Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1994, Síða 48
 T F Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 032700 Frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994. Tryggingastofnun: Bætur skertust eðaféiluniður Bætur 2-300 almannatrygginga- þega skertust verulega eða féllu hreinlega niður um síðustu mánaða- mót. Brá ófáum því í brún þegar umslagið frá Tryggingastofnun var opnað. „Samkvæmt lögum á að setja nýjar tekjur samkvæmt skattframtali, þar með taldar bætur, inn í okkar bótaút- reikninga í júlí. Tölvukeyrður bsti frá Skattstofunni hafði verið keyrður út það snemma að ekki var búið að leggja á alla og því um áætlanir að ræða í mörgum tilvikum. Áætlanirn- ar fóru inn í bótaútreikningana þannig að bætur margra skertust eða féllu út,“ sagði Snorri Pétursson, fulltrúi hjá Tryggingstofnun, við DV. Snorri segir að nú hafi Skattstofan gengið frá álagningu allra bótaþega og unnið sé að leiðréttingu. „Það hefur öbum verið boðið að greiðslur verið lagðar inn á bankareikninga eftir 2-3 daga.“ Skódinnfundinn Græni Skódinn sem lögreglan í Kópavogi auglýsti eftir í DV í gær kom í leitirnar eftir að fréttin birtist. Skódanum var stolið af bílastæði lög- reglunnar fyrr í vikunni en hann var þá í vörslu lögreglunnar. Ferðablað DV á laugardögum - DV-bílar á mánudag Frá og með deginum í dag verður sú breyting að blaðauki DV um ferð- ir verður á laugardögum í stað mánudaga eins og verið hefur. DV-bílar, blaðaukinn sem verið hefur á laugardögum, verður hér eft- ir á mánudögum. ÞREFALDUR1. vinningur Ertu búinn að panta? 20 dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIDIR Innanlandssími 690200 LOKI Geymist Skódinn ekki betur ef löggan setur blátt Ijós á hann? Blóðeitrun í þremur börnum í sama húsi • / Að minnsta kosti fjögur böm, sem hafa leikið sér á ófrágengnum lóð- um við Flétturima í Grafarvogi, hafa fengið blóðeitrunartilfeni á síðustu örfáum vikum. Tvö af börnunum hafa þurft að leggjast inn á spítaia vegna þessa. í þremur þessara tilfella er um að ræða börn sem eiga heima í sama stigagangi, við Flétturima 21. Tvö af blóöeitr- unartiffeilunum komu upp í síð- ustu viku. „Þetta hefur komíð út af smásár- um á fxngri eða fæti sem eiga ekki að vera neitt. Síðan verður þetta rniklu meira,“ sagði Ingibjörg Gísladóttir, móðir tveggja stúlkna, Signýjar, 1 árs, og Anitu, 4 ára, sem báðar fengu blóðeitrun. 10 ára drenpr, Þórður, býr í sama stiga- gangi. Hann fékk einnig hlóðeitr- unartilfelli. Börnin hafa fengið hólgur i kjölfar þess að þau hlutu smáskeinur þegar þau voru að leika sér, síðan kom hiti og dökkar rendur komu m.a. á handleggi. DV er kunnugt um ijórða tiifellið þar sem um var að ræða harn sem hef- ur leikið sér á sömu lóð og fékk það einnig blóðeitrun. Við Flétturima eru ófrágengnar lóðir en mæöur barnanna hafa leitt líkur að því að nálægö gömlu sorp- hauganna og bakteríur tengdar þeim séu orsök þessara blóðeítrun- artilfella. Þær Ingibjörg og Jó- hanna Hjaltalín, sem er móðir Þórðar, hafa ekki kannað sérstak- lega í hverfinu hvort fleiri börn hafi fengið blóðeitrun. Annað barn- anna, sem var lagt inn á sjúkra- hús, var meöhöndlað á Borgar- spítalanum en hitt á Landakotssp- ítala. Björn Hjálmarsson, deildarlækn- ir á barnadeild Landakotsspítal- ans, sagði í samtali við DV í gær að með ólíkindum væri að þrjú börn úr sama stigagangi fengi öll blóðeitrunartilfelli á mjög skömm- um tima. Hann sagði að við hæfi væri að taka ræktun úr viðkom- andi barni ef fleiri blóðeitrunartil- felh koma upp. Bjöm sagði jafn- framt að sjaldgæft væri að jarð- vegsgbakteríur yllu hlóðeitrun - hins vegar væri slíkt ekki útilokað. Raufarhöfh: Sveitarstjór- inn hættir Anita, 4 ára, Þórður, 10 ára, og Signý, 1 árs, hafa öll fengið blóðeitrunartilfelli á síðustu vik- um. Sýkingar komu upp eftir að þau höfðu fengið smáskeinur þegar þau voru úti að leika sér. Börnin eiga öll heima í sama stigagangi. Með börnunum á myndinni er Ingibjörg Gísla- dóttir, móðir stúiknanna. DV-mynd BG Veðrið á sunnudag og mánudag: Hlýjast norðanlands Á sunnudag verður austan- og suðaustanátt, sums staðar sfrekkingur, að mestu þurrt og 12 til 18 stiga hiti á Norðurlandi og Vestíjörðum en 8 til 13 stiga hiti og dálítil rigning í öðrum landshlutum, einkum þó suðaustan til. Á mánudag verður suðlæg átt, víðast fremur hæg. Víða verður dálítil rigning eða súld um landiö sunnan- og suðaustanvert en úrkomulítið noröan til. Hiti verður 9 til 16 stig, hlýjast norðaniands. Veðrið 1 dag er á bls. 53 I Guðmundur Guðmundsson, sveit- arstjóri á Raufarhöfn, hefur sagt starfl sínu lausu og má rekja það beint til þeirra átaka sem verið hafa um stefnu sveitarfélagsins í útgerð- armálum aö undanförnu. Þorsteinn Óli Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarfélagsins Jök- uls og Fiskiðjunnar, sem Raufar- hafnarhreppur á að langmestum hluta, hefur einnig sagt upp vegna þessara átaka. Nýr meirihluti í sveit- arstjórn hefur lagt áform fyrrver- andi meirihluta um frystitogarakaup á hilluna en togarakaupin voru aöal- kosningamálið á Raufarhöfn í vor. Guðmundur verður sveitarstjóri á Hvammstanga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.