Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Kvikmyndir_________________________________ LivUllmann leikstýrir Kristínu Lafranzdóttur: Dýrasta kvikmynd sem Norðmenn hafa gert - Karl Júlíusson sér um sviðsmyndina Liv Ullmann og Svend Nykvist fyrir framan sviðsmynd sem hönnuð er af Karli Júlíussyni. Norðmenn eru nú að gera sína langdýrustu kvikmynd, er það kvikmynd eftir hinni frægu skáld- sögu Kristín Lafranzdóttir eftir Sigrid Undset. Margir hafa haft hug á að kvikmynda þessa stórfenglegu sögu en það hefur alltaf strandað á kvikmyndréttinum sem var seldur í kringum 1930 til Hollywood og hafa í áraraðir staðið deilur norskra og bandarískra um réttinn á bókinni. Það var síðan sænski framleiðandinn Ingmar Ejve sem gat keypt kvikmyndaréttinn með samþykki allra aðila. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Hin kunna leikkona Liv Ullmann leikstýrir myndinni og skrifar hún auk þess handritið. Þetta er önnur kvikmyndin sem Ullmann leikstýr- ir. Fyrsta kvikmynd hennar, Sofie, hlaut góðar viðtökur og hefur hún verið sýnd hér á landi. Leikarar í myndinni eru aö mestu norskir en einnig sænskir. í tækniliðinu eru Svíar fjölmenn- astir en íslendingar eiga einn full- trúa, Karl Júiíusson, sem sér um sviðsmyndina, en Karl hefur orðið töluverða reynslu í kvikmyndum af þessum toga og hefur vegur hans farið ört vaxandi og er hann í dag þekktur um öll Norðurlönd fyrir einstakar sviðsmyndir við myndir Hrafns Gunnlaugssonar. Þekktastur í fríðu hði tækni- manna er kvikmyndatökumaður- inn heimsfrægi Sven Nykvist, margfaldur verðlaunahafl og nán- asti aðstoðarmaður Ingmars Berg- mans í flestum kvikmynda hans. Kvikmyndin er tekið á sömu slóð- um og vetrarólympíuleikarnir fóru fram og var áætlað að hefja tökur í lok maí. Aðalhlutverkin leika El- isabeth Matheson og Bjorn Skage- stad. Liv Ullmann er ekki ókunnug Kristínu Lafranzdóttur og er það langþráður draumur hennar að fá að gera kvikmynd eftir þessu mikla skáldverki. Þegar Ingmar Bergman var að leiða þær saman Liv Ull- mann og Ingrid Bergman var þaö draumur þeirra að gera mynd eftir sögu þessari. Liv átti að leika Krist- ínu þegar hún var ung og Ingrid Bergman þegar hún var eldri, en vegna deilna um kvikmyndarétt varð þetta aðeins draumur sem aldrei varð að veruleika. Þegar Liv Ullmann er nú spurð hvort hún hafi ekki löngun til að leika í mynd- innni segir hún það miklu meiri áskorun að fá að leikstýra Kristínu. -HK The Crow er væntanleg í bíó: Fantasía íyrir nútímafólk Laugarásbíó mun taka til sýning- ar fljótlega bandarísku kvikmynd- ina The Crow sem hefur verið sýnd við mikla aðsókn í Bandaríkjunum að undanfórnu. The Crow er kvik- mynd sem jafnvel átti að hætta við þótt tökur væru nánast búnar. Ástæðan var að aðalleikari mynd- arinnar, Brandon Lee, lést af voða- skoti á milli tökuatriða. Þessi dramatíski dauðdagi riflar upp minningar um föður Brandons, Kung Fu hetjuna Bruce Lee sem einnig lést ungur að árum vegna höggs sem hann fékk. Það var hik á aðstandendum myndarinnar lengi, en um síðir var myndin klár- uð og hefur aðsóknin farið fram úr björtustu vonum. The Crow er byggð á teikni- myndasögum sem komu út í Bandaríkjunum og höfðu töluvert fylgi og er myndin fantasía um venjulegan gítarleikara sem ásamt unnustu sinni er drepinn af glæpa- gengi. Ári síðar er hann vakinn til lífsins svo að hann geti leitað hefnda. The Crow var siöasta myndin sem Brandon Lee lék í. Með honum á myndinni er Rochelle Davis. Nordisk Panorama '94 verður í Reykjavík í haust: Fjórar íslenskar keppa um bestu stuttmynd og heimildarmynd Nordisk Panorama, sem er árleg stuttmynda- og heimildarmynda- hátíð Norðurlanda, verður haldin í fimmta skiptið 21.