Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Side 13
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ1994 13 Nýtt kjötmat tekur gildi 1. júní og 1. september: Nákvaemari flokkun sem auðveldar neytendum valið „Aöalbreytingin felst í því að þetta verður samræmt Evróþureglunum í kjötmati. Þar er annars vegar vaxtar- lagsflokkun, s.s. holdfylling, og hins vegar fituflokkun. Hingað til hefur þetta tvennt ekki verið aðgreint hér á landi og því verður þetta miklu námkvæmari flokkun en áður,“ sagði Andrés Jóhannesson, kjöt- matsformaöur hjá Yfirkjötmati ríkis- ins, en frá og með 1. júní tekur gildi nýtt kjötmat á svínakjöti og þann 1. september næstkomandi á naut- gripakjöti. Nýjar reglur um hrossa- kjöt tóku gildi sl. haust. „Nýja kjötmatið felur í sér ná- kvæmari flokkun á nautgripa- og kýrkjöti, t.d. verða fjórir fituflokkar í stað tveggja áður. í ungnautakjöti er leyfð meiri flta í hverjum flokki eftir því sem gripirnir eru þyngri. Mat á alikálfakjöti breytist ekki en mat kýrkjöts breytist á sama hátt og í ungneytaflokki auk aldurs," sagði Andrés. Aðspurður hvort tekið væri tillit til innfitu (fitu inni í vöðvunum) neit- aði Andrés því. „Kjötið og fitan eru metin en ekkert tillit er tekið til inn- fltu að öðru leyti en því að það fylg- ist að ef kjötið er feitara." Viðskiptavinurinn (neytandinn) ætti í kjölfarið að hafa mun meira val en áður. Hann getur t.d. bæði valið um þunga gripa, þyngdin verð- ur sérmerkt á hvem skrokk, og fitu- flokk. Ef hann veit hvað hann vill getur hann hreinlega beðið um það. Aðspurður hvernig fólk bæri sig að við val á kjötinu sagði Andrés það velta á viðkomandi verslun að láta þessa merkingu fylgja. „Það er í það minnsta siðferðileg skylda þeirra að merkja þetta rétt en í raun er þó ekkert eftirlit með því hvemig versl- anir eða kjötvinnslur vinna úr þessu hráefhi," sagði Andrés. Verðlagningu ekki lokið „Verðlagsgrandvöllur er endur- skoðaður á þriggja mánaða fresti og við höfum verið að ganga frá verð- lagsgrundvelli sem tekur gildi 1. júní en hann fylgir gamla kjötmatinu," sagði Arnór Karlsson, einn fulltrúa í 6 manna nefnd, aðspurður hvort nýtt kjötmat mundi breyta verðlagn- ingu nautakjöts eitthvað. Að sögn Arnórs verður endurskoðun á verð- lagsgrundvelli nautakjötsins með nýju kjötmati ekki tekin til umflöll- unar fyrr en nær dregur. Svínabændur verðleggja sína framleiðslu sjálfir í samræmi við nýja kjötmatið 1. júní þar sem ekki er opinber verðlagning á svínakjöti. Eins og myndin ber með sér er hér ekki á ferðinni nein smáskepna. Þeir Guðgeir Einarsson (t.v.) og Kristinn Jóhannesson í Kjötbankanum hafa að öllum líkindum nóg fyrir stafni þegar að því kemur að hluta gripinn niður. DV-mynd BG Neysla helstu 49,7% 19,2% 17,5% 9,4% i i fCJ £ £ |5 <0 # Heimild: Framleiösluráö 4,1% DV Stærsta ungneyti á íslandi „V ið erum með í húsi það stærsta en gripnum var slátráð 30 mánaða ungneyti sem sést hefur á islandi. gömlum. „Hann fékk að ganga und- Það vó hvorki meira né minna en ir móður sinni í 8 mánuði og síðan 446,4 kg,“ sagði Guðgeir Einarsson fékk hann mjög gott hey, ekkert í Kjötbankanum í Hafliarfirði í mjöl. Þór sagði hann hafa verið ein- samtali við DV. stakan frá upphafi, kraftmikinn en Guögeir fékk gripinn frá Þór Að- Ijúfan og góðan," sagði Guðgeir. alsteinssyni í Kristnesi í Eyjafirði Neytendur hjólum Ef þú þarft að geyma stiga á hliðinni er það til mikils hægðar- auka að skrúfa húsgagnahjól á hlið hans. Þá er hægt að draga hann fram án þess að skemma málningu á honum eða öðru. Salt er eitrað Þó salt dugi vel til aö bræða snjó og ís er það hvorki hollt dýr- um né gróðri. í staö þess er t.d. hægt aö nota kalksaltpétur sem hefur sömu bræðslueiginleika en veldur ekki sama skaða. Hann er heldur dýrari. neðan frá Helst vill fólk standa á jörðinni þegar það sagar greinar langt fyr- ir ofan sig. Þann vanda leysum við með því að spenna sögina á langa spýtu meö tveimur þving- um. Að verkinu loknu er pensill spenntur á spýtuna, honum dýft í flöru eöa málningu og síðan er strokið yfir sárið. r r Óslétt bletta- lökkun Þegarbíllinn hefur verið bletta- lakkaður getur áferðin verið dá- litið hnúskótt og óslétt. Leyfðu „viðgeröinni“ að taka sig í u.þ.b. einn mánuð en þá nuddar þú staðinn með klút og sérstöku efni sem fæst á bensínstöövum. Gættu þess að skemma ekki gamla lakk- ið sem undir er. Að þessu loknu bónar þú bilinn meö góðu bóni. Hröð mold- armyndun Oftast liöa allmargir mánuðir þangað til gróðurleifar era orðn- ar aö gróðurmold. Ráð er að strá áburðarblandinni mómylsnu saman viö gras og lauf og gæta þess að hrúgan haldist rök. Þá gengur þetta allt hraðar. Gott er að bæta í þetta ýmsu dóti úr eld- húsinu, t.d. kaffisíum, eggja- skumi og kartöfluhýði. Spnmgvu ítré Borð og listar geta rifnað út frá nagla ef neglt er of nálægt enda. Hægt er að komast hjá því meö því að bora með bor sem er grennri en naglinn. Vanur smið- ur slær oft á naglaoddinn áður en hann rekur hann inn. Sljór oddurinn kremur viðartreflarnar í stað þess að rifa þær sundur og rifnar viðurinn þvi ekki. Handbók heimilisins VI til kl. 21 „OO Skeifunni • Hólagarði • Grafarvogi • Seltjarnarnesi • Akureyri Líka d kvöldin !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.