Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Síða 30
42
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994
Afmæli
Pétur Sigurgeirsson
Pétur Sigurgeirsson biskup, Hjálm-
holti 12, Reykjavík, er sjötíu ogfimm
áraídag.
Starfsferill
Pétur fæddist á ísafirði. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR1940, guð-
fræðiprófi frá HÍ1944, framhalds-
prófi í guðfræði frá prestaskólanum
Mt. Airy Seminary í Fílaladelfíu
1945 og stundaði framhaldsnám í
blaðamennsku og biblíufræðum við
Stanfordháskóla í Kaliforníu 1945.
Pétur starfaði á vegrnn Hins
evangelíska-lútherska kirkjufélags
íslendinga í Vesturheimi sumarið
1945, vann við ritstjórn Kirkjublaðs-
ins í Reykjavík 1946-47, kennari við
gagnfræðaskólann á Akureyri
1947- 01, sóknarprestur á Akureyri
1948- 81 með aukaþjónustu í Gríms-
ey 1953-81, vígslubiskup Hins forna
Hólabiskupsdæmis 1969-81 og bisk-
upíslands 1981-89.
Pétur var formaður Æskulýðs-
sambands kirkjunnar í Hólastifti
1959-69, formaður Barnavemdar-
nefndar Akureyrar um skeið, for-
maður Prestafélags hins forna Hóla-
stiftis 1970-81, sat í Kirkjuráði hinn-
ar íslensku þjóðkirkju frá 1970, for-
seti Kirkjuráðs 1981—89, forseti Hins
ísl. biblíufélags 1981-89 og hefur set-
iö í stjórn Listasafns Einars Jóns-
sonarfrál981.
Pétur samdi bækurnar Litli-Hár-
lokkur og fleiri sögur, barnabók,
1952, og Grímsey, 1971, ritstýrði
Sunnudagaskólablaðinu 1948,
Æskuiýðsblaðinu 1949-60, í útgáfu-
stjóm 1963-65, í Áfengisvörn 1956, í
ritnefnd Tíðinda Prestafélags hins
foma Hólastiftis 1971, gaf út Söng-
bók sunnudagaskóla Akureyrar-
kirkju 1948 og Unga kirkjan, sálmar
ogmessuskrá, 1967.
Fjölskylda
Pétur kvæntist 3.8.1948 Sólveigu
Ásgeirsdóttur, f. 2.8.1926, húsmóð-
ur. Foreldrar hennar voru Ásgeir
Ásgeirsson, kaupmaður í Reykja-
vík, og kona hans, Kristín Mattiiías-
dóttirhúsmóðir.
Börn Péturs og Sólveigar eru Pét-
ur, f. 19.2.1950, doktor í félagsfræði
og guðfræði, prófessor við HÍ,
kvæntur Þuríði Jónu Gunnlaugs-
dótturfótasérfræðingi; Guðrún, f.
25.5.1951, d. 27.3.1986, stúdent og
flugfreyja; Kristín, f. 31.5.1952, hús-
móðir á Akureyri, gift Hilmari
Karlssyni, lyfjafræðingi; Sólveig, f.
21.6.1953, phil.cand. við háskólann
í Uppsölum, gift Borgþóri Kær-
nested, framkvæmdastjóra Norr-
æna flutningasambandsins.
Systkini Péturs em Sigurður, f.
6.7.1920, d. 9.11.1986, deildarstjóri í
Útvegsbankanum í Reykjavík;
Svanhildur, f. 18.3.1925, fyrrv. fuil-
trúi í utanríkisráðuneytinu; Guð-
laug, f. 16.2.1927, næringarráðgjafi
við Landspítalanri í Reykjavík.
Foreldrar Péturs voru Sigurgeir
Sigurðsson, f. 3.8.1890, d. 13.10.1953,
biskup íslands, og kona hans, Guð-
rún Pétursdóttir, f. 5.10.1893, d. 20.7.
1979, húsmóðir.
