Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Page 25
24 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 33 Nýr vöndur sem ætlar sér að sópa vel: Stærsta ákvörðun sem ég hef tekið - segir Jafet S. Ólafsson um ráðningu sína í starf útvarpsstjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar Hjónin Jafet S. Ólafsson og Hildur Hermóðsdóttir ásamt börnunum Ara Hermóði og Sigríði Þóru. Elsta dóttirin, Jóhanna Sigurborg, sem er 19 ára, gat ekki verið með á myndinni þar sem hún er að vinna á veiðiheimili norður „Ætli þetta sé ekki stærsta ákvörð- unin sem ég hef tekið á lífsleiðinni. Ég mun vitaskuld sakna bankans og miðbæjarins, sérstaklega á sólardegi sem nú. Það þarf ekki annað en að draga frá og opna gluggann til að finna nið bæjarlífsins streyma hér inn. Þessa mun ég sakna, en það er að hrökkva eða stökkva. Ef maður tekur ekki einhverjar djarfar ákvarðanir í lífinu þá gerist harla lítið.“ Það er nýráðinn útvarpsstjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar, Jafet S. Ólafsson, sem hefur orðið. Hann tek- ur á móti blaðamanni DV síðdegis á skrifstofu sinni í íslandsbanka við Lækjargötu og býður upp á kaffi og rúllutertu. „Eg hef eiginlega ekki haft neinn tíma til þess að borða í dag,“ segir hann eins og til útskýr- ingar um leið og hann fær sér sneið sem virðist innihalda myndarlegt magn af kaloríum. Og síðan er tekið til við spjalliö. Jafet S. Ólafsson, útibússtjóri í ís- landsbanka, varð skyndilega fasta- gestur í fréttum fjölmiöla þegar hann var, öllum á óvænt, ráðinn útvarps- stjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Það hefur hreint ekki farið mikið fyrir þessum manni í þjóðlífinu. Hann hefur þó víða komiö við og gegnt fjöl- breytilegustu störfum í gegnum tíð- ina. En hvaðan kemur hann? „Ég er Reykvíkingur, fæddur 1951, í vesturbænum. Ég segi oft að sem betur fer hafi ég flust austur fyrir læk þegar ég var eins árs en ég ólst upp í Hlíöunum. - Sem betur fer? „Já, það varð til þess að ég varð Valsari en ekki KR-ingur. En svona í alvöru sagt þá eru margir KR-ingar góðir vinir mínir, en það var svo dýrölegt að alast upp í Hlíðunum að ég hefði ekki viljað missa af því fyrir nokkurn mun. Þær voru þá að byggj- ast upp og í Hlíðaskóla voru kannski 7-800 nemendur eða þaðan af meira. Öskjuhlíðin var á næsta leiti og nátt- úrlega sjálfur Hlíðarendi, völlur Valsmanna. Þar vorum við alla daga að sparka og ég varð fljótt mikill Valsmaður. Fótboltinn var númer eitt, tvö og þrjú. Jafet keppti með yngri flokkunum og fór m.a. í keppnisferð til Dan- merkur. Hann keppti einnig í hand- „í sveitinni lærði ég aö vinna.“ i landi. bolta og liöiö vann nokkra meistara- titla. „Ég var aldrei nein stjarna í þessu," segir hann. „Hins vegar spilaöi ég svolítið badminton og varð unglinga- meistari þar.