Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Síða 5
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 5 Fréttir Jóhanna Harðardóttir, formaður Fjára: Vandamálið ekki leyst með inn- f lutningi á sæði - skortir markvissa ræktun á íslenska íjárhimdinum „Vandamálið varðandi ræktun á íslenska hundinum verður ekki leyst með því að flytja inn sæði frá útlönd- um vegna þess að þar meö erum við að flytja inn sömu genin aftur. Það er auðvitað ekkert sem mælir gegn því en aðalatriðið er að hefja vísinda- lega og skipulagða ræktun á hundin- um. Það þarf að velja markvisst sam- an réttu dýrin til undaneldis, þ.e. þá einstaklinga sem hafa þau einkenni sem við viljum að séu ráðandi hjá íslenska fjárhundinum," segir Jó- hanna Harðardóttir, formaður Fjára. Fjári er félagsskapur eigenda og ræktenda íslenska fjárhundsins. Innan félagsins eru 87 skráðir félagar með alls 148 hunda. Milli Fjára og Hundaræktarfélags íslands er ekkert samstarf þrátt fyrir að bæði félögin séu að vinna aö sama markmiði, þ.e. viðgangi og velferð íslenska fjár- hundsins. Jóhanna segir það rangt að Fjári hafl klofnað út úr Hundaræktarfé- laginu. Félagið hafi verið stofnað á eigin forsendum. í viðtali við DV sagði Guðrún Guðjohnsen, formaður Hundaræktarfélagsins, að íslenski fjárhundurinn væri orðinn of létt- byggður og smár þannig að flytja þyrfti inn sæði til að.styrkja stofn- inn. Er formaður Fjára ósammála þessu sjónarmiði? „Það er ótrúleg breidd í stærð ís- lensku fjárhundanna, hundarrúr eru af öllum stærðum og gerðum. Ég hef meiri áhyggjur af því að það er farið að lafa skottið á sumum hundanna. Við verðum að vernda einkenni ís- lenska hundsins sem eru m.a. hring- uð rófa og sperrt eyru auk þess að vera blíður og barngóður. Það þjónar þess vegna litlum tilgangi að vera að flytja inn þessi gen. Þau eru til í land- inu og það þarf að vinna rétt úr þeim. Þetta er mín persónulega skoðun. Ég hef ekkert á móti því að flytja inn sæði, það eykur breiddina en getur aldrei orðið aðalatriði," segir Jó- hanna. Hún gagnrýnir þá dóma sem íslensku fjárhundarnir hafa fengið á sýningum þar sem erlendir dómarar hafa dæmt hundinn án þess að hafa til þess næga þekkingu á tegundinni. Þá segir hún skort á upplýsingum um bakgrunn íslenska fjárhundsins. „Við þurfum að snúa vörn í sókn og skrá alla núlifandi hunda eins og hægt er ásamt einkennum þeirra. Við eigum gamalt ræktunarmarkmið sem þarf að vinna eftir og dæma eft- ir þar sem gefin er jákvæð og nei- kvæð einkunn eftir hveijum þætti fyrir sig. Eftir þessu er svo hægt að búa til nákvæma afkvæmaspá. Það sást á landsmóti hestamanna hverju þetta hefur skilað okkur með hest- inn. Það tekur nokkra ættliði að koma þessum málum í lag og þetta mun örugglega skila árangri. Brynjólfur Sandholt yfirdýralækn- ir sagði í samtali við DV að ekkert formlegt erindi hefði borist frá Hundaræktarfélagi íslands um inn- flutning á sæði til kynbóta á íslenska fjárhundinum. „Málið hefur verið rætt en ekki formlega. Það er alveg skýrt að lög kveða á um að innflutningur á sæði er bannaður nema undanþága sé veitt og henni fylgja mjög ströng skil- yrði, svo sem um einangrun dýranna eftir sæðingu," segir Brynjólfur. Einfaldir, tvöfaldir og þrefaldir álstigar í fjölda lengda fyrirliggjandi af lager. Einnig vinnupallar. STARLIGHT -einn stigi alstaðar Fæstí neesiu hx/nninaarvöruverslun UMBOÐS OG HEILDVERSLUN SlMI 91-24020 FAX 91-623145 Sumwitwívt á alla fjölskyldunna. Aðeins: Imörgum litum og stærðum M L-XL-XXL ‘fKÖ'SL/tawu - KÍPPTU ÍINNI (flEÚ ÞERl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.