Ætt
Sigurgeir var sonur Sigurðar,
regluboöa Góðtemplarareglunnar
Eiríkssonar, b. á Ólafsvöllum, Ei-
ríkssonar, dbrm. á Reykjum, bróður
Katrínar, ömmuÁsmundar Guð-
mundssonar biskups og ömmu Sig-
ríðar, móður Ólafs Skúlasonar bisk-
ups. Eiríkur var sonur Eiríks, ætt-
fóður Reykjaættarinnar Vigfússon-
ar. Móðir Sigurgeirs var Svanhildur
Sigurðardóttir, formanns í Neista-
koti á Eyrarbakka, Teitssonar. Móð-
ir Sigurðar var Guðrún, systir Ólaf-
ar, langömmu Jóns, fóður Hannesar
Jónssonar sendiherra. Guðrún var
dóttir Sigurðar, b. á Hrauni í Ölf-
usi, Þorgrímssonar, b. í Holti í
Stokkseyrarhreppi, Bergssonar,
ættfoður Bergsættarinnar, Stur-
laugssonar.
Guðrún var systir Sigurðar, föður
Péturs, forstjóra Landhelgisgæsl-
Pétur Sigurgeirsson.
unnar. Guðrún var dóttir Péturs,
oddvita í Hrólfsskála á Seltjamar-
nesi, Sigurðssonar. Móðir Péturs
var Sigríður Pétursdóttir, b. í Eng-
ey, Guðmundssonar, foður Guð-
finnu, ömmu Bjarna Jónssonar
vígslubiskups. Önnur dóttir Péturs
í Engey var Guðrún, langamma
Bjarna Benediktssonar forsætisráð-
herra. Móðir Guðrúnar var Guðlaug
Pálsdóttir, b. í Hörgsdal, Pálssonar,
prófasts í Hörgsdal, Pálssonar, fóð-
ur Valgerðar, ömmu Sigurðar Páls-
sonar vígslubiskups.
Pétur og Sólveig eru stödd hjá
dóttur sinni og tengdasyni í Uppsöl-
um.
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson, fyrrv. lög-
reglumaður og starfsmaður við
RUV, til heimilis að Bergþórugötu
57, Reykjavík, er áttræður í dag.
Starfsferill
Ólafur fæddist að Sörlastöðum í
Fnjóskadal og ólst upp í Fnjóska-
dalnum, á Akranesi og í Borgar-
firði. Hann var í barnaskóla á Akra-
nesi, við Héraðsskólann á Laugar-
vatni og stundaði nám við lögreglu-
skóla í Stokkhólmi 1946.
Á unglingsárunum stundaði Ólaf-
ur landbúnaðarstöð, fiskvinnslu og
byggingarvinnu, auk þess sem hann
var til sjós í fjögur ár. Hann hóf fyrst
lögreglustörf 1930, varð lögreglu-
maður í Reykjavík 1937, annaðist
umferðarfræðslu í skólum um
fimmtán ára skeið eftir strið og var
lögregluvarðstjóri 1960-67 er hann
lét þar af störfum. Þá var Ólafur
starfsmaður Ríkisútvarpsins í sext-
án ár frá 1967, auk þess sem hann
var gæslumaður í þjóðgarðinum við
Skaftafell fjögur sumur.
Ólafur gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Lögreglufélag Reykja-
víkur, söng meö Lögreglukómum
og var ritari hans um árabil en Ólaf-
ur átti stóran þátt í því að kórinn
gekk í óformlegt samband við lög-
reglukóra höfuðborgar Norður-
landa. Olafur varð heiðurfélagi
kórsins 1989.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 1.10.1939 Guð-
rúnu Einarsdóttur frá Hemru í
Skaftártungum, f. 17.6.1914, d. 31.12.
1993, húsmóður. Hún var dóttir Ein-
ars Bárðarsonar og Jóhönnu Jóns-
dóttur, bændafólks, síðast að Mýr-
umíÁiftaveri.
Böm Ólafs og Guðrúnar eru
Bjarni Einar Ólafsson, f. 10.8.1941,
flugvirki í Garðabæ, kvæntur Guð-
rúnu Árnadóttur hárgreiðslumeist-
ara og eiga þau þrjár dætur, Þor-
björgu, f. 26.3.1969, Hildi. f. 31.10.
