Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 42
50 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 Afmæli Þótt þórður hafi fengið margar viðurkenningar á landsmótinu má vafalaust telja handtak Sigurðar Haraldssonar í Kirkjubæ, ræktanda Rauðhettu, með þeim mikilvægari. Þórður Þorgeirsson, tamningamaður frá Kirkjubæ: Það gefur lífinu gildi að temja góð hross „Ég er búinn að vera í hesta- mennsku alveg frá því að ég var bara smápatti en ég fékk áhugann frá for- eldrum mínum sem voru í hesta- mennskunni til margra ára. Síðan fór ég í sveit á sínum tíma, bæði í Víðiholti í Skagafirði og í Skarði í Landsveit og þá blossaði nú áhuginn upp fyrir alvöru," segir Þórður Þor- geirsson, tamningamaður á Kirkjubæ, en Þórður vakti mikla at- hygli á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum um sl. helgi en þá mætti hann með tæplega 30 hross sem flest höfnuöu í toppsætum. Hefur þjálfað hesta frá 17 ára aldri Þórður, sem er fæddur í Reykjavík árið 1964, hefur haft atvinnu af því aö þjálfa hesta síðan hann var 17 ára gamall en hann rekur nú tamninga- stöð á Kirkjubæ. Þangað fluttist hann sl. haust. Þar áður bjó hann á Hellu. „Ég starfaði viö tamningar á stóð- hestastöðinni í Gunnarsholti áður en ég fluttist austur eða frá 1992-93 og það var gífurlega góður tími og mik- ill lærdómur í því. Þaö gefur mér alveg afskaplega mikið að fá að mn- gangast og temja góð hross. Það gefur lífinu gildi hjá mér að minnsta kosti.“ Þrátt fyrir að hestamennskan taki allan tímann hjá Þórði segist hann nú samt vera algert „sportidíót" eins og hann kallar það sjálfur. „Það er lítið annað sem ég geri og þegar ég lít í biöðin þá er það bara sportið sem ég les. Ég spriklaði heil- mikið í fótbolta og handbolta, aðal- lega handbolta, þegar ég bjó í Garða- bænum á sínum tíma. Ég þurfti þó að gera upp á milli þess að mæta á handboltaæfingar sex sinnum í viku eða að stunda hestamennskuna og hestamennskan varð ofan á.“ Þýðir ekkert að slá slöku viö Þórður býr á Kirkjubæ ásamt unn- ustu sinni, Ingu Jónu Kristinsdóttur, sem starfar við skrifstofustörf á Hellu, og syni þeirra, Kristni Reyr, sem er sex ára gamall. „Kristinn er nú strax kominn með delluna eins og við foreldrarnir og hann tekur mikinn þátt í þessu öllu með okkur.“ Þórður segir að það sé engin 9-5 tíma vinna aö starfa í hestamennsk- unni heldur er þetta stööug vinna allan sólarhringinn og ef vel á að vera þá þýðir ekkert að slá slöku við. Þórður nýtur stuðnings Ingu Jónu við tamningamar og aðstoðarmanns síns, Magnúsar Benediktssonar, en hann segir þau hafa verið með um 30 hross á húsi í vetur. Dómstörf hafi síöan byrjaö snemma í vor og þá hafi hrossin verið tekin út með landsmótið í huga. „Þetta gekk fraipar vonum hjá okk- ur en við fórum með 28 hross inn á mótið sem er mjög gott. Svona verk- efni hefði náttúrlega aldrei hafst nema með aðstoð frá góðu fólki. Ef svona er vel skipulagt og haft mark- visst í huga hvernig maður á að snúa sér í því þá á það að ganga upp með góðu fólki,“ segir Þórður. „Þetta er auðvitað mikil viður- kenning fyrir mig og mín störf að þetta skyldi hafa gengið svona vel. Mótið er stærsta mót sinnar tegund- ar í hestamennsku og þar er vett- vangur til að standa sig vel upp á framhaldið að gera. Landsmótið er án efa stærsta stundin á ferhnum mínum og þaö stendur ofar öllu.“ Þórður segir samkeppnina í þess- um bransa mjög mikla og breiddina meiri en nokkum tímann áður. Hann segir hrossin ahtaf verða betri og betri og sömuleiðis knapana og tamningamennina. Það verður mikið um að vera á næstunni hjá Þórði því framundan era heilmörg mót sem hann ætlar að taka þátt í og svo stórar sýningar í ágúst, bæði kynbótasýningar og gæðingakeppnir. „Ég stefni að því aö halda mínu starfi áfram og reyna að gera enn betur þó svo manni fmnist það harla langsótt þar sem það hefur gengið svo ofsalega vel. En það er samt aldr- ei að vita,“ segir Þórður að lokum. Hópurinn sem hjálpaði til á landsmótinu. Frá vinstri: Kristinn Eyjólfsson, Anna Magnúsdóttir, Agúst Sigurðsson, Guðjón Sigurðsson, Þóröur Þorgeirsson og sonur, Kristinn Reyr, Kristín Þórðardóttir, Inga Jóna Kristinsdóttir, Anna Kristín Baldvinsdóttir, Magnús Benediktsson, Eyjólfur Kristinsson og Helga