Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Fréttir Nýir eigendur komnir að Samskipum Þýskt skipafélag áformar þriðjungs eignaraðild Það fór í gær, eins og DV greindi frá, að skrifað var undir samning um kaup innlendra og erlendra aðila á nýju hlutafé í Samskipum. Sjö ís- lenskir- og einn þýskur aðili keyptu hlutafé fyrir um 500 milljónir króna og Landsbankinn heldur sínum 165 milljóna hlut af gamla hlutafénu en það var fært niður úr 450 milljónum í 200 milljónir á aðalfundi í vor. Þýski aðilinn, dótturfélag skipafélagsins Bruno Bischof í Bremen, keypti nýtt hlutafé fyrir 85 milljónir og hefur heimild til að auka sinn hlut upp í 270 milljónir. Með því yrði þýska fé- lagið komið með um þriðjungs eign- araðild í Samskipum af 900 milljóna heiidarhlutafé. Stærsti einstaki kaupandinn í gær voru eignaraðilar Fóðurblöndunnar með um 100 milljóna hlut. Sem fyrr segir var þýska félagið með 85 millj- óna hlut og síðan komu Samherji, Hagkaup, Olíufélagið, Vátrygginga- félag íslands, Samvinnulífeyrissjóð- urinn og Vinnslustöðin í Vestmanna- eyjum með um 40 til 60 milljóna króna hiut hver. Kaup þessara aðila hafa staðið til nokkurn tírna. Á aðalfundi Samskipa í vor var ákveðið að fresta fundi þar til búið væri að finna kaupendur að allt að 700 milljóna króna hlutafé. Með kaupsamningunum í gær hefur það takmark náðst ef áform erlendu aðilanna um að auka sinn hlut eru - Landsbankinn heldur sínum 165 milljóna hlut Sjö islenskir og einn þýskur aðiii keyptu í gær hlutafé Samskipa fyrir um 500 milljónir króna. Landsbankinn heldur 165 milljóna hlut af gamla hlutafénu. tekin með. Samskipa, er um langþráðan áfanga undanfarið hálft ár. Samskip hafa átt Að sögn Ólafs Ólafssonar, forstjóra að ræða sem unnið hefur verið að við rekstrarerfiðleika að stríða en heildarskuldir um síðustu áramót námu 2,2 milljörðum króna. Tap síð- asta árs var upp á 480 milljónir en áætlanir gera ráö fyrir mun minna tapi í ár. Ölafur sagði að núna hefðu skapast allt önnur og betri rekstrar- skilyrði með nýjum eigendum. Sambandsstimpillinn farinn „Núna er fyrirtækið komið í eign- arsamsetningu ólíkra en öflugra fyr- irtækja sem öll hafa náð langt á sínu sviði í viðskiptum. Þar með er allur banka- og Sambandsstimpill floginn af Samskipurii. Þetta er sjálfstætt og óháð flutningafyrirtæki með góðar rætur inn í þjóðfélagið og getur hald- ið áfram að viðhalda sínu mikilvæga hlutverki," sagði Ólafur, Um eignaraðild þýska skipafélags- ins sagði Ólafur að hún væri tilkom- in vegna áforma um aukna flutninga milli hafna í Evrópu, með samstarf við þýska félagið í huga. Nýta ætti skip félagsins sem allra best án þess að bæta við nýjum áfangastöðum erlendis. Ákveðið hefur verið að halda fram- haldsaðalfund Samskipa í byrjun næsta mánaðar. Þar verður skipuð ný stjórn. Aðspurður sagði Ólafur óákveðið hvort hann yrði áfram for- stjóri Samskipa og vildi ekkert segja um hvort hann gæfi kost á sér, það skýrðist á fundinum. Stórum skemmtibáti var siglt upp í fjöru við Holtabakka í Reykjavík í gæ morgun. Tveir menn voru um borð og eru þeir grunaðir um ölvun. Þeg bátnum var komið á flot varð Ijóst að hann hafði nær ekkert skemmst. Q DV-mynd Tálknaflörður: Landburður af þorski Forstjóri Eimskips: Reiknar með ábyrgri samkeppni - frá nýjum eigendum Samskipa Stuttar fréttir Vextir hækka íslandsbanki og Búnaðarbanki hafa tilkynnt lítils háttar vaxta- hækkanir sem taka gildi á mánu- dag. Vextír víxla og skuldabréfa hækka um allt að 0,25 prósentu- stig. Sparisjóðir hækka vextí gjaldeyrisreikninga og afuröa- lána en Landsbankinn breytír vöxtum ekkert á mánudag. 