“ . Jafet hefur starfaö mikið með Val, þ. á m. með Sigurði G. Guðjónssyni, stjórnarformanni íslenska útvarps- félagsins. Hann hefur setið í aðal- og varastjórn félagsins og er nú formað- ur herrakvöldsnefndar. „Ég er með Valshjarta," segir hann og bætir því við að nú búi hann, ásamt eiginkonu sinni, Hildi Hermóðsdóttur, og þrem börnum „í miðju Víkingshverfi". Sonurinn er í Víkingi og segist Jafet ekkert telja þaö eftir sér að horfa á guttana í Víkingi spila. Njólareykingar og bardagar En aftur til fortíðar. Auk fótboltans voru kábojleikir og indíánaleikir líka sérlega vinsælir í Hlíðunum og tók Jafet drjúgan þátt í þeim. „Við vorum líka mikið á Klambra- túninu, sem svo hét þá, en það leik- svæði var alveg ósnortið. Á Klömbr- um og í Eskihlíð var enn búskapur þegar þetta var og á fyrrnefnda staðnum var reykhús. Þangað fórum við oft og lékum okkur á túnunum og í skuröunum, reyktum njóla og gerðum ýmislegt skemmtilegt. Þá var verið aö byggja hitaveituna en aðaldreifistöðin er í Hlíðunum. Eftir Lönguhlíðinni liggja heilmiklir stokkar. Við vorum ekki háir í loft- inu og gátum auðveldlega komist inn í þá. Við fórum í mikla leiðangra eft- ir þeim með vasaljós, vitandi að ein- hvers staðar kæmumst við upp úr þeim aftur. Það má ímynda sér hví- líkur ævintýraheimur þetta var fyrir okkur krakkana." - Hvemig krakki varstu: rólegur, uppátektarsamur, prakkari, hrekkju- svín...? „Ég held að ég hafi verið þetta allt og meira til í bland. Ég er frekar ró- legur að eðlisfari, seinþreyttur til vandræða, mikill keppnismaður og mjög tapsár í hvers konar keppni. Það lenti oft í áflogum ef maður var að tapa. Auk þess voru miklar vær- ingar í Hlíðunum á þessum tíma. Krakkarnir skiptust í flokka eftir því hvar þeir bjuggu. Menn hættu sér jafnvel ekki yfir í næstu götu nema vera vel vopnum búnir og með flokk samherja með sér. Ég undrast það oft þegar ég lít til baka hve þröngt menn bjuggu í þann tíð. Algengt var að 6-7 manna fjölskyldur byggju í 3^1 herbergja íbúð og enginn kvartaði um þrengsli." Jafet kemur af „rammíslensku al- þýðuheimili", sonur hjónanna Ólafs Magnúsar Magnússonar húsgagna- smíðameistara og Sigríðar Jafets- dóttur húsmóður sem nú eru bæði látin. Systkinahópurinn er ekki stór því Jafet á einn bróður, Magnús, sem er forstjóri Emmess-íss. „Ég fór í sveit á hverju einasta sumri frá 7-14 ára aldurs. Ég var sendur á bæinn Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Þar bjuggu fjórir bræður og ein systir þeirra, mikið indælisfólk. Einn bræðranna var giftur systur föður míns. Af þessu fólki er nú Jón Jóns- son einn á lífi og býr í Stykkishólmi. Þarna kynntist ég sveitamenningu af gamla skólanum. Það var ekki „Ég er mikill bjartsýnismaóur." DV-myndir ÞÖK rafmagn á bænum og hann var kynt- ur upp með mó. Búskaparhættir voru fornir. Aldrei var keyptur mat- ur að heimilinu nema kaffi, sykur og hveiti. Þarna borðuðu menn stein- bít og sel, svartfugl og lunda, hrossa- kjöt og annað matarkyns sem búiö gaf af sér. Það var ekkert vandamál fyrir mig að borða þetta því ég hef aldrei verið matvandur. í sveitinni lærði ég að vinna. Ég fékk ákveðin verkefni sem ég varð að leysa sómasamlega af hendi. Heimilið var annálað fyrir snyrti- mennsku og allt var í föstum skorð- um. Sem dæmi má nefna að alltaf var tekið frí á sunnudögum, menn fóru í sín betri klæði og sigldu á bát yfir til Bjarnarhafnar til þess að fara í messu eða á bæi. Það var aldrei til bOl á heimilinu þau ár sem ég dvaldi þar heldur var ferðast á báti eða á hestum. Þarna þurftu menn ekki að hafa mikii afskipti af bönkum því þeir framkvæmdu aldrei neitt nema þeir ættu fyrir því.