Ásgeirsdóttir. DV-myndir E.J. Hrefna Birgitta Bjamadóttir Hrefna Birgitta Bjarnadóttir, skóla- stjóri Nuddskóla íslands, til heimilis að Jakaseh 29, Reykjavík, verður fertugámorgun. Starfsferill Hrefna fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Hún lauk sjúkral- iðaprófi frá SjúkraUðaskóla íslands 1981, hóf námi í nuddi 1988 og lauk prófum frá Acomatherapy skóla ís- lands hjá Önnu Edstrom og frá Svæðameðferðarskóla íslands hjá Emi Jónssyni en hún öðlaðist meistararéttindi í ársbyriun 1993. Þá stundaði hún nám í kUnik við Acomatherapy skóla hjá Shirley Price í Hinkley á Englandi og stund- aði framhaldsnámskeið hjá Félagi íslenskra nuddara í Kinesologi en kennari hennar þar var Jarle Tams- en. Hrefna er nú annar tveggja skóla- stjóra Nuddskóla íslands sem sér um verklega kennslu á nuddbraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Hrefna er einn af stofnendum kvennadeildar knattspyrnu í Breiðabliki. Hún lék handbolta með meistaraflokki Vals í fjölda ára og með kvennalandsliðinu í handbolta, auk þess sem hún lék með 1. deildar Uðinu Stabæk í Ósló í eitt og hálft ár. Hún hefur verið formaður í Fé- lagi íslenskra nuddara sl. tvö og hálftár. Fjölskylda Hrefna giftist 16.10.1976 Bimi Otto HaUdórssyni, f. 7.9.1953, húsasmið. Hann er sonur HaUdórs Kr. Ingólfs- sonar, húsasmiðs og verkstjóra í Reykjavík, sem er látinn, og Ellýjar Ingólfsdóttur húsmóður. Hrefna og Bjöm Otto skUdu fyrr á þessu ári. Sonur Bjöms frá því áður og Önnu FUipíu Sigurðardóttur er GísU Kr. Bjömsson, f. 8.1.1971. Börn Hrefnu og Bjöms em Kristbjörn Helgi Bjömsson, f. 10.12.1977, nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti; Katrín EUý Björnsdóttir, f. 11.1. Hrefna Birgitta Bjarnadóttir. 1979, nemi; Björn Ragnar Björnsson, f. 15.6.1983, nemi; Birgir Magnús Björnsson, f. 26.2.1986, nemi. Hálfsystkini Hrefnu, samfeðra: dr. Ingvar Bjarnason, f. 1951, læknir í London, kvæntur Katerine Bjarna- son og eiga þau þrjú börn; Salbjörg Bjarnadóttir, f. 1956, geðhjúkrunar- fræðingur í Reykjavík, og á hún þrjú börn; Björn Andres Bjamason, f. 1957, bifreiðasmiður í Reykjavík, kvæntur Sigurbjörgu Hjörleifsdótt- ur og eiga þau þrjú börn. Hálfsystkini Hrefnu, sammæðra: Laufey Katrín Kristjánsdóttir, f. 1958, húsmóðir í Kópavogi, gift Stanko MUjevic og eiga þau þijú börn; Helga Elísabet Kristjánsdótt- ir, f. 1962, læknaritari, búsett á Sel- tjarnarnesi, gift Aðalsteini Sigur- hanssyni og eiga þau þrjú börn; Heiðrún Lára Kristjánsdóttir, f. 1966, verslunarmaður, búsett í Kópavogi, gift Guömundi Guð- mundssyni verslunarmanni. Foreldrar Hrefnu: Bjarni Pálm- arsson, f. 11.2.1930, hljóðfæraleikari og leigubfistjóri í Reykjavík, og Gísl- ína Helga Magnúsdóttir, f. 9.2.1934, d. 22.5.1991, matráðskona. Helga heldur upp á afmæUð að heimUi sínu laugardaginn 9.7. mUli kl. 17.00 og 19.00. afmælið 10. júlí 90 ára 60 ára Sigfriður Jónsdóttir, Andrés Helgi Bjarnason, rivaíiiini, íiUbavm. Ásgeir Halidói-sson, Sólvallagötu 1, Hrísey. 85 ára 50 ára Ástríður Sigurjónsdóttir, Grænumörk 3, Selfossi. 80 ára Gísli J. Halldórsson, Birkiteigi 6 D, Keflavík. GísUeraðheiman. ÓmarV. Jónsson, Nýbýlavegi 70, Kópavogi. Hildigerður Skaftadóttir, FiskhóU 9, Höfn í Homafirði. Margrét Valdimarsdóttir, FífuseU 35, Reykiavik. Rögnvaldur Þórðarson, Fossvegi 13, Siglufirði. Anný Petra Larsdóttir, Sveinbjamargerði U, Svalbarðs- strandarhreppi. Guðmundur Ólafsson, Sólbraut 19, Seltjarnarnesi. Ástriður Jónsdóttir, ^ áf3_______________________ Daibraut 20, Reykjavik. Helga S. Ingimundardóttir, Tunguvegi 12, Njarðvík. Steinþór Jóhannsson, Næfurási 10, Reykjavík. -----1------—------ Anna Bergsteinsdóttir, Magnús Guðmundsson, HeijóUsgötu 34, Hafnarfirði. Búðavegi 52, Fáskrúðsfirði. Sigrún Björnsdóttir, Bergþóra Bjamadóttir, Sandabraut 4, Akranesí. Skólagarði2, Húsavík. Eysteinn Gústafsson, Elísabet Andrésdóttir, Áshlíð2, Akureyri. Fossgötu 2, Eskifirði. GísliTorfason, Þóra Stefánsdóttir, Lágmóall.Njarövík. Skildinganesi 34, Reykjavík. Jón Sigurður Jóhannesson, Anna Kristjánsdóttir, BarmahUð 41, Reykjavík. Silfurgötu 21, Stykkishólmi. Steinimn Björk Birgisdóttir, Gísli Kristjánsson, Lálandi 9, Reykjavik. Digranesheiði 13, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.