Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994 13 Elliðaámar í brennidepli Þegar deilt var sem ákafast um hraðbátahöfn við mynni Elliða- ánna á árinu 1978 voru rök and- stæðinga hafnarinnar á þessum stað meðal annarra eftirfarandi: Álit erlendra Allir erlendu aðilarnir, sem spurðir voru álits á málinu, bentu á hættur sem hlytu að fylgja þess- ari framkvæmd. Þeir voru hins vegar ósammála um hve miklar þessar hættur væru og einnig um í hverju þær væru aðallega fólgn- ar. Bentu sumir á meiri eða minni mengunarhættu, aðrir á hættu- áhrif, hávaða og truílanir í sjónum, sumir á hvort tveggja. Sumir töldu óhætt að ráðast í þetta ef ströng- ustu reglum væri fylgt, bæði um umferð og umgengni. Aðrir réðu afdráttarlaust frá slíkri starfsemi svo nærri ármynninu, fullyrtu að umferðin myndi hafa spillandi áhrif á veiði í ánum og ef til vill einnig á fiskstofninn. Einn ræddi meira að segja um líklega eyðileggingu á laxastofnin- um, eða í öllu falh hugsanlegar al- varlegar aíleiðingar gagnvart hon- um. En flestir játuðu vanhæfni sína til að kveða upp rökstudda dóma sökum ónógrar þekkingar á að- stæðum. Athyglisverðar ábendingar Veiðimálastjóri, Þór Guðjónsson, sagði að vafalaust væri tekin áhætta fyrir laxastofninn í Elliða- ánum með gerð smábátahafnar við Elhðavog, áhætta sem ekki væri auðvelt að gera sér grein fyrir á því stigi málsins. Enda þótt hann tæki ekki afgerandi afstöðu th hafnar- gerðarinnar komu fram í umsögn hans mjög athyghsverðar ábend- ingar og upplýsingar. Var þar einkum rætt um hættur sem hann taldi að seiðunum kynnu að vera búnar vegna strauma og vinda sem hrakið gætu þau inn á siglingaleiðir bátanna og jafnvel inn í höfnina. Vitað væri að seiðin væru ákaflega viðkvæm á.þessu örlagaríka aðlögunarskeiði og dán- artala þeirra mjög há, hvað þá ef dauðagildrur kæmu til sögunnar af mannavöldum. Fiskræktarfulltrúi Reykjavíkur- borgar, sem unnið hafði manna mest að athugun þessa máls og haft samband við hina ýmsu sér- fræðinga - hann varð þeim mun eindregnari í andstöðu sinni við KjáUarinn Kristján Gíslason fyrrv. verðlagsstjóri hafnargerð á þessum stað því betur sem hann kynntist málinu og sam- hengi þess við aðrar hættur er að lífríki Elhðaánna steðjuðu. Hvílík speki! Loks kom málið til kasta um- hverfismálaráðs Reykjavíkur und- ir forustu Elínar Pálmadóttur. Að öllum gögnum fram komnum komst ráðið að svofelldri niður- stöðu: „Telur ráðið að smábátahöfn, 1. áfangi á tilteknum stað og með öll- um þeim fyrirvörum og reglum um umgengni sem gert er ráð fyrir í áætluninni, sé ekki skaðlegri laxa- göngum eða seiðum en umferð stærri skipa um voginn með vax- andi höfn úti fyrir og þéttbýli í kring.“ Hvhík speki!! Höínin ekki verri en aðrir skaðvaldar - og ekki ónýtt fyrir Elhðaárnar eða önnur um- hverfisdjásn að eiga framtíð sína undir slíkum verndarvættum! Ýmsir velta því nú fyrir sér hvort áhrif frá þessari smábátahöfn og öðrum umsvifum við árósinn séu farin að sýna sig í síminnkandi fiskgengd í ámar og lélegri veiði. Þetta var samt aðeins byrjunin. Nú er hafln smiði annarrar svona hafnar, hinum megin við ármynn- ið. Hvað halda menn að sérfræðing- arnir, sem vöruðu við fyrri höfn- inni, hefðu að segja um