Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 51 Afmæli Davíð Á. Gunnarsson Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Rík- isspítalanna, til heimilis að Selbraut 76, Seltjarnarnesi, er fimmtugufí dag. Starfsferill Davið fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1964, prófi í vélaverkfræði frá KTH í Stokkhólmi 1969, prófi í medicinsk teknik þaðan 1970, prófi í rekstrarhagfræði frá Stokkhólms- háskóla 1971 og pol.mag.-prófi frá samaskóla 1971. Davíð stundaði ráðgjafarstörf hjá Ríkisspítuhmum 1969-70, var verk- fræðingur hjá SPRI í Stokkhólmi 1970 og starfaði hjá IBM1971-72. Hann var aðstoðarframkvæmda- stjóri Ríkisspítalanna 1973-79, fram- kvæmdastjóri þeirra 1979 og hefur verið forstjóri þeirra frá 1980. Davíð hefur verið formaður Fé- lags forstöðumanna sjúkrahúsa á íslandi, var formaður Samtaka heil- brigðisstétta, sat í stjóm Hollustu- verndar ríkisins, er formaður stjórnar Norræna heilsugæsluhá- skólans í Gautaborg, sat í stjórn Stjórnunarfélags íslands um skeið, sat í framkvæmdanefnd Umferðar- ráðs og var lengi varaformaður FÍB. Fjölskylda Davíð kvæntist 26.10.1973 Elínu Hjartar, f. 20.9.1944, hjúkrunar- konu. Hún er dóttir Hjartar Hjartar, framkvæmdastjóra í Reykjavík, sem er látinn, og Guðrúnar Jóns- dótturhúsmóður. Dætur Davíðs og Elínar em Svana Margrét, f. 25.3.1974, stúdent; Guð- rún Vala, f. 20.10.1975, menntaskóla- nemi; Ásta Björg, f. 16.5.1980, nemi við Valhúsaskóla. Foreldrar Davíðs: Gunnar Davíðs- son, f. 13.2.1910, d. 27.12.1967, skrif- stofustjóri Útvegsbankans í Reykja- vík, og kona hans, Svanhvít Guð- mundsdóttir, f. 16.11.1911, starfs- maður við Talsímann og síðar gæslukona á Listasafni íslands. Ætt Gunnar var sonur Davíðs, tré- smiðs og bæjarfulltrúa í Hafnar- firði, bróður Kristjáns, föður Bíla- Kristjáns, forstjóra BSA, föður Frið- riks forstjóra. Davíð var sonur Kristjáns, b. á Bimingsstöðum, Jónssonar, b. á Jarlsstöðum, Jóns- sonar, bróður Sigurðar, föður Jóns, alþingisforseta á Gautlöndum. Móð- ir Davíðs var Guðrún Bjamadóttir, b. á Vöglum, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Bjarni var einnig bróðir Sól- veigar á Gautlöndum, móður Krist- jáns ráðherra, Péturs ráðherra og Rebekku, móður Haralds ráðherra og ömmu Jóns Sigurðssonar banka- stjóra. Bjarni var sonur Jóns, ætt- föður Reykjahlíðarættarinnar, Þor- steinssonar. Móðir Gunnars var Ástríður, syst- ir Ragnhildar, ömmu Sigurjóns Ein- arssonar, sóknarprests og fyrrv. oddvita á Kirkjubæjarklaustri, Kristjáns Bersa skólameistara og Ásthildar, móður Ólafs Harðarson- ar stjórnmálafræðings. Ástríður var dóttir Jens, b. í Feigsdal, Jónssonar. Móðurbróðir Davíðs var Guð- mundur í., ráðherra og sendiherra. Svanhvít er dóttir Guðmundar, skipstjóra í Reykjavík, Magnússon- ar, sjómanns í Hafnarfirði, bróður Kristjáns, afa Kristins E. Andrés- sonar hjá Máli og menningu og Kristjáns Andréssonar, bæjarfull- trúa í Hafnarfirði, fööur Loga, for- stöðumanns Tölvuþjónustu sveitar- félaga. Magnús var sonur Auðuns, lóðs í Hafnarfirði og ættföður Auð- unsættarinnar, Stígssonar. Móðir Auðuns var Oddný Steingrímsdótt- ir, b. í Hofdölum, Ólafssonar, bróður Ragnheiðar, langömmu Benedikts sýslumanns, föður Einars skálds. Móðir Guðmundar var Friðsemd Guðmundsdóttir frá Eyvindarstöð- umáÁlftanesi. Móðir Júlíönu var Margrét, systir Ragnheiðar, ömmu Hauks