“ Gömul kynni... Jafet fór í Hlíðaskóla þegar hann hafði aldur til. „Þar átti ég mjög góðan uppalanda sem tók við okkur í sjö ára bekk og fylgdi okkur alveg upp úr. Þetta var Aslaug Friðriksdóttir, móöir Frið- riks Sophussonar fiármálaráðherra, mOíO indæliskona, og ég átti því láni að fagna að hún var nágranni minn. Þar af leiðandi mynduðust enn sterk- ari tengsl á þessum uppvaxtarárum." í Hlíðaskóla bundust margir nem- enda kunningjaböndum sem halda enn. Þrettán ára stofnaði Jafet til dæmis bridgeklúbb ásamt Gunnari Helga Hálfdánarsyni í Landsbréfum, dr. Ara Sæmundsen og Óskari Jóns- syni rafmagnsverkfræðingi. Þeir koma reglulega saman enn þann dag í dag tO að spfia og segir Jafet að þeir séu enn að taka framfórum í spfiamennskunni. Tveir bættust síð- ar í hópinn, þeir Þorsteinn Einarsson bankagjaldkeri og Rudolf Adolfsson hj úkrunarfræðingur. Þá voru þeir Jafet, Bolli Kristins- son og Stefán Gunnarsson Stöðvar 2-menn samtíða í skólanum og nú liggja leiðir þeirra saman á öðrum vettvangi. Eftir Hliðaskólann fór Jafet í Versl- unarskólann. „Þar kynntumst við Sigurjón Sighvatsson meðal ann- arra. Við vorum ágætir kunningjar á þeim árum. Þá var gamla Örsteds-kerfið við lýði. Samkvæmt því gátu menn feng- ið allt að mínus 23 ef þeir fengu al- gjört núll í einhverju prófi. Þarna réð ríkjum dr. Jón Gíslason og stjórnaði af miklum myndarskap og engu minni aga. Ég lærði mikið í Verslun- arskólanum. Eitt var það sem ég þakka mjög núna en bölvaði mikið á sínum tíma, og það var að læra vélritum. Kenn- ari minn í þeim fræðum var Þórunn Felixdóttir og hún barði okkur áfram með harðri hendi i fiögur ár, fióra daga vikunnar. Okkur fannst þetta megnasti óþarfi þá - en svo héldu tölvurnar innreið sína og þá kom þessi kunnátta að góðu gagni.“ Dyravörður og diskótekari Eftir sex ára puð í Versló var tak- markinu loks náð, Jafet kominn með hvítan koll og nú var stefnan sett á viðskíptafræði 1 Háskólanum. Jafn- hliöa náminu vann hann hjá æsku- lýðsráði og loðnunefnd. „Ég var farinn að búa á þessum tíma og var að kaupa íbúð. Ég vann alltaf mikið með skólanum og sú vinna var ekki sprottin af sérstökum áhuga á þeim málaflokkum sem ég vann við. Ég vann sem dyravörður og diskótekari í Tónabæ og gerði hvaðeina til aö afla mér lífsviður- væris.“ Þegar Jafet var búinn með við- skiptafræðina var honum boðin vinna í iðnaðarráðuneytinu. Þáver- andi ráðherra þess ráðuneytis var dr. Gunnar Thoroddsen. „Þetta var lítið ráðuneyti með fáum starfsmönnum en umsvifin voru mjög vaxandi. Á þessum tíma var verið að klára samningana vegna járnblendiverksmiðjunnar, Union Carbide-samningarnir runnu út í sandinn, Elkem í Noregi kom inn, Kröfluævintýrið var á fullu, Kísiliðj- an missti þrær sínar, Þörungavinnsl- „Ég var aldrei nein stjarna i boltan um.