Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Vísnaþáttur__ Vísna- glettur Margt hefur veriö ort í glettni og gamansemi jafnt af höfuðskáldum sem hagyrðingum. Fara hér á eftir nokkur sýnishorn af því tagi. Vísu þessa sendi Þorsteinn Erl- ingsson Jóhannesi Nordal íshús- stjóra: Ætlarðu aö muna eftir mér einhvemtíma, kæri, ef aö ganga af hjá þér ung og falleg læri. Einar E. Sæmundsson kom eitt sinn til Þorsteins Erlingssonar í heimsókn. Bauö Þorsteinn honum bjór en Einar þáði ekki og bar því fyrir sig að hann væri í bindindi. En þáöi þess í staö vindil. Þá kvað Þorsteinn: Einar minn er alltaf stór í öllum háttum sínum. Þykir honum betra en bjór að brenna upp eigum mínum. Káinn gaf út bókina Kviðlinga í Winnepeg 1920 og er sú bók fágæt orðin. Hún hefur samkvæmt þess- um heimildum kostað 15 cent. Orti hann þá þessa vísu: Þeir, sem kaupa þetta kver þeir geta heimsku kennt um. Aldrei hefur verið ver varið flmmtán centum. Guðmundur skólaskáld kom til nafna síns bóksala á Eyrarbakka og sendi honum þessa vísu: Góðan vindil vantar mig, á veitingunum stendur. Fjandi er að fást við þig! Fantur ertu Gvendur! Eitthvert sinn mætti Guðmundur Þorláksson magister, jafnan nefnd- ur Glosi, manni á götu. Tjáði hann manni þessum að hann væri að yrkja rímur út af Snorra-Eddu en sagðist ekki vera búinn með nema 8. vísuna í 11. rímunni og var hún svona: Aftur á móti ansar Þór ákaflega linur: Áttu fyrir einum bjór elskulegi vinur? Einu sinni gengu þeir um götur á Húsavík, Friðrik póstur frá Helgastöðum og Sigurjón Þor- grímsson mágur og hótelhaldari þar í stað. Var Friðrik jafnan að berjast við vísnasmíð þegar vel lá á honum og í þetta sinn lentu þeir félagar í miklu umferðarþvargi þar á götum, bæði af bílum og annarri umferð. Urðu þeir að stansa og sæta lagi að komast áfram. Þá byrjaöi Friðrik: Nú er vandi að verja sig að verða ei strand á götu. Þá botnaði Siguijón: Þar kom andinn yfir þig eins og hland úr fötu. Mörgum hefur orið hált á for- framan erlendis og er syndin jafn- an við næsta hom. 1 ævisögu Crist- ians Jacobsens bókbindara er lýs- ing frá Kaupmannahöfn á síðustu öld úr Silkigötu og segir þar: „í Silkigötu eru mjúkhentar meyjar og fagurvaxnar. Líkt fór mér og öðmm er þangaö komu að ég tældist um síðir af fegurð þeirra og vissi hvorki í þennan heim né annan. Piltum á sama aldursskeiði og ég var þá er vissara að koma þar sem sjaldnast, en mjög furðaði ég mig á því hve oft ég sá íslenska stúdenta eða lærlinga leynast þangað á kvöldin og hverfa inn í ýmsa kima. Má af þessu sjá hversu stórborgin er varasöm. Andrés Björnsson eldri var á gangi á Löngulínu í Kaupmanna- Vísnaþáttur Valdimar Tómasson höfn og sá þar aldraða vændis- konu. Kvað hann þá: Fingralöng og fituþung fær nú öngvan kella. Hringaspöng var áður ung útigöngumella. Jón Pálmason, fyrrverandi al- þingismaður, mætti eitt sinn manni á götu í Reykjavík. Maðurin sagðist þurfa að flýta sér því að hann væri að fara á leikritið „Kon- ur annarra" er var veriö að sýna í Iðnó. Þá kvað Jón: Flýti ég mér fast af stað fylltur glæstum vonum. Eg hef keypt mér aðgang að annarra manna konum. Tíðrætt var um samskipti ís- lenskra kvenna og erlendra her- manna hér á árum fyrr og um það orti ísleifur Gíslason, kaupmaður á Sauðárkróki: Eina sá ég