Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 9. JÚLI 1994 47 Grace Jones greip til örþrifaráða þegar hún fékk ekki þjónustu sem skyldi. Smáauglýsingar - Sími 632700 Willys Wrangler, árgerð ‘87, 4ra cyl., rauður, ekinn 63.000 mílur. Verð 840.000. Skipti: já. Upplýsingar í síma 91-650498 eftirkl. 16. Breytt Toyota LandCruiser, árg. ‘81 til sölu. 38” dekk, splittaður að framan, loftlæsingar framan. Uppl. í símum 985-35831 eða 98-75122. Econoline ‘85,6,91 disil, 4x4,14 farþega, skipti á ódýrari eða skuldabréf. Verð 15-1600 þús. Uppl. í síma 98-64401 og 985-20124. Skemmtanir Til sölu Willys, vel útbúinn, meó 302, verðhugmynd 1100 þús. Uppl. í síma 91-670516 eóa 985-23901. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á eignunum sjálfum sem hér segir. Bleiksárhlíð 2, íb. 1. h.t.v., Eskiíirði, þinglýst eign Sigurðar L. Ásgrímsson- ar og Jónu B. Kristjánsdóttur, gerðar- beiðendur Póst- og símamálastofnun, Veðdeild Landsbanka Islands og Vá- tryggingafélag Islands, þriðjudaginn 12. júlí 1994 kl. 9.00. Sólbakki 3, Breiðdalsvík, þinglýst eign Ingibjargar Hauksdóttur, gerðarbeið- endur Veðdeild Landsbanka Islands og Lífeyrissjóður Austurlands, þriðju- daginn 12. júlí 1994 kl. 11.30. Sýslumaðurinn á Eskifirði Harmónikukonsert á Hótel Örk, Hvera- gerði, sunnudaginn 10. júlí, kl. 15-18. Einleikarar: Guójón Matthíasson, Þor- leifur Finnsson, Eyþór Guðmundsson, Theódór Kristjánsson og Grétar Geirs- son, þar að auki hljómsveit Guðjóns Matthiassonar. Askriftarsíminn er 63*27*00 - Island Sækjum Range Rover Vogue, árg. ‘88. Til sölu þetta glæsilega eintak, ekið að- eins 64 þús. km. BíUinn er sjálfskiptur, með öllum aukabúnaði. Upplýsingar í síma 91-683345. Hópferðabílar Leikskólar Reykjavíkurborgar Öskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í fullt starf í Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810, og bæði í fullt starf og hálft starf e.h. í Álftaborg v/Safamýri, s. 812488. Nánari upplýsingargefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Sviðsljós Grace Jones: Um siðferðisþrek stjama Fólk fyrirgefur seint þjófum og öðrum sem valda því skaða en þegar stjörnur eiga í hlut er annað upp á teningnum. Um daginn var söng- og leikkonan Grace Jones stödd á bar í Hollywood að stytta sér stundir með vinum sín- um. Eftir að hafa reynt lengi en án ár- angurs að vekja athygli þjónanna á því að vantaði þjónustu gekk hún að barborðinu og tók næsta vínglas sem þar stóð. Ekki var eigandi glassins alveg sáttur við þessi tilþrif og kallaði reið- ur í átt að barþjóninum að víninu sínu hefði verið stolið og að hann vissi hvar þjófurinn væri. En þegar hann þekkti Grace breytt- ist viðmót hans á svipstundu. „Guð minn góður, þetta er Grace Jones! Þú mátt alveg halda glasinu því nú hef ég eitthvað að segja vinum mín- um frá,“ sagði eigandinn. Ekki fylgir sögunni hvort þjónust- an við Grace batnaði eftir þetta atvik en það vekur vissulega upp spurn- ingar um siðferðisþrek kvikmynda- stjarna og annarra þekktra manna. Jane Seymour: Rífst og slæst við mótleikara sinn Jane Seymour, sem leikur dr. Qu- inn í samnefndum sjónvarpsþáttum, hefur fengið nóg af mótleikara sín- um, Joe Lando. Joe, sem er fyrrverandi elskhugi Seymour, hefur að hennar sögn verið óþolandi eftir að hún tók upp á því að giftast James Keach í mars í fyrra. í kjölfar deilna þeirra hefur ástand- ið verið næstum óbærilegt fyrir tökuliðið því engin leið er að stjórna leikurunum og hótanir framleiðand- anna virðast lítið duga. Seymour notar nú hvert tækifæri til þess að rakka niður mótleikara sinn. Setningar eins og „Er þetta rakspírinn þinn eða var hestur að gera þarfir sínar?“ eru ekki óalgeng- ar. Kunnugir segja að Joe hafi í fyrstu tekið þessu með ró en upp á síðkast- ið hafi hann byrjað að svara fyrir sig og þá hafi allt endanlega farið í háa- loft. Jane Seymour og Joe Lando eiga í erfiðleikum með að þola hvort annað. Sylvester Stallone: Móðir óskast Stalione vill fá móður en ekki kærustu. Leikarinn Sylvester Stallone vill þessa dagana nauðsynlega komast í samband við konu sem gæti hugsað sér að eiga barn með honum. Málið er baraað það eina sem Stall- one vill er barnið en ekki konan og er hann tilbúinn að borga mikið fyr- ir greiðann. „Ég elska konur en ég hef verið í tveim hjónaböndum og hvorugt þeirra gekk upp. Það kemur alltaf sá tími sem maður fer að hugsa sinn gang og reyna læra af mistökun- um,“ sagði Sylvester Stallone. Leit þessi kemur í kjölfarið á gena- prófi sem leiddi í ljós að barn sem hann hélt vera sitt var það ekki. Um var að ræða barn sem hann taldi sig hafa átt með fyrrverandi sambýliskonu, Janice Dickinson að nafni, og olli þetta honum miklum vonbrigðum. „Þetta eru ein mestu vonbrigði lífs míns og mér líður eins og asna. Ég þráði svo heitt að eignast dóttur og því hélt ég að þetta væri mitt barn,“ sagði Stallone. Joe Elliott: Hárið Joe Elliott, söngvarinn í hljóm- sveitinni Def Leppard, er þessa stundina að gera garðinn frægan sem leikari. Hann leikur í kvikmynd, sem heitir A Pint of Bitter, ásamt vini sínum Sean Bean að nafni. Joe var þó lengi að velta því fyrir sér hvort hann ætti í raun að fara að leika og mestar áhyggjur hafði hann af hárinu á sér. „Það eina sem ég hef farið fram á er að þeir skerði ekki hár á höfði mínu,“ sagði Joe. Joe, sem hér sést ásamt félögum sinum i hljómsveitinni Def Leppard, held- ur mikið upp á hárið enda er það nauðsynlegur hlutur til að halda ímynd- inni sem rokkstjarna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.