Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1994, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1994 Afmæli r*. Tt Drífa Sigfúsdóttir Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjar- stjórnar og varabæjarstjóri Kefla- víkur, Njarðvíkur og Hafna, Hamra- garði 2, Keflavík, verður fertug fostudaginn8.7. nk. Starfsferill Drífa fæddist í Keflavík. Hún lauk þar gagnfræðaprófi -1971, stundaði nám við framhaldsdeild gagnfræða- skóla í tvö ár og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1979. Drífa stundaði húsmóðurstörf 1972-74, vann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1974-78, stundaði hús- móðurstörf og ræstingar 1977-85 og var ritari Fjölbrautaskóla Suður- nesja 1985-88. Drífa var formaður Foreldra- og kennarafélags Myllubakkaskóla 1980-83, í stjóm Starfsmannafélags Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, stofnandi og formaður Neytendafé- lags Suðurnesja frá 1989, í stjórn Neytendasamtakanna, formaður Bjarkar, félags framsóknarkvenna í Keílavík og nágrenni, 1983-87, í stjóm fulltrúaráðs framsóknarfé- laganna í Keflavík, sat í fram- kvæmdastjórn og var gjaldkeri Landssambands framsóknar- kvenna 1984-88, hefur setið í mið- stjórn Framsóknarflokksins frá 1983 og í framkvæmdastjórn (síðar landsstjóm) flokksins frá 1984. Hún var bæjarfulltrúi í Keflavík og í bæjarráði 1986-94, formaður bæjarráðs í tvö ár og forseti bæjar- stjómarog varabæjarstjóri 1990-94 og er formaður Sambands sveitarfé- laga á Suðumesjum. Hún hefur setið í fjölda nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga á Suður- nesjum, verið formaður oddvita- nefndar sveitarfélaga á Suðurnesj- um, sat í Atvinnutryggingasjóði út- flutningsgreina 1988-90 og sat í at- vinnumálanefnd Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1992-94. Fjölskylda Drífa giftist 24.6.1978 Óskari Karlssyni, f. 6.7.1954, brunaverði hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli. Hann er sonur Karls Ög- mundssonar, húsasmiðs í Njarðvík, og Guöbjargar Waage húsmóður. Börn Drífu og Óskars eru Daníel, f. 17.10.1972, nemi í tölvunarfræði við HÍ, Rakel Dögg, f. 8.5.1980, grunnskólanemi, Kári Örn, f. 28.7. 1982. Hálfbræður Drífu, sammæðra, eru Hilmar B. Jónsson, f. 25.10.1942, matreiðslumeistari á Bessastöðum og Magnús Brimar Jóhannsson, f. 18.6.1947, flugstjóri í Reykjavík. Alsystkini Drifu eru Hanna Rann- veig Sigfúsdóttir, f. 9.8.1951, hús- móðir í Hafnarfirði, Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir, f. 2.2.1956, fulltrúi hjá útlendingaeftirlitinu, búsett í Hafn- arfirði; Snorri Már Sigfússon, f. 27.10.1957, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Drífu: Sigfús Kristjáns- son, f. 17.8.1924, fyrrv. yfirtollvörð- ur á Keflavíkurflugvelli, og Jónína Kristjánsdóttir, f. 3.5.1922, húsmóð- ir og leikstjóri. Ætt Sigfús er sonur Kristjáns, búfræð- ings í Nesi í Grunnavík, Jónssonar, b. á Stað, Sigurðssonar, bróður Her- manns, foður Finnbjörns, verslun- arstj. á ísaf., föður Árna, fyrrv. framkvæmdastjóra Sölumiðstöðar hraðfrystihúsanna, og Finnbjörns verslunarstjóra, langafa Sveins Hjartar, hagfræðings LÍÚ. Móöir Kristjáns var Jónína Þóra Jónsdótt- ir, skipstjóra á Sveinseyri við Dýra- fjörð, Einarssonar, og Þóru Sigurð- ardóttur. Móðir Sigfúsar var Sólveig Magn- úsdóttir, Elíassonar, frá Dynjandi í Jökulfjörðum, bróður Arnórs, lan- gafa Friðriks A. Jónssonar stór- kaupmanns, föður Ögmundar fram- Drífa Sigfúsdóttir. kvæmdastjóra. Jónína er systir Rebekku, móður Páls Guðjónssonar, fyrrv. bæjar- stjóra í Mosfellsbæ. Jónína er dóttir Kristjáns, sjómanns á Króki á ísafirði, Einarssonar, útgerðar- manns