Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 14
14 9. apríl 1967 • Sunnudags ALÞÝÐBLAÐIEJ Feguröarkeppni Framhald af 6. síðu. Margt fleira var á dagskrá þess iarar fegurðarsamkeppni, svo sem cins og keppni milli bítlahljóm- eveitanna vinsælu Hljóma og Tox- ie, en úrslitin verða kunngjörð eftir nokkra daga. Þá kom einnig fram unglinga- feljómsveitin Pops, Þuríður Sig- ■urðardóttir isöng nokkur lög. Þá fór fram tízkusýning á fötum frá Karnabæ, dansflokkur sýndi list ir sínar, itveir ungir trompetleik- «rar léku með Hljómum og einnig fcomu fram tvær systur, sem sungu nokkur iög. Fór skemmtun þessi í alla staði vel fram og bar mjög lítið á ólát- um meðal áhorfenda, þrátt fyrir tmikinn (hávaða hjá hljómsveitun- um. Kynnir var Svavar Gests. fsland - Svíþjóö Framhald af bls. 3. (kunnir. Einniig skipa liðið þaul- ■reyndir leikmenn, svo sem Lind- tblom í markinu með 92 landsleiki en hann var í mörg ár talinn einn toezti markvörður iheims, og Kámp endahl. með 84 landsleiki. Sænska (iandsliðið er mjög vel samæft og dvaldi í æfingabúðum um síðustu helgi. Svíarnir taka leikina, ‘hér tmjög alvarlega, þeir eru ekki bún- ir að gleyma Bratislava 1964 og bera virðingu fyrir íslenzkum feandknattleik. Leikirnir verða jafnir, en ég er á þeirri skoðun, að Svíar sigri með litlum mtH. ★ Sigurður Jónsson, „einvaldur“. Ég hefi mikla trú á íslenzka liðinu og ef allir ná sínu bezta í leikjunum, er ekki útilokað, að ísland si'gri. En Svíarnir eru geysi lega sterkir, með þeim leika nú ungir menn á uppleið í íþrótt- inni, þeir eru ákafir og góðir leikmenn, sem geta komið á ó- vart 'ásamt hinum reyndari leik- mönnum sænska liðsins. Mín skoðun er sú, að leikurinn verði mjög jafn og úrslit óviss. ★ Ásbjörn Sigurjónsson: Ég hefi ekki séð sænska lands- liðið síðan í Bratislava 1964 og get því lítið sagt um lið Svía. Eitt veit ég, að Svíar eru og hafa ávallt verið í fremstu röð í hand- knattleik og það verður erfitt fyr- ir íslenzka liðið að sigra, en við vonum það bezta. AöaSfundur Framhald af 2. síðu. . þessara síðustu byggingarfram- kvæmda að Hrafnistu. Auk þess að sjá um uppbygg- ingu og rekstur Hrafnistu, reka samtökin Laugarásbíó og aðalum- boð Happdrættis D.A.S. Þá hafa þau hin síðari ár rek- ið sumardvalarheimili fyrir börn í heimavistarskólanum í Lauga- landi í Holtum. Næstu verkefni verða byggingar lítilla íbúða fyr- ir öldruð hjón á lóð Hrafnistu. í fundarlok fylgdi formaður úr hlaði nokkrum tillögum, sem stjórnin lagði fram. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins voru sendar sérstakar þakkir fyrir frábæran dugnað við fjársöfnun á sjómanna daginn til styrktar munaðarlaus- um og fátækum sjómannabörn- um og við störf tjl styrktar slysa- vörnum á sjó og landi. Þá var stjórninni heimilað að TÆPLEGA110 ÞUSUND MANNS Á KJÖRSKRÁ BLAÐINU hefur borizt skýrsla frá Hagstofunni um kjós- endafjölda við Alþingiskosningarnar í vor, og hefur kjósend• um samkvæmt henni fjölgað um nær tíu þúsund frá síðustu Alþingiskosningum. Fer skráin hér á landi eftir og birtist fyrst kjósendatalan mhia, en aftari talan táknar kjósendafjöldann 1963 í hverju kjördæmi fyrir sig. Beykjavík .................. 46.159 42.251 Reykjaneskjördæmi ............ 17.096 13.754 Vesturlandskjördæmi ........... 7.086 6.630 Vestfjarðakjördæmi ............ 5.579 5.540 Norðurlandskjördæmi vestra .. 5.731 5.769 Nor'ðurlandskjördæmi eystra .. 