Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994
Meiming
Veruleiki sjón-
varpsins og
íslensk menning
Aö undanfómu hafa þrír helstu fjölmiðlarisar lands-
ins veriö í krossferð gegn því sem þeir kalla menning-
arklíkur skandínavíseraðra kommúnista: Hilmar
Jónsson kom fram á Stöö 2 og lýsti samsæri þeirra
gegn frjálsum rithöfundum, Indriði G. Þorsteinsson fór
mikinn um sama efni í þætti með Baldri Hermanns-
syni að kvöldi hvítasunnudags og Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins hnykkti á vandlætingu sinni fyrir
skömmu þegar það lýsti því að eina klíkupólitíkin sem
eftir lifði í okkar frjálsa og sammála samfélagi væri í
víghreiðrum kommúnista sem tregðuðust við að viður-
kenna ágæti Kristmanns og Hagalíns! Höfuðóvinur
þessara riddara holdgerist í bókaforlagi Máls og menn-
ingar sem hefur sent frá sér nýtt hefti af Tímariti sínu
þar sem klíkuskapurinn og skandínavíski kommún-
isminn ættu að ríða húsum ef eitthvað væri að marka
þennan áróður. En staðfestir Tímaris Máls og menn-
ingar andlegan veruleika riddaranna?
Fjölbreytt efni
Sjón yrkir í minningu Dags og leggur í öðru ljóði út
af þeirri bælingu og aðlögun að fyrirmyndarhegöun
sem boðuð er í sögunni um htlu gulu hænuna, Jón
Stefánsson hugsar um hverfulleik lífs og hamingju í
minningum úr sláturhúsi og Kristján Ámason yrkir
tvær sonnettur um tímans þunga nið - áhrifamikil
dæmi um mátt ljóðrænnar hugsunar en háttbundin
form virðast vera að endurheimta fyrri sköpunarkraft
og hafa ekki bara gamansöm áhrif með ríminu. Þá eru
hér ljóð eftir Lárus Má Björnsson, Þórarin Torfason
og Hallgrím Helgason auk þýðinga Ingibjargar Har-
aldsdóttur, Sverris Hólmarssonar, Áma Ibsen og Ey-
vindar Péturs. Birt em ávörp frá aíhendingu stílverð-
launa Þórbergs Þórðarsonar og ritdómar era þrír, þ.á
m. ritdómur Más Guðmundssonar um Haglýsingu ís-
lands eftir Stefán Snævarr.
Þrjár hugmyndaríkar þemagreinar eru um ljós-
myndir og kahast þær á við rækilega umíjöllun um
Derrida sem kom hingað til lands á hðnu hausti og
Bókmenntir
Gísli Sigurðsson
flutti eftirminnilega fyrirlestra, m.a. um sjálfsvitund
og samband okkar við raunveruleikann í gegnum
tungumáhð.
Sjónvarpsmenning úr kalda striðinu
Eins og sjá má er efni Tímaritsins svo íjölbreytt aö
manni hættir th að sakna vel unninna framsaminna
ritsmíða í stað þeirra hugvekjandi smágreina sem
heíðu sumar átt heima í helgarútgáfum dagblaðanna.
Á þeirri skyndibitaöld sem við lifum veitir ekki af að
eiga vettvang fyrir rækilegar hugsanir um bókmennt-
ir og menningu. Og það er ástæðulaus stefna hjá besta
tímariti landsins á sínu sviði að keppa við dagblöð og
spjahþætti með léttvægum greinum sem henta betur
í öðrum miðlum. Það er hins vegar ógnvekjandi hvað
fjölmiðlarisamir, sem nefndir vora í upphafi, virðast.
vera sambandslausir við menningarlííið í landinu. Það
er óviðunandi að þeir skuh bjóöa notendum sínum,
meirihluta þjóðarinnar, upp á löngu ofrispaðar áróð-
ursplötur úr kalda stríðinu sem hrekklaust fólk gæti
haldið að væru réttmætar lýsingar á raunverulegu
ástandi. Manni finnst kominn tími til að sjónvarps-
miðlarnir taki þátt í menningaramræðunni í stað þess
að verða sér th skammar með viðtölum um veruleika-
firrta hugaróra donkíkótískra riddara sem láta í veðri
vaka að þeir séu að lýsa raunverulegum aðstæðum.