í Hattardal, Sigurðssonar, og Jónínu Jónsdóttiu- yfirsetumanns Jónssonar. Móðir Jónínu var Katrín Magnúsdóttir, skipstjóra í Ólafsvík, Guðbrandssonar, og Helgu Helga- dóttur af Fellsströnd. Óskar, maður Drífu, er fertugur í dag en þau hjónin taka á móti gest- um í sal VSFK að Hafnargötu 80, Keflavík, fóstudaginn 8.7. kl. 20.00. Óskar Karlsson Óskar Karlsson, brunavörður viö slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli, til heimilis að Hamragarði 2, Kefla- vík, er fertugur í dag. Starfsferill Óskar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Ytri-Njarðvík. Hann lauk gagnfræðaprófi 1971, stundaði síðan nám í húsasmíði, lauk sveinsprófi í þeirri iðngrein og lauk prófum frá Meistaraskóla Fjölbrautaskóla Suð- urnesja 1982. Óskar stundaöi trésmíðar, m.a. við Sigölduvirkjun 1974-77, en hefur verið brunavörður hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli frá 1978. Fjölskylda Óskar kvæntist 24.6.1978 Drífu Sigfúsdóttur.f. 8.7.1954,forseta bæjarstjórnar Keflavíkur, Njarð- víkur og Hafna. Hún er dóttir Sig- fúsar Kristjánssonar, fyrrv. yfirtoll- þjóns á Keflavíkurflugvelli, og Jón- ínu Kristjánsdóttur húsmóður. Börn Óskar og Drífu eru Daníel Óskarsson, f. 17.10.1972, nemi í tölv- unarfræði við HÍ; Rakel Dögg Ósk- arsdóttir, f. 8.5.1980; Kári Örn Ósk- arsson, f.28.7.1982. Systir Óskars er Elísabet Karls- dóttir, f. 28.5.1952, kennari við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, en dætur hennar eru Guðbjörg Ásta og Anna Andrésdætur. Foreldrar Óskars: Karl Ögmunds- son, f. 8.4.1912, d. 19.10.1993, húsa- smíðameistari í Njarðvík, og Guð- björg Guðmundsdóttir Waage, f. 31.12.1918, húsmóðir. Ætt Karls var bróðir Karvels, fyrrv. oddvita og útgerðarmanns í Njarð- vík. Karl var sonur Ögmundar, b. á Hellu í Beruvík á Snæfellsnesi, Andréssonar, b. í Einarslóni, Illuga- sonar. Móðir Karls var Sólveig Guð- mundsdóttir, b. í Purkey á Breiða- firði, Sigurðssonar. Guðbjörg var dóttir Guðmundar Magnússonar Waage frá Mýrarhús- um í Rafnseyrarsókn og Sigurlaug- ar Jóhannesdóttur frá Seyðisfirði Oddssonar. Óskar Karlsson. Drífa, kona Óskars, verður fertug á föstudaginn kemur en þau hjónin taka á móti gestum í sal VSFK að Hafnargötu 80, Keflavík, föstudag- inn 8.7. kl 20.00. Til hamingju með aímælið 6. júlí 95 ára Óskar Guðmundsson, Skerseyrarvegi 3, Hafnarfirð 90 ára Valgeir Jón Emilsson, Háaleítisbraut 41, Reykjavík. Kristín Jóna Stefánsdóttir, Foldahrauni 37 L Vestmannaeyj- um. Hanna Jóhannesdóttir, Akri, Eyjaljarðarsveit. Valgeir Ástráðsson Margrét Jónsdóttir, Nesvegi 49, Reykjavík. 85 ára Sigurþór Skæringsson, Reykjabraut 8, Þorlákshöfn. 80 ára Jón Þorgeir Jónsson, Jökulgrunni 1, Reykiavík. 75 ára Gunnhildur B. Björnsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík, EinarK. Sumarliðason, Nökkvavogi 48, Reykjavík. Eva S. Bjamadóttir, Neöstaleiti 4, Reykjavík. 70 ára Gunnar Guðlaugsson, Hrísmóum 1, Garðabæ. Ámundi Reynir Gíslason, Hlíðarhvammi 8, Kópavogi. Sigriður Helgadóttir, Furulundi 13 B, Akureyri. 60 ára Hreinn Bergsveinsson, Melgerði 14, Kópavogi. Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir, Krummahólum 6, Reykjavík. 50ára Þorlákur Ásgeir Pétursson, Hjarðarlandi 3, Mosfellsbæ. Arndís Pálsdóttir, Tunguseli 5, Reykjavík. Ólafur Axelsson, Hæðarseli 18, Reykjavík. Bragi Fannbergsson, Heiðarvegi 24, Vestmannaeyjum. Guðbjörg Róbertsdóttir, Vesturgötu 59 B, Akranesi, verður fimmtug þann 10.7. nk. Eiginmaöur hennar er Jóhann Ár- sælsson. Þau taka á móti gestum í félags- heimilinu Snæfelli, Amarstapa, laugardaginn 9.7. nk. kl. 19.00. 