þá síðari? Hvað segir núverandi veiðimála- stjóri um nýja höfn við árósinn. Hvað segja nú þeir sem fyrir skömmu öttu lögreglunni á börn með færi við Gullinbrú. Hvað tekur það langan tíma fyrir fimm til sex hundruð hraðbáta að ganga af laxastofni Elhðaánna dauðum? Er ekki orðið tímabært að taka forsjá hfríkis Elliðaánna af Raf- magnsveitu borgarinnar og fela hana öðrum sem vilja leitast við að bjarga því sem bjargað verður af þessu ómetanlega lífríki Undirritaður - og margir íleiri - gera þá kröfu th nýkjörinna valda- manna í borginni að þeir stöðvi nú þegar framkvæmdir við smábáta- höfn við Grafarvog og kanni hugs- anlega stórhættu á umhverfisslysi í Elliðaánum af völdum slíkrar framkvæmdar. Ennfremur er þess beðið að ekki verði lengur dregið að friðlýsa Ell- iðaárdahnn - og þar með ámar frá upptökum til ósa - eins og ákveðið var á sínum tíma, sællar minning- ar! Kristján Gíslason Smábátahöfnin við Elliðaárós. - „Nú er hafin smíði annarrar svona hafnar, hinum megin við ármynnið." „Ýmsir velta því nú fyrir sér hvort áhrif frá þessari smábátahöfn og öðr- um umsvifum við árósinn séu farin að sýna sig í síminnkandi fiskgengd 1 árn- ar.“ Heilsan og blýið Það hefur komið fram að hætta sé á því að mikh blýmengun verði af völdum veiðimanna á hálendinu. Að sögn eru þetta tahn vera nokkur tonn. Þessu greinarkorni er ekki beint gegn veiðimönnum heldur til að vara við að nota blý og þá hættu sem stafar af því að dreifa því í tonnatali yflr hálendið. Blý er það frumefni sem mengar mest, arsenik og önnur frumefni geta verið eitraðri en blý er hættu- legra vegna þess hversu útbreitt það er í umhverfi okkar. Skaðsemi Skaðsemi blýs hefur ekki verið frum-Rómverjum með öhu ókunn því að Plíníus varaði samtíma- menn sína við því ajj anda að sér gufu frá blýbræðslu. Sumir vís- indamenn áhta að fækkun fæðinga og andleg hnignun ríkjandi stétta í Rómaveldi hafi verið að hluta til vegna blýeitrunar frá vatnsveitu og víni. Meðalmaður í dag hefur meira magn af blýi í líkamanum en eðhlegt getur tahst hehsu hans. Vísindamenn telja þvi miklar líkur á því að hinn siðmenntaði heimur í dag sé á hægri leið með að fara Kjallariiin Torfi Geimundsson hárgreiðslu- og hárskerameistari sömu leið og rómverska heimsveld- ið. Það er sorgleg staðreynd að þeir sem verða verst fyrir barðinu á blýmengun eru börn sem búa í borgum. Þau taka í sig 30-50% af blýmengun andrúmsloftsins en fuilorðnir aðeins 5-10%. Börnin eru i mun meiri hættu frá blýmengun bíla vegna þess að út- blásturinn er beint í andlitið á þeim og þar sem þeim er oft ríghaldið af fullorðnum eiga þau sér enga undankomuleið. Mengun og eitrun Yfir 40% barna í stórborgum eiga við hehsuvandamál að stríða sem tengja má blýmengun. Erfitt er að greina blýmengun á byrjunarstigi vegna þess hve óljós þau eru í sam- bandi við önnur vandamál. Byrjunarstig blýmengunar lýsir sér í höfuðverk, lúa, vöðvaverkj- um, meltingartruflunum, skjálfte- köstum, harðlífi, uppsölum, blóð- leysi, fölva, svima og ósjálfráðum hreyfmgum. Vísindamenn við bandarísku hehsustofnunina segja að blý sé útbreiddasta og varanlegasta taugaeitrið í umhverfi okkar. Mæl- ingar á hársýnum teknum í Banda- ríkjunum sýna að um 38 mhljónir Bandaríkjamanna eru með hæg- fara blýeitrun. Það sem er hvað mest ógnvekj- andi er að sannað er að blýeitrun eykur andlega sjúkdóma, svo sem ofvirkni, andlegan vanþroska og elhhrörnun. Aht það blý sem dreifist yfir há- lendið lendir að lokum í okkur sjálfum og afkomendum okkar með alvarlegum afleiðingum. Torfi Geirmundsson „Það sem er hvað mest ógnvekjandi er að sannað er að blýeitrun eykur and- legasjúkdóma, svo sem ofvirkni, and- legan vanþroska og ellihrörnun.