Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Hún setur hvert í slandsmetið á fætur öðru: Betra að vera aðeins brjálaður í skapinu - segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, frjálsíþróttakona með meiru ....það var eins og sú litla hefði gefið mér aukinn kraft,“ segir Sigríður um dótturina Jóhönnu Brieti Helgadóttur sem er hér með mömmu sinni. Æft af krafti á Laugardalsvelli. „Þaö er betra að vera aðeins bijál- aður í skapinu þegar maður er kom- inn á keppnisbrautina. Mér fmnst stundum vanta svolítið upp á það hjá mér. Þaö vantar kannski aðeins meira keppnisskap í mig.“ Þetta segir Sigríður Anna Guðjóns- dóttir, frjálsíþróttakona og íþrótta- kennari. Nafn hennar hefur oft verið nefnt að undaníornu því að hún hef- ur sett hvert íslandsmetið á fætur öðru í þrístökki í sumar. Raunar hefur hún orðið íslandsmeistari í fleiri greinum því samtals hefur hún að baki 5 íslandsmeistaratitla í há- stökki, 2 í boðhlaupi og 3 í þrístökki. Sigríður er eina konan á íslandi sem æfir eingöngu þrístökk. Sigríður Anna eða Sigga eins og hún er kölluð í vinahópi er fædd á Selfossi, dóttir hjónanna Guðjóns Axelssonar og Ásdísar Ágústsdóttur. Hún býr nú í Kópavogi ásamt manni sínum, Helga Sigurði Haraldssyni, deildarstjóra og formanni Fijáls- íþróttasambands íslands, og dóttur- inni, Jóhönnu Bríeti. Sigríður hóf að stunda íþróttir þegar hún var 11 ára. „Ég var mjög stór eftir aldri,“ segir hún. „Mömmu fannst ég eiginlega vera eins og blaktandi strá og vildi að ég gerði eitthvað til þess að styrkja mig. Svo ég fór í íþróttirnar og fannst það alveg hundleiðinlegt í byrjun. Ég byrjaði í hástökki og keppti á fyrsta mótinu 11 ára gömul. Það mót var haldið á Hvolsvelli og verður mér líklega alltaf minnisstætt. Þar stökk ég nefnilega einn metra og lenti í síð- asta sætinu. Ég keppti fyrir Umf. Selfoss en vinkonur mínar voru þá allar á kafi í íþróttum. Ég vildi halda mig í hópnum og fylgdi þess vegna með. En það var langt í frá að mér þætti þetta skemmtilegt. Það átti þó heldur betur eftir að breytast þegar árangurinn af æfingunum fór að koma í ljós.“ - Þú hefur ekkert verið á því að hætta eftir fyrsta mótið? „Nei, eins og ég sagði voru vinkon- ur mínar allar í íþróttunum svo að ég lét mig hafa það að dröslast með á æfingar. En mér fannst ég ekki hafa neina hæfileika, enda réð ég ekkert viö líkamann af því að ég var svo stór.“ Framan af var hástökkið besta grein Sigríðar. Þegar hún var 14 ára vann hún svo simi fyrsta titil á ald- ursflokkamóti HSK innanhúss. Þá stökk hún 1,40 m og vann. Og nú fóru hjólin að snúast því nokkru síðar varð Sigríður íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri þegar hún stökk 1,50. „Dæmið hafði algjörlega snúist við þegar þama var komiö sögu. Nú var ég farin að ná árangri og hafa gaman af þessu." Eftir þetta byrjaði Sigríður að reyna fyrir sér í öðrum greinum. Hún fór að keppa í langstökki og spretthlaupum en segir þó að hin síö- arnefndu hafi alltaf verið sín „veik- asta hlið.