40ára Anna Rós Jóhannesdóttir, Næfurási 6, Reykjavík. Guðrún Steinunn Hárlaugsdóttir, Borgarholti, Biskupstungnahreppi. Páll Guðfinnur Harðarson, Grundargötu 80, Grundarfirði. Wilfried E. Bullerjahn, Barmahb'ð 52, Reykjavík. Þóra Kolbrún Sigurðardóttir, Hörgsholti 25, Hafnarfirði. Sigurður Z. Sigurðsson, Lyngbrekku 1, Kópavogi. Sigurlina R. Jóhannsdóttir, Skútahrauni 7, Skútustaðahreppi. Oddný Soffia Matthíasdóttir, Raftahlíö 30, Sauðárkróki. Valgeir Ástráðsson, sóknarprestur í Seljaprestakalh, til heimilis aö Klyfjaseh 20, Reykjavík, er fimm- tugurídag. Starfsferill Valgeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1965, kandídatsprófi í guð- fræði við HÍ1971, stundaði nám í Bandaríkjunum 1961-62, við Edin- borgarháskóla 1971-72 og í Cam- bridge 1987. Valgeir var settur kennari við Réttarholtsskólann 1972-73, var skipaður sóknarprestur í Eyrar- bakkaprestakalh 1973-80 og í Selja- prestakalh í Reykjavíkurprófasts- dæmifrál980. Valgeir sat lengi í æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar, var formaður æskulýðsnefndar Ámesprófasts- dæmis, sat í stjóm Prestafélags ís- lands 1984-90 og var formaður þess 1989-90, formaður stjórnar Sól- heima í Grímsnesi til 1982 og situr nú í fuhtrúaráði heimihsins, var formaður skólanefndar og bama- vemdarnefndar Eyrarbakka, er formaður kirkjubyggingarnefndar Seljasóknar, situr í héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, í stjóm Friðrikskapellu, í stjórn Krísuvíkursamtakanna auk setu í fleiri nefndum og stjómum. Fjölskylda Valgeir kvæntist 13.7.1968 Aðal- heiði Hjartardóttur, f. 19.8.1947, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Hjartar Jónssonar, hreppstjóra á Hellissandi, og Jóhönnu Vigfúsdótt- ur organista sem bæði eru látin. Börn Valgeirs og Aðalheiðar eru GuðnýValgeirsdóttir,f. 16.12.1968, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Þorvaldi Birgissyni sölumanni og sonur þeirra er Valgeir Þór, f. 1.6.1989; Ingibjörg Valgeirsdóttir, f. 10.7.1971, háskólanemi, gift Sigurði Péturssyni háskólanema; Jóhanna Valgeirsdóttir, f. 20.2.1974, stúdent; Hjörtur Valgeirsson, f. 1.8.1976, menntaskólanemi. Systkini Valgeirs em Sigurður Ástráðsson, f. 11.12.1945, bifreiðar- stjóri á Selfossi, kvæntur Guðnýju Bjarnadóttur sjúkraliða og er dóttir þeirra Ásta Björk Sigurðardóttir; HerdísÁstráðsdóttir.f. 10.7.1953, hjúkrunarfræöingur, gift Þorvaldi Sigurðssyni útvarpsvirkja og em böm þeirra Ástríður Elsa Þorvalds- dóttir, Theódóra Þorvaldsdóttir og Davíð Ingi Þorvaldsson. Foreldrar Valgeirs era Ástráður Sigursteindórsson, f. 10.6.1915, fyrrv. skólastjóri í Reykjavík, og Ingibjörg Jóelsdóttir, f. 26.3.1919, húsmóðir. Ætt Ástráður er sonur Sigursteindórs, verkamanns í Reykjavík, Eiríksson- ar, b. í Löndum á Hvalnesi, Ólafs- sonar. Móðir Ástráðs var Sigríður, systir Guðríðar, móður Einars ríka í Eyjum, Sigurðssonar, föðurÁg- ústs, fyrrv. bankaráðsformanns Seðlabankans, og Sigurðar, fram- Valgeir Ástráðsson. kvæmdastjóra Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja. Sigríðurvar dóttir Jóns, b. í Káragerði í Vestur-Land- eyjum, Einarssonar, b. þar, Jóns- sonar.TMóðir Einars var Guðrún, systir Sveins, langafa Ólafs, fööur Georgs verðlagsstjóra. Guðrún var dóttir ísleifs, b. í Ytri-Skógum, Jóns- sonar, ættföður Selkotsættarinnar, ísleifssonar. Ingibjörg er dóttir Jóels Friðriks, skósmiðs í Hafnarfirði, Ingvarsson- ar, skipstjóraþar, Jóelssonar, frá Miðengi við Stóru-Vatnsleysu. Móð- ir Jóels var Hahdóra Torfadóttir. Móðir Ingibjargar var Valgerður Erlendsdóttir. Valgeir og Aðalheið- ur taka á móti gestum í Akogessaln- um, Sigtúni, í dag kl. 17.00-19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.