Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.04.1967, Blaðsíða 6
 DAGSTUND .... i i n ■ i ■■rTTimrrir-rnrr—i-n-"**-r*~~**“—“t“ + Upplýsingar um læknaþjónustu í borginni gefnar í símsvara Lækna- félags Reykjavíkur. Síminn er 18888. ir Slysavarðstofan í Heilsuverndar- stöðinni. Opin allan sólarhringinn - aðeins mótttaka slasaðra. - Sími 2-12-30. ir Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5 síð degis til 8 að morgni. Auk þess alla helgidaga. Sími 21230. Neyðarvaktin svarar aðeins á virkum dögum frá kl. 9 til 5. Sími 11510. ir Lyfjabúðir. Kvöidvarzla í lyfjabúð- um í Reykjavík vikuna 8. apríl-15. apríl er 1 Reykjavíkurapóteki og Vest- uí tuejarapóteki. OTVARP MIBVIKUDAGUR 19. APRÍL Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum. Valgerður Dan les söguna „Syst umar í Grænadal". 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19.35 Fermingarbarnið. Séra Árelíus Níelsson ílytur erindi. 20.00 íslenzk,tónlist. a) Þrjú lög fyr ir fiðlu og píanó eftir Sigfús Einarsson. Þorvaldur Stein- grímsson og Fritz Weisshappel leika. b) Fjögur lög eftir Bjarna Böðvarsson. Sólveig Hjaltested syngur við undirleik Fritz Weiss ! VÍSDÓMUR | — Bágur er búskapur, böl | | er hjúskapur, illt er einlífi, i H og að öllu er nokkuð. § ísl. málsh. \ happels. c) Tokkata fyrir orgel eftir Hallgrím Helgason. Páll Kr. Pálsson leikur. 20.30 Skytturnar. 21.30 „Gaudeamus igituríf. Dagskrá háskólastúdenta síðasta vetrar- dag. Brugðið upp svipmyndum úr sögu og starfsemi Stúdenta- félags háskólans, talað um stúd entastofnunina, hótelrekstur stúdenta og fleira. Stúdentakór- inn syngur. Umsjármenn dag- skrárinnar: Kristinn Jóhannes- son, Brynjólfur Sæmundsson og Júlíus Sæberg Ólafsson. 22.30 Veðurfregnir. Djassþáttur. 23.30 Dagskrárlok. S JÓNVARP 0 FÖSTUDAGUR 21. APRÍL 20.00 Fréttir 20.30 Á öndverðum meiði Kappræðuþáttur í umsjá Gunn- ars G. Schram. 20.55 Flug 401 íslnzkar flugfreyjur í Ameríku- ferð. Kvikmyndun: Vilhjálmur Knudsen. Stjórn: Reynir Odds- son. 21.25 Dýrlingurinn Roger Moore í hlutverki Simon Templar. íslenzkur texti: Berg- ur Guðnason. 22.15 Jazz Kvintett Curtis Amy og Paul Bryant leikur. 22.402 Dagskrárlok SKIP Skipadeild SÍS. Arnarfell fer vænt anlega í dag frá Ábo til Helsinki og Hangö. Jökulfell fer væntanlega frá Reykjavík í dag til Þorlákshafnar. Dísarfell fór 17. apríl frá Fáskrúðs- firði til Dublin, Liverpool og Bridge- water. Litíafell er í Vestmannaeyj- um. Helgafell losar á Norðurlands- höfnum. Stapafell fer í dag frá Rott- crdam til íslands. Mælifell væntan- legt tii FáskrúðsfjarSar á morgun. Ruth Lindinger losar á Húnaflóahöfn- um. Haterhus fór í gær frá Reykja- vik til Homafjarðar. Anne Marina fór væntanlega frá Rotterdam í gær til Þorlákshafnar. ■fc Eimskipafélag ísiands. Bakkafoss fer frá Rotterdam í dag til Reykja- víkur. Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum 17. 4. til Cambridge, Norfolk og N.Y. Ðettifoss fór frá Seyðisfirði 16. 4. tii Ventspils. Fjallfoss fór frá Norðfirði 16. 4. til Lysekil og Gauta- borgar. Goðafoss fór frá Hamborg í gær til Reykjavíkur.' Gullfoss fór frá Reykjavik 15. 4. til Bremerhaven, Cuxhaven, Hamborgar og Kaupmanna hafnar. Lagarfoss fer væntanlega frá Tallin í dag til Helsingfors, Kotka og Ventspils. Mánafoss fór frá Reykjavík í gær til Keflavíkur. Reykjafoss fer frá Sas Van Gent í dag til Gauta- borgar og Reykjavíkur. Selfoss fer frá N.Y. á morgun til Reykjavíkur. Skógafoss fer frá Hamborg á morgun til Reykjavíkur. Tungufoss er vænt- anlegtu- til Reykjavíkur i dag frá Norfolk og N.Y. Askja fór frá Siglu- firði 15. 