Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Qupperneq 20
32 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 íþróttir Marseilleselt stórfyrirtækjum Kanadískt námufyrirtæki, breskt verðbréfafyrirtæki og ein 30 frönsk fyrirtæki hafa í samein- ingu keypt rúm 60 prósent hiuta- bréfa í franska knattspyrnufélag- inu Marseille af eiganda þess, Bernard Tapie. Marseiile var svipt franska meistaratitlinum og dæmt í bann frá Evrópukeppni vegna mútu- máls á síðasta ári og hefur nú verið dæmt til að leika í 2. deild frönsku knattspyrnunnar næsta vetur. Tapie heiðursforseti og ráðgjafi liðsins Tapie hefur enn fremur verið bannað að hafa afskipti af franskri knattspyrnu en hann verður samt heiðursforsetí fé- lagsins og ráðgjafi. Nýju eigend- urnir hafa samþykkt að leggja rúman milljarö króna í félagið um næstu mánaðamót og bæta um 650 milljónum við síðar. Hagnaður Marseille á starfsárinu sem nú er að ljúka nam um 450 milljónum króna. Sæstjarnan vann fyrsta mótið Sæstjarnan sigraði á 45,41 mín- útu í fyrstu þriðjudagskeppni sumarsins í kjölbátasiglingum sem háð var í fyrrakvöld. Svala varö önnur á 46,19 mínútum og Eva II þriðja á 49,13 mínútum. Sjö skutur luku keppni en fleiri sem ekki hafa lokið nauðsynlegum undirbúningi fyrir kappsiglingar tókuþóþátt. Þríþraut í Mývatnssveit Fyrsta þríþrautarkeppni sum- arsins verður háð í Mývatnssveit laugardaginn 11. júní og hefst við sundlaugina i Reykjablíö klukk- an 10. Keppt er í tveimur flokk- um, í A-flokki synda keppendur 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kilómetra en í B-flokki synda þeir 400 metra, hjóla 10 kílómetra og hlaupa 2,5 kíló- metra. Keppt er í flokkum 16 ára og yngri, 17-39 ára og 40 ára og eldri. Skráning og nánari upplýs- ingar eru í símum 96-44189 eða 96-44181 (Áslaugur) og 96-44243 eða 44181 (Sævar), Golfmóthjá Trésmiðafélaginu Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur Byko-mótið í golfi á golfvell- inum í Mosfellsbæ á fóstudaginn. Leiknar verða 18 holur. Skráning rástima er hjá Trésmiðafélagi Reykjavikur i síma 686055. Keila: Karlamireru MO.sæti íslenska karlalandsliðið í keilu er í 10. sæti eftir tvo keppnisdaga á Evrópumóti landsliða. í gær Iéku íslendingar fióra leiki. Þeir unnu Ungverja, 1036-867, og Kró- ata, 936-859, en töpuöu fyrir Finn- um, 966-1130, og Þjóðverjum, 906-950. Liðið er með 12 stig efth* 9 leiki en ítalir og Danir eru í efstu sætunum mep 16 stig. Kvennalandslið íslands tapaði öllum þremur leikjum sínum i gær, fyrir Spánverjum, 825-895, • fyrir Svisslendingum, 834-887, og fyrir Frökkum, 953-966. Eftir sex leikí er íslenska liðið án stiga en Frakkar og Norðmenn eru í for- r ystu meö 10 stig. Leikurinn gegn Frökkum var mjög spennandi og íslenska sveitin hafði yfirhöndína allt fram að 10. ramma. Elín Ósk- arsdóttir átti rojög góöan leik og fékk 242 stig. Markaregn f vetrar- veðrinu á Akureyri Gylfi Kiisljánsson, DV, Akureyri: „Ég er afar óánægður enda áttum við að vinna. Vörnin var slök og menn gerðu alls ekki það sem fyrir þá var lagt. Það kostaði að við töpuð- um niður tveggja marka forustu og fengum á okkur hræðileg mörk,“ sagði Marteinn Geirsson, þjálfari Fram, eftir 3-3 jafntefli gegn Fram á Akureyri í gærkvöldi. Leikið var við svipuð skilyrði og allt síðasta sumar; hitastig rétt við frostmarkið, norðan garri og slydda." Þrátt fyrir þetta náðu liðin oft að leika góða knatt- spyrnu og skemmtu áhorfendum vel með 6 mörkum og miklum fiölda marktækifæra sem ekki nýttust. Framarar, sem léku undan veðrinu í fyrri hálfleik, leiddu 2-1 í hálfleik og höfðu pá m.a. misnotað víta- spyrnu er Olafur Pétursson varði frá Helga Sigurðssyni, og Lárus Orri bjargaði öðru skoti Helga á línunni. Það var því ekki gegn gangi leiksins að Framarar komust yfir 1-3 fljótlega