Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994
15
Símenntun er orðið
Skólamir hafa lokið störfum og
nemendur hafa prófskírteinin í
höndum. Þeir sem hafa lokið há-
skólaprófi, iðnprófi eða öðru loka-
prófi leggja af stað út í lífíð, starfið
er fram undan. En tímamir eru
breyttir. Lokapróf er ekki lengur
lokapróf. Hraði breytinganna er
slíkur að aðeins grunnatriðin
standast tímans tönn. Þegar að
loknu lokaprófi verða menn að
byrja að fylgjast með til þess að
dragast ekki aftur úr. Þaö er mjög
í tisku að tala um endurmenntun,
nauðsyn þess að þeir sem löngu
hafa lokið prófi sæki námskeið og
nái tökum á því sem nýjast er í
þeirra grein. En þó endurmenntun
sé góð er hún ekki lengur lausnin
ef vel á að vera. Lausnarorðið er
simenntun.
Stöðug menntun
Það er oröið langt síðan menn
flokkuðu menntun í þrjá flokka,
menntun sem hefur venjugildi,
menntun sem hefur notagildi,
menntun sem hefur sjálfgildi. Þessi
flokkun heldur enn fullu gildi.
Gamli brandarinn, sem mörgum
hefur fundist fela í sér mikinn
sannleik, hefur öðlast nýtt gildi.
Nefnilega: Menntun er þaö sem er
eftir þegar maður hefur gleymt því
sem maður hefur lært. Og ekki
bara það, margt af þvi sem við höf-
um lært hefur ekki gildi lengur þó
við höfum ekki gleymt því. Það er
þetta sem er umhugsunarefni. Off-
ast eykst reynslan með tímanum
en þekkingin getur orðið úrelt. Það
er ekki tilviljun að margar þjóðir
berjast við atvinnuleysi með auk-
inni menntun, aukinni starfsþjálf-
un.
Jón Erlendsson, yfirverkfræð-
ingur Upplýsingaþjónustu Háskól-
ans, hefur ritað margar greinar og
haldið margar ræður um símennt-
un. Hann hefur fjallaö um atvinnu-
tryggingakerfi í stað atvinnuleysis-
tryggingakerfis en líklega fyrir
daufum eyrum. Hugmyndin er
snjöll. Hún byggist á því að sameig-
inlega greiðum við til sjóðs er
KjaUaiinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
verkfræðingur
styrki menn til stöðugs náms, kosti
slíkt kerfi. Að menn verji jafnvel
einhveijum tíma á hverjum degi til
náms og hljóti einhvers konar bón-
us fyrir. Auk þess að halda sér við,
auka hæfni sína á vinnumarkaðn-
um, öðlast menn meiri lífsfyllingu,
meira sjálfstraust og verða hæfari
þjóðfélagsþegnar. Með hugmynd
Jóns verður námið hluti af starf-
inu. Og það er ekki bara einstakl-
ingurinn sem þannig veröur hæfari
heldur verða fyrirtækin líka jafn-
framt samkeppnishæfari. Símennt-
un hlýtur að vera orð framtíðar-
innar og orð eins og lokapróf munu
missa gildi sitt, þau hafa þegar
misst hljóminn.
Snjöll hugmynd
Erlendis er í auknum mæli reynt
að endurhæfa atvinnulaust fólk.
Þetta er gert með endurmenntun,
starfsþjálfun. íslendingar hafa dá-
lítið reynt að feta sig áfram á þess-
ari braut en allt of lítið. Það er alls
ekkert óeðlilegra við það að þjóðfé-
lagið mennti uppkomið fólk til
starfa en að mennta sex ára böm.
Þessu verða menn að koma inn í
höfuðið á sér.
Ingimar Hansson rekstrarverk-
fræðingur hefur varpað fram þeirri
hugmynd að jafnhhða endur-
menntun atvinnulausra t.d. í
grunngreinum og verklegum
greinum verði starfsþjálfun í fyrir-
tækjum. Hugmyndin er sú að sam-
ið verði við fyrirtæki í ýmsum
greinum um að taka fólk í starfs-
þjálfun og launin þó lítil séu á þjálf-
unartímanum leggist við atvinnu-
leysisbætur.
