Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 11 Hamingjusöm fjölskylda við morgunverðarborðið, morðóða mamma, maður og börn. Laugarásbíó - Serial Mom: ★★★ Flagð undir fögru skinni John Waters, agalega penn með aftursleikt hár og yfirskeggið ekki þykkara en hnífsegg, hefur lengi ver- ið „enfant terrible" amerískrar kvikmyndagerðar. Og þótt hann hafl kannski verið að færast ögn nær hinu hefðbundna hin síðari árin er hann samt enn með stór- an púka í sér, eins og hann sannar svo rækilega í nýjustu mynd sinni, Serial Mom, eða raðmömmu eins og hún gæti útlagst á íslensku. Þar sannast og hið forn- kveðna að oft er flagð undir fogru skinni. Allt hefst þetta eins og komflexauglýsing frá því ein- hvern tímann í gamla daga þegar Ameríka var saklaus og úthverfm dásamleg og fjölskyldan elskandi og sam- hent: Allir við morgunverðarborðið svo syngjandi sælir og glaðir. Allt þar til lítil og sakleysisleg hús- fluga rýfur hinn mikla frið sem ríkir hjá Sutphin íjöl- skyldunni, hjónunum Beverly og Eugene, þar sem enginn má tyggja nema sykurlaust tyggjó, pabbi er jú tannlæknir. Frúin þrífur til flugnaspaðans og á hana kemur þessi hka hroðalegi morðsvipur, svipur sem hún á eftir að setja upp alloft í myndarinnar rás. En flugudrápið er bara upphafið því Beverly fer að leggja það í vana sinn að drepa alla þá sem gera eitthvað á hlut hennar eða annarra úr fjölskyldunni og áður en varir liggja sex manns í valnum. Fyrir vikið verður frúin fjölmiðlahetja, elskuð og dáð Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson af þorra almennings, með sjónvarpsmynd í burðar- Mðnum og dóttirin græðir á tá og fingri við að selja raðmömmuboli og fleiri minjagripi. Serial Mom er sérdeihs vel heppnuð mynd. Þar leggst aht á eitt. Leikur ahra helstu leikara er frábær, einkum þó Kathleen Turner í hlutverki mömmunnar morðóöu en hún hefur ekki veriö svona góð í langan tíma. Hand- rit Johns Waters er hka einstaklega skemmthegt, með einhveijum þeim svartasta húmor sem sést hefur lengi á hvíta tjaldinu, þar sem ekkert sleppur undan háði hans, hvort sem það eru hryllingsmyndir, aðdáun al- mennings á íjöldamorðingjum, gróðahyggjan eða hvað sem þær heita heilögu kýmar í Ameríku. Og yfirbragð- ið sem er svo gjörsamlega á skjön við innihaldið. Þetta er mynd sem ahir verða að sjá. Serial Mom. Handrit og leikstjórn: John Waters. Leikendur: Kathleen Turner, Sam Waterston, Ricki Lake, Matthew Lillard, Scott Wesley Morgan, Walt MacPherson, Justin Whalin, Patricia Hearst, Mink Stole. Fljúgandi fótógraf Þegar „íslandsbækur" eru nefndar, sjá menn einatt - og ef th vhl rétthega - fyrir sér ljósmyndabækur þar sem islenskt landslag er í öndvegi, ótruflað af ýkja miklu lesmáli. Þessar bækur era nú orðnar svo marg- ar að maður veltir fyrir sér hvort th sé lófastór blettur á landinu sem ekki hefur verið festur á filmu. Von- andi hefur landið þó ekki opinberað alla sína leyndar- dóma fyrir súperljósmyndurum á fjórhjólatrakkum, svo okkur hinum megi auðnast að finna eigin sælu- reiti og griðastaði einhvers staðar í óspihtum óbyggð- um íslands. En þótt „íslandsbækur" séu nú orönar æði margar, virðist markaður fyrir slíkar bækur ekki enn mettað- ur. Um það vitnar stórbrotin bók sem Mál og menning hefur nú gefið út með myndum þýska ljósmyndarans Klaus D. Francke. Francke þessi er þekktur landslags- ljósmyndari, hefur raunar gefið út tvær aðrar bækur um ísland og unnið fyrir tímaritið GEO, sem er út af fyrir sig trygging fyrir vönduðum vinnubrögðum. Hér eru vinnubrögðin alveg með ólíkindum, myndataka, prentun (í Þýskalandi) og frágangur. Francke fer ótroðnar slóðir í bókstaflegum skhningi því allar myndir sínar hefur hann tekið úr lofti á þriggja ára tímabhi og 100 flugstundum. Málverk í landslaginu Hér er freistandi að bera Francke saman við annan fljúgandi fótógraf, Bjöm Rúriksson. Björn er nokkurs konar landslagssafnari, áhugasamur um strúktúr landsins og staðhætti, en Frankce er listmálari í sér og leitast við að finna malerískum kenndum sínum stað í íslensku landslagi. Flæði af ýmsu tæi er honum hugstætt, hvemig rauður vikur flæðir út í svart