“ „Ég tel að heppilegt sé aö afnema ríkisábyrgö á húsbréfum þannig að kerfið standi undir scr. Ég er ekki viss um að þetta V.lhjalmur Eg.lsson þurfi að þýöa alþingismaður. mikla vaxta- hækkun því að það hafa ekki ver- ið svo mikil afróll af húsbréfum hingað th. Ég held að vextir á húsbréfum séu komnir upp í að vera markaðsvextir þannig að það er bara eðlilegt næsta skref að afnema ábyrgðina sem slíka. Miklu skiptir að langtíma fjár- magn í húsbyggingar sé th staðar innan almenna liúsnæðiskerfis- ins og að húsbyggjendur eigi að- gang að slíkum lánum. Að sjálf- sögðu hlýtur það að veita meira aðhald að kerfið stendur undir sér. Það er engin ástæöa til að vera með ríkisábyrgð ef kerfið stendur undir sér á atrnað borð. Ég held að afnám ríkisáhyrgða hafi engin áhi'if á viðskipti á verð- bréfamarkaði. Húsbréfin eru orð- in þekkt stærð, Þau eru yfirleitt tryggð með fyrsta veðrétti í íbúð- um þannig að yfirleitt er um mjög góöa pappíra að ræða. Meöan verið var að byggja húsbréfakerf- ið upp var nauðsynlegt að hafa ríkisábyrgö á liúsbréfum en eftir þvi sem húsbréfakerfið hefur þróast og menn þekkja þetta meira er minni þörf á ríkis- áhyrgðimii.“ Afturhvarf „Ég óttast að húsbréfin veröi ekki jafn eftirsótt á markaði og aö afföhin fari uþp , úr: ’ öllu valdi þegar ríkisábyrgðin verður af- numin og kerfið flyst inn í bankana. Ég er hræddur um að bankarnir sjái sér leik á borði og hækki muninn milli fasteigna- verðbréfa og húsbréfa en í dag skha seljendur innfasteignaverð- bréfum með fimm prósenta vöxt- um til húsbréfadeildar og fá í staðinn húsbréf með 4,75 pró- senta vöxtum. Mismunurinn fer í varasjóð húsbréfadeildar th að mæta útlánatapi sem fram að þessu hefur ekki verið neitt. Bankarnir hafa ætið veriö fast- eignakaupendum tillítillar hjálp- ar og því má veröa mikh brey ting á hugsunarhætti þeirra sem stjórna bönkunum. 'Skammtíma- lán úr bönkum hafa reynst kaup- endum mesta greíðslubyrðin. Það er þjóöhagslega hagkvæmt og markaðnum nauösyrhegt að hafa ríkisábyrgðir á húsbréfum og engin útlát fyrir ríkiö enda hefur ríkiö ekki orðið fyrír nein- um skakkafóllum af þessu kerfi. Ef ríkisábyrgöir verða afnumdar veröur þaö afturhvarf til hins garala og ég hef trú á því að af- námið leiöi th aukinna erfiðleika fólks við að koma sér upp þaki yfir höfuðið og enn frekari sam- dráttar í íasteignaviðskiptum. Afnáiniö ógnar sjálfseignai’Stefn- unni og kemur fólki í aukin greiðsluvandræði. Félagslega kerfið eykst og verður mikil by rði fyrir hið opinbera, Það er skylda ríkisins að halda vörð um þá frumþörf fólksins í landinu aö geta keypt húsnæði á skikkan- legu verði." Jón Gudmundsson, formaður Félags fasteignasala.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.