Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 16
f UtHStUcClUjS Hiólhýsi og grunnurinn góði Frétta- yfirlit vikunnar Það cr Bennilega helzt að frét a af menningarmálum síðustu viku, að all ir þeir mörgu, ó- krýndu spekingar sem sjálfviljugir hafa tekið að sér að bera menningu þjóðarinnar á bak inu (sumir vildu kannski skjóta liér inn í, að hún væri nú eins og bögglað roð fyrir brjóstinu lá sumum þeirra) hafa setið við að lesa Skáldaspjall Lax,- ness. Nú má maður ekki lengur segja Kiljan, af því að einhverjir bannsettir búandkarlar norður í landi kölluðu skáldið því nafni um leið og þeir vísuðu honum á dyr. Sem betur fer er varla hægt að segja að lestur bókarinnar hafi verið þung raun fyrir speking- ana, því að hún er lítil að vöxt- um, aðeins rúmar toundrað síður og auk þess sett með stóru og Jgleiðu letri, sennilega til þess að hún sé jafnaðgengileg fyrir börn sem fullorðna. Það þótti okkur skemmtilegast við lestur Skíálda- spjalls, þegar höfundur rekur raunir sínar og lýsir á dramatísk- an hátt hversu þjóðin mat hann lítils, áður en upphefð hans kom að utan. Hann segir, að hinir einu, sem hafi hampað honum, hafi ver- ir blessaðir kommarnir, en það Ég sé ekki betur en að það sé eingöngu fólk, sem hefur ráð á að borga vexti, sem losnar við það. . . 1. Sá spaki segir... Það er ekki um ann að talað í bænum þessa dagana en þetta blessaða þjóðarhús. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort það verða „Ó. þér unglingafjöld“ eða „ís lands fullorðnu synir“ sem hafa munu gagn af þessu gímaldi. . . hafi ekki verið af því að þeir væru svo hrifnir af því „dóti“ sem hann setti saman, heldur af því, að þeir héldu, að hann væri jafn einlægur Stalínisti og þeir. Einhverju sinni sagði Kristján Albertsson í greinarkorni, að sá timi kæmi, að Halldór Kiljan Lax ness mundi hafa sömu skoðanir á pólitík og hann. Það er ekki fjarri lagi, að þessi spá Kristjáns Albertssonar hafi rætzt. Það ber semsagt ekki allt upp á sama dag- inn, jafnt hjá Nóbelsskáldum sem öðrum. Öllu merkilegra tillegg til menn ingarinnar var þó greinargerð þjóðhátíðarnefndar, sem birt var í vikunni og vakti mikla athygli. Hugmyndin um byggingu þjóðar- húss á Þingvöllum er að sj'álf- sögðu geníöl, eins og drepið var á hér á baksíðunni í gær, en okkur langar til að bæta ofur- litlu við: Það er ýmislegt fleira en fram hefur komið, sem styð- ur hugmyndina um að svona hús verði reist á Þingvöllum. Skulu hér nefnd tvö atriði: Hið fyrra er hagfræðilegs eðlis og gerir því skóna, að þjóðhýsið verði hjól- hýsi, svo að aka megi því til Þingvalla og frá eftir þörfum. Þannig mætti aka því til Þingvalla og setja hæstvirt Alþingi þar, en síðan gætu þingmenn haft húsið með sér suður og notað það und- ir störf einhverra nefndanefnda. Við erum sannfærðir um að lia'g- ræðingarfræðingar ríkisins mundu samþykkja þessa tillögu þegar í stað, en hins vegar er hætt við að snobbunum þyki þetta ekki nógu fínt, kannski af því að er- Húsnæðisleysi Það kvað vera hörgull á húsnæði í henni Reykjavík, og aldrei hefur þekkzt í okkar sögu okurleiga slík. Eru þess nokkur einustu takmörk, hve örlögin reynast grimm? Ég átti kost á kjallaraholu í Kaupmangsstræti fimm. Hún kostaði raunar ósköpin öll, sem enginn vita má, en þar sem ég átti eilítinn króga var úti draumur sá. Þegar reist verður þjóðarhúsið á Þingvöllum, vinur snar, ætli ég fá‘ ekki ódýra og góða íbúð á leigu þar? DANÍEL DJÁKNI. lendis búa fátæklingar í aflóga hjólhýsum. Þess vegna verður því síðara atriðið ef til vill notadrýgra en það hljóðar svo: Þingvöllur er sérstaklega heppilegur staður undir þjóðhús, ekki vegna helgi staðarins, heldur vegna þess, a' þar stendur igrunnur að gömul hugsjónahúsi, og hefur staðið þar í um tuttugu ár. Þetta er grunn- ur Norrænu hallarinnar sálugu; veggir kjallarans eru að vísu orðnir mosagrónir og fuglar him- ins verpa í rúðulausum gluggun- um, én hvað um það. Væri ekki þjóðráð að þjóðhátíðarnefndinni væri gefið leyfi til þess að kaupa þennan grunn af Guðlaugi Rós- inkranz, oig síðan yrði þjóðarhús- ið góða reist á þeim traustu stoð um, sem þarna eru fyrir og eng- um til gagns. Þetta gæti orðið til þess, að Guðlaugur fengi svo- litla peningafúlgu í aðra hönd og gæti því byrjað fyrr á kvik- myndun Njálu. Kannski gæti hann þá lokið henni fyrir árið 1974? Skopmynd Það hefur mikið verið um bylting ar í Afríku að und anförnu, en víðast hvar hafa einhvers komar þingræðis stjórnir farið þar með völd fyrir bylt ingarnar. Það er nefnilega eins og herforinginn er lát inn segja á þessari mynd: —Ef aldrei væri kosið, hvern ig vissum við þ&, hverjum við sett• um að steypa af stóli?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.