Alþýðublaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 3
KOSNINGAR A AL-
ÞINGI i GÆRDAG
ÝMSAR kosningar í nefndir
og stjórnir fóru fram í Samein
uðu þingi í gær. Þessir hlutu
kosningu:
Stjórn Byggingasjóðs
vcrkamanna:
Þorvaldur Garðar Krisjánsson
Gunnar Helgason
Eggert G. Þorsteinsson
Eysteinn Jónsson
Finnbogi R. Valdimarsson.
Varamenn:
Pétur Sigurðsson
FROST í DAG
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni má búast við að
sumardagiuinn fyrsti verði frem-
ur vetrarlegur. Er útlit fyrir frost
um allí land, þó misjafnlega mik-
ið.
í Reykjavík verður strekkings-
vindur og austanátt. Er spáð þurru
veðri og sólarglæta verður öðru
hvoru. Útlit, er fyrir nokkurra
stiga frost.
Um Norður- og Norðausturland
er búizt við meira frosti eða allt
upp í 8 stig. Úrkomulaust verður
um Suðaustur- og sunnanvert land
ið, en minna frost en fyrir norðan.
Er einnig búizt við hvassviðri
víðast hvar um landið.
Haraldur Böðvars-
son á Akranesi
lézt í gær
HARALDUR Böðvarsson útgerðar-
maður á Akranesi lézt í gær á
sjúkrahúsi þar í bæ, tæplega 78
ára að aldri. Hann var landskunn-
ur athafnamaður, sem hafði feng-
izt við verzlun, iðriað og ýms við-
skipti, en þó öðru fremur við út-
gerð og fiskvinnslu.
Haraldur fæddist á Akranesi
Framhald á 14. síðu
Ragnar Kjartansson
Björgvin Vilmundarson
Þráinn Valdimarsson
Björn Jónsson.
Endurskoðendur:
Bjarni Bachmann
Þórarinn Sigurðsson.
Orkuráð:
Ingólfur Jónsson
Magnús Jónsson
Bragi Sigurjónsson
Daníel Ágústínusson
Einar Olgeirsson.
Úthlutunarnefnd
listamannalauna:
Andrés Björnsson
Hjörleifur Kristmundsson
Magnús Þórðarson
Heigi Sæmundsson
Halldór Kristjánsson
Andrés Kristjánsson
Einar Laxness.
Bankaráð Landsbankans.
varamaður vegna andláts Stein-
gríms Stein'þórssonar:
Kristinn Finnbogason.
Stjórn Sementsverksmiðju
ríkisins:
í stað Helga Þorsteinssonar:
Daníel Ágústínusson
Stiórn Kísiliöjunnar hf.:
Fulltrúar ríkisins:
Framhald á 14. síðu
Mihajlov
fékk 5 ár
BELGRAD, 19. apríl (NTB-Reu-
ter) — Júgóslavneski ritliöfund-
urinn Mihaljov Mihaljov var í dag
dæmdur í f jögurra ára og sex mán
aða fangelsi fyrir að dreifa and-
jtigóslavneskum árí/ðri erlendiB1.
Jafnframt var Mihaljov bannað
að birta eftir sig greinar í fjögur
ár eftir aö hann hefur afplánað
dóminn. Öruggt er talið, að Mi-
haljov muni áfrýja dómnum.
Þetta er í þriðja sinn á þremur
árum sem Mihaljov er dæmdur
fyrir greinar sínar um ástandið í
Júgóslavíu og öðrum Austur-Evr-
ópulöndum. Þegar síðustu réttar-
höldin hófust sat 'hann í fangelsi
og afplánaði eins árs fangelsis-
dóm.
Forsetinn farinn
af sjukrahúsinu
Forseti íslands flutti í gær frá
Bispebjærg sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn á heimili antbassa-
dors íslands í Kaupmannahöfn og
er gert ráö fyrir að hann muni
dveljast þar ltálfan mánuö undjr
læknishendi og' til hvíldar. Líðan
forseta er góð.
(Frétt frá skrifstofu forseta fs-
lands.)
ADENAUER LÁTINN
EF Konrad Adenauer hefði
sezt í helgan stein er hann
jhafði náð þehn aldri þegar
flestir menn fara á eftirlaun,
hefði hann varla orðið mjög
kunnur út fyrir landamæri
fylksisins Nordrhein-Westfalen
og borgarmörk Kölnar, þar sem
hann var borgarstjóri á árun-
um 1917 til 1933 og um skeið
eftir heimsstyrjöldina síðari.
Konrad Adenauer fæddist
1776 og var því 69 ára gamall
þegar heimsstyrjöldinni lauk,
en hann varð ekki áhrifamikill
stjórnmálaleiðtogi fyrr en fjór
um árum síðar. I kanzlaratíð
sinni 1959-1963 tókst honum
að reisa Vestur-Þýzkaland úr
rústum lieimsstyrjaldarinnar
og hófst landið undir forystu
hans til vegs og virðingar sem
frjáls oigi sjálfstæður bandú-
maður í samstarfi vestrænna
ríkja. Honuin tókst að koma á
sættum við Frakka, en tókst
ekkí að binda enda á skiptingu
Þýzkalands, sem heimsstyrj-
öldin olli.