“ an átti í eilífu bash, svo og ýmis ríkis- fyrirtæki sem heyrðu undir ráðu- neytið. Ég nefni líka samningana við EFTA og EBE, fríverslunin var að renna út og mikil átök í íslenskum iðnaði... Þetta var mjög líflegt og skemmtilegt starf." Jafet féll vel vinnan hjá ríkinu en ákvað að hætta vegna versnandi launakjara. Hann þurfti aö setjast niður og rita bréf í kansellístíl til for- seta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, til þess að fá lausn frá störfum. Máhð var að hann hafði verið skipað- ur af forseta í starfið og varð því að viðhafa viðeigandi serimóníur þegar hann hætti. Næsti viðkomustaður var SÍS. „Ég dvaldi þar ekki lengi. Mér fannst á þessum tíma ég sjá fyrir að Sambandið væri á brauðfótum og það gekk eftir.“ Þá réðst Jafet tíl Þróunarfélags ís- lands en fór síðan sem útibússtjóri til Iðnaðarbankans á miðju ári 1988. Hann tók þátt í bankasameiningunni og segir að hún hafi verið „mjög erf- ið en lærdómsrík". Að því búnu hafn- aði hann í stól útibússtjóra íslands- banka í Lækjargötu. Og nú bíður útvarpsstjórastaða Stöðvar 2 og Bylgjunnar hans. Hvers vegna? - En hvers vegna að fara úr leður- settinu við Lækjargötuna og upp á Bitruháls þar sem aht logar í ilhnd- um á flestum vígstöðvum? „Menn þurfa að taka stökk þegar góð tilboð berast. Mér finnst verkefn- ið verulega ögrandi og veit að það er krefiandi. Ég er virkilega tilbúinn til aö leggja mig allan fram í þetta. Ég hef gott starfsþrek og hef gaman af að vinna og takast á við hlutina. Ég geri miklar kröfur til sjálfs mín og vil jafnframt að aðrir sem starfa í kringum mig vinni vel. Ef þeir gera það þá er ég þægilegur stjórnandi því ég er ekki afskiptasamur aö eðlisfari en leyfi fólki að vinna sjálfstætt. Ég er óhræddur við að taka ákvarð- anir og hef haft það að leiöarljósi að betra sé að taka 90 prósent rétta ákvöröun í dag heldur en að taka 100 prósent rétta ákvörðun eftir hálfan mánuö - því þá er það of seint. Ég ætla mér að koma því þannig fyrir að þótt Stöð 2 sé fiölmiðill þá verði hún ekki rekin í fiölmiðlum eins og of mikið hefur veriö gert hingað til. Ég er ahs óhræddur þó að þessar deilur séu þarna innanborðs núna. Ég vona sannarlega að hægt sé að koma þeim út úr heiminum. Hvort sem menn eru hluthafar þarna eða starfsmenn þá eiga þeir eitt sameig- inlegt markmið sem er að reka gott fyrirtæki." - Hvernig kom það til að þér var boðið þetta starf? „Maður þekkir mann. Ég þekki stóran hóp hluthafanna. Því er ekki að neita að ég er ráðinn af meiri- hlutanum sem kom að máh við mig fyrir örfáum vikum. Það var einfald- lega spurt hvort ég væri tilbúinn. Ég þurfti að hugsa mig vel um því ég er í góðu starfi núna, kannski öruggara en hinu nýja. En ég álít að íslenska útvarpsfélagið eigi mjög mikla mögu- leika í fiölmiðlaheiminum og sé á góðri sighngu þannig að ég sló til.