Alþýðublaðið - 06.04.1967, Qupperneq 3
Norðurlandaráð deilir
um Salthólmann og Sóla
HELSINGFORS, 5. apríl (NTB).
— Gerð stórs flug;vallar á Eyrasundi og samning: á norrænni
kcnnslumálalögg-jöf voru meðal fjölda mála, sem rædd voru á fundi
Norðurlandaráðs.
Ráðið skoraði á stjórnir Norður
landa, að setja sérstakan umhugs
unarfrest í lög um afborganir tii
að vernda kaupendur. Eiunig var
skorað á stjórnirnar að hafa með
sér nária samvinnu um skipulagn
ingu friðarsveita er starfa skuli í
vanþróuðum löndum. Kannaðir
verða möguleikar á sameiginlegri
ráðningu fólks í friðarsveitirnar
og sameiginlegri stjórn fram-
kvæmda ó vegum friðarsveita.
Einnig var samþykkt að fara
fram á við stjórnir Danmerkur og
Svíþjóðar að þær reyni að auka
og efla hið allra fyrsta samvinnu
um rannsókn á flugvallarmálinu
á Eyrarsundi, ef til vill með skip
un sameiginlegrar vinnunefndar.
□ Salthólminn eða Sóli?
Flugvallargerð á Salthólma fyr
ir síauknar millilendingar og bygg
ing brúar yfir Eyrarsund eru
hvort tveggja mál milli Dana og
Svía, bæði í tæknilegu og efna
hagslegu tilliti. En Norðmenn
hafa mikinn áhuga á lausn máls
ins, þótt því hafi verið haldið
fram á fundum ráðsins að þeir
hafi lítinn áhuga 4 brú yfir Eyr
arsund vegna hinna miklu ferju
siglinga milli Noregs og Jótlands
og telji að meðan ógreiðfært sé
yfir Eyrasund muni hinn aukni
fjöldi ferðamanna kjósa fremur
að fara um Jótland til Noregs.
Þá hafa Norðmenn bent á, að
hafizt verði handa um að bvggja
samnorrænan flugvöll fyrir flug
Stjórnmála-
kynning á
laugardaginn
Stjórnmálakynning Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykja-
vík hefst n. k. laugardag, 8. apríl. Hefst fundur kl. 15 stund-
víslega og verður haldinn í Ingólfskaffi.
Fulltrúaráðið hefur skipað nokkrar nefndir til undirbúnings
stjórmnálakynningunum og mun fyrsta nefndin skila áliti á
fundinum, en sú nefnd hefur fjallað um húsnæðismál og
launamál Framsögumaður nefndarinnar er Sigurður Guðmunds
son skrifstofustjóri. Flokksfólk er hvatt til þes aö sækja fund
þennan og taka virkan þátt í umræðum og bera fram fyrir
spurnir.
samgöngur milli Evrópu og Am
eríku í Sola í Vestur-Noregi og
að þessi flugvöllur geti komið í
staðinn fyrir flugvöllinn í Salt-
hólma. Hinsvegar taldi Jón Leir-
hólma. Hins vegar taldi Jon Leir-
óraunhæfar á fundi umíerðar-
nefndarinnar vegna þess að mikj
um fjárupphæðum hefði verið var
ið til stækkunar á Kastrupflug-
velli sem notast mætti við í 10-15
ár. enn. Kannski kynni svo að fara
að vegna gífurlegrar umferðar
flugvéla yfir Eyrasundi mætti
gera Sola að varaflugvelii og
ennfremur að bækistöð flugvéla
sem fljúga hraðar en hljóðið á
leiðunum yfir Atlantshaf.
Aksel Larsen, Danmörku, og
Leif Casel, Svíþjóð, lögðu ein-
dregið til að afgreiðslu Eyrasunds
málsins yrði hraðað. Samgöngu-
málaráðherra Svía, Olof Palme,
sagði að skýrsla svokallaðrar Eyra
sundsnefndar mundi liggja fyrir
eftir tvo mánuði og gætu þá haf
izt viðræður milli stjórna Dan-
merkur og Svíþjóðar.
Þjóðernissinnar
i Aden klofnir
ADEN, 5. apríl
Þrjú stóy verkalýðsfélög í Ad
en skoruöu í dag á félagsnienn
síi:a að liefja vinnu á ný á morg-
un og liætta þar með þátttöku
sinni í allshcrjarverkfalli því, sem
lamað hefur allt atvinnulíf i borg
inni síöan því var lýst yfir fyrir
fjórum diigum. Áskorun verkalýðs
félaganna er nýr þáttur í deilu
hinna tveggja samtaka þjóðernis
sinna í Aden, NLF og FLOSY,
en mikil misklíð hefur risiö með
þeim að undanförnu.