“ Hún hefur einnig keppt í köstum og raunar öllu nema lang- hlaupi. Þrístökkið kemur til sögunnar Eftir sumarið ’84 hætti Sigríöur að æfa og dró sig út úr íþróttunum þrátt fyrir að hún væri farin að hala inn íslandsmeistaratitla í hástökki og boðhlaupum. „Þaö var svo mikið að gerast í lífi mínu,“ segir hún. „Ég var komin með kærasta og farin að stunda böllin og haíði hreinlega ekki tima fyrir íþróttimar. Þá hafði ég lent í kennaraverkfallinu fræga, fór að vinna í frystihúsi og hlóð utan á mig aukakílóunum. Vinkonur mínar voru líka mikið til hættar svo það lagðist eiginlega allt á eitt.“ Sigríður tók síðan lítillega upp æf- ingar aftur fyrir landsmót UMFI1987 en hætti svo aftur að því loknu. Dæmiö átti sem betur fer eftir að snúast í heilan hring því að árið 1990 hóf hún nám í íþróttakennaraskól- anum á Laugarvatni. „Þar prófaði ég þrístökk í fyrsta skipti hjá Þráni Hafsteinssyni. Það kom strax í ljós að ég hafði réttan „rythma" í stökk- inu og mér gekk mjög vel þegar í byrjun. Ég keppti í fyrsta skipti á meistaramótinu ’91 og vann. Þá stökk ég 11,73 metra og setti íslands- met.“ Enn varð þó hlé á íþróttaferli Sig- ríðar því á þessu sama ári varð hún „Fólk þarf að hafa skap og það sem er jafnmikilvægt; það þarf að kunna að fara með skap sitt.“ DV-myndir GVA barnshafandi og hætti aö æfa í sum- arlok. Hún tók sér hlé þar til í janúar ’93 en tók þá til viö þrístökkiö af full- um krafti. Og fljótlega héldu metin áfram að hrynja og sigrarnir urðu stærri við hveija keppni. Það sem af er árinu hefur hún sett 5 íslands- met, þar af 2 innanhúss. Fyrst stökk hún 12,22 metra á vormóti, síðan 12,36 á Reykjavíkurleikunum og loks 12,62 á íþróttahátíð HSK á Selfossi. „Þetta var mjög skemmtileg keppni," segir hún um Selfossmótið. „Mig vantaði bara einhvern and- stæöing. Það er gott að hafa keppni í þrístökkinu til þess að ýta manni svolítið áfram." Nú mun Sigríður ekki eiga þess kost að keppa í þrístökki fyrr en á meistaramóti íslands í lok júlí því að ekki er keppt í þrístökki kvenna á landsmóti UMFÍ sem verður um næstu helgi. Hún segist þó stefna að því að verða í verðlaunasæti í lang- stökki á landsmótinu, enda var hún nýbúin að bæta árangurinn um eina 30 sentímetra eða í 5,68 þegar viðtalið var tekið. Létt í upphituninni Sigríður segist geta sagt nokkuö til um hvernig henni komi til með að ganga í keppni áður en hún hefst. „Ef mér finnst ég vera létt í upphit- uninni fyrir keppnina þá veit ég að mér á eftir að ganga vel. Ég prófa alltaf að stökka eitt stökk áður en ég hef keppni. Ef það nær 12 metrum þá léttir mér strax því þá veit ég að ég á eftir aö stökkva vel í keppninni. Ég tók til dæmis eitt upphitunar- stökk fyrir keppnina á Selfossi. Það var vel yfir 12 metra svo ég bjóst al- veg eins við meti.“ - Ertu hjátrúarfull fyrir keppni? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég er ekki alltaf í sömu sokkunum, með sama hálsmenið o.s.frv. Þaö reynir til dæmis á það núna hvort ég er hjá- trúarfull. Tvö síðustum íslandsmet hef ég nefnilega sett á gaddaskóm, þar sem þrístökksskórnir mínir voru týndir. Nú hef ég fengið nýja skó en ætti samkvæmt hjátrúnni að halda áfram að keppa á gaddaskónum sem ég mun ekki gera. Það eina sem ég reyni að gera er að sofa ekki of mik- ið nóttina fyrir keppni, alls ekki meira en 8 tíma. Annars verð ég slöpp og þung. Svo borða ég hollan mat. 7 Hvernig tilfmning er það að setja íslandsmet? „Mér líður rosalega vel. Manni létt- ir svo eftir að hafa verið hálfstressað- ur vegna tilhugsunarinnar um hvort þetta takist nú. Á Selfossi setti ég met í fyrsta stökki, án nokkurrar keppni. En mér fannst erfltt að ná mér niður fyrir næsta stökk og ná einbeitingu. Ég varð aðeins að sparka í rassinn á sjálfri mér til þess að ná fullri einbeitingu aftur.