Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994 Fréttir Tveir Þjóðverjar og einn Dani stöðvaðir 1 Leifsstöð: Tollgæslan lagði hald á æðar- og straumandaregg Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur vísaö málum tveggja Þjóðveija og eins Dana til umhverfisráöuneyt- isins en þessir aöilar uröu allir upp- vísir að því aö ætla aö flytja fuglsegg út úr landinu á ólöglegan hátt. Þjóðverjarnir voru stöðvaöir þegar verið var aö gegnumlýsa handfar- angur þeirra í Leifsstöð þann 20. júní. Mennirnir reyndust vera með 6 straumandaregg í farangri sínum. Daginn eftir kom Daninn í Leifsstöð og hugöist fara úr landi. í hans far- angri voru tíu æðaregg sem maður- inn hafði tekið úr hreiðri á för sinni um landið. Að sögn Gottskálks Ólafssonar hjá tollgæslunni er óheimilt að flytja egg úr landi eða selja þau nema með leyfl umhverfisráðherra. Hann sagði að ekki væri hægt að hafa fullnægjandi eftirlit með eggjaþjófum enda ekki hægt að koma gegnumlýsingu við svipað og með handfarangur þegar um væri að ræða almennan farangur sem færi í lest flugvéla. Gottskálk sagði að ekki væri um sakamál að ræða í tilvikum framan- greindra ferðamanna, sem allir væru farnir til- síns heima, en þeim yrði engu að síður vísað til innhverfis- ráðuneytisins. Magnús Jóhannesson ráðuneytis- stjóri sagöi við DV í gær að ljóst væri að taka yrði harðar á málum ferðamanna sem bijóta íslensk lög hvað varðar eggjatöku eða náttúru- vernd. „Ef það á að vera eitthvert aðhald í þessum málum þá verða menn að finna fyrir því að þeir hafi brotið eða gert tilraun til að bijóta íslensk lög. Ég tel það ekki refsingu að það eina sem gert er í málum sem þessum sé að leggja hald á það sem menn hafa tekið,“ sagði Magnús. Mál ferðamannanna hefur ekki borist ráðuneytinu ennþá, að sögn Magnús- ar. Þeir eru smávaxnir, hundarnir sem Danielle Sommers hefur í garðinum hjá sér á daginn, en hún býr við Þingvallastræti á Akureyri. Hundarnir eru af tegundinni Chi Hua Hua og þótt fullvaxnir séu eru þeir afar smáir eins og best sést á myndinni. DV-mynd gk Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofhunar, um eggjaþjófnað ferðamanna: Löggæslan fram- fylgir ekki lagaákvæðum - litið að fara eftir í lögunum varðandi steinatöku, segir Sveinn Jakobsson „Mitt álit er að viðurlög gagnvart brotum sem þessum séu ekki nógu hörð. Löggæslan hefur heldur ekki framfylgt þeim lagaákvæðum sem eru í gildi um Náttúrufræðistofnun íslands. Það hefur allavega orðið misbrestur á því. Það þarf að bregð- ast við þessu,“ sagði Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræði- stofnunar íslands, í samtali við DV, aðspurður um þá hnkind sem virðist ríkjá hjá yfirvöldum hér á landi gagnvart ferðamönnum sem verða uppvísir að eggjaþjófnaði eða brott- námi á náttúrugripum. Eins og fram kemur í DV í dag var lagt hald á æðar- og straumandaregg í fórum Þjóðveija og Dana við brott- för þeirra frá Keflavíkurflugvellli í síöustu viku. Ferðamennimir fóru alhr til síns heima eftir að hald hafði verið lagt á eggin en mál þeirra verða send umhverfisráðuneytinu, að sögn Gottskálks Ólafssonar hjá tollgæsl- unni á Keflavíkurflugvefli. Eftir að ferðamenn urðu uppvísir að því að reyna að taka með sér steina úr friðuðu landi árið 1992 bað umhverfisráðherra um að gerð yrði úttekt á því hvort setja þyrfti ný lög varðandi náttúruvernd og viðurlög í því sambandi. Sveinn Jakobsson hjá Náttúrufræðistofnun sagði í samtaíli við DV í gær að skýrsla með tfllögum til ráðherra væri væntanleg í haust. „Ég hef farið tvisvar sinnum um landið og rætt við ýmsa aðila um mál sem snerta steinatöku, til dæmis sýslumenn, En þetta er flókið mál og ég vil ekki upplýsa að sinni hvað ég mun leggja til við ráðherra í þess- um efnum. En það er þó ljóst að það er