1,2 prósenta verðbólga Vísitala framfærslukostnaðar er núna 170,4 stig, eða 0,2% hærri en í júní sL Vísitala vöru og þjón- ustu hefur hækkað um sama hlutfall og er 174,2 stig. Síðustu 3 mánuði hefur framfærsluvísital an hækkað um 0,3% sem jafngild- ir 1,2% verðbólgu á ári. Fyrstu fimm mánuöi ársins námu verðbréfakaup innlendra fjárfesta í útlöndum tæpum 5 milljörðum króna. Aðallega er um skuldabréfakaup að ræða og lítið um hlutaflárkaup. Þetta kemur fram í Hagtölum mánað- arins. Halimbrýturennafsér Samkvæmt nýjum úrskuröi áttí Sophia Hansen að fá að sjá dætur sínar i Tyrklandi í gær. Þegar hún fór ásamt lögreglu á heimili Halims A1 var enginn heima. Að sögn stuðningsmanna Sophíu er þetta í 25. sinn sem Halim brýtur umgengnisrétt hennar við dæt- umar tvær. Nýttliffærmest Endurúthlutun úr Kvikmynda- sjóði fór fram í gær, Fyrirtæki Þráins Bertelssonar, Nýtt Uf, fékk langstærstu úthlutunina, eða 21,5 mUljónir króna, vegna myndar- innar Einkalíf Alexanders sem Þráinn leikstýrir. „Það hefur veriö landburður af þorski undanfarið. Krókaleyfisbát- amir hafa verið að mokfiska og viö eru á kafi í fiski,“ segir Guðjón Ind- riðason, framkvæmdastjóri hjá Þórs- bergi hf. á Tálknafirði. Guðjón sagði aö nokkrir krókaleyf- isbátar væru komnir með yfir 50 tonna afla það sem af er vertíðinni. „Þetta er mun skárra en var í fyrra. Það er unnið hér alla daga nema sunnudaga", sagði Guðjón. „Mér finnst þetta vera tímamót að því leyti að Landsbanki íslands hætt- ir aö vera samkeppnisaðiU við sína viðskiptamenn," sagði Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips, við DV um sölu Landsbankans á hlut sínum í Samskipum til átta innlendra og erlendra aðila en skrifað var undir samning í gær. Þá sagði Hörður að Eimskipsmenn Hugsanlegt er að gengið verði frá ráðningu nýs bæjarstjóra í Mos- fellsbæ á bæjarráðsfundi á miðviku- dag. Ákveðið hafði verið að taka ráðninguna fyrir á síðasta bæjar- stjórnarfundi fyrir sumarfrí en því var frestaö þar sem oddviti fram- sóknarmanna var upptekinn á lands- móti hestamanna á HeUu. Á bæjar- stjómarfundinum var því samþykkt að heimila bæjarráði að ganga frá ráðningunni og verður það hugsan- lega gert í næstu viku. „Þetta gengur hægt hjá þeim. Þetta var á dagskrá á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn þó aö ljóst hafi ver- ið fyrir fundinn að þeir voru ekki tílbúnir með ráðninguna. Bæjar- Tvö vinnuslys urðu 1 Kópavogi 1 gær. Það fyrra varð um miðjan dag þegar maður féU í stiga þegar hann var að mála innandyra í húsi við Hamra- borg. Maðurinn handleggsbrotnaði. Utu þannig á máUð að nýir eigendur væru komnir að samkeppnisaðilan- um og um væri að ræða ábyrga aðUa í rekstri. „Við búumst því við ábyrgri sam- keppni og munum að sjálfsögðu halda áfram að keppa við Samskip eins og við höfum gert á undanfórn- um árum og áratugum," sagði Hörð- ur enn fremur. stjórnin er nú komin í sumarfrí þannig að formlega þurfti að veita bæjarráði heinúld til að ganga frá máUnu því það heldur áfram að starfa þó að bæjarstjórn taki sér leyfi. Þeir eru að vinna í þessu og ræða máUn,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarritari MosfeUsbæjar. 33 umsóknir bárust um stöðu bæj- arstjóra í Mosfellsbæ og er talið að 12-13 umsækjendur komi sterklega tíl greina en fimm tíl sex fyrrum sveitarstjórnarmenn sóttu um starf- ið. Samkvæmt heimUdum DV er HaU- grímur Guðmundsson, fyrrum bæj- arstjóri í Hveragerði, í hópi umsækj- enda. Síðara slysið varð síödegis þegar ungur maður var að vinna við kflvél í timburverksmiðju BYKO við Skemmuveg og missti hann framan af fingri hægri handar. Gengur hægt að ráða bæjarstjóra Tvö vinnuslys í Köpavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.