1
□ MÓTAÐI UTAN-
RÍKISSTEFNUNA
Adcnauer fylgdi Miðflokkn-
Konrad Adenauer.
um að málum fyrir heimsstyrj-
öldina, en átti þátt í stofnun
Kristilega demókrataflokksins
(CDU) 1945. Hann varð for-
maður CDU á brezka liernáms-
svæðinu cg leiðtogi flokksins
á fylkisþinginu í Nordrliein-
Westfalen. Eliki leið á löngu
þar til flokksbræður hans
komust að raun um að Aden-
auer var maðurinn, sem þeir
yrðu að setja traust sitt á, ef
einhverju ætti að fá áorkað á
árunum eftir heimsstyrjöldina.
Allt fram til sumarsins 1955
var Adenauer sinn eigin utan-
oríkisráðherra. Ilann hélt því
ætíð skýrt og ótvírætt fram, að
endursameining Þýzkalands og
endurheimt héraðanna sem
Þjóðverjar glötuðu í austri
yrði að gerast með friðsamleg-
um hætti. En hann lagöi jafn-
ríka áherzlu á, að austurlanda-
mæri Þýzkalands, sem dregin
voru á Potsdamráðstefnunni
1945 væru ógild.
Hann hélt því alltaf ákveðið
fram, að vestur-þýzlca stjórn-
in ein igæti talað fyrir hönd
allrar þýzku þjóðarinnar, og á
sambandsþinginu lýsti hann
því yfir að stjórn lians mundi
líta á það sem óvinsamlega ráð
stöfun ef önnur r3ki viður-
kenndu Austur-Þýzkaland.
□ UMDEILDUR
OG RÁÐRÍKUR
Þótt Adenauer nyti mikils
álits í vestur-þýzkiun stjórn-
málum í kanzlaratíð sinni og
væri einnig mikils virtur eft-
ir að hann lét af embætti, stóð
Framhald á 13. síðu.
Síldarútvegsnefnd gerir
lítið úr síldarskemmdunum
Síldarútvcgsnefnd hefur sent
frá sér fréttatilkynningu vegna
fréttar frá Noregi, sem Alþýðu-
blaðið og fleiri blöð birtu í gær,
en þar sagði að útflutt síld frá
íslandi hefði reynzt mjög gölluð
og væri mikill hluti hennar ger-
samlega ónýtur. Scgir síldarút-
vegsnefnd að þessi frétt sé bæði
ýkt og villandi og liafi aðeins bor-
izt kvartanir yfir um 2% af heild-
arframleiðslu síðasta árs. Fer til-
kynning síldarútvegsnefndar hér
á eftir.
í dagblöðunum í Rcykjavík
birtist í dag frétt frá NTB, sem
höfð er eftir Bcrgens Tidende um
stórfelldar skenundir í síld frá
íslandi.
Vegna þess að frásögn hins
norska blaös er í verulegum at-
riðum alröng og að öðru Icyti
ýkt og villandi telur SÚN rétt að
taka fram eftirfarandi:
I saltsíld hafa engar skemmdir
komið fram, þvert á móti hafa
kaupendur látið í Ijós þaö álit, að
gæði saltsíldarinnar frá vcrtíðinni
í fyrra séu betri en verið liafi um
langt, árabil.
Öll sykursíld og kryddsíld, er
skoðuð af kaupendum áður en út-
flutningur fer fram, og segja þcir
þá til um hvort þeir samþykkja
síldina sem samningshæfa vöru.
í því sambandi skal þess getið, að
öll sykur- og kryddsíld, sem til
Svíþjóðar og Danmerkur fer —
en það er meginhluti framleiffsl-
unnar — er viðurkennd af um-
boðsmönnum kaupenda þegar við
söltun, bæði að því er varðav val
BRÚSSEL, 19. apríl (NTB-Reuter)
— Belgíska lögrcglan hefur svipt'
lmlunni af sovézkum tilraunum til
| aö komast yfir NATO-leyndarmál
! mcð aðstoff dularfullrar belgískrar
| konu, sem gengur undir nafninu
j „Madame X“. Samtímis hefur
fréttaritara sovézku fréttastof-
unnar TASS í Briissel, Anatoly
Orodnikov, verið vísaö úr landi,
gefið að sök að liafa stofnað ör-
yggi landsins í liættu.
Sovézkur diplómat sneri sér til
„Madame X“ fyrir fimm árum og
tókst að fá hana til að ráða sig
tii starfa hjá sendiráði Banda-
ríkjanna í Afríkuríki. Henni var
sagt að lnin ætti að fá sér stöðu
í liinum nýju aðalstöðvum NATO
í Belgíu í því skyni að ljósmynda
leynileg skjöl.
fersksíldar og hvernig verkun
skuli liagað.
Kaupendur Iiafa því samþykkt
alía þá síld, sem út hefur verið
flutt sl. ár og á undanförnum ár-
Framhald á 13. síðu.
Belgískur diplómat hefur kall-
að njósnafyrirætlanir þessar ,,Ja-
mes Bond-mál“. Auk „Madame X“
og Tass-fréttaritarans eru þriðji
sendiráðsritari sovézka sendiráðs-
ins í Briissel og sovézkur kaup-
sýslumaður viðriðnir málið.
Öryggislögreglan kom í veg fyr-
ir fyrirætlanir Rúsasnna þegar hún
handtók Oodnikov fyrir utan
heimili lians í Briissel i morgun.
Honum var fylgt um borð í sov-
ézka áætlunarflugvél undir lög-
regluvernd. Honum var leyft að
tala við konu sína í nokkrar mín-
útur áður en flugvélin lagði af
stað og sagði við blaðamenn, sem
komu til flugvallarins: ,,Er þetta
dæmi um hina minnkandi spennu
austurs og vesturs?"
„James Bond-máí"
afhjúpað í Belgíu
ALÞÝÐUBLAÐIO t3
ú ‘
20. apríl 1967