Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 Fréttir * Mesta viðskiptadrama Islandssögunnar: Sandkassaleikur viðskiptajöfra O o 13.12.'89 Hekla, Vífilfell, Hagkaup, Oddi og Blóhöllin vilja kaupa Stöö 2 af Verslunarbankanum og fleiri fyi sýna áhuga. Bankanum er uml að selja Stöð 2 áður en Island veröur til. Ekkert verður úr. , 10.1.-90 Eignarhaldsfélag Verslunarban! selur Jóhanni J. Ólafssyni, fori Verslunarráös, Guöjóni Oddss; formanni Kaupmannasamtaká Haraldi Haraldssyni, formanni Islenskra stórkaupmanna, og Óiafssyni, forstjóra Skífunnar, 150 milljóna króna hlut I Stöö 2. Þar meö er svokölluö „fjórmenningaklika" stofnuö. Verslunarbankinn á enn verulegan hlut. 18.1. -90 Elgnarhaldsfélagiö selur sömu aöllum enn 100 milljóna hlut. Fjórmenningarnir ásamt fleiri kaupmönnum eiga nú 250 milljónir af 505 milljónum. Kaupmennirnir stofna hlutafélagiö Fjölmiölun sf. I kringum hlutinn. Eignarhaldsfélag Verslunarbankans á 100 milljónir og fyrrum aöaleigendur 150 milljónir (Olafur H. Jónsson, Hans Kristján Árnason, Jón Óttar Ragnarsson o.fl.). 22.1. '90 Jóhann J. Ólafsson kjörinn stjórnarformaöur og ný stjórn kosin I Stöö 2. Aörir I stjórn eru: Jón Ólafsson, Haraldur Haraldsson, Orri Vigfússon og Ólafur H. Jónsson. Þorvaröur Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, veröur sjónvarpsstjóri, 9.2.'90 Fyrirtaekin sem íhuguöu aö kaupa Stöö 2, þ.e. Hekla, Vífilfell, Hagkaup, Oddi og Blóhöllin, stofna fyrirtækiö Áramót hf. Kunningsskapur tekst meö forráðamönnunum. 26.4.'90 Hluthafar I minnihluta vilja kaupa 100 milljóna króna hlut af Eignarhalds- félaginu en er hafnaö. Sömu menn saka meirihlutann um aö sniöganga minnihlutann gróflega viö stjórnun stöövarinnar. Deilur hefjast milli meirihluta og minnihluta fýrir alvöru. 5.5.'90 Stöö 2 og Sýn sameinast. Til veröur fjölmiðlarisi meö 800 milljónír I hlutafé. Bylgjan er einnig meö. fimm ára átakasaga stjórnar Stöðvar 2 o o o B I ■ 'M 11.7.'90 Eigið fé Stöövar 2 er neikvætt um 750 milljónir. Deilur koma upp milli eiggpda Stöövarinnar og Eignarhaldsfélags Verslunarbankans um stööu fyrirtækisins þegar þaö var tekið yfir. Forráöamenn Stöövar 2 krefjast > skýringa. Athygli vekur aö nokkrlr sitja báöum megin borðsins, þ.e. I söórn bankans og Stöövar 2. 31.7.'90 Mikil átök innan stjórnar Sýnar. Delit er um lögmæti sölunnar til Stöövar 2. DV segir aö saga Sýnar sé eitt mesta viöskiptadrama Islandssögunnar. Mörg sterk fyrirtæki standa að Sýn, s.s. Bíóhöllin, Frjáls fjölmiölun, Vífilfell og Oddi. 1.8.'90 Skuldir íslenska útvarnsféiagsins eru I, 1 milljaröur. I 3.10.'90 Páll Magnússon er ráöinn sjónvarpsstjóri. 11.12.'90 Fyrirtækiö Fjórmenningar sf. stofnaö. ■ Stofnendur eru Jón Ólafsson, Haraldur Haraldsson, Guöjón Oddsson og Jóhann J. Ólafsson. I 6.4.'91 Málaferli aldarinnar I uppsiglingu, segir I DV. Fjölmiölun sf. biöur um dómkvadda menn til aö kanna hvort Verslunarbankinn hafi veitt réttar upplýsingar um skuldir Stöövar 2 þegar fyrsti hluturinn var keyptur. ) 28.3.'92 Ákveöið að halda aöalfund í ísleni útvarpsfélaginu meö aðeins viku fyrirvara. Allt veröur vitlaust. Jóh Guðmundsson, forstjóri Securita: gengur af fundi I mótmælaskyni. Minnihlutinn I stjórn er æfur. 1.4. '92 Á fundi Fjölmiölunar sf., eignarhaldsfélags kaupmanna, uröu liösmenn Ásgeirs Bolla Kristinssonar I Sautján undir I baráttunni viö Jón Ólafsson, Jóhann J. Ólafsson og Harald Haraldsson um sæti I stjórn íslenska útvarpsfélagsins. 