Helga- sonar, aðstoðarritstjóra DV. Mar- grét var dóttir Guðmundar, útvegsb. á Neðri-Brunnastöðum, ívarssonar, útvegsb. í Skjaldarkoti, Jónssonar. Móðir Margrétar var Katrín, systir Davíö Á. Gunnarsson. Magnúsar, prófasts og alþingis- manns á Gilsbakka, föður Péturs ráðherra og Ragnheiðar, ömmu Jakobs Frímanns Magnússonar, menningarfulltrúa í London. Katrín er dóttir Andrésar, hreppstjóra í Syðra-Langholti, Magnússonar, alþm. í Syðra-Langholti, Andrésson- ar. Móöir Andrésar var Katrín Ei- ríksdóttir, dbrm. ogættföður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Davíð tekur á móti gestum í gömlu Rúgbrauðsgerðinni milli kl. 16.00 og 19.00 ídag. Ingvar Ásmundsson Ingvar Ásmundsson, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, til heimilis að Klapparstíg3, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Ingvar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1953, stundaði nám í stærð- fræði við HÍ1953-54, við Kaup- mannahafnarháskóla 1954, við Stokkhólmsháskóla 1955-57 og nám í forritun og kerfisfræði hjá IBM í Reykjavík og Kaupmannahöfn 1968-69. Hann lauk BA-prófi í stærð- fræði við HÍ1968. Ingvar var stærðfræðikennari við ML1957-66, við MH1966-68, skrif- stofustjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1968-70, stærðfræði- kennari við MR1970-71, við MH 1971-77, konrektor MH1977, áfanga- stjóri við Fjölbrautaskólann í Breið- holti 1978, fjármálastjóri hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1979-80 og er skólameistari Iðnskólans í Reykjavíkfrál980. Ingvar var í landsliði íslands í skák um langt árabil, keppti m.a. á ólympíuskákmótunum 1968,1974 og 1978, var í efsta sæti á World Open skákmótinu í Bandaríkjunum ásamt öðrum 1978, var skákmeistari íslands 1979, hlaut meistaratitil Al- þjóðaskáksambandsins (FIDE) 1987 og er heiðurfélagi skáksambands Bandaríkja Norður-Ameríku frá 1972. Ingvar sat í stjórn Taflfélags Reykjavíkur 1949-50 og Skáksam- bands íslands 1968-69. Ingvar sat í flokksstjórn Alþýðu- flokksins 1970-74, í stjórn SVR 1970-74, í náttúruverndarnefnd Reykjavíkur 1972-74, formaður Fé- lags menntaskólakennara 1972-76, formaður skólanefndar Vélskóla ís- lands 1980-84, Sambands iðn- menntaskóla frá 1980 og Skólameist- arafélags íslands 1981-89 og situr í Iðnfræðsluráðifrá 1982. Fjölskylda Kona Ingvars er Guðrún Jóhanna Þórðardóttir, f. 7.4.1940, forstöðu- maður. Hún er dóttir Þórðar Ágústs Þórðarsonar deildarfulltrúa, sem er látinn, og Aðalheiðar Þorsteinsdótt- ur húsmóður. Börn Ingvars og Guðrúnar Jó- hönnu eru Áki, f. 20.9.1959, pípu- lagningamaður og leigubílstjóri í Reykjavík, en kona hans er Anna Helga Gylfadóttir skrifstofumaður og á Áki tvö börn frá fyrra hjóna- bandi; Ásmundur, f. 12.12.1960, múrari og verkfræðingur í Reykja- vík, en kona hans er Steinþóra Sig- urðardóttir hárgreiðslumeistari og eiga þau tvö börn; Þórður, f. 25,8. 1962, sölumaður við fasteignasölu, búsettur í Reykjavík, en kona hans er María Lúðvígsdóttir húsmóðir og Ingvar Asmundsson. eiga þau þrjú börn, auk þess sem hann á dóttur frá fyrra hjónabandi. Sonur Ingvars frá því fyrir hjóna- band er Mass Ingi, f. 2.8.1955, garð- yrkjufræðingur. Systkini Ingvars: Hörður, f. 2.5. 1936, d. 20.6.1938; Óli Jóhann, f. 18.3. 1940, arkitekt í Reykjavík; Þorbjörg, f. 20.3.1943, hjúkrunarfræðingur í Garðabæ; Kjartan Hörður, f. 8.4. 