Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Botninn skrapaður Forsætisráðherra telur, að botni sé náð í efnahags- kreppu landsins. Til fuUtingis hefur hann þjóðhagsstjóra, sem telur, að hagtölur séu hættar að versna og muni batna örlítið á næsta ári. Með þessum yfirlýsingum er ráðgert, að þjóðin komist í betra skap á kosningaári. Anægjulegt er, að landsframleiðslan dregst ekki saman á þessu ári eins og búizt hafði verið við í þorskveiðikrepp- unni. Landsframleiðslan virðist munu haldast óbreytt milli ára vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði áls og flölgunar erlendra ferðamanna til landsins. Að þessu leyti njótum við efnahagsbata umheimsins. Hagvöxtur er að komast á góða ferð í nágrannalöndunum og það endurspeglast að venju í batnandi viðsMptakjör- um okkar og auknum þjóðartekjum. Það falla alltaf mol- ar til okkar, ef vel gengur í viðskiptalöndum okkar. Þótt botni sé náð í kreppunni, eru spátölur Þjóðhags- stofnunar fyrir næsta ár ekki svo glæsilegar, að hægt sé að hrópa húrra. Gert er ráð fyrir 1% hagvexti á næsta ári í stað 0% á þessu ári, 5,3% atvinnuleysi í stað 5,2% á þessu ári og 2% verðbólgu í stað 1,7% á þessu ári. í rauninni segja tölumar, að ástandið á næsta ári verði svipað og það hefur verið á þessu ári. Það er út af fyrir sig vamarsigur, því að þjóðin hefur meira eða minna lagað sig að núverandi aðstæðum og sett upp súpueldhús fyrir þá, sem ekki geta bjargað sér í atvinnuleysinu. Spátölur ríkisins segja lika, að á næstu misserum muni ísland ekki taka neinn marktækan þátt í aukinni velgengni umheimsins. Á næsta ári muni áfram ríkja hér meiri eða minni stöðnun, á sama tíma og hjól efna- hagslífsins em komin á góða ferð í nágrannalöndunum. Spátölumar segja okkur, að við höfum sem þjóð lagað okkur að efnahagserfiðleikunum, en tæpast gert nokkuð að gagni til að aflétta séríslenzkum aðstæðum, sem hafa búið til séríslenzka kreppu. Við höfum varla gert nokkuð til að losna við kreppuvalda efnahagslífsins. Við búum enn við ríkisrekstur heföbundins landbún- aðar og brennum á þann hátt 15-20 milljörðum króna á hverju ári. Það eitt út af fyrir sig nægir til að rækta myndarlega kreppu. Til viðbótar frestum við í sífellu að breyta kvótakerfi sjávarútvegs í vitrænna horf. Við munum áfram búa við kreppu, meðan ekki er lagð- ur niður ríkisrekstur á landbúnaði og meðan ekki er komið upp auðlindaskatti í stað kvótakerfis í sjávarút- vegi. Hægfara aukning erlendra ferðamanna og sveiflur á álverði megna ekki að bæta okkur aðgerðaleysið. Ef til vill er þjóðin orðin svo ft-amtakshtil og væntinga- snauð, að hún fagnar upplýsingum og kenningum um, að vont efnahagsástand muni ekki enn versna. En ekki eru mörg ár síðan hún ætlaði sér stærri hluti í lífmu en að verða að eins konar Árbæjarsafni í Atlantshafi. Sjálfsánægjan að baki kenningarinnar um betri tíð sýnir, að núverandi ríkisstjóm ætlar ekki að enda feril sinn með neinum aðgerðum, sem gefi tilefhi til aukinna væntinga þjóðarinnar. Næsta ríkisstjóm, á vegum Fram- sóknarflokksins, mun ekki heldur gefa slík tilefni. íslendingar hafa verið duglegir við að