Alþýðublaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 20. apríl 1967 — 48. árg. 88. tbl. - VERÐ 7 KR.
ADENAUER
BONN, 19. apríl (NTB-DPA) -
Fyrsti kanzlari Vestur-Þýzkalands
dr. Konrad Adenauer lézt í dag
að heimili sínu í Rhöndorf skammt
frá Bonn, 91 árs að aldri. „DeJ
Alte“, eins og hann var jafnan
kaílaffur, hafði lcgið rúmfastur í
hrjár vikur og barizt viff dauðann
síffan um miffja síðustu viku, þeg-
ar Iíðan hans versnaði skyndilega.
Hann þjáffist af inflúenzu og bron
kitis. Hann andaffist kl. 12.21 að
íslenzkum tíma.
NEMENDUR RÖM-
LEGA 50 ÞÚSUND
Fjöldi nemenda í barnaskólum
á landinu skólaárið 1966—1967 er
alls 26967. í barnaskólum í Reykja
vík eru 10107 nemendur, í kaup-
stöðum 7994 samtals og í sýslum
8875. í k'eimangönguskólum og
heimanakstursskólum eru 6311,
lieimavistarskólum 2217 og í far-
skólum 347 börn. Í Reykjavík eru
flest börn í Breiðagerðisskóla eða
1092 og Melaskóla 1071- barn. Nem
endur í Reykjavík skiptast á 23
skóla og eru þar meðtaldir einka-
skólar oig. sérskólar.
Af kaupstöðunum eru flest
börn í bamaskólum Kópavogs-
Framhald á 14. síðu
Adenauer, sem var kanzlari á
árunum 1949 til 1963 og kallaður
var „patríarki þýzkra stjórnmála
eftir heimsstyrjöldina", hefur Oft
áður náð sér eftir alvarleg sjúk
dómstilfelli, og um tíma leit út
fyrir að hann mundi einnig sigr-
ast á síðasta sjúkdómi sínum. Að
minnsta kosti trúðu margir Vest-
ur-Þjóðverjar því statt og stöðugt
enda hafa landar hans margir
hverjir talið 'hann n'ánast ódauð-
legan.
Þjóðarsorg ríkir í Vestur-Þýzka
landi vegna fráfalls hins aldna
leiðtoga. Fréttin um andlát hans
barst eins o'g eldur i sinu um
landið, þegar útvarps- og sjón-
varpsstöðvar gerðu hlé á dag-
skrám sínum, aukablöð voru gef-
in út og fáni sambandslýðveldis-
ins var dreginn í hálfa stöng á
öllum opinberum byggingum hvar
vetna um landið. Einni klukku-
stund eftir dauða Adenauers konl
sambandsþingið saman til auka-
fundar til að minnast hins látna
leiðtoga. Meðan leiðtogar allra
flokka í Vestur-Þýzkalandi hylltu
Adenauer notaði austur-þýzka
fréttastofan tækifærið til að gera
heiftúðuga árás á hinn látna leið-
toga.
□ JOHNSON VIÐ ÚTFÖRINA
í Washington var frá því skýrt
Framhald á bl. 14.
Alfreð Gíslason
sig úr Alþýðubdndalaginu
ALFREÐ GISLASON alþing-
ismaður hefur sagt sig úr Al-
þýðubandalaginu. Afhenti
hann stjórn bandalagsins skrif
lega úrsögn sína í gær, sama
daginn sem Alþingi var §litið.
Alfreð sagði í gær við blað-
ið, að hann segði sig úr Al-
þýðubandalaginu vegna yfir-
gangs Sósíalistafélagsins innan
bandalagsins nú að undan-
fömu.
Alfreð Gíslason er annar höf
uðstofnandi Alþýðubandalags-
ins, því að það varð til fyrir
atbeina hans og Hannibals
Valdimarssonar eftir viðskiln-
Alfreff Gíslason
að þeirra við Alþýffuflokkinn
1956. Hefur Alfreð setið á Al-
þingi fyrir bandalagið þau 11
ár, sem liðin eru frá stofnun
þess.
Alfreð sagði í gær, að hann
væri á förum til útlanda og
mundi verða erlendis fram yf-
ir kosningar. Væri hann því
laus úr þessu öllu sanian.
Hannibal Valdimarsson held-
ur hins vegar fast við framboð
sitt á Vestfjörðum f.yrir hönd
Alþýðubandlagsins. Hann mun
ekki koma til Reykjavikur til
að taka þar við forustu liðs-
manna sinna í baráttunni víð
Sósíalistafélagið.
ÞINGROF
ENGáR
HANDHAFAR FORSETAVALDS
hafa ákveðið þingrof og kosning-
ar 11. júní nséstkomandi, þar eð
Alþingi hefur samþykkt breyt-
ingu á stjórnarskránni, en þá ber
þegar að rjiifa þing. Þetta til-
kynnti Gissur Bergsteinsson, for
seti Hæstaréttar, er hann sleit
Alþingi í gærdag. Birgir Finns-
son, forseti Sameinaðs þings,
stýrði síðasta fundi og minntist
margra, þingmanna, er nú draga
sig í hlé, um leið og hann þakk-
aði þingheimi og starfsliði þlngs-
ins, og óskaði þjóðinni heilla og
gleðilegs sumars. >:
Það vakti meginathygli við
þessi þingslit, að margir þjóðfræg
ir menn draga sig nú í hlé. Eru
horfur á, að rúmlega þriðjungur
Alþingis verði eftir kosningarn-
ar í vor aðrir menn en kosnir
voru síðast, 1963.
Ólafur Thors lézt á kjörtima-
bilinu. Fjórir þingmenn afsöhiðu
sér þingmennsku, þeir Gunnar
Thoroddsen, Guðmundur í. Guð-
mundsson, Einar Ingimundarson
og Davíð Ólafsson.
Nú munu níu þingmenn ekki
bjóða sig aftur fram til þings, en
þeir eru þessir. Alfreð Gíslason
(hefur setið 11 þing), Einar Ol-
geirsson (36 þing), Frtðjún Skarp-
héðinsson (11 þing), Halldór Ás-
Framhald á 14. síðu
Þessir sexmenningar eru meffal
þeirra, sem ná hverfa af þingi
fyrir fullt og allt. Þeu- eru, taJiff
frá vinstri: Alfreff Gíslason, HáJl-
dór Ásgrímsson, Sigurlíui' Óli Óla-
son, Hermann Jónassefi, Karl
Kristjánsson og Friffjón Skarp-
. héffinsson.