“ Sigríöur viðurkennir að hún sé „svohtið stressuð” fyrir mót. „Ég var sérstaklega slæm fyrir fyrsta mótiö sem ég keppti á erlendis. Þetta geng- ur allt út á framfarir, að stökkva lengra í dag en í gær. En ég hef lært aö stilla stressinu í hóf, ef svo má að oröi komast. Það er nefnilega betra að vera aðeins stressaöur fyrir keppni. Það er mjög vont að vera alveg afslappaður. Með því móti nær maður ekki fullri getu þegar til kast- anna kemur.“ Ætlaði aö hætta Þegar Sigríður varð ófrísk að dótt- urinni, Jóhönnu Bríeti, ákvað hún að hætta í íþróttum fyrir fullt og fast. „Ég var orðin 25 ára og mér fannst ekkert geflð að ég myndi halda áfram að bæta mig. En svo leiddist mér svo heima og ég saknaði félagsskaparins svo mikið að ég fór að æfa aftur. Þá fyrst fór ég að bæta mig verulega og það var eins og sú litla hefði gefið mér aukinn kraft. Ég hef meiri ánægju af æfingunum eftir að ég eignaðist hana, auk þess sem ég skipulegg mig betur. Maður fær rosalega mikið út úr því að bæta sig, maöur er eins konar fíkill. Takmark- ið er að ná meiri og betri árangri. Til þess er leikurinn gerður." - Hvernig þarf fólk að vera skapi farið til þess að standa sig vel á keppnisbrautinni? „Fólk þarf að hafa skap og það sem er jafnmikilvægt; það þarf að kunna að fara með skap sitt. Það þarf að kunna að taka sigri jafnt og tapi. Ég tel mig geta það. Ég verð þó til dæm- is að viðurkenna að ég var mjög fúl eftir Evrópubikarkeppni landsliöa sem nýlega fór fram í Dublin. Þar stökk ég 11,94. Enég var búin að jafna mig innan klukkutíma. Ég var raun- ar búin að vera lasin fyrir keppnina og árangurinn varð eftir því.“ Takmark Sigríðar nú er að stökkva 13 metrana. „Það er lágmark fyrir Evrópumeistaramótið í Helsinki í ágúst. Svo langar mig að ná 13 metr- unum áður en ég hætti og vonandi næ ég því takmarki áður en ég legg skóna á hilluna. Þeir sem iðka keppnisíþróttir verða að gefa sig í þær óskiptir ætli þeir að ná árangri. Á sumrin er keppt um hverja helgi og allan ársins hring æfir maðurísex sinnum á viku, tvo tima í senn. Vitaskuld er þetta álag á fiölskyldulífið en ég er svo heppin í sumar að ég vinn bara fram að hádegi. Síðan er ég með dótturinni fram að kvöldmat en þá hefiast æf- ingar. Maðurinn minn er þá kominn heim og tekur við af mér. Þá hef ég farið i æfingabúðir er- lendis en það háir frjálsíþróttafólki hér hve það hefur lélega innanhúss- aðstöðu. Undir stúkunni í Laugar- dalshöllinni er 50 metra steypt braut með örþunnu tartanlagi. Maður fær verki í fæturna og jafnvel bein- himnubólgu af því að æfa reglulega þarna. Það er mjög aðkallandi að fá nýja innanhússaðstöðu sem fyrst ef við ætlum að eiga frjálsíþróttafólk í fremstu röð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.