Alþýðublaðið - 19.04.1967, Side 2

Alþýðublaðið - 19.04.1967, Side 2
- n n ______________________M - J Vorið er fegursti tími ársins í Evrópu; náttúran vaknar af dvala og allt iðar af lífi og fjöri. Þá hefst tími ferða- laganna og Flugfélag íslands býður yður sérstakan afslgtt af flugfargjöld- um til 16 stórborga í Evrópu. Vorfar- gjöld Flugfélagsins eru 25% lægri en venjuleg fargjöld á sömu flugleiðum og gilda á tímabilinu 15. marz til 15. maí. Flugfélagið og IATA ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar og fyrirgreiðslu. JFLUGFÉLAC jgy/ 130 5S Tímamót I íslenzkum flugmálum j j MÓNU8TA J 1937 0/1007 AlþjóSasarnvinna um flugmál FLUGFÉLAC ÍSLANDS £ 19. apríl 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ Útiskemmtanlr á þrem stiðnm Eins og venjulega á sumardag- inn fyrsta mun Barnavinafélagið Sumargjöf standa fyrir fjölbreytt- um skemmtunum fyrir börnin. Úti skemmtanir verða á þremur stöð- um í borginni, í Lækjargötu og koma þangað skrúðgöngur barna frá Austurbæjarskólanum og Mela skólanum, við Hrafnistu og koma þangað skrúðigöngur barna frá Laugarnes- og Langholtsskólan- um, og í þriðja lagi við Réttarholts skóla og kemur þangað skrúð- ganga barna frá Hvassaleitisskóla. Forsvarsmenn Sumargjafar skýrðu frá þessu á fundi með blaðamönnum í gær og einnig með Bjarka Elíassyni, yfirlögreglu- Nýtt hefti af Eimreiðinni Tvö látin skáld eru aðal-við- fangsefni Eimreiðarinnar í nýút- komnu 1. hefti árangsins 1967. Séra Björn O. Björnsson skrifar um Davíð Stefánsson greinin Úr bréfum Davíðs Stefánssonar, nokk ur frumdrög til skýríngar, en séra Björn var maður nákunnug- ur Davíð í æsku. En tilefni grein- arinnar er einkum ritdómur í Morgunblaðinu um Sí'ðustu ljóð Davíðs eftir Erlend Jónsson. Þá skrifar dr. Richard Beck ýtarlega grein um skáldið Guttorm J. Gutt ormsson og yrkir auk þess eftir Guttorm, en hann lézt sem kunn ugt er í haust hátt á níræðisaldri. Af öðru efni Eimreiðarinnar má nefna áramótaávarp forseta ís- Iands, minningarræðu biskupsins yfir íslandi, séra Sigurbjarnar Einarssonar um séra Sigurð Ein- arsson og greín eftir ritstjórann, Ingóíf Kristjánsson um íslenzkt sjónvarp. Ljóð eru í ritinu eftir Þorgeir Sveinbjarnarson, Kristin Reyr og Sigurð Einarsson, en smá sögur eftir Ingólf Pálmason, Má Glúmsson og Selmu Lagerlöf í þýðingu Einars Guðmundssonar. þjóni, en allar skrúðgönigumar eru skipulagðar í samráði við lögregl- una. Á útiskemmtununum flytja prestar ávörp, þeir séra Árelíus Níelsson, séra ' Grímur' Grímsson og séra Ólafur Skúlason, lúðra- sveitir drengja leika vor- og sum- arlög undir stjórn Pauls P. Pam- pichler og Ómar Ragnarsson flyt- ur gamanþátt. Formaður Sumargjfaar,. Ásgeir Guðmundsson, sagði að nú hefði verið gerð sú breyting að hafa úti skemmtanir á þremur stöðum í borginni veigna þess, að margir foreldrar í úthverfum ættu erfitt með að koma með börn sín eða senda þau niður í miðborgina og því væri nauðsynlegt, er borgin væri orðin svo stór, að hafa úti- skemmtanir í úthverfunum. Inni- skemmtanir verða einnig með breyttu fyrirkomulagi, þannig að þær verða ekki aðeins í samkomu- húsum innan Hringbrautar, held- ur og í úthverfum, og munu börn í skólum bverfanna sjá um 'skemmtiaitriðin |(ar. Skemm/tan- irnar verða í Laugarásbíói og Réttarholtsskóla kl. 3. í Tjarnár- bæ verða skemmtanir kl. 3 og 5 og sér hljómlistarklúbburinn Létt ir tónar um þær og í Austurbæjar- bíói kl. 3, en nemendur Fóstru- Framhald á 13. síðu. Slapp vel Rvík, SJÓ í gærdag varð þriggja ára telpa rétt orðin undir bíl, sem ók á 60 km hraða. Gerðist þetta á Grens- ásveginum. Amerískur fólksbill ók suður götuna. Þrjú lítil börn stóðu við götuna, 7 ára drengur og tvær þriggja ára telpur. Allt í einu hljóp önnur telpan út á götuna, bíllinn snarhemlaði og skildi eft- ir sig 17 m löng hemlaför. Barnið slapp mjög vel, lenti á hægri hlið bifreiðarinnar og hlaut aðeins nokkrar skrámur á andliti. Var telpan fiutt á slysavarðstof- una. Ný nefnd tekur vö&din í Peking PEKING, 18. apríl (NTB-Reut- er) — Nýrri byltingafnefnd verð- ur komið á laggirnar í Peking, og á hún að stjórna allri mcmi- ingarbyltingarstarfsemi í höfuð- borginni, samkvæmt blaði rauðra varðliða. Borgin hefur verið að heita má stjórnlaus síðan Peng Chen borgarstjóri var setlur af fyrir tíu mánuðum. Hin nýja byltingarnefnd er skipuð 15 mönnum. Forseti henn- ar er Hsieh Fu-chih öryggismála- ráðherra en staðgengill hans Wu Ten, varaformaður kommúnista- flokksins í Peking, sem stjórnaði starfsemi flokksins í höfuðborg- inni um tíma, féll í ónáð en er nú aftur kominn til áhrifa. í Shanghai hefur byltingar- nefnd tekið við stjórninni. Nefnd- in var sett á fót í febrúar og hef- ur víðtæk völd. Ekki er ljóst hvert hlutverk byltingarnefndarinnar í Peking verður. Athygli vekur, að slagorð fjand- samleg Peng Chen hafa verið þveg in af veggjum húss hans og stórt spjald með tilvitnunum í rit Ma- os hentg upp í staðinn. Húsvegg- ir í Peking hafa marga' undan- farna daga verið prýdd slagorðum til stuðnings nýju nefndinni.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.