Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 2
9. apríl 1967 • Sunnudags ALÞÝÐBLAÐIÐ z 1 1 í ■ l i TIL FERMINGAGJAFA TEPPAZ plötuspilarar af ýmsum gerðum. SONOLOR transistortæki. SJÓNVARP5 LQFTNET og efni fyrir REYKJAVÍK KEFLAVÍK SELFOSS fyrirliggjandi. SJÓNVARPSTÆKI OG STEREOSPILARAR I FJÖLBREYTTU ÚRVALI Radiönaust H.f. laugaveg 83, Reykjavík Sími 13525 4 i £ r t Állar nýjustu gerðir af PIERPONT herra og dömuúrum GLÆSILEG FERMINGARGJÖF Sendum gegn póstkröfu HELGI GUÐMUNDSSON úrsmiður — Laugavegi 85 FRÁ ADALFUNDIFULLTRÚA- RÁDS SJÚMANNADAGSINS » Sunnudaginn 2. apríl hélt Full- jtrúaráð Sjómannadagsins í Rvík og Hafnarfirði aðalfund sinn. — Sátu fundinn 27 fulltrúar frá 12 félögum sjómanria í Reykjavík og Hafnarfirði. í upphafi fundar minntist formaðurinn Pétur Sig- urðsson þeirra, er fórust í hinum liörmulegu sjóslysum, er vélbát- arnir Svanur og Freyja fórust með allri áhöfn. í skýrslu formanns kom fram, að verið er að taka í notkun síðustu sambyggðu í- búðarálmuna að Hrafnistu. Hefur byggingartími hennar aðeins ver- ið 10—12 mánuðir og byggingar- kostnaður um 15 milljónir króna. Eftirspurn hefur verið svo mikii eftir vist að Hrafnistu, að þýðingarlaust er að senda inn frekari umsóknir á næstunni t. d. má benda á,' að forráðamenn heimilisins telja, að þrátt fyrir þessa nýju viðbót verði aðeins hægt að uppfylla lítinn hluta þeirra umsókna, sem fyrir liggja. Sérstakar þakkir voru bornar fram til stjórnar Lífeyrissjóðs togarasjómanna og undirmanna á farskipum, sem hefur veitt sér- staka fyrirgreiðslu með lán til Framliald á bl. 14. Á skemmtuninni á sunnudaginn verða þessi handmáluðu föt frá verzluninni Kirkjumunir sýnd. Sýningarstúlkurnar heita Svala Ingv arsdóttir og Helga Ásmundsdóttir, en fötin bera heitiö Rós og Lilja, Tízkusýning hjá soroptimistum Fimmtudaginn 13. apríl gengst Soroptimistklúbbur Reykjavíkur fyrir fjáröflunarskemmtun í Súlna salnum að Hótel Sögu og hef.st hún kl. 20.30. Allur ágóði af skemmtun þess- ari rennur í „Styrktarsjóð“ klúbbs ins, en tilgangur hans er að veita námsstyrki eða námslán til drengja, sem hafa dvalizt á vist- heimili drengja í Breiðuvík pða íhliðstæðri stofnun, svo og tii annarra drengja, er líkt stendur á um. Einnig hefur sjóðurinn veitt fé til drengs, er þurfti að fara til Bandaríkjanna til hjartaupp- skurðar, en allur ágóði af skemmt- un klúbbsips í fyrra rann til þess. Þetta er þriðja fjáröflunarskemmt- un klúbbsins, og hefur undirbún- ingur skemmtunarinnar verið mjög vandaður. Mörg skemmtiat- riði verða og má nefna að söngv- arar úr hinum nýstofnaða óperu flokki syngja óperudúetta. Söngv- ararnir eru Þuríður Pálsdóttir, Guðrún Á. Simonar, Sigurveig Hjaltested, Magnús Jónsson og Kristinn Hallsson. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Gerður Hjörleifsdóttir leikkona les upp, fjölbreytt tízkusýning verður og verður þar sýndur fatnaður frá -sex fyrirtækjum í Reykjavík, — Kjólaverzluninni Elsu, Guðrúnar- búð, Herradeild PÓ, Hattabúö Soffíu Pálma, Verzluninni Víf og batik-kjólar verða sýndir frá Sig- rúnu Jónsdóttur. Kynnir á skemmt uninni verður Jón Múli Árnason og flj'tur hann einnig ávarp. Einn- ig verður skyndihappdrætti með glæsilegum vinningum. Húsið verffur opið fyrir matargesti frá kl. 19,00 og hefst dagskráin um 20,30. D^nsað verður til kl. 1 e. m., en hljómsveit hússins leik- ur fyrir dansi. Soroptimista hreyfingin var stofnuð í Ameríku 1921 og er al- þjóðafélagsskapur með nær 50 þúsund meðlimum í um 75 lönd- um. Stefnuskrá félagsskaparins er margþætt, en á henni er aðallega Framhald á bl. 14. íslenzk Viet- namnefnd sett upp í vikunni Stofnfundur „Hinnar íslenzku Víetnamnefndar” verður í Sigtúni 12. apríl kl. 20,30. Félögin, sem stóðu að ráðstefn- unni um Víetnam dagana 25.— 26. febrúar sl. hafa nú ákveðið að stofnfundur „Hinnar íslenzku Vietnamnefndar” skuli haldinn miðvikudaginn 12. apríl nk. — Verður fundurinn haldinn í sam- komuhúsinu Sigtúni og hefst kl. 20,30. Dagskrá fundarins verður í stórum dráttum á þá leið, að fyrst verður gengið formlega frá stofnun nefndarinnar og kjörin stjórn, en síðan verða flutt ávörp og munu þá m. a. fulltrúar stofn- félaganna taka til máls. Dagskrá- in verður auglýst nánar í blöðun- um næstu daga, þegar hún er fullfrágengin. Öllum er heimilt að taka þátt í fundinum. Send verða skrifleg fundarboð til þeiri’a, sem rituðu sig á lista á Víetnamráðstefnunni en stofnfélögin hvetja alla, sem hyggjast ganga í „Hlna íslenzku Víetnamnefnd” til að fjölmenna á fundinn. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.