hlaða niður bömum, en minna hugsað um að búa þeim glæsta fram- tíð. Þeim mun duglegri höfum við verið að hnýta bömum okkar skuldabagga til að standa undir eyðslu liðandi stundar. Við erum að eyðileggja væntingar arftakanna. Ný þjóðhagsspá og meðfylgjandi sjáífsánægja stjóm- valda yljar ekki á ljúfum sumardegi, heldur gefur kulda- hroll af tilhugsuninni um veruleikann að baki tölunum. Jónas Kristjánsson „Kallar Kvennalistinn það lögleg en siðlaus bolabrögð að hann skuli ekki hafa fengið fleiri atkvæði í kosning- unum?“ - Kvennalistakonur i Kópavogi. Nokkur orö um: Lögleg en siðlaus bolabrögð - skammsýni, hroka og karlrembu Alveg makalaus umræða hefur verið í gangi um stöðu Kvennalist- ans í Kópavogi eftir sveitarstjórn- arkosningamar í maí s.l. Eins og kunnugt er, þá fékk Kvennalistinn einn mann kjörinn í bæjarstjóm Kópavogs og um 11% atkvæða. Þessi niðurstaða þýöir, að ef Kvennalistinn nær ekki einhverj- um samningum viö annan flokk um samvinnu í nefndakjöri, þá fær hann ekki fulltrúa í neina nefnd. Þessi staða hefur vissulega komið upp áður. Nú leitaöi Kvennalistinn eftir samkomulagi við Alþýðuflokk og Alþýðubandalag um samstarf við nefndakosningar en náði ekki árangri. Hvers vegna? Þegar gert er samkomulag, þá hlýtur það aö byggjast á því að báðir aðilar láti eitthvað af hendi, og fái þá eitthvað annaö í staðinn. Ef það er ekki gert þá er ekki um neitt að semja. Samkomulag getur aldrei byggst á því að einn aðihnn láti ekkert en fái allt. Hvaða bolabrögð? Helga Sigurjónsdóttir, hinn ný- kjörni bæjarfulltrúi Kvennahstans í Kópavogi, segir í DV 30. júní s.l.: „Alþýðubandalag og Alþýðuflokk- ur skipta fulltrúum minnihlutans í nefndum bróðurlega milli sín og standa saman um að hleypta okkur ekki aö“ - og síðar segir Helga: „Flokkamir líta svo á að þessar nefndir séu þeirra réttmæta eign.“ Em það bolabrögð að virða niður- stöður kosninga og nýta sér þann fulltrúafjölda sem viðkomandi listi fékk í kosningunum? Hvers konar siðferði er Kvennahstinn að tala um? Kahar Kvennahstinn það lög- leg en siðlaus bolabrögð aö hann skuh ekki hafa fengið fleiri atkvæði í kosningunum? Þá er það ekki við aðra flokka að eiga heldur kjósend- ur í Kópavogi. Kveðja frá Jóhönnu „Mér finnst það óeðlilegt og lýsa skammsýni flokkanna að útiloka einn minnihiutaflokk, sem er meö KjaUaiinn Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópavogi svona mikið fylgi á bak viö sig... Og síðar: „Það er A-flokkun- um ekki til framdráttar aö halda uppi svona vinnubrögöum," segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver- andi félagsmálaráðherra, í DV 2. júh sl. Hvað er minn fyrrverandi vara- formaður að segja? Er hún að segja aö það sé skammsýni flokkssystk- ina hennar í Kópavogi og þeim ekki til framdráttar að þau skuh ekki standa upp úr nefndum fyrir full- trúum Kvennahstans? Getur það verið, Jóhanna Sigurðardóttir, að þú berir svo mikla umhyggju fyrir Kvennahstafulltrúum í Kópavogi að þú teljir það vera skammsýni alþýðuflokksfólks í Kópavogi að rýma ekki sæti í nefndum bæjar- ins? Er nú svo komið fyrir þér, Jóhanna, rúmum þrem vikum frá því að þú