Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Side 15
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 15 1 'í • 1 Bjgr-4- ';M ? 1' I 1 ^ s'» ■■ '/-I í - 'lí ti I í;: : ^ I ' a DV-mynd Brynjar Gauti Þj óðminj adagurinn Á morgun, sunnudag, er haldinn þjóðminjadagur í annað sinn. Þá er reynt að beina athygli almenn- ings og ferðafólks sérstaklega að söfnum og menningarminjum um land allt. Það var í fyrravor sem þjóðminja- ráð samþykkti að helga annan sunnudag í júlí kynningu og um- ræðum um minjasöfnin í landinu, gömul hús, friðlýstar fornleifar og aðrar þjóðminjar. Dagurinn var valinn með það í huga að um þetta leyti sumars væri hvað auðveldast að ferðast um ísland. Fyrirmyndin var að nokkru svokallaðir „dagar þjóðararfleifðar" (e. Heritage Days) sem orðnir eru að árlegum við- burði í flestum nágrannalöndum okkar fyrir atbeina Evrópuráðsins. Þjóðminjadagurinn í fyrra þótti heppnast vel. Ókeypis aðgangur var að flestum minjasöfnum og boðið var upp á leiðsögn á nokkr- um sögufrægum stöðum, s.s. á Stöng í Þjórsárdal og Þingvöllum. Mikill íjöldi fólks nýtti sér þetta tækifæri til að fræðast um minjar og sögu og í sumum söfnum var sett aðsóknarmet. í tengslum við þjóðminjadaginn var í fyrsta skipti gefið út svokallað þjóðminjakort, leiðarvísir um ís- lensk minjasöfn og nokkra áhuga- verða minja- og sögustaði víðs veg- ar um landið þar sem eru friðlýstar fornleifar, gömul hús, kirkjur og önnur mannvirki í umsjá Þjóð- minjasafns íslands. Hugmyndin var að auðvelda almenningi að leita uppi þessa staði en hvergi hefur fram að þessu verið að finna sam- andregnar aðgengilegar upplýs- ingar um staðsetningu íslenskra menningarminja. Upplýsingarit um slík efni eru að sjálfsögðu gefin út erlendis en þjóðminjakortið er þó alíslensk hugmynd sem vakið hefur athygli utan landsteinanna. DV var eini fjölmiðilhnn sem gerði þessu framtaki einhver skil og birti m.a. kortið í ferðablaði sínu sl. sumar. Fátækir af menningarminjum íslendingar eru fátækir af menn- ingarminjum frá fyrri öldum mið- að viö flestar aðrar þjóðir. Til þess hggja ýmsar ástæður. Hús lands- manna voru öldum saman nær ein- göngu byggð úr torfi og gijóti og endingartími þeirra var skammur. Jarðvegur hér er ekki heppilegur til að varðveita smíðisgripi fyrri alda. Vegna fátæktar og fámennis var og htt hirt um varðveislu merkhegra muna. Ekki þótti óeðh- legt að selja þá útlendingum eða senda yfirvaldinu í Kaupmanna- höfn. Það var ekki fyrr en í lok síð- ustu aldar að hér á landi varð vakn- ing um mikilvægi minja fyrri tíðar fyrir þjóðmenningu okkar. Á fyrstu áratugum þessarar aldar friðlýsti þjóðminjavörður fom- miifiar um land allt en víða mætti hann skhnings- og skeytingarleysi almennings og stjórnvalda, sér- staklega þegar kom að varðveislu og friðun gamaha húsa eða minja- staða. Mörgum íslendingum fannst það beinlínis niðurlægjandi fyrir sjálfstæða þjóð að varðveita „fúa- spýtur“ og „kofa“ gamla tímans. Þegar þjóðin sótti af kappi fram th nútímans sáu menn ekki ástæðu til að leiða hugann að því að gaml- ar byggingar gætu verið sjálfstæð verðmæti og minnismerki um þjóð- líf og tækni fyrri tíma, ekkert síður merkhegar en skinnblöð með gömlum texta. Friðlýstar fornleifar Það vora dönsk stjórnvöld sem fyrst beittu sér fyrir friðun forn- leifa á íslandi. Var það gert í tengsl- um við starf dönsku fornleifa- nefndarinnar sem vann að því að afla upplýsinga um fornminjar á íslandi og ná forngripum úr landi. Þetta var árið 1817 og fyrir valinu urðu sjö rúnasteinar og þrír minja- staðir: Borgarvirki í Víöidal, dóm- hringur á Þingvöhum á Þórsnesi og Snorralaug í Reykholti. Heh öld leið þar th íslendingar fóru sjálfir að sinna friðlýsingu fornleifa með formlegum hætti. Unnið var að skráningu þeirra um land aht eftir að embætti þjóð- minjavarðar var stofnað árið 1907 en friðlýsingarnar hófust ekki fyrr en 1926. Vann Matthías Þórðarson þjóðminjavörður ötullega að þvi verkefni á næstu árum og í tíð hans voru friðlýst yfir 80% af þeim forn- leifum sem nú eru á skrá Þjóð- minjasafnsins, en þær eru taldar vera rúmlega 700. Laugardags- pistiU Guðmundur Magnússon fréttastjóri Hinar friðlýstu fornleifar eru af ýmsu tagi: rústir gamalla íveru- húsa, kuml, manngerðir hehar, áletranir á jarðfasta steina eða berg, gamlir vörslugarðar, varir, gamlar brýr og ferjustaðir, virki og skansar, leifar selja, verstöðva, kolagrafa og rauðablásturs og þannig mætti áfram telja. Sumar þessar fornleifar eru merktar og á örfáum stöðum eru upplýsinga- skilti. Því miður