auðargná er úti lá á sinu, enskun hjá, og henni brá hún var í ástandinu. Orðrómur gekk um það að dát- arnir og einkum þá Bandaríkja- menn litu ekki einungis íslensku stúlkumar hýru auga heldur og kýrnar. Var þessi vísa þá kveðin: Stórum hafa stofninn bætt strákar af bresku kyni, kálfar og börn af aðalsætt orðin hálfsystkini. Eftir lýðveldisstofnun 1944 orti Jónas bóndi Jóhannsson í Öxney vísu þessa: íslands meyjar eignast jóð undan svörtum könum. Síðan við urðum sjálfstæð þjóð sinna þær ekki Dönum. Heimildir: Vísnasafn Jóhann Sveinsson 1947-61 ísl. æviskrár ísl. fyndni Ævisaga C. Jacobsen Winnepeg 1912 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐfl A VALDA ÞÉR SKAÐA! yr0* Matgæðingur vikimnar Sumargrillaðar skötuselssteikur - og raðherrarauðspretta „Það liggur vel við að gefa upp- skrift að skötuselsrétti því að ver- tíðin stendur yfir í sumar. Fiskur er líka svo léttur og hollur og fer svo vel í mann,“ sagði Gunnar Már Kristjánsson, deildarstjóri í Þróun- arsetri íslenskra sjávarafurða hf., en hann er matgæðingur DV að þessu sinni. Fljótlegur og einfaldur Gunnar Már nefnir réttinn sinn einfaldlega sumargrillaðar skötu- selssteikur með kaldri ananassósu. „Þetta er nokkurs konar þróun frá mér sjálfum. Ég hef notað þenn- an rétt mikiö en hann er bæði ein- faldur og fljótlegur.“ í réttinn fer eftirfarandi: Skötuselssteikur úr heilum skötu- selshölum, um 1 'A-2 cm þykkar 1 bolli majones 1 bolli sýrður ijómi 1 dós ananas í bitum kínakál tómatar agúrkur kiwi hrísgijón hvítlauksbrauð í staðinn fyrir steikur úr heil- frystum skötuselshölum er auðvit- að hægt að nota skötuselssteikur úr roðlausum og beinlausum tlök- um. Steikumar eru kryddaðar með salti, pipar og hvítlauksdufti og örhtið af ólífuolíu er borið á. Steik- urnar eru grillaðar beint eins stutt og hægt er þannig að vöðvinn sé rétt soðinn í gegn. Köld ananassósa er búin til þann- ig að majonesið og sýrði ijóminn eru þeytt saman með örlitlu af an- anassafa til aö gefa bragð og þynna sósuna. Ananasbitar eru síðan skornir til helminga eða smærra og blandað saman við. Gott er að krydda sósuna með örhtlu karrh ______________........ Gunnar Már Kristjánsson, deildar- stjóri og matgæðingur vikunnar. DV-mynd BG og aromati. Með réttinum er gott að hafa ferskt salat með niður- skornu kínakáli, tómötum, agúrk- um og kiwi. Hrísgijón eru nauðsynleg og gott er að blanda saman Uncle Bens og Tilda Basmati hrísgijónum en það gefur meira bragð. Hægt er að sjóða örlítið af smátt skornum lauk með hrísgrjónunum. Einnig er gott að hafa hvítlauksbrauð með réttinum. Ráðherrarauðspretta Auk sumargrillaðra skötusels- steika gefur Gunnar uppskrift að „ráðherrarauðsprettu“, eins og hann kallar hana. „Þessi uppskrift er fengin úr gömlum sænskum matreiðslupésa og er mjög bragð- góð.“ Það sem þarf í réttinn er eftirfar- andi: 700-800 g rauðsprettuflök (mega vera með roðinu) 1 egg (hrært og e.t.v. með örlítihi mjólk) 1 dl brauðrasp 1 tsk. salt nýmalaður svartur pipar smjör % 1 rjóma 2 tsk. estragon U.