baðst þetta sama fólk að kjósa þig sem formann Alþýðu- flokksins, aö þú telur fulltrúa Kvennahstans betur skipa sæti í nefndum Kópavogsbæjar heldur en þínir gömlu flokksfélagar? Ljótt er, ef satt er. Hroki og remba Ég hef verið oddviti Alþýðu- flokksins hér í Kópavogi í 5 síðustu sveitarstjómarkosningum. Það hefði tæpast komið th nema vegna þess að ég hef bæði haft mikla trú á þessum flokki og ekki síst því fólki sem í flokknum starfar. Min umhyggja hefur því verið óskipt með Alþýðuflokknum. Að kalla þá umhyggju hroka og karlrembu geta verið þín orð, Jóhanna Sigurð- ardóttir, en getum við þá verið sammála um að kalla framkomu þína við flokksþingsfuhtrúa Al- þýðuflokksins, þegar þú hafðir fah- ið í formannsslagnum og hvarfst af vettvangi, hroka og kvenrembu. Mig varðar ekkert um Kvenna- hstann og satt best að segja finnst mér alveg nóg um þann hroka og kvenrembu sem þær sýna í þessu máli. Þær heimta fulltrúa í nefndir, þótt þær hafi ekki atkvæðamagn th, og þeim finnst það bolabrögð ef aðrir flokkar lúta ekki fyrir þeim í aðmýkt. Ég hef ahtaf tahð þennan flokk tímaskekkju og sú ofstækispóhtík, sem þar er rekin, hugnast mér ein- faldlega ekki. Kvennahstinn verð- ur rétt eins og aðrir flokkar að vinna fyrir mat sínum, hvort sem sá matur hefur frosið úti eður ei. Guðmundur Oddsson. „Mig varðar ekkert um Kvennalistann, og satt best að segja fmnst mér alveg nóg um þann hroka og kvenrembu sem þær sýna í þessu mali.“ Skoðanir annarra Hækkun skattleysismarka „Það er af nógu að taka í okkar þjóðfélagi í vanda. Á þeim vanda mun Alþýðuflokkurinn taka, atvinnuleysinu og erfiðleikum þúsunda alþýðuheim- ila þessa lands.... í dag sé ég ekki annað úrræöi en að hækka þurfl skattleysismörkin í 65 th 70 þúsund krónur á mánuði th lágt launaða fólksins, sem hefur þó ekki nema í sig og á. Að bættum hag þessa fólks á Alþýðuflokkurinn að vinna, og það mun hann gera.“ Steinar Ágústsson í Alþbl. 6. júlí. Lögreglurannsókn á fornleif um „Aldrei fyrr hefur það gerst að yfirmenn fom- leifamála á Islandi nefni lögreglurannsókn í sam- bandi við fomleifar. Silfurfundurinn að Miðhúsum hefur valdið furðulegra upphlaupi en þekkst hefur th þessa í umræðum um fornminjar á íslandi. Það er munur á þvi að deha um fræöileg atriði, benda á veilur í röksemdafærslu, setja fram aðrar tilgátur en aðrir, eða að minnast á sviksamlegt athæfi og lögreglumál í sambandi við fræðheg ágreiningsefni. ... Vísindamönnum sem blaðamönnum er hoht að minnast orða Páls postula: „Þekking vor er í mol- um.“ Og er engin skömm að því.“ Ur forystugrein Tímans 6. júlí. Samdráttarskeiði að Ijúka? „Það em vissulega ánægjuleg tíðindi aö margt skuli nú benda til þess að einu lengsta samdráttar- skeiöinu á þessari öld sé að ljúka. Efnahagsþrenging- amar hafa komiö mjög iha niður á jafnt einstakhng- um sem fyrirtækjum.... Minnisblað Þjóöhagsstofn- unar ber aftur á móti að túlka sem hvatningu til stjórnvalda um að ná tökum á ríkisfjármálunum. Það er einungis bjartara útht framundan, ef aðhalds veröur gætt á öllum sviðum." Úr forystugrein Mbl. 6. júh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.