Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JONAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Sukkflokkar endurkosnir í lögþingskosningunum á fimmtudaginn studdu Fær- eyingar gömlu stjómmálaflokkana, sem hafa komið þeim á kaldan klaka. Flokkamir, sem ráðið hafa ferðinni und- anfama áratugi, Sambandsflokkurinn, Jafnaðarmanna- flokkurinn og Fólkaflokkurinn, fengu 19 þingmenn af 27. Mestan stuðning hlaut Sambandsflokkurinn, sem hef- ur ráðið mestu um þá hefðbundnu stefnu færeyskra -stjómvalda að mjólka danska ríkissjóðinn sem allra mest, í stað þess að færa fjárhagslega ábyrgð af tilveru Færeyinga sem þjóðar yfir á herðar Færeyinga sjálfra. Fremst þar í flokki hefur verið aðalblað Færeyja, Dimmalætting, sem áratugum saman hefur varað Færey- inga við íslenzku leiðinni og flutt rækilegar fréttir af verðbólgu á íslandi og öðm því, sem þar væri að fara fjandans til, einmitt vegna íslenzka sjálfstæðisbröltsins. Sníkjustefnan gagnvart Dönum, sem Sambandsflokk- urinn og Dimmalætting stóðu fyrir, fór saman við smá- byggðastefnuna, sem Jafnaðarmannaflokkurinn stóð fyr- ir. Ur þessu varð mikið peningaflæði og skuldaskrímsh, sem hefur komið Færeyjum í dúndrandi gjaldþrot. Danskir stjómmálamenn bera líka töluverða ábyrgð á hruni Færeyja. Það varð að hefð í dönskum stjórnmál- um, að færeyskir þingmenn á þingi Dana studdu ríkis- stjómir með tæpan eða engan meirihluta gegn því að fá síaukna styrki og fyrirgreiðslur til Færeyja. Smám saman glötuðu færeyskir ráðamenn tilfinning- unni fyrir verðmætum. Fræg em götin, sem þeir létu bora hér og þar í fjöll til að efla samgöngur. Nógir pening- ar fengust frá Dönum til allra hluta og ekkert þurfti að standa undir sér, ekki einu sinni sjávarútvegurinn. Færeyingar vom lengi svo vemdaðir gegn raunvem- leikanum, að þeir töldu sig ekki þurfa neitt takmörkunar- kerfi á fiskveiðar á borð við íslenzka kvótakerfið. Þeir veiddu sinn fisk í þrot og uppskera nú aflabrest, sem er margfalt alvarlegri en íslenzki þorskbresturinn. Hagsmunaðilar í sjávarútvegi, sægreifar og verkalýðs- rekendur sjómanna, tóku höndum saman við færeysk stjómvöld og fjölmiðlana um að búa til viðamikið styrkja- kerfi, sem endaði með því árið 1988, að önnur hver króna af tekjum sjávarútvegs fékkst frá hinu opinbera. Aðferðir færeyskra stjómmálamanna minntu nokkuð á aðferðir íslenzkra stjómmálamanna á svipuðum tíma, einkum hjá ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, sem setti upp milljarðasjóði að færeyskum hætti til að tryggja atvinnu út og suður og forða fyrirtækjum frá gjaldþroti. Munur íslands og Færeyja fólst í stærðargráðu sjóða- sukksins, sem var margfalt meira í Færeyjum, og einnig í viðtakanda reikningsins. íslendingar sendu afkomend- um sínum reikninginn, sem verður greiddur; en Færey- ingar sendu hann Dönum, sem vilja ekki greiða hann. Ef Færeyingar hefðu verið sjálfstæðir eins og íslend- ingar, hefði ekki verið hægt að rækta eins gegndarlaust ábyrgðarleysi og þeir gerðu í skjóli velvildar danskra ráðherra til hægri og vinstri, sem héngu 1 stólunum fyr- ir atkvæði færeyskra þingmanna á danska þinginu. Niðurstaða