lítið í lögunum í dag til að fara eftir," sagði Sveinn. í dag mælir Dagfari Grjótkast í glerskýli Fyrir einhveija tilvfljun hefur það skyndilega uppgötvast að það er búið að byggja glerhýsi við Iðnó. Húsfriðunarfólk krefst þess að glerskýlið verði íjarlægt hið fyrsta. Aðrir vissu af byggingunni en eru hins vegar mjög óánægðir með að það skuli vera litað gler í skýlinu. Það hafi nefnilega aldrei staðiö annað til en hafa gegnsætt gler í skýlinu. Aukin harka færist í gler- málið dag frá degi og sér ekki fyrir endann á þessu gijótkasti. Enginn virðist bera ábyrgð á litaöa glerinu. Að vísu eru ákveðnir embættis- menn borgarinnar grunaðir um að vita eitthvað um málið. Þeir eru hins vegar í sumarfríi og eins og allir vita er ekki hægt að spyija embættismenn um eitt né neitt \dð- víkjandi þeirra störfum nema þá þeir eru í vinnunni. Og jafnvel þá getur reynst erfitt að fá skýr svör. Fjölmiðlar hafa reynt hvað þeir geta til að fá einhvern botn í þetta glermál. Formaöur einhverrar nefndar, sem átti að stjórna endur- reisn Iðnó, vill lítiö úttala sig um glermálið. Sagöi í sjónvarpi aö við- byggingin sem hann lét byggja skæri í augun og fólk myndi ekki venjast henni fyrr en eftir nokkur ár. Arkitekt glerskálans segir að sérfræðingur hafi bent á að ef gegnsætt gler yrði notað í skýlið yrði of heitt þar inni þegar sólin skini í gegnum glerið. Það fylgdi ekki fréttinni hvað hafi þurft að greiða mikið fyrir þessar mikils- verðu upplýsingar sérfræðingsins. Álitið hefur varla verið látið ókeyp- is í té enda hlýtur það að vera byggt á margra ára rannsóknum manns- ins því hér er um óvænta uppgötv- un að ræða. Það hefur komið fram í fréttum að þegar tillögur um byggingu gler- skýlisins hafi veriö lagðar fyrir húsfriðunamefnd hafi glerið átt að vera gegnsætt. Því segir arkitekt- inn eðlilegt að nefndin hafi staðið í þeirri trú að gegnsætt gler yrði í skýlinu. Þetta er auðvitað tóm vit- leysa því þetta heföi einmitt átt að vera viðvörun til friðunarmanna um að litað gler færi í skýlið. Menn eiga að vita að það er engu að treysta þegar byggingar borgarinn- ar eru annars vegar. Borgarstjórinn er engu betri en nefndin og segir í DV í gær að það komi á óvart að sjá litað gler í Iðnó. En hvað sem allri þessari undmn líður þá er það vitaskuld spurning dagsins hvers vegna glerið má ekki vera fltað. Borgarminjavörður seg- ir að það sé vegna þess að litaða glerið sé í ósamræmi við húsið og ekki viö hæfi. Nú er Dagfari hvorki minjafræðingur né arkitekt en hann fær ómögulega skilið þetta írafár út af glerinu. Iðnó er ekki gegnsætt hús og því heföi gegnsætt gler ekkert frekar verið við hæfi en litað gler. Fyrir nú utan það að með litaða glerinu tekst að losna við hættuna á því að sólin skíni inn í glerskýlið en linnulítið sólskin er heísti vandi íslenskra arkitekta eins og kunnugt er. Varla verður hjá því komist að óska eftir opinberri rannsókn á því hvers vegna það er litað gler í gler- skýlinu við Iðnó. Það er ekkert betra að falsa gler en silfurmuni ef út í það er farið. Sagt er að það kosti fimm milljónir króna að taka niður litaða glerið og setja gegns- ætt gler í staðinn. Hins vegar em fltlar líkur á að samkomulag verði um að skipta um gleriö. Það er til lítils að byggja svona skýli fyrir stórfé ef þar verður ólíft fyrir sól- skini og hita. Þetta glerskýlismál er talið geta valdið klofningi í nýja borgar- stjómarmeirihlutanum. Þar vilja sumir sitja bak við litað gler meðan aðrir em þeirrar skoðunar að ann- aðhvort skuli fólk vera í gegnsæu glerhúsi eða alls engu glerhúsi. Skipti þá engu máli hvort þá hitni undir mönnum eða ekki. Það verð- ur fróðlegt að sjá hvort hinn litaði armur meirihlutans nær sínu fram gegn gegnsæja hlutanum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.