4. til Manchester, Brombor- ough, Itotterdam og Hamborgar. I V f S A 1 D A G S I N S = I-ífs mér óar ölduskrið, í er það nógur vandi, i þurfa að róa og þreyta vi'ð i § þorska á sjó og landi. Sveinn frá Eiivogum. i Rannö fór frá Keflavík 17. 4. til Ler- dal, Sandnes, Frederikstad, Halden og Oslo. Marietje Böhmer fer frá Hull á morgun til Reykjavíkur. Saggö fór frá Reykjavík 17. 4. til Akraness og Breiðafjarðarhafna. Seeadler fór frá Seyðisfirði 17. 4. til Antwerpen, Lon- don og Hull. Vinland kom til Reykja- víkur í gær frá Gdynia. Frisjenborg Castle er væntanlegt til Reykjavíkur í dag frá Kaupmannahöfn. Norstad fer væntanlega frá Gautaborg á morg un til Reykjavíkur. Atzmaut lestar 1 Hamborg í dag til Reykjavíkur. F L U G ★ Pan American þota er væntanleg frá N.Y. í fyrramáliö kl. 7.35. Fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.15. Þotan er væntauleg frá Kaup- mannahöfn og Glasgow annað kvöld kl. 19.20. Fer þaðan tii N.Y. annað kvöid kl. 20.00. ★ Flugfélag íslands hf. Millilanda- flug: Sólfaxi fer til Glasgow og Kaup mannahafnar kl. 8.00 í dag. Vélin er væntanleg aftur til Reykjavikur ki. 23.40 í kvöld. Snarfaxi kemur frá Vagar, Bergen og Kaupmannahöfn kl. 21.10 í -kvöld. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Fagurhólsmýrar,’ Horna fjarðar, ísafjaröar, Vestmannaeyja og Egilsstaða. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), Akureyrar (3 ferðir), Patreksfjarð- ar, Egilsstaða, Húsavíkur, ísafjarðar og Sauðárkróks. ★ Loftlciðir hf. Vilhjáimur Stefáns- son er væntanlegur frá N.Y. kl. 10.30. Heldur áfram til Luxemborgar kl. 11.30. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 2.15. Heldur áfram til N.Y. kl. 3.15. Guöríður Þorbjarnar- dóttir fer til Glasgow og Amsterdam kl. 11.15. Þorfinnur karlsefni er vænt anlegur frá Kaupmannahöfn, Gauta- borg og Oslo kl. 1.15. ÝMISLEGT Ferðafélag íslands fer gönguferð á Esju á sumardaginn fyrsta kl. 9.30 frá Austurvelli, farmiðar við bílana. ★ Langholtssöfnuður. Sumarfagnaður Bræðrafélags Langholtssafnaðar verð ur síðasta vetrardag í safnaðarheim- ilinu og hefst kl. 8. Ávörp, helgisýn- ing, skemmtiþáttur, söngur og margt fleira. Veitingar. Allir velkomnir með an húsrúm leyfir. Miðar afhentir í safnaðarheimilinu þriðjudag og mið- vikudag milli kl. 5 og 7 og við inn* ganginn. - Fundarstjórnin. Langholtssöfnuður. Sumarfagnaður verður á vegum Bræðrafélags Lang- holtssafnaðar síðasta vetrardag í safn aðarheimilinu og hefst kl. 8. Ávarp: Sr. Árelíus Níelsson. Söngur: kirkju- kórinn. Helgisýning: kirkjukórinn að- stoðar. Einsöngur: Sigurður Ólafsson með aðstoð Skúla Halldórssonar. Skemmtiþáttur: Aðalbjörg og Her- mann. Veitingar. Allir velkomnir með an húsrúm leyfir. Miðar afhentir í safnaðarheimilinu þriðjud. og miðv.- safnaðarheimilinu þriðjudag og mið- vikudag kl. 5-7 og við inngang- inn. Fundarstjórinn. -£• Fjáröflunarnefnd Hallveigarstaða heldur bazar í félagsheimilinu, Hall- veigarstöðum, Túngötu 14, fimmtu- daginn 20. apríl kl. 2.30. Félög og vel unnarar Hallveigarstaða eru vinsam- lega beðnir að koma gjöfum sínum að Túngötu 14 milli kl. 3 og 5 mið- vikudag og fimmtudag kl. 10-13. Tek- ið á móti kökum á sama tíma. IVI ESS U R Haínarfjaröarkirkja. Skátaguðs- þjónusta á Sumardaginn fyrsta kl. 11. Skáti flytur ræðu. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Sr. Garðar Þor- steinsson. 