2.4. '92 Meirihluti Jóhanns, Jóns, Haralds oj félaga fellur á aöalfundi Stöövar Stefán Gunnarsson, Jóhann Óli Guömundsson, Páil Kr. Pálsson og Pétur Guömundarson mynda nýjan meirihluta. Eignarhaldsfélag Verslunarbankans, svokölluö ..Valskiíka” og Jóhann Óli Guömundsson spila saman. Jóhann haföi áöur starfaö meö • ' ..fjórmenningaklíkunni", g >: f% 26.5.'92 /aar Bæjarþing Reykjavíkur kemst aö því aö stjórn Verslunarbankans veitti Fjölmiölun sf. rangar upplýsingar um flárhagsstööu íslenska sjónvarpsfélagsins. Stjórn Fjölmföl sf. íhugar málaferli gegn Verslunarbankanum. o o o 29.7. '92 Skúli Jóhannesson I Tékkkristal „fjórmenningaklíkuna" um að bréfum slnum I Fjölmiölun sf. oj þau síöan. Máliö snýst um 240 króna hlut sem var seldur án allir 10 eigendur I Fjölmiölun sf. visi um þaö. Samstarf kaupmannanna I Fjölmiölun sf. er nú í molum og strfö ríkir. Q 30.7.'92 „Fjórmenningaklíkan" selur nýstofnuöu fyrirtáeki, Útherja hf„ hlutabréf < Fjölmiðlunar sf. I Stöð 2. „Enn ein drullukakan", segir Jóhann Óli Guömundsson. Tveir stofnendur eru aö Útherja hf„ annar á 10 krónur I fyrirtækinu. Hlutafé fyrir 240 milljónir er keypt. Ólögleg eignataka, segir minnihlutinn. Fjölmiðlun sf. siöar lögö niöur. 23.7. '93 Ingimundur Sigfússon veröur stjórnarformaöur íslenska útvarpsfélagsins. 26.5.'94 Mjög mikil kaup á hlutabréfum I Stöö 2 hefjast. Keypt er fyrir á annað hundrað milljónir. Enginn veit hver kaupandinn er. 27.5.'94 í Ijós kemur aö Sigurjón Sighvatsson er kaupandinn. Hann er oröinn langstærsti hluthafinn. 31.5/94 Sigurjón talinn meö kauptilboö í höndunum frá ABC-sjónvarpsstööinni I hlutabréfa Stöövar 2. Ný valdabarátta innan Stöövar 2 hefst. 2.6/94 Sigurjón gerir allt vitlaust á Stðö 2: talinn vilja reka Pál Magnússon, hafa svikiö Óskar Magnússon, æskuvin sinn, blekkt Ingimund Sigfússon til hlutabréfakaupa. Stjórn Stöövarinnar segir af sér. Talaö um yfirtöku aldarinnar. Gamla „fjórmenningaklíkan" og Sigurjón taka viö. 16.6/94 Pústrar ganga milli manna á stjórnarfundi. Nýr meirihluti Jóns, Jóhanns J„ Haralds og félaga hyggst kæra gamla meirihlutann til RLR fyrir aö selja hlut Stöövarinnar I Sýn og fyrir starfslokasamning Páls Magnússonar sjónvarpsstjóra. 23.6/94 Deilur og kærur ganga á milii manna um hvenær hluthafafundur skuli haldinn. Viöskiptaráðherra grípur inn I og ákveöur aö fundur veröi haldinn 2. júlí. Minnihlutinn reynir aö selja hlutabréf sln I Stööinni I útlöndum. 30.6/94 Minnihlutamenn segjast hafa kaupendur aö bréfunum og fulltrúar frá veröbréfafyrirtæki I New York koma bl landslns. 2.6/94 Siguröur G. Guöjónsson kosinn nýr stjórnarform. og Jafet Ólafsson veröur sjónvarpsstjóri I staö Páls Magnússonar. Páll fer í stjórn, svo og Eggert Skúlason sem fulltrúi starfsmanna. Eggert rekinn af fréttastofu Stöövar 2. Allt logar I deilum. 