Alþýðublaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 14
Adenauer lézt Frh. af 1. síðu. að Johnson forseti hefði ákveðið að fara til Bonn til að vera við- staddur útför Adenauers. Á fundi vestur-þýzku stjórnar- innar lýsti Kurt Georg-Kiesinger kanzlari því yfir, að aðeins kom- andi kynslóðir gætu fyllilega met- ið störf Adenauers í þágu þýzku Iþjóðarinnar eftir heimsstyrjöld- ina og tjón það sem fráfall hans væri. Eftirmaður Adenauers í kanzlarastóli, Ludwig Erhard iýsti-því yfir að þýzka þjóðin sæi á bak einum sínum mikilhæfasta isyni og leiðtogi jafnaðarmanna, Willy Brandt varakanzlari og ut- anríkisráðherra, sagði að Evrópa syrgði einn helzta brautryðjanda toaráttunnar fyrir einingu Evrópu. Leiðtogi frjálsra demókrata kvað eitt mesta afrek Adenauers vera ómetanlegt framlag hans til sátta Iþeirra er tókust með Þjóðverjum og Frökkum eftir styrjöldina. Útför Adenauers verður vænt- anlega gerð frá dómkirkju Köln- ar, borgarinnar þar sem Adenauer var toorgarstjóri um margra ára iskeið unz nazistar sviptu hann embætti, en síðan verður hann iagður til hinztu hvíldar í þorp- inu Rhöndorf. Útför toans verður gerð á kostnað rikisins og verða kunnir stjórnmálamenn Vestur- ianda og frá mörgum öðrum lönd- um viðstaddir hana. (Sjá grein um Adenauer á 3. síðu.). Nemendur Frh. af 1. síðu. kaupstaðar eða 1766, þar næst á Akureyri 1300 börn. Af sýslum eru flest skólabörn í Gullbringusýslu Í148 og i Árnessýslu 1113 börn. Fæst skólabörn eru í A-Barða- strandarsýslu eða 59 börn. Skipaðir og settir barnakennar- ar skólaárið 1966 — 1967 eru alls 950, þar af 540 karlar og 410 kon- ur. í Reykjavík eru kennarar 322, í kaupstöðum 258 og í sýslum 370. Stundakennarar eru 317 og eru þá toarnakennarar með réttindum alls 1267 á árinu. Barnakennarar án kennararéttinda eru í kaup- staðaskólum 20, eða 7,75%, í heimangönguskólum í sýslum alls 79 eða 31,22%, í heimavistarskól- um í sýslum 34 eða 29,70% og í farskólum í sýslum 15 eða 75,0% og sýnir það vel skort kennara- menntaðra manna í sveitunum. í framhalds- og sérskólum eru nemendur skólaárið 1966—1967 alls 26310, þar af eru 11818 nem- endur í skólum gagnfræðastigsins og 14492 í öðrum framhalds- og sér skólum. Þó má igera þá athuga- semd að í yfirlitinu er nokkur hluti nemenda tvítalinn, þar sem mikill hluti nemenda tónlistarskól anna, handíða- og myndlistarskól- anna, Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins, n'ámsflokka og málaskóla er jafnframt í barna- og gagnfræða- skólum. Það mun láta nærri, að lækka megi heildartöluna um 2600 og verður þá fjöldi einstak- linga í framlialds- og sérskólum sem næst 23.710. Námsmenn við erlenda skóla voru um áramót samtals 1153, þar af 527 yið háskólanám. Heildarfjöldi skólanemenda er isamkjvæmt isamandregnu yfirli(tii 53.286, en samkvæmt fyrr um get- inni athugasemd má draga 2.600 tvítalda nemendur frá þeirri tölu, svo að raunverulegur heildarfjöldi nemenda er sem næst 50.686. Þingroff Frh. af 1. síðu. grímsson (23 þing), Hermann Jónasson (40 þing), Karl Krist- jánsson (19 þing), Sigurður Á- gústsson (19 þing), Sigurður Ó. Ólafsson (19 þing) og Þorvald- ur Garðar Kristjánsson (7 þing). Þá eru þrír þingmenn í fram- boði í sætum, sem talið er ólík- legt, að veiti þeim þingsæti á ný: Axel Jónsson, Óskar Levý og Ragnar Jónsson. Og loks falla vafalaust einhverjir öllum á ó- vart. Birgir Finnsson