1946, kjötiðnaðarmaður í Keflavík; Ásmundur, f. 2.10.1948, verkfræð- ingur í Kópavogi; Leifur, f. 22.9.1951, d. 8.8.1961. Foreldrar Ingvars: Ásmundur Ólason, f. 25.10.1911, byggingaeftir- litsmaður i Reykjavík, og Hanna Ingvarsdóttir, f. 6.11.1914, húsmóð- ir. Ásta Jónasdóttir Ásta Jónasdóttir, fyrrv. verka- kona, Grettisgötu 55C, Reykjavík, veröur níræð á morgun. Starfsferill Ásta fæddist að Sólheimum í Svínavatnshreppi en ólst upp í for- eldrahúsum við öll almenn sveita- störfþess tíma í Litladal. Hún stundaði nám viö Kvennaskólann á Blönduósi 1926-27. Ásta stundaði ýmis störf á langri starfsævi. Hún stundaði sveitastörf, vann við sjúkrahús, stundaði verk- smiðjustörf og fiskvinnslustörf. Síð- ustu starfsárin vann hún við Hamp- iðjuna en hún var komin á áttræðis- aldur er hún hætti störfum. Fjölskylda Systkini Ástu: Bjami Jónasson, f. 24.2.1891, nú látinn, bóndi og kenn- ari, var kvæntur Önnu Sigurjóns- dóttur; Ólafur Jónasson, f. 20.12. 1892, d. 10.7.1936, bóndi í Litladal, var kvæntur Hallfríði Björnsdóttur; Guðrún Jónasdóttir, f. 22.11.1893, nú látin; Sigurbjörg Jónasdóttir, f. 6.8.1895,núlátin. Foreldrar Ástu voru Jónas B. Bjarnason, f. 1865, bóndi í Litladal, ogk.h., Elín Ólafsdóttir, f. 1860, hús- freyja. Asta Jónasdóttir. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr! GÓÐA FERD! yUMFERÐAR RÁÐ Til hamingju með afmælið 9. júlí GísliKristinsson, Eyrarvegi 14, Akureyri. Stefanía Stefánsdóttir, Bergþórugötu 33, Reykjavík, Ágústa Friðriksdóttir, Hvanneyrarbraut62, Siglufirði. Guðbjörg Einarsdóttir, Hjallavegi56, Reykjavik. Axel Július Jónsson, Engjavegi45, Selfossi, áður bóndií Stóru-Hildisey, Austur-Land- Kolbeinn Magnússon, Njorvasundi 16, Reykjavík. Sigurjón Jónsson, Lýsubergi3, Þorlákshöfn. Sigurborg O. Engilbertsdóttir, Hrauntúm 18, Vestmannaeyjum. Brynjólfur Kjartansson, Dalsbyggð 5, Garðabæ. Ingibjörg Jósefsdóttir, Enni, Engihlíðarhreppi. eyjum. EiginkonaAx- elsvarSigríður AnnaSigur- jónsdóttirsem erlátin. Axel tekur á móti gestum á veit- ingastaðnum Básum 1 Ölfusi í dag millikl. 17.00 og 19.00. 75 ára Sigurður Jónsson, Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum. Rakel Kristjánsdóttir, Hléskógum 8, Egilsstöðum. 70 ára Bjarnfríður Simonsen, Aðalstræti 42 B, Þingeyri. Jóna Helgadóttir, Barmahlíö34, Reykjavík. Jóhann Haukur Sveinsson, Teigaseli 1, Reykjavík. Ólafur Gunnar Jónsson, Brekkuhvammi8, Hafnarfirði. 60 ára Guðrún Sigurðardóttir, ‘ Hvannarima 16, Reykjavík. Hafsteinn Björnsson, Túngötu6,Súðavík. Guðrún Brynjólfsdóttir, Efstasundi 80, Reykjavík. Hilmar Ingason, Teigaseli 1, Reykjavik. Jóhann Torfi Steinsson, Lindarbraut 45, Seltjarnarnesi. GarðarÁrnason, Löngulilíð 15, Reykjavík. Aðalheiður Hafdal Há varðsdóttir húsmóðir, Hátúni 23, Esldlírði. Eiginmaöur Aðalheiðarer Gunnar Gunn- arsson verk- taki. Aðalheiöurer aðheiman. Sigurður Sverrir Jónsson, Stóra-Lambhaga 4, Skilmanna- hreppi. Smári Þorvaldsson, Logafold 3, Reykjavík. Daniel Heiðai- Jónsson, bóndi að Ingunnarstöðum, Reyk- hólahreppi. Kona hans er Margrét Emilsdóttir bóndi. Þau taka á móti gestum að heinúli sínuídageftirkl. 16.00. Matthildur Rós Haraldsdóttir, Sólbrekku 20, Húsavík. Sigríður Jóna Árnadóttir, Mávanesi 14, Garðabæ. Ævintýraferðir í hverri viku til heppinna áskrifenda DV! Áskriftarsíminn er 63-27-00 Island Sækjum það heim!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.