borgarinnar. Stórskotaliðsdrunur heyrðust frá einni víglínunni nærri borginni og heyra mátti í sjúkrabílum á fleygi- ferð um götumar eftir að flugskeytið lýsti upp næturhimininn. Þetta var fyrsta flugskeytaárás norðanmanna á Aden frá því Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna hvatti deiluaðila í borgarastyrjöldinni til að semja tafarlaust um vopnahlé. Aö sögn starfsmanna á sjúkrahús- um komu brotin úr flugskeytinu nið- ur yfir fólk sem lá á bæn í einu út- hverfa Aden. Þar særðust fimmtán manns en fimm til viðbótar sem voru þar nærri særðust einnig. Um flmmtíu reiðir íbúar hverfisins hrópuðu vígorð þar sem Ali Abd- ullah Saleh, forseti Norður-Jemens, var fordæmdur. „Þú ert morðingi, Saleh,“ hrópaði fólkið. „Lengi lifi Aden.“ Ali Abdullah Saleh, forseti Norður- Jemens. Simamynd Reuter Marwan Naamani, ljósmyndari Reuters-fréttastofunnar, sagöi að þrír blóðpollar hefðu verið í forgarði bænahússins. Leiðtogar í Suöur-Jemen sögðu SÞ að þeir mundu fara í einu og öllu að ályktun Öryggisráðsins um vopna- hlé en ekki hafa nein viðbrögð borist frá stjórnvöldum í Norður-Jemen. Stjórnin í Sanaa er andvíg afskipt- um SÞ af deilunni sem hún segir vera innanlandsátök milh löglegra stjórnvalda og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Reuter Á mörkuðunum i Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, kennir ýmissa grasa, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var i morgun. Svínshausar þykja mik- ið lostæti þar um slóðir og til þeirra er einnig gripið þegar kaupsýslumenn opna nýjar verslanir. Ekki er að sjá að fólk þetta hafi miklar áhyggjur af spennunni sem nú rikir milli ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Simamynd Reuter Frakkarmót- mælalögum um sjóræningja Alain Juppé, utenríkisráð- herra Frakk- lands, sagði í franska þing- inu í gær aö lög sem Kanada- menn liaí'a sett fil að koma í veg fyrir veiðar sjóræningjaskipa utan 200 mílna lögsögunnar standist ekki alþjóðalög. Franska stjórnin hefur mót- mælt lagasetningu við Kanada- stjóm og þar með vakiö upp gamlar deilur um fiskveiðirétt- indi við tvær franskar eyjar und- an austurströnd Kanada. Alþjóölegur geröardómur úr- skurðaði árið 1992 aö Frakkar ættu rétt á 25 milna fiskveiðilög- sögu urahverfls eyjamar St. Pi- erre og Miquelon. Þá höföu þjóð- imar tvær deilt lengi um veiöam- ar. Reuter Alan Clark, fyrrverandi ráðherra: Segist vera saklaus af ásökunum mæðgnanna Alan Clark, fyrrverandi ráðherra á Bretlandi, hefur harðlega neitað þeim ásökunum sem bornar hafa veriö á hendur honum um að hann sé miskunnarlaus flagari sem hafi sýnt dætrum hjákonu sinnar kyn- færi sín. Clark, sem er 66 ára gamall, gaf út endurminningar sínar á síðasta ári en þar kom fram að hann hefði átt í ástarsambandi við konu og tvær dætur hennar. Konan, Valerie Har- kess, ákvað að koma fram sl. helgi ásamt dætmm sínum og eiginmanni sem er fyrrverandi dómari á Bret- landi, James Harkess, og koma fram hefndum. Hún og dætur hennar eru sárar yfir því að Clark hafi verið að gorta af sambandi sínu við þær í bók sinni sem hefur selst mjög vel. Mæðgumar hafa m.a. lýst því yfir Alan Clark. að Clark væri auvirðilegur flagari sem notfærði sér fólk. Önnur dóttir- inn, Josephine, skýröiblaðamönnum frá því að Clark hefði sýnt henni og systur hennar kynfæri sín þegar þær vom undir 16 ára aldri. Hún ásakar Clark einnig um að hafa dregið sig á tálar nokkmm árum seinna þegar hún var drukkin. „ Auðvitað neita ég þessum ásökun- um,“ sagði Clark við blaðamenn fyr- ir utan heimili sitt á Suður-Eng- landi. „Ég verð að neita ásökunum af þessum toga enda telst þetta glæp- samlegt athæfi." Valerie hefur skýrt frá því að Clark hugsaði aðeins um sjálfan sig og hann hefði ekki einu sinni haft fyrir því að vera með forleik í ástarleikjum þeirra. Löggan lof uð ísraelsmenn hafa farið lofsam- legum orðum um lögreglu Palest- ínumanna á sjálfstjómarsvæð- um. Brownhættirvið Tony Brown hefur hætt við að keppa um formannssæti í breska Verkamannaflokknum. LePensérrautt Franski hægriöfgamað- urinn Jean- Marie Le Pen sagði í gær aö hætta væri á nýju flóöi inn- flytjenda frá Alsír ef borg- arastyrjöld brytist þar út eða ef harðlínumúslímar tækju völdin. Áfall hjá Berlusconi Stjóm Berlusconis á Ítalíu varð fyrir áfalli þegar hún fékk ekki menn kjörna sem nefndafor- menn. Prinsbjargar Disney Sádi-arabískur prins ætlar að bjarga Evrópu-Disney úr fjár- kröggum. Sendimaðurrekinn íranir ætla að reka breskan stjórnarerindreka úr landi fyrir að hafa tengsl við hryðjuverka- menn. Kræfurbókaþjófur Breti hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir að stela 40 þúsund bókum á 30 árum. Enginsamsteypa Stjómarflokki Malaví hefur ekki tekist að mynda samteypu- stjórn með stærsta andstööu- flokknum. Kjarnavopn Öryggisráð SÞ ræðir nú um af- leiðingar þess að N-Kórea hafi ekki leyft eftirht með kjama- vopnum. Fástuðning Rússa Leiðtogi S- Kóreu segist ætla að ræöa við Borís Jelts- ín en hann seg- ist þegar hafa fengið yfirlýs- ingu frá Rúss- um um að þeir muni styðja SÞ í aðgeröum þess gegn N-Kóreumönnum. Viðræður um vopnahlé SÞ segja viðræður um vopnahlé eigi að hefjast eftir loforð Serba um brottflutning hersveita. Hjálpa f lóttamönnum Sveitir SÞ ætla aö reyna aö bjarga flóttamönnum í Rúanda sem komast ekki frá Kigali. S-Afríkaveitirhjálp Hin nýja stjóm S-Afríku hefur veitt loforð um hjálp til handa nauðstöddum íbúum Rúanda. Færekkimiskabætur Kviðdómur hefur ákveðið að blökkumað- urinn Rodney King fái ekki miskabætur vegna þeirra áverka sem hann hlaut þegar lögreglan í Los Angeles barði hann í mars 1991. Clintonta'IEvrópu Clinton er kominn til Evrópu til að fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Evrópa frelsaðist frá nasistum. Hungursneyð SÞ hefur beðið Vatíkanið um að sýna forystu í baráttunni gegn hungursneyð í Afríku. Reuter Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.