er það nú samt svo að flestar þessar minjar eru án eftir- hts og viöhalds. Ahnokkrar þeirra sem á fornleifaskránni eru hafa týnst eða verið eyðhagðar af völd- um náttúrunnar eða manna. Þjóð- minjasafnið á að hafa umsjón með hinum friðlýstu minjum en því starfi hefur lítt eða ekkert verið sinnt. Ástæðan er öðru fremur skortur á fé og starfsfólki. Minja- varsla hefur aldrei orðið sérstakt hugðarefni fiárveitingarvaldsins. í þessu efni er mikhl tvískinnungur ríkjandi. Þegar óhöpp verða rjúka menn upp á Alþingi og heimta skýrslu um „vörslu þjóðminja" og tala ábúðarmikhr um „menningar- arfinn“ en þegar að því kemur að útdeha fiármagni honum til við- halds og verndar kippa menn að sér hendinni. Vegna fyrri starfa minna er mér kunnugt um að Þjóðminjasafnið hefur í tvígang undanfarin misseri sótt um sérstaka fiárveitingu til að bjarga hinum friðlýstu fornleifum frá eyðileggingu og gleymsku. Von- andi er að sú beiðni fái hljómgrunn hjá menntamálaráðherra að þessu sinni. Aðfriða hús ogvernda Skhningur á mikhvægi þess að vemda og friða gömul hús hefur aukist til mikilla muna á síðustu árum. Th marks um það er meðal annars starfsemi húsafriðunar- sjóðs sem undanfarin ár hefur veitt tugi mhljóna króna til viðhalds og endurbyggingar gamalla húsa og kirkna. Umhugsunarefni er hvort ekki sé hægt að koma á sérstökum fornleifasjóði, með sama hætti og húsafriðunarsjóði, sem ríki og sveitarfélög greiða ákveðnar upp- hæðir í árlega samkvæmt sérstök- um lagaákvæðum. Því fer þó víðs fiarri að fullt sam- komulag ríki um það með hvaða hætti standa skuh að varðveislu og endurbyggingu gamalla húsa. Shkt er í sjálfu sér ekki óeðhlegt og oft getur það verið raunverulegt álita- mál hvort varðveita eigi gamalt hús eða rífa það. Nútíminn þarf líka að komast að og stundum verða menn einfaldlega að horfast í augu við fiárhagsleg rök þegar um húsvemd er að tefla. í þjóðminjalögum er ekki gerður greinarmunur á verndun húsa annars vegar og friðun hins vegar en slíkt er víða gert í nágranna- löndum okkar. Þar er litið á friðuð hús sem nokkurs konar safngripi sem vart kemur th greina að breyta á nokkurn hátt eða laga að nútím- anum. Litið er á friðuð hús sem minjar um húsakost, byggingar- tækni, lífshætti og viðhorf manna fyrr á tímum. Vemduð hús njóta sérstaks eftirlits en yfirleitt er leyft að breyta þeim th samræmis við þarfir og tækni nútímans ef þær breytingar eyðheggja ekki heildar- svip hússins. Samkvæmt íslensku þjóðminja- lögunum felur friðun í sér að óheimht er að gera nokkrar breyt- ingar á úthti húsa eða innri skipan nema með samþykki húsafriðunar- nefndar. Öh friðuð hús eru þannig í reynd safngripir. Þetta skýrir fastheldni nefndarinnar þegar t.d. er verið að fialla um gler í gömlum húsum. Upprunareglan er höfð að leiðarljósi. Skynsamlegt er að breyta löggjöf- inni til samræmis við það sem tíðk- ast í öðrum löndum. Skörp skil á milli friðaðra húsa og verndaðra verða áreiðanlega til þess að koma í veg fyrir að mikilvægustu menn- ingarminjar okkar verði eyðhagð- ar. Fjölmiðlarnir og minjavarslan Opinberar umræður um minja- vörslu eru litlar hér á landi og er það miður. Það hefur m.a. valdið því að minjaþátturinn í menning- ararfi okkar er vanræktur sem aft- ur hefur leitt th þess að merkar minjar hafa farið forgörðum. Brýn- asta verkefnið á þessu sviði er skipuleg fornleifaskráning sem hggur niðri þrátt fyrir skýr laga- ákvæði um að hún skuh fara fram. Við sem á fiölmiðlum störfum berum auðvitað okkar hlut af ábyrgð á því hvað er til umræðu hverju sinni. Hinu skyldu menn þó ekki gleyma að fréttiraar, „góðar" eða „slæmar" eftir atvikum, verða sjaldnast th á fiölmiðlunum sjálf- um heldur úti í þjóðfélaginu. Það er dapurlegt fyrir þá sem áhuga hafa á eflingu minjavörsl- unnar að helstu fréttir af þeim vett- vangi skuli nú um stundir vera vangaveltur um falsaðan silfursjóö á Þjóðminjasafninu. Fyrir ná- kvæmlega einu ári voru helstu fréttir af þessum sama vettvangi um brask eins af starfsmönnum minjavörslunnar með gamalt hús. Fráleit er hins vegar sú krafa að þagað sé yfir slíkum tíðindum og hneykslismálum sópað undir teppi. Ef starfsmenn minjavörslunnar vilja sjá, jákvæðar“, uppbyggilegar eða ánægjulegar fréttir af vettvangi sínum verða þeir sjálfir að skapa kringumstæðurnar og tilefnið. Það gerir enginn fyrir þá. Hreinskhnis- legt uppgjör við það sem miður hefur farið er nauðsynlegt og raunar for- senda fyrir því að friður th ærlegra starfa og rannsókna skapist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.