Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 3
9. apríl 1967 ■ Sunnudags ALÞÝÐBLAÐIÐ 3 Nýjar reglur um nafnskírteini OKKAR A MILLISAGT DEILUR SJÁLFSTÆÐISMANNA á Vestfjörðum halda áfram a£ fullum krafti óleystar. . . Þorvaldur Garðar Kristjánsson lætur menn sína safna undirskriftum í gríð og ergju, en vinnur að !því að fá kjördæmisráðið kallað saman aftur til að ganga frá foramboðs listanum. . . Aðeins fjórir efstu menn eru komnir á listann, eins og hann var birtur í Morgunblaðinu. 3. marz sl. var gefin út ný reglu- gerð um útgáfu og notkun nafn- skírteina og hafa nú verið gerðar allvíðtækar breytingar á tilhögun skírteinanna í þeim tilgangi að liamla gegn misnotkun þeirra, seg- ir í frétt frá Hagstofu íslands. í nýju reglugerðinni er m. a. ákveðið að mynd skuli framvegis vera á nafnskírteinum einstakl- inga á aldrinum 12—25 ára og fá þeir ekki afhent skírteini, nema þeir leggi fram mynd til áfest- ingar. Þessi myndskylda kemur strax til framkvæmda í Reykja- vík og nágrenni, en annars staðar ákveður lögreglustjóri hvenær hún komi til framkvæmda. Þessi mynd skylda tekur þó aðeins til nýrra skírteina, sem útgefin eru. Sam- hliða því að myndskylda er tekin upp hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir til að tryggja að mynd ir séu raunverulega af þeim, sem gefið er upp, og verða allar mynd- ir að berast lögreglustjórum eða Hagstofu í lokuðu umslagi og vera vottfestar af þar til bærum aðilum, skólastjórum, ef um skóla nemendur er að ræða. Þá mun Hagstofan ein framvegis gefa út skirteini í stað glataðra og skemmdra skírteina og gildir myndskyldan einnig um þau. Ráðstafanir hafa einnig verið gerðar til að koma í veg fyrir, að ártali sé breytt eða skipt um mynd á nafnskírteini í fölsunarskyni. Framvegis verður fæðingarár skír- teinishafa þrykkt með stórum rauð um stöfum á öll nýútgefin skír- teini og gerður liefur verið sér- stakur stimpill er settur skal á brún myndar á skírteinunum. Hins vegar þarf önnur ráð til að taka fyrir notkun þeirra falsaðra nafn- skírteina, sem þegar eru í umferð, og er nú í athugun, hvað gert skuli til úrbóta í því efni. Árlega eru gefin út skírteini til allra 12 ára barna, og verða skír- teini ársins 1967 afhent á næst- unni í Reykjavík og nágrenni, en síðar annars staðar á landinu. — Tala barna fæddra 1955, sem nú fá nafnskírteini er um 4.400 og ennfremur fá nú nafnskírteini um 450 aðrir, sem voru nýskráðir hér á landi v'ið manntalið 1. des. 1966. ! I Atökin í Alþýðubandalaginu sýna vel, að það er saman- sett af gerólíkum hópum manna, sem mundu aldrci eiga sam leið um neitt, ef ekki væri von í sætum í borgarstjórn eða á þingi. . . Raunveruleg áhrif þessa bandalags í íslenzkum stjórnmálum hafa líka verið svo til engin Deilurnar f Rcykjavík hjá þeim snúast nú um Magnús Kjartansson og Jón Hannibalsson, sem sumir vilja að verði saman efstir á lista. . . Þessir menn eru svo ólíkir og hafa deilt svo havka lega, að þetta er eins og að setja ætti Jóhann Ilaístein og Ólaf Ragnar Grímsson á sama lista. ORATOR, félag laganema við Háskólann, mun standa að sjón varpsþætti, þar sem mál verður tekið fyrir rétt, að því er segii’ í tímariti félagsins, Úlfljóti. . . Magnús Þ. Torfason prófessor veríiur laganemum til aðstoðar svo og Halldór Þorbjörnsson. . . Formaður sjónvarpsnefndar Orators er Þórður Ásgeirsson. MIKIÐ er nú að gera á Alþingi og meira að segja lialdnir funkir á föstudögum og laugardögum. . . Standa vonir til að ljúka þ|ng inu fyrir fyrsta sumardag, enda hefst þá Landsfundur Sjálfstæþis manna. . Eldhúsdagsumræður verða í þessari viku og munu alþlng ismenn tala í átta klukkustundir samfleytt tvö kvöld. . . Samið fief ur verið frumvarp um að hætta þessari vitleysu og skera umræour niður í skaplega lengd, sem fólk gæti hlustað á, en frumvarpinu ýar frestað. . . Þó eru horfur á að ræður verði styttri fyrir kosningaráar og stafar það af áhrifum sjónvarpsins. EFTIRTALDIR MENN hafa verið skipaðir í