11.945 11.202 Austurlandskjördæmi ........... 6.168' 5.799 Suðurlandskjördæmi ............ 9.546 8.853 Allt landið .... 109.310 99.798 Ingólfs-Café BINGÓ í dag kl. 3. Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. — Borðpantanir í síma 12826. verja allt að eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónum til verð- launa í hugmyndasamkeppni um frágang og skreytingu lóðar Hrafnistu, en hún er samkvæmt loforði borgaryfirvaldanna 6 hekt arar að stærð. Þá samþykkti aðalfundurinn í tilefni 30 ára afmælis samtakanna á komandi vori að veita eitt hundrað þúsund krónur til starf- semi sjómannastofu á Seyðisfirði og á Raufarhöfn, enda beiti stjórnin sér fyrir því, að fjárfram- lög komi frá viðkomandi bæjar- og sveitarfélögum, eigendum verk smiðja og söltunarstöðva og fé- lagssamtökum útgerðarmanna og sjómanna. Úr stjórninni áttu að ganga þeir Kristens Sigurðsson ritari og Tómas Guðjónsson meðstjórn- andi. Voru þeir báðir endurkjörn- ir. Stjórnina skipa nú: Formaður Pétur Sigurðsson, gjaldkeri Guð- mundur H. Oddsson, ritari Krist- ens Sigurðson og meðstjórnend- Guðjónsson. ur Hilmar Jónsson og Tómas Sjómannadagurinn í ár verður sunnudaginn 28. maí næstk. og er það í 30. sinn, sem hann er hátíðlegur haldinn í Reykjavík. TRYGGING ER NAUÐSYN slysa- og ábyrgða- trygging eitt simtal og pér enjð tryggður ALMENNAR TRYGGINGAR " PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SfMI 17700 Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja Alþýð ublaðsins Sumarbúðir Framhald af 3. síðu. og Stefán Júlíusson rith. sæti í nefndinni, tilnefndir af sumar- búðanefnd Þjóðkirkjunnar í Kjal- arnesprófastdæmi. Fengizt hefur framlag frá rík- issjóði og samkv. lögum á rikið að greiða % af kostnaðarverði, en sveitarfélögin leggja til það sem á vantar. Heildarkostnaður við byggingu skólans faefur ver- ið áætlaður 12 millj. kr. o)g er þegar byrjað á grunninum, en Jón Haraldsson, arkitekt, sá um teikn ingu á skólanum, sem á að rúma 30 nemendur. Sveitarfélögin sjá um byggingu skólans, en sumarbúðanefnd Þjóð kirkjunnar sér um byggingu sum- arbúðanna. Tískusýning Framhald af 2. síðu. hjálpar- og líknarstarfsemi, aðal- lega flóttamannahjálp. Auk þess hefur svo hver klúbbur innan fé- lagsskaparins sérstakt verkefni í hjálparstarfsemi og soroptimist- systur hér hafa eins og áður segir valið sér það verkefni að hjálpa drengjunum í Breiðuvík. Erindi um tryggingamál Þriðjudaginn 11. apríl 1967 kl. 17,15 flytur Benedikt Sigurjóns- son, hrd. annan fyrirlestur sinn í crindaflokknum um ÁBYRGÐ FARMFLYTJENDA, í Áttliaga- salnum að Hótel Sögu. ÍSLENDINGAR eru meðal 24 þjóða, sem Bandaríkin faafa veitt .sérstök hlunnindi í öflun land- vistarleyfi í hvert sinn, sem ferða þess að þurfa að fá amerískt land- vistarelyfi í fevert sinn, sem ferða menn koma til Bandaríkjanna geta þeir framvegis fengið eitt leyfi, sem síðar gildir án endurnýjunar til æviloka. Bandaríkin taka upp þetta kerfi til þess að koma til móts við þær þjóðir, sem ekki krefjast landvistarleyfa (visas) a£ amerískum þegnum. Auglýsið í Alþýðublaðinu Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar SVEINBJÖRN PÁLMASON Hringbraut 80, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirð' þriðjudaginn 11. apríl kl. 2 Blóm eru afþökkuð, þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. 1 ÁSDÍS RAGNA VALDIMARSDÓTTIR og börn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.