Sjónvarpsfólki og höfundi Reykjavíkurbréfs th upplýs-
ingar er óhætt að benda á fjölbreytt og öflugt Tímarit
Máls og menningar sem ágætan lykil að þeirri menn-
ingarumræðu sem fram fer á íslandi í dag.
Tfmarit Máls og menningar 2:94
Ritstjóri: Friðrik Rafnsson.
Bnar Pálsson á ensku
Einar Pálsson hefur skrifað mikið ritverk, Rætur
íslenskrar menningar, tíu bindi eru út komin (1969-91).
Áhugamönnum um kenningar hans má vera fagnaðar-
efni að nú hefur hann birt stutta úttekt um þetta efni
á ensku, tilvalin gjöf handa erlendum skoðanasystkin-
um og vinum. Bókin skiptist í marga stutta kafla og
er auölesin, á léttu máh og ljósu. En það er galli á fram-
setningunni að hér verða alltof miklar endurtekning-
ar, ritiö er ekki markvisst uppbyggt. Einar tekur fram
að hann geti ekki þjappað öllu efni ritsafnsins saman
í þessa stuttu bók. En meginþráður hennar er þá að
túlka heiðna menningu íslendinga út frá talnaspeki
sem alkunn er allt frá Pýþagórasi. Sérstaklega er hon-
um hugleikinn rétthymdur þríhymingur Pýþagóras-
ar, þar sem ein hhð er 3, önnur 4 og þriðja fimm. Út
frá þessum tölum reiknar Einar svo margar aðrar og
tengir með þeim hugmyndaheim fomra íslendinga viö
goðsögur Fom-Egypta, Forn-Grikkja, Indverja o.fl.
Aðferð
sinni lýsir Einar framarlega í bókinni (bls. 13-14) svo
að hann semji tilgátur og prófi þær með athugunum.
Best sé þá sú tilgáta sem á hagkvæmastan hátt skýri
flest atriði sem könnunin nái til og segi fyrir um önn-
ur sem síðar verði prófuð (bls. 16). Sérlega merkileg
staðfesting finnst honum þá að talnakerfi sem hann
fann við athuganir sínar á Njálu og staðháttum á Rang-
árvöllum, sýni sig svo einnig í sambærhegum athug-
unum annarra manna erlendis (bls. 111). En þetta
nægir ekki. Dæmin sanna að nánast hvaða héghju sem
er má ævinlega finna stað, menn velja þær staðreynd-
ir sem hæfa. Og með nógu yfirboröslegri umíjöllun
má tengja aht mögulegt. Fræðheg vinnubrögð era hins
vegar að kanna gaumgæfhega hvort nokkuð mæh í
’gegn kenningunni og þá þarf að bera hana saman viö
aðrar túlkanir, lið fyrir hö, síðan má álykta hver hæfi
best.
Vandamál
Einar gerir ráð fyrir miklum landmæhngum forn-
manna. T.d. á þannig Alþingi að hafa verið markaður
staður með því að ganga út frá annars vegar landnámi
Ketils hængs, hins vegar Skahagríms og Auðar djúp-
úðgu. Nánar thtekið sé bein hna frá Bergþórshvoli aö
Bókrneimtir
Örn Ólafsson
Stöng í Þjórsárdal 216 þúsund fet. Sama vegalengd á
að vera ffá Borg á Mýram th Hjarðarholts í Dölum
Mitt á milli Stangar og Bergþórshvols er Steinkross.
en bein lína frá honum að Borg er helmingi lengri en
hinar, 432 þúsund fet. Og mitt á henni era Þingvellir!