Hér er um leiftursnjalla hug-
mynd að ræða sem vissulega má
útfæra á marga vegu mörgum til
góðs. Þannig má tengja saman at-
vinnulíf og skóla í þessari erfiöu
baráttu.
Guðmundur G. Þórarinsson
Guðmundur G. Þórarinsson segir símenntun vera orðið. Menntun af þvi tagi gæti til að mynda fariö fram
innan veggja Háskóla íslands.
„Oftast eykst reynslan með tímanum
en þekkingin getur orðiðúrelt. Það er
ekki tilviljun að margar þjóðir berjast
við atvinnuleysi með aukinni mennt-
un, aukinni starfsþjálfun.“
Hugsjónir Magnúsar og Hitlers
tilheyra fortíðinni
Grein sem ég las í Morgunblað-
inu 24. júní eftir Magnús Þorsteins-
son, bónda í Vatnsnesi í Gríms-
nesi, olli mér miklum vonbrigðum.
Ég var satt að segja undrandi á að
til skuli vera menn á íslandi sem
eru svona hugsandi þar sem kyn-
þáttafordómar og mannhatur eru í
fyrirrúmi.
Þegar ísland öðlaðist sjálfstæði
1944 voru mannréttindi og lýð-
frelsi, þar sem allir eru jafnir, lögð
til grundvallar. í gegnum aldimar
hefur alltaf verið aðstreymi af fólki
erlendis frá sem hefur styrkt ís-
lenska stofninn bæði með blóði
sínu og menningaráhrifum. Við
verðum að gera okkur grein fyrir
því að þessi þjóð sem var einangruð
hefur vegna skyldleika sjálfsagt
erfðagalla og jafnvel oft fengið á sig
úrkynjunareinkenni. Þannig hafa
náttúruöflin með eldgosum, hafís,
bráðdrepandi farsóttum og lang-
varandi ótíð virkað sem uppstokk-
un og fólk dó allt að einum þriðja
hluta landsmanna. Aðeins þeir
sterkustu lifðu.
Þannig þroskast allir
Magnús Þorsteinsson er í hugsun
fulltrúi lítilsgildra kotbænda sem
óttast allt utanaðkomandi. Hann
ætti að gera sér grein fyrir þvi að
í dag eru u.þ.b. 15 þúsund íslenskir
ríkisborgarar við nám og störf úti
um allan heim. Þeir sækja þangað
í menningarbrunna framandi
Kjallariim
Baldvin Árnason
heima sem koma okkur til góða
ásamt því að vera neytendur líka.
Þannig þroskast alhr á bættum
samskiptum ólíkra. Útlendingar á
íslandi eru miklu færri.
Ég hef dvahð langdvölum erlend-
is vegna atvinnu minnar: Á Græn-
landi, Skandinavíu, Englandi og
Austurlöndum fjær. Grænlending-
ar sem tilheyra asískum stofni hafa
mikla menningu og mikla mannúð
og réttlæti innbyrðis. Ég hef aldrei
kynnst þjóð sem hugsar eins vel
um börnin sín og þar ríkir jafnrétti
og bræðralag. Ef einhver veiðir
meira en hann þarf skiptir hann
með öðrum. Ég vona að Magnús
með sína hugmyndafræði um æðri
stofna, grimmd, fjandskap og ótta
gagnvart gefandi menningu ann-
arra þjóða, sem við íslendingar
getum mikið af lært, einangrist að
fullu í sínum stafkarlsdraumum og
verði ekki áhrifavaldur gegn heil-
brigðri þróun samfélagsins.
Öll böm jafnrétthá
Þegar ég fór til Austurlanda fjær
kynntist ég konu frá Fihppseyjum
og giftist henni. Viö búum á íslandi
í dag, stofnuðum heimhi og eigum
barn sem hefur jafnmikil réttindi
hér sem íslendingur og hver annar.
Við höfum mætt miklum skilningi
og manngæsku hér á landi og vit-
um að böm innflytjenda og ætt-
leidd böm munu njóta þess hka
ríkulega í framtíðinni. Hugsjónir
Magnúsar og Hitlers tilheyra for-
tiðinni. Magnús verður að gera sér
grein fyrir því að öh böm, hvaða
kynþætti sem þau tilheyra, eru
jafnsaklaus og jafnrétthá th lífsins.