5.6/94 Meirihlutinn hyggst hö' skaðabótamál gegn fri vegna starfslokasamn Magnússonar og sölu Sýn. DV í dag mælir Dagfari Kreppan kvödd Davíð hefur haldið blaðamanna- fund um minnisblað frá Þórði þjóð- haga. Samkvæmt því sem fram kemur á minnisblaðinu eru nú betri horfur í efnahagslífinu en ráð var fyrir gert. Davíð var þvi ekki seinn á sér að blása kreppuna af og boða betri tíö og blóm í haga. Stjórnarandstaðan reiddist heiftar- lega þessum blaðamannafundi for- sætisráðherra. Sagði að hann hefði bara ekkert leyfi til að boöa fund og aflýsa kreppunni. Stjórnarand- staðan fór í sumarfrí í trausti þess að kreppan hefði sinn eðlfiega framgang á meðan. Steingrímur J. Sigfússon og aðrar kvennalista- konur létu þung orð falla í garð Davíðs í fréttum útvarpsins fyrir að blása kreppuna af án samráðs við stjómarandstöðuna. Þarna væri eitthvað óhreint á seyði og vissara fyrir landsmenn að vara sig. Það var búið að ákveða að kreppunni linnti ekki fyrr en eftir tvö ár svo að þetta getur ekki stað- ist, sagði andstaðan andstutt. Forsætisráðherra lætur sér þetta í léttu rúmi liggja og segir aö ríkis- stjórnin hafi stökkt kreppunni á flótta með visku sinni og dugnaði. Því til viðbótar hafi verið uppgang- ur í útlöndum og þegar Þórður þjóðhagi fór að reikna út fjárlög næsta árs kom í ljós að þar var engin kreppa. Þess vegna verður allt í lagi að afgreiða fjárlögin með að minnsta kosti 10 milljarða króna halla því góðærið sem framundan er verður ekki lengi að borga upp hallann. Þjóðartekjur fara að auk- ast og hagvöxtur sömuleiðis vex. Þá mun kaupmáttur fara vaxandi og jafnvægi verður á viðskiptum við útlönd. Auðvitað er engin ástæða til þess að Davíð fari að þegja yfir þessum gleðitíöindum fyrst hann komst í minnisblöðin hans Þórðar. Nú geta ráðherrar lagt frá sér kutann og tekiö við að semja fjárlög sem kjósendur kunna að meta. Enda ekki seinna vænna því kosn- ingar verða næsta vor. Það mátti því ekki seinna vera sem kreppan ákvað að lyppast niður undan að- gerðum Davíðs og minnisblöðum Þórðar. Ekki hefði þaö verið væn- legt til atkvæða að leggja upp með enn ein kreppuíjárlögin í haust. Stjómarandstaöan heimtaði haust- kosningar í trausti þess að sú krafa næði ekki fram að ganga því hún ætlaði að keyra á kreppuáróðurinn allan næsta vetur. Raunar voru sumir stjórnarþingmenn þeirrar skoöunar að best væri að kjósa í haust og þetta var talsvert rætt manna á meðal. En svo kom í ljós að mönnum hugkvæmdust engin kosningamál. Þegar þessi stað- reynd rann upp fyrir mönnum var hætt að tala um haustkosningar og farið að huga að fjárlagageröinni. Og þá er það áð menn sjá bara enga kreppu í spilunum. Hvarvetna blasa við blóm í haga og peningar spretta upp úr rústum gjaldþrot- anna hvert sem litið er. Minnisblaðið hans Þórðar sýndi ekki bara að kreppan er að syngja sitt síðasta hér á landi. Það kom líka í ljós að í raun og veru stöndum við betur að vígi en aðrar þjóöir á flestum sviðum efnahagsmála. Nú er Dagfari farinn að kannast við sína menn. Þetta er það sem þarf til að koma okkur endanlega á rétt- an kjöl á nýjan leik. Þaö sem hefur bjargað okkur í kreppunni undanf- arið er að það hefur verið enn verri kreppa í gangi í öðrum löndum. En það heföi verið skelfilegt áfall fyrir þjóðarstoltið ef kreppan hefði gufað upp í útlöndum en haldiö áfram að grassera hér á landi. Það hefði raunar verið slíkt reiðarslag að best er að hugsa ekki þá hugsun til enda. í dag er glatt í döprum hjörtum. Þökk sé Davíð, þökk sé Þórði og þökk sé Jóni Baldvini. Farvel Jó- hanna. Þú varst einum of fljót á þér í stjórnarandstöðuna. Nú er sól úti og sól í sinni því kreppan er á brott og bráöum getum við fariö að eyða og spenna á nýjan leik og allt verð- ur eins og áður. Megi Þórður sýna minnisblöö sín sem oftast. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.