Allsherjarverkfall hófst á
sunnudag, en sama dag kom
þriggja manna nefnd á vegum SÞ
til Aden að kanna möguleika á
því að Aden fái sjálfstæði fyrir
árslok 1968. Verkfallið og árá^ir
þær, sem gerðar hafa verið und
anfarna þrjá daga á öryggissveit
ir Breta í Aden, eru runnin und
an rifjum hinna tveggja samtaka
þjóðernisinna, sem þannig hafa
viljað gefa fulltrúum SÞ til kynna
að þjðóernissinnar en ekki sam-
bandsstjórnin séu hinir réttu full
trúar íbúanna í Suður-Arabíu,
sem Aden er Viuti af.
NLF (Þjóðfrelsisfylkingini vildi
aftur á móti aðeins þriggja daga
allsherjarverkfall, en FI.OSY
(Frelsisfylkingin hins hernumda
Suður-Jemens, sem Egyptar
styðja') vildi sex daga verkfall.
Af þesum sökum varð áskorun
olíuverkamanna, hafnarverka-
manna og bankastarfsmanna í dag
tilefni nýrrar deilu milli stuðn
ingsmanna samtakanna, sem hafa
átt í hörðum götubardögum í Ad
en síðustu daga.
Nokkrir verkamenn hófu aftur
vinnu strax í dag, og þótt enn
væri nokkrum sprengjum varpað
að brezkum hermönnum og skot
vopnum beitt virðist barátta þjóð
ernissinna vera að fjara út. Alls
hafa fimm Arabar beðið bana síð
an óeirðirnar hófust á sunnudag-
inn. 31 hefur særzt, þar af 13
brezkir hermenn.
□ Enn kom til harðra átaka í
dag milli brezkra hermanna og
þjóðernissinna í einni útborg Ad
en.
Lau'gardaginn 8. apríl opnar Gunn
ar Friðriksson sýningu á vatns-
litamyndum í Bogasal Þjóðminja-
safnsins. Á sýningunni verða um
þrjátíu og fimm myndir.
Gunnar Friðriksson er ættaður
frá Sauðárkróki, sonur hjónanna
Friðriks Júlíussonar og Fjólu Jóns
dóttur. Þetta er fyrfsta sýning
Gunnars, en hann hefur stundað
nám í Myndlistar- og handíðaskól-
anum og Myndlistarskólanum í R-
vík.
Sýningin veVður opin næstu
viku klukkan 2—10 eftir hádegi.
Líðan forseta
góð
Forseti íslands, herra Ásgeir Ás-
geirsson var skorinn upp í morg-
un á Bispebjerg sjúkrahúsi í Kaup
mannahöfn vegna blöðruhálskirt-
ils.
Uppskurðurinn, sem var fram-
kvæmdur af prófessor dr. med.
Christoffersen tókst vel og er líð-
an forseta eftir atvikum góð.
Segist vera saklaus
Nefmlin, sem undirbjó stjórnmálakynninguna: talið frá vinstri: Þórunn Valdemarsdóttir, Guðbjörg
Brynjólfsdóttir, Ólafur Þorsteinson, Lars Jakobsson, Sigurjón Ari Sigurjónsson, Sigurður Guðmundsson,
Sigurður Helgason, Gunnlaugur Gíslason, Jón ívarsson og Kristján Þorgeirsson.
NEW ORLEANS, 5. apríl (NTB-
Reuter) — Hinn 54 ára gamli
kaupsýslnmaður Clay Sliaw lýsti
því yfir að liann væri saklaus þeg-
ar liann kom fyrir rétt í New Or-
leans í dag, ákærður fyrir að hafa
af fúsum vilja tekið þátt í ólög-
legu samsæri um að myrða Kenne-
dy.
Shaw var handtekinn fyrir tveim-
ur mánuðum eftir að Jim Garri-
son ríkissaksóknari hafði hafið
rannsókn sína á morðinu. Garri-
son heldur því fram að Shaw hafi
haft samvinnu við Lee Harvey Os-
wald og David W. Ferrie, fyrrver-
andi flugmann sem fannst látinn
í íbúð sinni, um að myrða Kenne-
dy forseta.
Shaw, sem er eini samsæris-
maðurinn, sem er enn á lífi, brosti
og keðjureykti í réttarhöldunum,
sem tóku fimm mínútur. Edward
Hagerty dómari tók yfirlýsin'gu
Shaws um að ihann væri saklaus
gilda og gaf honum frest til 5.
maí til að gefa hugsanlegar yfir-
lýsingar í málinu. Síðan fá ákæru-
yfirvöld 30 daga frest til að svara
yfirlýsingum Shaws. Shaw var lát
inn laus gegn 10.000 dollara trygg
ingu.
Stórkviðdómur dæmir í máiinu
og hefur hann beðið þrjá menn,
þar af tvo sjónvarpsfréttamenn,
að bera vitni. Ekki er vitað hvers
konar upplýsingar kviðdómendur
vonast til að fá hjá þessum vitn-
um.
6. apríl 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3