Asíska fólkið sem hefur komið
hingað er mjög löghlýðið og vinnu-
samt. Flestir hafa stofnað heimili
og skapað fegurð og hamingju með-
al íslendinga.
Nú myndu margir halda að grein-
arhöfundi finnist sinn fugl falleg-
astur. Auðvitað eru skin og skúrir
í þessum hjónaböndum eins og al-
mennt gerist á íslandi. Þetta er eðh-
legt fólk og samlagast íslenskum
þjóðháttum furðufljótt. Ég er hissa
sjálfur hvað stór hluti Fihppsey-
inga er fljótur aö ná valdi á ís-
lenskri tungu, tileinka sér íslenska
menningu og að verða íslendingar.
Baldvin Árnason
„Hann ætti að gera sér grein fyrir því
að í dag eru u.þ.b. 15 þúsund íslenskir
ríkisborgarar við nám og störf úti um
allan heim. Þeir sækja þangað 1 menn-
ingarbrunna framandi heima sem
koma okkur til góða...“
Einkavæðing Lyfjaverslun-
arríkisins
Öflugsam-
keppni á lyfja-
„Það er
nærtækast aö
spyrja af
hverju ríkiö
ætti að standa
í því aðiram-
leiða lyf. Mik-
il samkeppni
er á lyfja-
rnarkaðinurn
og fyrir eru
öflugir inn-
lendir aðilar sem standa m.a í
útflutningi á framleiöslu sinni.
Ríkisvaldið hefur því engum
skyldum að gegna á þessum
markaði. Ríkið þarf ekki að fram-
leiða lyf til þess að uppfylla ör-
yggisskilyrði, ekki til að koma í
veg fyrir einokun og alveg örugg-
lega ekki vegna þess að engir ein-
stakhngar faist til að sinna fram-
leiðslunni.
Þannig að svo fremi sem áhugi
manna beinist ekki eingöngu að
því að íslenska ríkisvaldiö sé
beinn rekstraraðih í framleiðslu-
greinum þá hljóta menn að vera
sammála um að engin ástæða sé
fyrir ríkið að vera á þessum
markaði. Ekki frekar en aö reka
ferðaskrifstofu, prentsmiöju,
áfengisverksmiðju, svo að eitt-
hvað sé nefnt af þvi sem íslenska
ríkið hefur tekið að sér í gegnum
tíðina en hefur sem betur fer lát-
ið af.“
Það er mikill misskilningur aö
ríkið eigi ekki að selja fyrirtæki
þó þau séu rekin með hagnaði.
Það sem knýr efnahagslífið áfram
eru fyrirtæki á hinum frjálsa
markaöi og ríkið fær tekjur sínar-
beint og óbeint af þeim. Þar hefur
vaxtarbroddurinn og nýsköpun-
in verið. Nýsköpun ogframþróun
er mun líklegri í einkarekstri en
þunglamalegum ríkisrekstri.
Þess vegna eigum við að láta
rekstur eins og lyfjaframleiðslu
vera í höndum einstaklinganna.“
Ríkið verður
að eiga meiri-
hlutann
„Ég sé enga
nauðsyn á því
að ríkiö sefii
Lyljaverslun
ríkisins þar
sem fyrirtæk-
ið hefur skh-
að verulegurn
hagnaði th
ríkissjóðs og
ekki verið
baggi nema ur'
síður sé. Þaö á ekki að vera verk-
efhið að selja góð og vel rekin
fyrirtæki svo sem Lyfjaverslunin
hefur verið.
Það er nauðsynlegt að ríkið
hafi hönd í bagga með lyfjaversl-
un þar sem þetta er visst öryggis-
mál varðandi lyfjabirgðir í land-
inu. Th aö tryggja þetta nauðsyn-
lega öryggi þarf rfldð að eiga
meirihlutann í fyrirtækinu.
Mér finnst ekki á það bætandi
núna aö ríkið gefi fyrirtækið al-
gjörlega frá sér. Sérstaklega eins
og nú er háttað með auknu ftjáls-
ræði i lyfjaverslun og verðlagn-
ingu lyfja. Það er verið að gjör-
bylta öhu lyfjakerfi llandinu með
nýjum lyfjalögum."
Ingibjörg Pálma-
dóttlr aiþingismað-
Guölaugur Þór
Þórðarson, formað-
ur SUS.