þ.b. 1 msk. sítrónusafi Skolið flökin, þurrkiö og skerið síðan í hæfilega bita. Dýfíð bitun- um í hrærða eggið og síðan í brauð- raspið sem hefur verið kryddað með salti og pipar. Steikið á pönnu í smjöri. Takið síðan bitana af og setjið þá í upphitað fat og haldið heitu, t.d. með álloki. Hellið rjóm- anum á pönnuna og bætið estragon og sítrónusafa í. Látið sjóða hægt í 2-3 mínútur og hellið síöan yfir fiskinn. Framreitt með nýjum kart- öflum. ís í eftirrétt „Eins gott og veðrið hefur verið er ekki hægt að hugsa sér matarboð án þess að hafa ís í eftirrétt. Uppá- haldsísinn er léttur og góður sum- ar-jarðarberjaís en uppskriftin er upphaflega fengin frá Bandaríkj- unum. Það sem þarf í ísinn er eftirfar- andi: /i dós niðursoðinjarðarber (frosin) 1 eggjahvía safi úr hálfri sítrónu Zi 1 rjómi Opnið jarðarberjadósina í báða enda og skerið frosið innihaldið í stóra hrærivélarskál. Bætið eggja- hvítunni, sítrónusafanum og ef til vill kúfaðri matskeið af strásykri í skálina. Þeytið hratt í létta froðu. Rjóminn er stífþeyttur og bætt í jarðarberjafroðuna og blandað vel saman. Blandan er því næst sett í hvaða mót sem er og fryst. Gunnar skorar á Ara Þorsteins- son, framkvæmdastjóra fisk- vinnslustöðvar Kaupfélags Eyfirð- inga, Hrísey. Hinhliðin Allar konur jafnfallegar - segir Jakob Kristinsson, Norðurlandameistari í bridge „Maður er svona að jafna sig því það verður auðvitað alltaf eitthvað spennufall eftir svona mót en það þýðir ekkert aö hugsa um það. Maður verður bara að fara að vinna strax aftur,“ sagði Jakob Kristinsson, einn fimmmenning- anna í íslenska bridgeliöinu sem varði Norðurlandatitilinn í bridge á Norðurlandamótinu sem haldið var í Vaasa í Finnlandi sl. helgi. „Við erum byijaðir að undirbúa okkur fyrir tvö stórmót sem hefjast í haust þ.e. heimsmeistarakeppnin í tvímenning og Rosenblomkeppn- in sem báðar eru haldnar í Albuqu- erque í Nýju Mexíkó." Jakob snýr hinni hliðinni að lesendum helgar- blaösins að þessu sinni. Fullt nafn: Jakob Kristinsson. Fæðingardagur og ár: 17. desember 1962. Maki: Enginn. Börn Engin. Bifreið: Engin. Starf: Starfsmaður á Háspennu á Laugavegi. Laun: Já. Áhugamál: Bridge, hkamsrækt (nýbyrjaður). Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ræða eilífðarmáhn í góöra Jakob Kristinsson. DV-mynd Sveinn. vina hópi. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Rífast. Uppáhaldsmatur: Ýsa. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Erfitt að velja einhvem ákveðinn. Uppáhaldstímarit: Bridgeblaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka?Það eru allar konur jafnfallegar en cmnars er erfitt að skilgreina fegurð eða gefa henni einkunn. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Enga sérstaka. Uppáhaldsleikari: Jeremy Irons. Uppáhaldsleikkona: Jessica Lange. Uppáhaldssöngvari: Kristján Jó- hannsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hall- dór Blöndal. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hermann. Uppáhaldssjónvarpsefni: Beinar útsendingar frá heimsviðburðum í íþróttum. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gestur Einar. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Bjarni Fel. Uppáhaldsskemmtistaður: Hef ekki komið á neinn nýlega svo það er enginn sérstakur. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KA. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að vinna Bermúda- skáhna. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Spila bridge í útlöndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.