hraun, Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson hvernig lækir grafa sig gegnum mosa, hvernig sandur breiðir sig yfir klaka. Eftirminnhegustu ljósmyndir Franckes eru raunar af vötnum, Grænavatni, Sauð- leysuvatni, Þingvahavatni og himinblárri tjörn á Vatnajökli (sem minnir á málverk eftir Miro). Sumar ljósmyndir hans eru ótrúlegar í litum og hljóta að hafa verið teknar með spesfilmum eða filterum (sjá lækjamyndimar tvær, bls. 68 & 69) en engar upplýs- ingar um ljósmyndatækni Franckes er að finna í bók- inni - því miður. Bókin er í stóru broti sem er gott fyrir ljósmyndim- ar en önugt fyrir þá sem eru svo gamaldags að nota hhlur undir bækur sínar. Formála skrifar Thor Vh- hjálmsson en Ari Trausti Guðmundsson gerir grein fyrir jarösögu íslands í bókarlok. Textar era bæði á íslensku og ensku og næsta htið út á þá að setja. Þó er ég ekki vanur að sjá „aerials" notað fyrir „loftmynd- ir“, en þetta kann að vera viðurkennt nýyrði. Leiðin- legt finnst mér að sjá hvernig íslenskum og enskum textum er víxlað aftast í bókinni. íslenski textinn er th að mynda mun styttri og er þá enski textinn látinn rúlla gegnt auðum síðum nokkra hríð. En þetta verður óefað ein af þeim bókum sem ég kem th með að sýna erlendum gestum mínum. Klaus D. Francke - lceland Aerials, 112 bls. Mál og menning 1994 Menning Borðaðu bláberja- bökuna heima - ljósmyndasýning í Perlunni Ejölmargir merkir hstamenn eiga margt forvitnilegt í fórum sínum. Á góðum stundum fá vinir og velunnarar að skoða í kistuna þeirra. Það er sjaldgæf skemmtun og einstæð upplifun. Bæði sá sem sér og hinn sem sýnir vita að verið er að njóta þess í fámenni sem ekki hæfir almannafær- inu. Þá er ótalið ævintýrið stærsta; þegar opnast hugmyndabanki hsta- mannsins og einasti gesturinn fær leiðsögn hans um geymsluhólfin og hvelfingamar. Það eru einnig til þeir menn sem arka með hugmyndina eina og hráa út á torg og bjóða öhum að njóta með sér þess sem ekkert er orðið. Slíkar sýningar á hugarfóstrum krefjast þess að hstamaöurinn sé einstæður eigi þær að heppnast. Þessari tegund sýninga fjölgar. Hinir einstæðu týna tölunni. Það er það. Perlan í Öskjuhhð er veitingastaður. Hún er einnig samkomustaöur. Stundum breytst hún í sýningarstað. Öll þessi hlutverk sóma henni; mis- jafnlega eftir tilefnum en oftast hefur vel til tekist. Myndlist Úlfar Þormóðsson Eitt hlutverk Perlunnar er ótahð. Hún er útsýnisstaður par exilans eft- ir að komið er upp fyrir heitavatnstankana. Ofan á tankahöttunum geta menn spígsporað og horft á þá dýrð aha sem fjarlægðin býður upp á frá Öskjuhlíðinni; hafið og sólarleikinn frá Garðskaga að Snæfellsnesi og landið í margbreytileika frá Jökhnum norður, austur og suður um að brottfluttu fialhnu Stapafelli. Þessi íslandssýning náttúrunnar stendur aha daga í misjafnri lýsingu margbrotinni. Þessa er einnig hægt að njóta, varinn fyrir veðri og vindum, úr snyrtilegri kaffiteríu á fiórðu hæð. Þar er hlýtt og þar er bjart. Þar eru veggir og þar er stundum sýnd listsköp- un mannsins og skákað gegn hstsýningunni utan glers. Og þar er á bratt- ann að sækja. Fyrir manninn. Einkum þann sem sýnir ljósmyndir af ís- landslagi. í kökuborði teríunnar sat gimileg bláberjabaka á diski. Það á að borða hana heita með ís eða rjóma, segir afgreiðslustúlkan. Þetta er fógur freist- ing og lystheg. En þegar hún hefur fellt mann og er komin á borðið rjúk- andi heit er hún orðin að klessu. Bragðið svíkur ekki en það hefði verið mun meiri nautn að boröa hana einn heima hjá sér; kannski að bakaran- um viðstöddum. Þessa daga sýnir Bragi Þór Jósefsson, fiölmenntaður ljósmyndasmiður, htljósmyndir af íslenskri náttúru. Á þessum staö. í Perlunni, fiórðu hæð. Góðkunningi minn tekur ljósmyndir úti í náttúranni. Stundum leyfir hann mér að skoða þær með sér. Það geram við heima hjá honum. Það er gaman. Sviðsljós Það var mikill undirbúningur um borð í frönsku herskipunum þegar íslend- ingar fengu tækifæri til að skoða þau. Þessi franski sjóliði var að gera sig kláran til að taka á móti fyrstu íslendingunum sem komu um borð í sýnisferð. DV-mynd SIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.