Við svona talnaspeki er nú ýmislegt að athuga. í
fyrsta lagi leggur hún th grundvahar staði, sem ekki
verður séð að hafi haft neina sérstaka þýðingu th foma
(Steinkross og Stöng). Og hinir vora ekki merkhegri
en margir aðrir, hefði það hentað talnaspekinni, hefði
alveg eins mátt ganga út frá t.d. Odda, Reykjavík og
Helgafelh. Hvergi útskýrir Einar hvemig fornmenn
hafi farið að því að mæla slíkar vegalengdir, í beinni
hnu, eins og fugl flýgur, yfir mýrar, vötn, stórfljót,
hraun og fjöll í veglausu landi. Aðalgalhnn á fræðum
Einars er einmitt sá að hann tekst ekki á við þá rök-
studdu þekkingu sem sagníræðingar þykjast hafa á
menningu fommanna og hugtakaheimi, heldur spinn-
ur frjálst. Óþægilegar staðreyndir eru einfaldlega snið-
gengnar. Þannig margendurtekur hann að goðamir
hafi verið 36, en það er rangt, eins og hvert skólabarn
á íslandi veit. Ef Einar þykist hafa hrakið samhljóða
frásögn íslenskra fornrita einhvers staðar í ritsafni
sínu, þá bar honum a.m.k. að vísa th þess hér.
Þá er gagnrýnisleysi hans með ólíkindum. Hann
vitnar í pýramídafræðing sem segir að hlutfóh Keops-
pýramídans mikla endurspegli norðurhvel jarðar (bls.
80) en taki þó tilht th þess að það fletjist nokkuð út
við póhnn! Hvemig áttu Forn-Egyptar að öðlast þá
nútímaþekkingu? Um það segir ekki orð en þetta er
því miður dæmigert um vinnubrögðin.
Ekki er rúm til að ræða þetta frekar. Hvers kyns
hjáfræði er víða á flugi, þessi er a.m.k. þjóðlegri en
þær sam vinsælastar eru á íslandi. En mér finnst
raunalegt að sjá svo miklu hugviti, tíma og fé sóað í
hreint fimbulfamb, sem aldrei getur fært nokkrum
manni bitastæða þekkingu.
Einar Pálsson: The Sacred Triangle of Pangan lceland. Mlm-
ir, Reykjavik 1993, 176 bls.
Sviðsljós
Boðið var upp á islenskar pylsur í Regent Park.
Þjódhátíð í Ijondon
Fjallkonan flytur ávarp.
Sunnudaginn 12. júní héldu íslend-
ingar búsettir í London upp á lýð-
veldisafmæhð í Regent Park.
Hátíðin hófst með messu í dönsku
kirkjunni í Regent Park en frá henni
var gengið í skrúðgöngu yfir garðinn
þar sem boðið var upp á fjölbreytt
skemmtiatriði.
Hátíð þessi var hluti af samfehdri
lýðveldisdagskrá sem stóð yfir í Lon-
don og bar nafnið 50 Northen Light
Years. Hún hefur fengið góða um-
fjöllun í þarlendum blöðum og vakti
það t.d. mikla athygh þegar íslenska
menningar- og hstkynningaskipið
Leifur Eiríksson sigldi upp Thames
fljót.
Hátíðinni lauk 27. júni síðasthðinn
en haföi þá staðið í rúman hálfan
mánuð.
Þetta nýfædda lamb var jafnforvitið um strákana og þeir um það.
DV-mynd Örn Þórarinsson
Leikskólaböm í kynnisferð
Krakkamir á bamaheimilinu
Leikskálum á Siglufirði skruppu í
kynnisferð í sveitina. Farið var í fjós
og flárhús á tveimur bæjum í Fljót-
um og bömunum þannig gefinn kost-
ur á að komast í örhtla snertingu við
húsdýr. Auk kinda og kúa sáu krakk-
arnir hesta, hænsni og kettlinga.
Arnar Gauti Sverrisson, til vinstri, formaður klúbbsins í Suðurnesjabæ ásamt
Roger Persson, bankastjóra í Svíþjóð. DV-mynd Ægir Már Kárason
Klúbbfundnr í Brighton
Árlegur Evrópufundur „Round
Tablé 10“ var fyrir skömmu haldinn
í Brighton á Englandi. Þar vora
mættir félagar úr klúbbum merktum
tölunni 10 en klúbbur Suðumesja-
bæjar hefur þá tölu.
Round Table klúbbamir í Evrópu
eru 3100 að tölu með um 50 þúsund
félaga - tíu klúbbar á íslandi. Félagar
era á aldrinum 20-40 ára og úr ýms-
um starfsstéttum þjóðfélagsins.