“ - Er þessi ráðning í framhaldi af samveru ykkar Sigurjóns Sighvats- sonar í Versló forðum daga? „Þaö spihir aha vega ekki fyrir. Menn verða að þekkjast og treysta hver öðrum." - Nú hefur hver ófriðarbomban á fætur annarri sprungið hjá íslenska útvarpsfélaginu fyrir og eftir að þú varst ráðinn. Kemur aldrei upp hjá þér löngun til að hætta við aht sam- an? „Nei, ahs ekki. Ég er mikill bjart- sýnismaður. Ég trúi því að hægt sé að leysa allan vanda. Ég tel mig hafa gert rétt. Hins vegar hef ég engan tíma haft til þess að setja mig inn í einstaka hluti. Ég hef kynnt mér fiár- hagslega stöðu Stöðvar 2 og veit að stöðin stendur frammi fyrir miklum fiárfestingum sem er skipting á myndlyklunum. Að öðru leyti hef ég ekkert sett mig inn í máhn. Ég er í fuhu starfi hér í bankanum enn og hef ekki einu sinni haft tíma th að leiöa hugann að nýja starfmu - nema kannski aðeins á kvöldin. Það er þó grundvallarregla hjá mér að taka „Hvort sem menn eru hluthafar þarna eða starfsmenn þá eiga þeir eitt sameiginlegt markmið sem er að reka gott fyrirtæki," segir hinn nýi utvarps stjóri Stöðvar 2. vinnuna aldrei með mér heim. Ég hef þegar átt fund með starfs- fólkinu og sá fundur lofaði góðu um framhaldið. Ég lít fyrst og fremst á mig sem framkvæmdastjóra íslenska út- varpsfélagsins. Ég get líkt mér við eins konar fyrirliða í knattspyrnuliði þar sem allt liðið verður að vinna saman svo sigur náist. í þessu liði má segja að fréttastofan sé framhna fyrirtækisins. Stærsta hlutverk framkvæmda- stjórans er aö mínu mati að koma málum þannig fyrir að hann þurfi sem minnst að vera að vasast í dag- legum rekstri heldur sé í stjómun, í því að horfa fram á veginn. Hann sé í því sem ég kalla oft sóknartæki- færi, að gera sér grein fyrir því hvar ný markaðstækifæri hggja og hvar sé hægt að selja nýja vöru. Þær ákvarðanir sem teknar voru fyrir tveim árum varðandi dagskrárstefnu Stöðvar 2 eru engar hehagar kýr í dag.“ - Þú minnist á fiárhagsstöðu fyrir- tækisins. Hversu miklar eru skuldir þess? „Skuldirnar losa samtals rúmlega 1 milljarð. En fyrirtækið hefur góðar tekjur og stendur við allar sínar skuldbindingar. Því mun því takast að greiða mjög hratt niður skuldir sínar á næstu árum og mun væntan- lega fara að greiða arð til hluthafa innan tveggja ára, ef hlutirnir halda áfram að þróast eins og þeir gera í dag.“ - Hvaða leið sérðu til þess að koma á friði meðal hluthafa Stöðvar 2? „Ég æfia sem minnst aö segja um hluthafamál. Þau eru í mikilli deiglu núna og báðir hóparnir hafa lýst því yfir að þeir vildu gjaman fá erlenda aðila inn. Það mun væntanlega skýr- ast á næstu vikum, að þarna muni koma inn erlendir aðilar, sem eign- araðilar í Stöð 2. Ég á von á því að svo verði. En sjálfur gæti ég vel séð fyrirtækið fyrir mér sem almenn- ingshlutafélag." Jafet hefur aldrei starfað við fiöl- miðla. Hins vegar segist hann lesa mikið af bókum og hlusta ahtaf á fréttir og fréttatengt efni, auk þess sem hann fylgist „aö sjálfsögðu" með íþróttum. Hann segist eyða frístundunum við að spila badminton, bridge, tefla skák og, síðast en ekki síst, gera upp gam- alt hús í Smáíbúðahverfinu. Hann rennir gjarnan flugu fyrir lax og er fylgdarmaður veiðimanna við Laxá í Aðaldal í viku á hverju sumri. „Þetta er ahtaf sami hópurinn sem kemur erlendis frá. Ég bý svo vel að konan mín er frá Árnesi í Aðaldal og fiölskyldan á hlut í ánni. Ég mun að sjálfsögðu fara í slíka ferð í sumar og hlaða batteríin áöur en ég tek við nýju starfi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.