1972, og Elínu, f. 11.2.1983; Guð-
mundur Ólafsson, f. 10.7.1944, versl-
unarmaður á Seltjarnarnesi,
kvæntur Maríu Ólafsdóttur húmóð-
ur og eiga þau þrjú börn, Ólaf, f.
26.8.1965, Sigrúnu, f. 3.8.1968 og
Björgu, f. 12.6.1975.
Systkini Ólafs: Guðný, f. 7.9.1915,
húsmóðir og ekkja í Hafnarfirði;
Sigurður, fyrrv. húsgagnasmiður og
lögregluþjónn á Akranesi; Guð-
björg, f. 11.7.1920, nú látin, húsmóð-
ir í Bandaríkjunum; Karl, f. 1.9.1924,
verkfræðingur; Bjöm, f. 22.8.1928,
klæðskeri í Reykjavík; Ingólfur, f.
22.11.1930, prestur og lektor við
KHÍ.
Ólafur Guömundsson.
Foreldrar Ólafs voru Guðmundur
Ólafsson frá Sörlastöðum, f. 11.2.
1885, d. 16.5.1958, lengst af kennari
við Héraðsskólann á Laugarvatni,
og kona hans, Ólöf Sigurðardóttir,
f. 21.4.1890, d. 11.1.1976, húsmóðir.
Til hamingju með afmælið 2. júní
90 ára
Jón Guðmann
Jónsson,
fyrrv.véiaeftir-
litsmaður,
Dalbraut27,
Reykjavík,
verðurníraíður
ámorgun.
JónGuðmann
tekur á móti gestum á Hótel Borg
á morgun frá kl. 14.30.-17.00.
Margrét P. Einarsdóttir húsmóó-
ír frá Þórustöðum í Bitrufirði,
Hrafnistu við Kieppsveg, Reykja-
vík.
Guðlaugur Guðjónsson,
Hásteinsvegi64, Vestmannaeyjum.
Stefán Þorsteinsson,
Silfurteigi 6, Reykjavík.
Trausti Guðmundsson,
Hornbrekku, Ólafsfirði. : /
Vesturvegi 11, Þórshöfn.
Ágúst Jónsson,
Sigtúni 55, Reykjavík.
Sigurveig Sigurðardóttir,
Suðurbyggðl7, Akureyri.
Guðmundur Þorbjörnsson,
Tómasarhaga 46, Reykjavík.
Kristinn Guðmundsson,
Háaleitisbraut 39, Reykjavík.
Kristján össur Jónasson,
Vesturbergi 49, Reykjavík.
50 ára
Heiðar Alexandersson,
Engjavegi71, Selfossi.
Kristin Waage,
Sólvallagötu 58, Reykjavik.
Sesselja Berndsen,
Blikanesi 26, Garðabæ.
Torfhildur Pálsdóttir,
Huldulandi 5, Reykjavík.
Gísli Kjartansson,
Austurholti 7, Borgamesi.
40ára
Ari Berþór Fransson,
Sogavegi 133, Reykjavík.
Ólafur ÞórhalÍRSon,
fyrrv.bóndiá Ánastöðum, Vatns-
nesi, nú til heimilis að Neshaga 14,
Reykjavík.
Ólafiireraðheiman.
Guðný Haiigrímsdóttir,
Hraunbæ 103, Reykjavík.
60 ára
Grímur Guðbjörn Jóhannsson,
Ivor Don Aubrey,
Dvergabakka 16, Reykjavík.
Friðbert A. Sanders,
Faxabraut 40 B, Keflavík.
Helgi Halldórsson,
Bjarnarstig 9, Reykjavík.
Helga Árnadóttir,
Hátúni 10A,
Reykjavík.
Foreldrar
hennareru
ÁrniJónsson
ogSólvcigEg-
gerz Péturs-
dóttir.
Kristín Benediktsdóttir,
Fífuseli 36, Reykjavík.