sagði, að meiri mannaskipti hefðu átt sér stað en venjulega. Nú hyrfu af þingi þjóðkunnir menn, sem lengi hafi haft forustu í stjómmálabarátt- unni og á fleiri sviðum þjóðlífs- ins. Sumir þeirra hafi um langt árabil sett sterkan svip á störf Alþingis, og verði þeirra ávallt minnzt sem merkra manna og mik ilhæfra. Kvaðst Birgir vita, að hann mælti fyrir munn allra, sem enn hyggjast halda áfram þing- mennsku, þegar hann óskaði hin- um, sem draga sig í hlé, alls góðs í framtíðinni og vottaði þeim þakk ir fyrir samveru og samstarf á Alþingi. Haraldur Frh. af 3. síðu. 7. maí 1889, sonur Böðvars Þor- valdssonar kaupmanns og útgerð- armalnns og Heljgu Guðbrands1- dóttur. Haraldur bjó í Reykjavík 1915—1924, en á Akranesi síðan. Hann hóf fyrst útgerð suður með sjó, aðallega í Garði og Sand- gerði. Hann hefur rekið útgerð og margvíslega aðra starfsemi á Akranesi síðan 1906 og síldarsölt- un og útgerð á Siglufirði frá 1955. Haraldur hefur verið brautryðj- andi margvíslegra nýjunga í at- vinnuvegum á íslandi og hefur rekstur hans verið til fyrirmynd- ar. Hann gaf Akurnesingum Bíó- höllina til styrktar sjúkrahúsinu og stórfé hafa þau hjón gefið til annarrar mannúðarstarfsemi. Kosningar Frh. af 3. síðu. Magnús Jónsson Pétur Pétursson Karl Kristjánsson. Varamenn: Ingvar Þórarinsson Einar M. Jóhannesson .Stefán Sörensson (Allir í Húsavík). Nefnd til að athuga staðgreiðslu skatta: Ólafur Björnsson Páll Líndal Guðjón Sigurðsson Sig. Ingimundarson Guttormur Sigurbjörnsson Sig. Ingi Sigurðsson Eðvarð Sigurðsson O.T.K. KEX Tekex 230 gr. pk. kr. 19,95 Mariekex 200 gr. pk. kr. 15,20 Súkkulaðikökur 130 gr. pk. kr. 18,20 ískex 100 gr. pk. kr. 12,40 Piparkökur 250 gr. pk. kr. 27,90 O.T.K. kex er framleitt í finnskum samvinnuverk- smiðjum. — Kexið er mjög gott og verðið hagstætt. O.T.K. kex fæst í næstu KRON-búð. Tilboð Rafveita Keflavíkur óskar eftir tilboðum í bifreiðimar: 1. Chevrolet vörubifreið 31-2 tonn árgerð 1964. 2. Dodge Vibon með spili. Tilboðum sé skilað fyrir 29. þessa mánaðar á skrifstofu rafveitunnar, og verða þar veittar allar nánari upplýsinagr. RAFVEITA KEFLAVIKUR. / SUMARBÚSTAÐA plast-salerni með eyðingarvökva — fyrirliggjandi. Sérstaklega hentug þar sem vatns- lögn er ekki fyrir hendi. Laugavegi 15 — Sími 1-33-33. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og 'að und- angegnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftir- töldum gjöldum: Bifreiðaskatti, skoðunargjaldi af bifreiðum, gjaldi vegna breytingaT í hægri handar akstur og tryggingariðgjaldi ökumanna bifreiða fyrir árið 1967, áföllnum og ógreiddum skemmtana skatti og miðagjaldi, gjöldum af innlendum toll vörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjöld um af tollvörum til styrktarsjóða, almennum og sérsökum, útflutningsgjöldum, aflatryggingæ sjóðsgjöldum, skipulagsgjaldi af nýbygging- um, söluskatti 1. ársfjórðungs 1967 og hækk- unum vegna vanframtalins söluskatts eldri tímabila, öryggiseftirlitsgjaldi svo og trygg- ingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skrán- ingargjöldupi- Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 18. apríl ’67 KR. KRISTJÁNSSON. Faðir minn SIGURJÓN JÓNSSON, frá Vatnsleysu andaðist að Vífilstöðum 18. apríl. Fyrir hönd aðstandenda. GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR. X4 20. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.