Þjóðhátíðárnefnd af hálfu Reykjavíkurborgar: Valgarð Briem framkvæmdastjóri, Ellert Schram skrifstofustjóri, Böðvar Pétursson verzlunarmaður, og Jó- hann Möller tannlæknir. Ennfremur hefur verið óskað eftir því að Fþróttabandalag Reykjavíkur og Skátasamband Reykjavíkur tilnefni menn í nefndina með sama hætti og verið hefur. ísland - Svíþjóð í kvöldogannaðkvöSd íslendingar og Svíar þreyta landsleiki í handknattleik í kvöld og annað kvöld í íþróttahöliinni í Laugardal. Báðir leikirnir hefj- ast kl. 20,15. Þjóðirnar hafa háð fjóra lands- leiki í handknattleik til þessa. Fyrsti leikurinn var háður í Lundi og lauk með sigri Svía 15 mörk gegn 7. Þetta var jafnframt fyrsti landsleikur íslands í handknatt- leik. Næst léku þjóðirnar í Borás 1959 og enn sigruðu Svíar og nú með 29 mörkum gegn 16. Þriðji landsleikurinn fór fram í sam- bandi við heimsmeistarakeppnina í Vestur-Þýzkalandi 1961 og var háður í Essen. Svíar sigruðu með 18 mörkum gegn 10. Þá er komið að fjórða leiknum, en hann vákti jafnframt mesta athygli. ísland vann Svíþjóð í HM 1964 með 12 mörkum gegn 10. Leikurinn fór fram í Bratislava, Tékkóslóvakíu. Leikirnir í kvöld og annað kvöld verða vafalaust hinir skemmti- legustu, Svíar eru mjöig sterkir í handknattleik og það er íslend- ingar einnig. íslenzka liðið hef- ur æft vel fyrir þennan leik. Íþróttasíðan leitaði álits nokk- urra sérfræðinga um 'álit þeirra á leikjunum og sænska landslið- iriu, koma svör þeirra hér á eftir. ★ Valgeir Ársælsson: Þetta sænska lið er tiltölulega ungt, Svíar hafa lagt áherzlu á að yngja liðið upp á þessu keppn- istímabili. Liðið skipa nokkrir leikmenn, sem bezt hafa staðið sig á Unglingamótum Norðurlanda undanfarin ár og eru íslenzkum handknattleiksmönnum . að góðu Framhald á 14. síðu íslenzka landsliðið á rabbfundi sl. föstudag með stjórnarmönnum syni, sem situr fyrir enda borðsins. Sumarbúðir og skóli í Krísuvík Iívík, SJÓ. | eiga við hegðunarvandkvæði að Ákveðið hefur verið að reisa stríða. Verður þessi skóli starf- skóla fyrir börn í Krísuvík, sem j andi yfir veturinn, en einnig er ♦ ákveðið að reisa sumarbúðir fyrir unglinga á sama stað, sem verða starfræktar sumartímann. Er upphaf þessa máls, að sum- arbúðanefnd Þjóðlkirkjunnar í Kjalarnesprófestsdæmi hafði hug á að koma upp sumarbúðum fyrir vandræðabörn í stórum stíl, Braigi Friðriksson, fyrrv., framkvæmda- stjóri sumarbúðanefndarinnar hafði samráð um þetta mál Við forráðamenn samtaka sveitarfé- laganna í Reykjaneskjördæminu, og kom þá í ljós; að brýn þörf væri á því að koma upp skóla fyrir börn, sem ættu við hegðun- arvandkvæði að stríða. Þetta var fyrir þrem, fjórum, árum, en um líkt leyti setti menntamálaráð- herra nefnd; til að kanna þörfina á því, að reistur yrði slíkur skóli. Var þá samþykkt, að öll sveit- arfélögin í Reykjaneskjördæminu tækju þátt í byggingu slíks skóla og á aðalfundi samtaka sveitarfé- iaganna fyrir stuttu var ákveðið að reisa þennan skóla. Á aðal- fundi var kjörin skólanefnd fyrir HSÍ os „einvaldinum“ Sigurði Jóns Krísuvíkurskólann, sem svo er kallaður, og eiga sæti í henni Karl Guðjónsson fræðslufulltijúi. Kópavogi, Helgi Jónasson yfir- kennari, Hafnarfirði og Ragnjar Guðleifsson bæjarfulltrúi, Keila- vík. Til vara eru Reynir Gu 3- steinsson skólastjóri, Vestmapna eyjum, Einar Kr. Einarsson skóla stjóri, Grindavík, og sr. Bjailni Siigurðsson, Mosfelli. Auk þeirra eiga þeir sr. Ásgeir Ingibergsson Framhald á 14. ísðu. Flugvél hrapaði í Seoul, 47 farast SEOUL, 8. apríl (NTB-AFP) - Að minnsta kosti 47 manns biðu bana I morgun þegar suður-kór- esk lierflugvél með 11 mönnuni um borð hrapaði á þéttbýlt fá- tækrahverfi Seoul. Auk þeirra 11 manna, sem voru um borð í flugvélinni, biðu að minnsta kosti 36 manns bana þeg ar hús hrundu eftir flugslysið. Margir aðrir voru fluttir á sjúkra hús með lífsihættuleg brunasár. Flugvélin bilaði skömmu eftir flugtak frá nálægum flugvelli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.