25. marz voru gefin sajnan í lijóna- band af séra Árelíusi Níelssyni ung- frú Jóna Benediktsdóttir og Brynjar Þormóðsson. Heimili þeirra er að Nökkvavogi 44. Nýja myndastofan, Laugavegi 43B. Sími 15-1-25, Rvík. KJÖÍ NOBI. Hafnarfjarðarbíó. Jap- önsk frá 1959. Leikstjóri: Kon Ichikawa. Ekkí líður svo árið að jap- dr.sk k /ikmynd fái ekki inni hjá einhverju kvikmyndahifeanna. Frá áramótum ‘65—‘66 hafa alls tvær japanskar kvikmyndir ver ið frurnsýndar hérlendis og er það vel. Japonsk kvikmyndalist býr yfir eigin þokka (afsakið orð iB), framandi öðrum kvikmynd uni. Það er ávallt eitthvert sér stakt andrúmsloft, sem hvílir yf ir japönskum kvikmyndum, magnað, og um leið hrollvekj andi raunsætt í hrjúfum veru- leika s:num. Þannig geta japan 1 i Skar kvikmyndir komið miklu [ r róti á hugi áhorfenda, sbr. Hara | kiri. Að éta mannakjöt. Hér er til umræðu mynd, er nefnist Nobi eftir Kon Ichikawa sem mörgum er kunnur frá því bann gerði hina eftirminnilegu og áhrifamiklu kvikmynd Olym píuleikar L Tokíó 1964. Nobi er aftur á móti mynd úr stríðinu; í senn hrollvekjandi og djöful lega.raunsæ. Þetta er sagan af skorts og líkamlegrar vanheilsu skorts og líkamlegrar vanhelsu er orðinn gagnslaus sem her maður og er því ráðlagt að fremja sjálfsmorð. En sjálfs- bjargarviðleitnin er of sterk; hann tekur þá ákvörðun að leita að sjúkrahúsi. Það er síð ar sprengt í loft upp, hann ráf ar meðal örkumla félaga sinna, yfir mýrar og leðju. Félagar hans falla hver é fætur öðrum ef þeir deyja ekki úr hunigri og ólæknandi sjúkleika, eru þeir brytjaðir niður af amerískum hermönnum. En hermaðurinn heldu áfram göngu sinni til fundar við vinveibtar manneskj ur: „Þar sem brennur þar er fólk“ eru lokaorð hans. Þetta er ein af þeim myndum sem ekki halda hrifni áhorfand ans föngnum, heldur verður á- horfandinn að hrífast af mynd inni, ef hann þá á annað borð nennir eitthvað að hugsa um ógnir stríðsins og hroðalegar af leiðingar miskunnarlausrar styrjaldar. Okkur er sýnd neyð japanskra .hermanna í síðari heimsstyrjöldinni á eynni Leyte sem er ein af Filippseyjum, og vonlausri baráttu þeirra við am eríska hergienn — og þó snýst baráttan fyrst og fremst um það að halda lífi. Ömurleiki og vos búð þessana langhrjáðu her- manna birtist í mörgum tákn rænum mýndum. Og neyðin er orðin algjor þegar þeir leggja sér til munns kjöt af félögum sínum. Ichikawa leggur talsverða á- herzlu á mörg smáatriði í mynd inni sem þó opinbera öll hið gegnumgangandi ,,tema‘“. Þann ig sjáum við í einni svipmynd aðframkomna hermenn, gang- andi leðjuna. Sprengjuflugvél flýgur yfir, þeir láta sig falla máttlaust til jarðar, upp standa nokkrir enn, en aðrir eru dauð ir. Við sjáum nærmynd af manni, sem fengið hefur nokk ur saltkorn til að svala þorst anum. Tár fellur niður kinnar hans af gleði. Deyjandi öldung ur réttlr fram höndina að her manninum og segir við hann; „Þti mátt borða hana, þegar ég er dóinn." Þannig kynnumst við neyð- japanskra hermanna í síðara stríði ömurleika þeirra vosbúð og yfirvofandi dauða, ef ekki af völdum amerískra hermanna, þá vegna örkumla og hungurs neyðar. Efnið er því all mjög fjarri okkur velmegunarfólki. Hvernig ættum við að setja okk ur inn í tilfinningar hermanns ins, sem skýtur samlöndu sína til bana, vegna ástæðulauss ótta hennar gagnvart honum. Nobi hlýtur að rumska við hverjum manni, sem eitthvað nennir að leggja það á sig, að hugsa um ógnir stríðsins — og sjaldan hefur neyð hermanna verið opinberuð á svo sterkan og raunsannan máta — ógnvekj andi hungursneyð af völdum styrjaldarbrjálæðisins. Sigrurffur Jón Ólafsson. \ \ (» (• (* (» (» \ «» \ «» \ \ «» «» c \ £ 19. apríl 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.