í síðari hálfleik. Þá sýndu Þórsarar hins vegar „karekter", þeir minnk- uðu muninn strax í eitt mark mínútu síðar og skoruðu svo jöfnunarmarkið um miðjan hálfleikinn. Þeir fengu svo betri færi þann tíma sem eftir var heldur en Framarar svo senni- lega eru jafntefli sanngjörn úrsht þegar upp er staðið. „Nú skoruöum viö þrjú mörk og þá er svekkjandi að vinna ekki. Mér leiddist ekki að skora þetta mark enda ekki skorað fyrir Þór síðan í 3. flokki. En ætli jafntefli sé ekki sann- gjarnt," sagði Guðmundur Bene- diktsson Þórsari eftir leikinn. Guð- mundur átti góðan leik, hann lífgar mjög upp á sóknarleik Þórs og það er trú mín að hann og Bjarni eigi eftir að gera það gott í sumar og þeir eru mjög ógnandi saman frammi. Það munaði hins vegar miklu fyrir Þórsara að „lykilmönnum" eins og Ormarri og Vitorovic voru mjög mis- lagðir fætur í þessum leik. Sóknarleikur er greinilega vopn Framara í sumar með Helga Sigurðs- son „alveg eitraðan" sem fremsta mann. Vörnin er hins vegar þung og opnaðist illa í síðari hálfleik. Þá virk- aði Birkir ekki sannfærandi í mark- inu utan þess að hann varði glæsi- lega þrjú skot. Jón Sigurjónsson dæmdi sinn fyrsta leik í 1. deild og stóð sig ekki vel. Dómari sem lætur þjálfara nán- ast „öskra ofan í kokið á sér“ átölu- laust á að dæma eins og tvö hð séu á vellinum, hann veit upp á sig skömmina. „Þetta er viss léttir“ - sagði Amar Grétarsson, fyrirliði UBK, sem hlaut sín fyrstu stig Víðir Sigurðsson skriiar: Óvænt vítaspyrna í lok fyrri hálf- leiks færði Breiðabliki sitt fyrsta mark í 1. deildinni á keppnistímabil- inu, eftir 223 mínútna baráttu, og lagði grunninn að sanngjörnum sigri Kópavogshðsins á ÍBV, 2-0, á Kópa- vogsvellinum í gærkvöldi. Guðmundur Guðmundsson skaut yfir mark ÍBV eftir fyrirgjöf, Eyja- menn bjuggu sig undir að taka mark- spyrnuna og Bhkar höfðu bakkað athugasemdalaust í vörn - þegar Guðmundur Stefán dómari benti skyndilega á vítapunktinn eftir að hafa fengið ábendingu frá Pjetri Sig- urðssyni línuverði um að Hermann Hreiðarsson hjá ÍBV hefði brotið á Jóni Þóri Jónssyni. Sigurjón Krist- jánsson skoraöi úr vítaspymunni. „Vítið kom mér ekki á óvart því hann tók í axlirnar á mér og reif mig niður. Ég var á milli hnuvarðarins og boltans og því sá hann þetta," sagði Jón Þórir við DV um atvikið. Eyjamenn voru mjög óhressir og Friðrik Friðriksson, markvörður og fyrirliði ÍBV, sagði: „Þetta er hæpinn dómur, boltinn fór út af á nærstöng og Jón Þórir var hvergi nærri.“ Friðrik varði víti Hermann var rétt búinn að jafna fyr- ir ÍBV þegar hann skaut í þverslána og niður frá vítateig en síðan gerði Friðrik sér lítið fyrir og varði glæsi- lega frá Sigurjóni þegar Bhkar fengu aðra vítaspyrnu en þá var Guðmund- ur Guðmundssón felldur. Jón Þórir tryggði síðan BUkum endanlega sín fyrstu stig í sumar með öðru marki skömmu fyrir leikslok. Sigur Blika var mjög sanngjarn og þeim afar kærkominn eftir slæma byrjun á mótinu. Þeir áttu fyrri hálf- leikinn með húð og hári og áttu þá 12 markskot gegn aðeins einu frá ÍBV, og Kristófer Sigurgeirsson var tvívegis sérlega óheppinn með skot framhjá úr dauðafærum. Eyjamenn Blikarnir Arnar Grétarsson og Jón Þórir Jónsson sækja hér að Heimi Hall- grímssyni, varnarmanni ÍBV, einu sinni sem oftar í leiknum. DV-mynd ÞÖK Stúfar úr Trópídeildinni • Þriðja mark Þórsara gegn Fram 1 gærkvöldi, sem Bjami Sveinbjörnsson skoraði, var þeirra 500. mark í deildakeppninni frá upphafi. • Zoran Ljubicic hjá ÍBV lék sinn fyrsta 1. deildar leik í gærkvöldi og það var einmitt á hans gamla heimavelli, Kópavogsvellinum, en þar lék hann með HK í tvö ár. • Bæði UBK og ÍBV voru án sterkra leikmanna sem eru meiddir. Hjá Blikum vantaði Val Valsson, Úlfar Óttarsson, Hajrudin Cardakhja og Willum Þórsson en ÍBV saknaði Rúts