kosninganna í Færeyjum sýnir, að kjós- endur þar í landi em ekki reiðubúnir til að taka afleiðing- unum af fortíðinni, heldur kjósa þeir að reyna að láta Dani halda áfram að borga brúsann, enda þótt gjafmildi herraþjóðarinnar hafi brugðizt síðasta rúma árið. í kosningunum endurkusu Færeyingar gömlu stjóm- málaflokkana, sem mótuðu þá þróun efnahags- og Qár- mála, svo og lífsviðhorfa, sem urðu Færeyjum að falli. Jónas Kristjánsson Clinton snýst til fylgis við hafrétt- arsáttmálann Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóð- anna er viðamesti bálkur alþjóða- laga sem samtökin hafa látið frá sér fara, enda var hann áratug í smíð- um. Var þó langt undirbúnings- starf á undan gengið. Frá því texti hafréttarsáttmálans lá fyrir er síðan komið á annan áratug, en fullgilding af hálfu ein- stakra ríkja hefur gengið svo tregt að hann gengur ekki í gildi fyrr en í nóvember á þessu ári. Nú hggur fyrir fullgilding 61 ríkis. Meginástæða fyrir seinagangin- um við fullgildingu sáttmálans er að ýmis voldugusu ríki heims hafa verið tregust til að láta hafréttinn sem fulltrúar þeirra tóku þátt í að setja verða bindandi alþjóðalög. Óflugastur varð afturkippurinn þegar Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, lýsti yfir árið 1982 að fullgilding kæmi ekki til greina af hálfu Bandaríkjanna. Nú hefur það gerst að Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur ákveðiö að hnekkja þessari afstöðu fyrirrenn- ara síns. Clinton lét utanríkisráö- herra sinn, Warren Christopher, skýra utanríkismálanefnd Öld- ungadeildarinnar frá því í síðustu viku að hann hefði ákveöið að senda deildinni hafréttarsáttmál- ann til staðfestingar. Reagan fann hafréttarsáttmálan- um fyrst og fremst til foráttu ákvæði hans um nýtingu auðæfa sjávarbotnsins. Komið hefur í ljós að í aldanna rás hafa myndast í hafdjúpunum hnullungar verð- mætra málmsambanda, víða í því magni að ábatavænlegt er talið að nema þá og vinna með nútíma tækni. Vinnsla þessara verðmæta, stjóm á henni og ráðstöfun ábatans var eitt af umdeildustu viöfangs- efnum á Hafréttarráðstefnu SÞ. Frá upphafi kröfðust þróunarlönd- in þess aö auðlindir hafsbotnsins yrðu skilgreindar sem sameiginleg arfleifð mannkyns og ágóðahlutur rynni til þeirra þjóða sem við bág- astan hag byggju. Niðurstaðan varð að málmnám á hafsbotni skyldi vera undir yfir- umsjón alþjóöastofnunar sem seldi rannsóknar- og síðan vinnsluleyfi. Þá var fyrirtækjum háþróaöra iðn- ríkja gert að láta fyrirtækjum þró- unarlanda í té tækniþekkingu án endurgjalds. Þetta fyrirkomulag lýsti Reagan brot á öÚum reglum um atvinnu- frelsi og óheft framtak. Flokks- bræður hans í Öldungadeildinni virðast enn sama sinnis, sumir hveijir að minnsta kosti, og eru taldir líklegir til að beita sér af hörku gegn fullgildingu hafréttar- sáttmálans. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Embættismenn Chntons telja aft- ur á móti að sér hafi tekist með samningaviðræðum við fulltrúa samtaka þróunarlandanna að búa svo um hnúta að meirihluti þing- manna fáist til fylgis við staðfest- ingu sáttmálans. Wesley Scholz, sem stýrði samn- ingaumleitunum fyrir Bandaríkja- stjórn, segir að fengist hafi fram að námafyrirtæki þurfi ekki að greiða afgjald framan af vinnslu og vinnslukvótar verði ekki teknir upp. Þá verði ekki gert að skyldu að láta tækniþekkingu af hendi. Mestu máh skiptir þó að líkind- um fyrir Bandaríkin, og önnur iðn- ríki sem þeim hafa fylgt að málum i þessu efni, svo sem Bretland, Jap- an og Þýskaland, aö iðnríkin fá aukin áhrif á töku ákvarðana hjá Hafsbotnsstjóminni á Jamaica, miðað við það sem áður var gert ráð fyrir. Landvamaráðuneytið er sá aðih í Bandaríkjastjórn sem fastast hef- ur þrýst á aö hafréttarsáttmáhnn verði fuhgiltur. Fyrir því em tvær meginástæður. Önnur er sú að sáttmáhnn færir landhelgi ríkja út í tólf mílur og íjórfaldar því breidd þess beltis með ströndum fram sem fullveldis- réttur strandríkis nær til með lög- sögu yfir öllu sem þar fer fram. Slíkt skiptir miklu máh fyrir bandarísku strandgæsluna, ekki síst í viðureign hennar við smygl- ara af ýmsu tagi. Hinn stóri kosturinn sem banda- ríski flotinn sér við hafréttarsátt- mála SÞ er að hann felur í sér ítar- leg ákvæði um sighngarétt her- skipa um lögsögu annarra ríkja. Reglur um þau efni hafa verið óljósar og einatt farið eftir gömlum, staðbundnum samningum. Með hafréttarsáttmálanum er kveðið skýrt á um rétt til áreitnis- lausrar umferðar herskipa í fram- andi lögsögu. Mestu máli skiptir þó fyrir flotaveldi að þar er kveðið á um hindrunarlausa umferð her- skipa um sund sem eru alþjóða sigl- ingaleiðir en svo þröng að lögsögur ríkja grípa yfir þau. -------- > f,. m í.jww ____ ii. m* mu y* * „ ** **** g Frá lokafundi Hafréttarráðstefnunnar i aðalstöðvum SÞ i New York. At- kvæðatölur eru til hliðar við töfluna. Með 130 atkvæði, 4 á móti, 17 sitja hjá. Skoðariir annarra Innrás á Haítí „Smátt og smátt virðist Chntonstjórnin vera að komast á þá skoðun aö gera innrás á Haítí. Og það eru ekki góðar fréttir. Þaö eru ekki nægar ástæöur fyrir hendi til að hætta lífi bandarískra hermanna. Það er heldur ekki ljóst að hemaðaríhlutun sé th góðs en ekki hls.“ Úr leiðara USA Today 7. júlí 1994. Enn ein tillagan „Með hótunum um nýjar og þyngri refsiaögerðir hafa Bandaríkin, Rússland, Þýskaland, Frakkland og Bretland lagt fram nýja tihögu til lausnar stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu. Markmiðið í þessari tihögu er einnig að múshmar og Króatar fái 51 prósent af landinu en Serbar haldi 49 prósentum. Þetta þýðir augljóslega að heimurinn launar Serbum árásirnar einkum á kostnað múslíma. Óskin um frið er heitari en óskin um réttláta lausn. Sagan hefur kennt okkur að slíkt hefur aldrei getað verið grunnur varanlegs friðar.“ Úr leiðara Politiken 6. júlí 1994. Stórveldið Frakkland „Þegar franski forsætisráðherrann gerði opin- berlega grein fyrir hernaðaríhlutun franska hersins í Rúanda byrjaði hann ekki á því að segja að thgang- urinn væri að bjarga mannslífum. Nei, þegar stjórn- völd senda her sinn á vettvang er þaö fyrst og fremst vegna þess að Frakkland vih vera stórveldi lagði Balladur áherslu á.“ Úr leiðara Politiken 5. júlí 1994

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.