-25. september í Reykjavík og er það í fyrsta skipt- ið sem hún er haldin hér á landi. Hátíð þessa sækir flöldi fólks úr kvikmyndageiranum og er von á 300 erlendum gestum vegna henn- ar. íslensk dómnefnd, sem hafði yfir 140 myndir til að velja úr í keppn- ina, hefur valið flórar íslenskar myndir; Húsey, kvikmynd Þorf- inns Guðnasonar, fer í keppni í flokki heimildarmynda og Debut- anten eftir Sigurð Hr. Sigurðsson, Matarsýki eftir Amar Jónasson og Reyni Lyngdal og Ertu sannur? eft- ir Jóakim Reynisson og Lýð Árna- son fara í flokk stuttmynda. Aðalhluti kvikmyndahátíöarinn- ar er keppni um bestu stuttmynd og bestu heimildarmynd og eru vegleg peningaverölaun í boði. { heild eru það 56 myndir sem taka þátt í keppni þessari, flestar eru frá Noregi eða 21. Svíþjóð á 12 myndir, Finnland 10 og frá Danmörku koma 9 myndir. Samkvæmt reglum há- tíðarinnar verður sýnt í átján klukkustundir en margt fleira verður að gerast í kringum hátíð- ina. Ymis málþing verða fyrir við- komandi fagfólk en umfangsmest er þó hklega svokallað Forum for Co-Financing of Documentaries þar sem rætt verður um flármögn- unar- og dreifingarmöguleika á heimildarmyndum og sjónvarps- myndum. Þingið sækja alhr helstu dreifingaraðilar á sjónvarpsefni á Norðurlöndum og víðar. Konungur Ijónanna getur borið höfuðið hátt. Konungur ljónanna slær í gegn Vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkj- unum þessa dagana er nýjasta Dísney- teiknimyndin Tlie Lion King. Þaö tók myndina aðeins 19 daga að komast yflr 100 milljóna dollara markið og sló hún þar með öllum öðrum kvikmyndum sumarins við af þeim sem búið er að frumsýna. The Lion King er aðeins önn- ur kvikmyndin sem fer yfir 100 milljón dollara sem er orðið að nokkurs konar viðmiðun þegar Kaninn talar um mikið sóttar myndir. Hin myndin er The Flintstones, en það tók hana 31 dag að ná 100 milljóna dollara markinu. Þótt vinsældir The Lion King séu miklar á skömmum tima þá er hún aðeins hálf- drættingur á við Jurassic Park, en í fyrra náði hún 100 milljóna dollara markinu á aðeins níu dögum. Vérðurframhald afBlúsbræðrum? Eftir áralangar ákvarðanir og frestan- ir lítur út fyrir að framhald verði á hinni stórgóöu gamanmynd The Blues Broth- ers, þrátt fyrir aö annar blúsbræöranna, John Belushi, sé látinn. Dan Aykroyd er búinn að gefa John Landis, sem leik- stýrði fyrri myndinni, grænt ljós á að hann sé th og nú er bara að finna rétta meðleikarann. Þótl ekki hafi neitt verið ákveðið enn þá er mikih áhugi á að fá John Goodman til að leika á mót Aykroyd. Þátttaka hans veltur á því að kvikmynda- takan skerist ekki á við tökur á binum vinsæla sjónvarpsþætti Roseanne, en eins og kunnug er leikur Goodman eiginmann Roseanne. John Landis er einnig sagður áhugasamur um það að bróðirinn, James Belushi, fylli í þaö tóma skarð sem John heitinn skildi eftir sig. Hopkinsgerir kvikmynd í Wales Síðastur í röð þekktra leikara til að bregða sér bak við myndavélina er Ant- hony Hopkins, en hann undirbýr nú tök- ur á Scenes From Country Life og er myndin byggð á leikriti Chekhov, Vanja frændi. Það kemur engum á óvart að hann velur heimaslóðir í Wales fyrir sviðsmyndina ogsjálfur mun hann leika aðalhlutverkið. Af öðrum leikurm má nefna Kate Burton, dóttur Richards, en Richard Burton var ehis og Hopkins ættaður frá Wales. Hverer JeremyLeven? Jeremy Leven, ltver er nú það? Þessi spuming kemur sjálfsagt upp í huga margra sem lesa það að Leven hafl feng- ið Marlon Brando til að leika í kvikmynd sem hann leikstýrir. Og er ekki nema von aö spurt sé, því Jeremy Leven er sálfræðingur sem ákvað einn daginn að verða kvikmyndaleíkstjóri. Hann skríf- aði handrit aö kvikmynd sem nefnist Don Juan De Marco and the Centrefold, fór með það til vina sinna, sem sjálfsagt hafa verið í sófanum hjá honum og fékk grænt ljós. Fékk hami síðan Johnny Depp til að leika aðalhlutverkið og loks það ómögulega að fá Marlon Brando til að leika á ný. Og Leven þessi er alls ekki búinn aö segja sitt síöasta. Hann er þegar búinn aö skrifa handrit að næstu mynd sinni, Double, og búinn að tryggja sér Anthony Hopkins í aðalhlut- verkið. Þama er greinilega maður sem kann aö koma ár sinni vel fyrir borö, svo er bara að sjá hvort hann getur gert sýningarhæfar kvikmyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.