Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 6
9. apríl 1967 - Sunnudags ALÞÝÐBLAÐIÐ Sl. íöstudagskvöld var í Aust- urbæjarbíói kosin fegur'ðardrottn ing ungu kynslóðarinnar 1967. 15 — 17 ára, ag ihlaut þann titil ungfrú Kristín Waage, en hún er 16 ára að aldri. Að launum hlýt- ur hún flugferð til Englands'. Annað sætið féll í skaut Ásu Sigurðardóttur og fær hún í verð laun plötuspilara, en í þriðja sæt- inu hafnaði Kolbrún Sveinsdóttir og feer hún gullúr að launum. Að þessari fegurðarsamkeppni Btóðu Karnabær og Vikan, en slík keppni er alveg ný af nálinni. Siguröur Hreiðár, ritstjóri Vik- unnar, hafð'i orð fyrir dómnefnd- inni og kvað það hafa verið mjög erfitt að velja á milli stúlknanna. Meðlimir lir hljómsveitunum Hljómum og Toxic færðu stúlk- unum blómvendi, en Valgerður Dan, leikkona, krýndi fegurðar drottninguna. Þessi fegurðarsam- keppni var ekki eingöngu miðuð við útlit, heldur og persónuleika og hæfileika. Sýndu stúlkurnar þarna hæfni sína með söng, dansi, kvæðalestri og látbragðsleik. Framhald á 14. síðu. MYNDIR: Á efstu myndinni til hægri sjáum við fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Kristínu Waage. Á efstu myndinni til vinstri eru þrjár þær efstu samankomnar: Ásta Sigurðardóttir, sem varð nr. 2, Kristín Waage og Kolbrún Sveinsdóttir, sem varð nr. 3. Á myndinni þar fyrir neð an isést Kristín Waage ásamt foreldrum sínum og loks kemur svo mynd áf öllum þátttakendunum sex. Þær eru talið frá vinstri: Ásta SigBrðardóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Helga Ingibjörg Möller, Krist ín Waage, Helga Garðarsdóttir og Hjördís Gissurardóttir. ? f&tæS&R-- ..... -v ^ , -s&S^ 'J‘rm ■■ e&M ■ in í í 4 má ÉbS& mmm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.