Snorrasonar, og svo Nökkva Sveinssonar sem var í leikbanni. sóttu meira í seinni hálíleik en voru of bitlausir og sköpuðu sér fá afger- andi færi. Þeir verða ekki fiarri botn- sætinu, sem þeim var spáð, með svona spilamennsku. „Þetta er viss léttir og pressan minnkar. Vonandi verður þetta til þess að við fórum að spila eðlilegan fótbolta og sýna hvað í okkur býr,“ sagði Arnar Grétarsson, fyrirhði Breiðabhks. „Það vantaði einhvern neista hjá okkur í fyrri hálfleik þótt við hefðum ætlað að svara þeirra baráttu með brjálaðri baráttu. Það var eins og einhver heföi hvíslað að okkur að þetta yrði auðvelt. Fyrra vítið var hæpið og ég er viss um að skotið hjá Hermanni var inni en ég ætla ekki að kenna dómaranum um, við urðum okkur til skammar," sagði Friðrik Friðriksson. Þór - Fram (1-2) 3-3 0-1 Helgi Sigurðsson (5.) komst einn inn fyrir 1-1 Guðmundur Benediktsson (11.) eftir sendingu Arnar Viðars. 1-2 Steinar Guðgeirsson (21.) laglegt skot utan teigs. 1- 3 Ríkharöur Daðason (53.) eftir samleik við Helga. 2- 3 Júlíus Tryggvason (54.) skalli eftir aukaspyrnu. 3- 3 Bjarni Sveinbjörnsson (66.) eftir sendingu Guömundar. Lið Þórs: Ólafur Pétursson - Sveinn Pálsson, Júlíus Tryggvason, Lárus Orri Sigurðsson, Örn Viðar Arnarson - Ormarr Örlygsson, Páll Gíslason, Dragan Vitorovic, Birgir Þór Karlsson - Bjami Sveinbjömsson, Guömundur Benediktsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson - Helgi Björgvinsson, Pétur Marteinsson, Ómar Sigtryggsson - Hólmsteinn Jónasson (Þorbjöm Atli Sveinsson 78. mín.), Ríkharður Daöason, Steinar Guðgeirsson, Gauti Laxdal, Kristinn Hafliöason - Helgi Sigurðsson, Guömundur Steinsson (Valur Fannar Gísla- son 46. mín.). Þór: 14 markskot, 5 horn. Fram: 12 markskot 7 hom. Spjöld: Engin. Dómari: Jón Sigurjónsson. Áhorfendur: Um 300. Skilyrði: Norðan brunagaddur og slyddudruila, eins ólíkt knattspyrnu- veöri og hugsast getur. Helgi (Fram), Ólafur (Þór), Láms Orri (Þór). 0 Guðmundur (Þór), Pétur (Fram), Steinar (Fram), Kristinn (Fram), Örn Viðar (Þór), _______________________________________________ Menn leiksins: Lórus Orri (Þór) og Helgi Sigurðsson (Fram), háðu oft horða rimmu i leiknum og léku báðir stórvel, Lárus Orri klettur í vörn Þórs og Helgi afar ógnandi með hraða sínunm í framlínu Fram. Breiðablik-ÍBV (1-0) 2-0 1- 0 Sigurjón Kristjánsson (43.) úr vítaspyrnu sem dæmd var á Hermann Hreiðarsson fyrir að brjóta á Jóni Þóri Jónssyni, fjarri boltanum. 2- 0 Jón Þórir Jónsson (83.) með skalla eftir góða fyrirgjöf Kristófers Sigur- geirssonar frá vinstri. Lið UBK: Guðmundur Hreiðarsson - Ásgeir Halldórsson, Gústaf Ómars- son, Einar Páll Tómasson, Hákon Sverrisson - Jón Þórir Jónsson (Tryggvi Valsson 83.), Amar Grétarsson, Siguijón Kristjánsson (Vilhjálmur Haralds- son 86.), Kristófer Sigurgeirsson - Guðmundur Þ. Guðmundsson, Raspilav Lazorik. Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson - Friðrik Sæbjörnsson, Jón Bragi Arnars- son, Dragan Manojlovic, Heimir Hallgrímsson 7 Sumarliði Ámason, Bjarn- ólfur Lárusson (Magnús Sigurðsson 71.), Þórir Ólafsson (Yngvi Borgþórsson 73.), Zoran Ljubicic, Hermann Hreiðarsson - Steingrímur Jóhannesson. UBK: 22 markskot, 4 hom. ÍBV: 13 markskot, ekkert horn. Gul spjöld: Lazorik (UBK), Einar Páll (UBK), Hermann (ÍBV). Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson, dæmdi vel. Áhorfendur: 395. Skilyrði: Gola, svalt, sólarglenna, ágætur völlur. 0® Kristófer (UBK), Friðrik (ÍBV). ® Lazorik (UBK), Arnar (UBK), Jón Þórir (UBK), Hákon (UBK), Gústaf (UBK), Manojlovic (ÍBV), Hermann (ÍBV). Maður leiksins: Kristófer Sigurgeirsson (UBK). Var geysilega ógnandi á vinstri kantinum, óheppinn að skora ekki tvívcgis, og lagði upp síðara markið mjög laglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.