Ragnhildur I. Benediktsdóttir,
Amórsstöðura, Jökuldalshreppi,
Jósef R. Gunnarsson
Jósef Rafn Gunnarsson (fæddur
Csillag Jóseí), starfsmaður hjá
Héðni í Garðabæ, Möðrufelli 7,
Reykjavík, er sextugur í dag.
Starfsferill
Jósef er fæddur í Veröce Maros í
Ungverjalandi og ólst þar upp ásamt
þremur systkinum sínum. Hann
lærði jámiðnaðarmennt í heima-
landi sínu.
Árið 1956 flúði fiölskylda hans í
skjóli nætur til flóttamannabúða í
Austurríki og um jólin sama ár kom
hann tii íslands. Jósef hefur starfað
viö járniðnaðarstörf frá því hann
kom til íslands. Jósef er nú starfs-
maður hjá Héðni í Garðabæ.
Jósef gegndi herþjónustu um
tveggja ára skeið í heimalandi sínu.
Fjölskylda
Jósefkvæntist 11.1.1958RósuLár-
usdóttur (fædd Szatmári Rózalia), f.
25.9.1937. Foreldrar hennar: Szat-
mári Lajos, d. 1972, og kona hans,
Erdös Róza, en hún er búsett í Ajka
íUngverjalandi.
Dætur Jósefs og Rósu: Annabella,
f. 3.4.1959, starfsstúlka á leikskóla,
gift Ellert Sigurðssyni, þau eru bú-
sett í Reykjavík og eiga tvö börn;
Elísabet Katrín, f. 8.7.1963, snyrti-
sérfræðingur, gift Rafni Þorsteins-
syni, þau eru þúsett í Kaupmanna-
höfn og eiga tvö börn; Rósa, f. 14.1.
1969, verkstjóri, búsett í foreldra-
húsum.
Systkini Jósefs: Marteinn Hannes-
son, látinn, var búsettur í Dan-
mörku; Georg Jósefsson, látinn, var
búsettur í Reykjavík; María Antons-
Jósef R. Gunnarsson.
son, búsett í Bandaríkjunum.
Foreldrar Jósefs: Csillag Jósef og
kona hans, Németh Anna. Þau em
bæðilátin.
Ingibjörg Þ. Ingólfsdóttir
Ingibjörg Þóra Ingólfsdóttir kenn-
ari, írabakka 30, Reykjavík, er fer-
tugídag.
Fjölskylda
Ingibjörg er fædd í Reykjavík og
ólst þar upp, fyrst í Efstasundi 10
og síðar í Njörvasundi 11. Hún lauk
gagnfræðaprófifrá Vogaskóla 1971,
stúdentsprófi frá KHÍ1977 og kenn-
araprófi frá Kennaraháskóla ís-
lands 1980.
Ingibjörggiftist 20.12.1980 Snorra
Steindórssyni, f. 4.7.1954, bifreiða-
smíðameistara. Foreldrar hans:
Steindór Reynir Jónsson flugvirki
og Ingigerður Ágústsdóttir fóstra.
Þau eru búsett í Reykjavík.
Böm Ingibjargar og Snorra:
Steindór Ingi, f. 27.12.1976, nemi;
Eva Rún, f. 9.4.1982; Björgvin Atii,
f.27.8.1990.
Bræður Ingibjargar: Öm, maki
Gerður Baldursdóttir; Guðmundur,
maki Kristín Júlíusdóttir; Sigþór,
maki Sólveig Kristjánsdóttir; Jósep
Gunnar.
Foreldrar Ingibjargar; Ingólfur
Guðmundsson, f. 15.2.1907, d. 27.8.
1983, bakarameistari, og Þórey Sig-
urðardóttir, f. 30.6.1907, húsmóðir.
Þau bjuggu lengst af í Njörvasundi
11.
Ætt
Ingólfur var sonur Guðmundar
Einarssonar sjómanns og konu
hans, Guðrúnar.
Ingibjörg Þ. Ingólfsdóttir.
Þórey er dóttir Sigurðar Jónsson-
ar, hreppstjóra í Grafningi, og konu
hans, Ingibjargar Jónsdóttur.