Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 17 Jón Ægisson á Gillastöðum í Dalasýslu var með fimm hryssur á landsmót- inu. Hér sjást afkvæmi hryssunnar Jarpar frá Efri-Brú sem fékk heiðursverð- laun fyrir afkvæmi. DV-myndE.J. Systkin í sitt hvorum gæðingaflokknum Dalamenn eru harla kátir eftir landsmótið. Útkoma Dalahrossa var stórgóð. Efsti hestur í A-flokki, Dal- var frá Hrappsstöðum, og Dagsbrún frá Hrappsstöðum, sem var í níunda sæti í B-flokki, eru systkin, imdan Dúkku frá Stykkishólmi og því bæði Dalahross. Dalvar er undan Heði frá Hvoli en Dagsbrún undan Otri frá Sauðár- króki. Ekki dró það úr ánægjunni að þriðja efsta hryssan í heiðursverð- launaflokknum, Jörp frá Efri-Brú, er í eigu Jóns Ægissonar á Gillastöðum, sem einnig var með fjórar aðrcir hryssur á landsmótinu og hlutu þijár þeirra 1. verðlaun. -E.J. Tuttugu knapar á Norðurlandamót Mikill hugur er í forráðamönnum Hestaiþróttasambands íslands í sam- bandi við Norðurlandamótið í hesta- íþróttum sem haldið verður í Ypájá sem er í um það bil 80 kílómetra í norðaustur frá Ábo (Turku) í Finn- landi. Ætlunin er að senda fimmtán knapa í flokki fuliorðinna og fimm knapa í unglingakeppnina. Sem fyrr eru landshðseinvaldar Sigurður Mariníusson og Pétur Jökull Hákon- arson. Val knapa verður ögn frjáls- legra nú en fyrr því knapar geta sótt um að fá að vera með en geta þeirra verður metin af landshðseinvöldun- um. Búist er við að íslenska sveitin verði sterk og koma nokkrir knapar sem búa í útlöndum. Þá hefur Sigur- bjöm Bárðarson keypt Brján frá Hólum af Walter Schmitz og keppir Sigurbjörn Bárðarson veröur liklega með Brján frá Hólum á Norðurlanda- mótinu í hestaíþróttum. í töltinu og ef til vUl fjórgangi. Sigur- björn er ekki ókunnur Brjáni því hann stýrði honum til sigurs í tölti á HM í Austurríki 1987. Síðasti skrán- ingardagur er 12. júh. -E.J. GRAÐAOSTUR Nauðsynlegur tragðauki með kexi c og snittukrauði. / LUXUS YRJA Góð með öllu, Islenskir ostar eru hrem orl sem gott er at orku sma i sem jormm er heitið. S KINKUMYRJA Vinsælust kjá smá fólkinu á kex og krauð. RJOMAOSTUR Einstaklega ljúfur á krag’ðið, getur komið s. stað viðkits. . KASTALI Toppurinn í körfunni, . Góður með öllu. WM DALA BRIE Ómissancli með ferskum ávöxtum og á saltkexið. ■L- W*■ Éúí4 lú. aÞ&CS.-:^ : W í '' W BURI Mjúkur og kragð mildur. Góður k. sem snakk. ^ ISLENSKIR OStar, -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.