Alþýðublaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 5
HERAGOTUNUM Þorsteinn frá Hamri: JÓRVÍK Heimskringla, Reykjavík 1967. 67 bls. Jórvik. í Jórvík sat Egill Skalla- grímsson uppi eina nótt og orti höfuð sitt undan öxi konungs. — Dæmi hans verður Þorsteini frá Hamri yrkisefni í samnefndu kvæði nýrri bók sinni, og um leið dæmi annarra skálda sem síðar kveða og minni sögur fara af : Sem löngum fyrr er oss frændum varnað höfuð- lausnar; svölur klaka við glugg og spyrji vinir vorir hvað kvæði líði svörum vér frændur jafnan að ekki er ort. Vermalandsferðir vorar eru að sönnu heldur rislitlar — vér höfum verið friðmenn hér á götunum; síðustu forvöð játa að umsvif vor mættu vera * meiri. M Látið stilla í tíma, áður en skoðun hefst. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100 Vér hneigjum dauðadæmd höf- uð í feld í milli þess að vér kneyfum hvert full og faldur kemur. oss í hug skáldum meðan þekjan er i’ofin með liægð; um síðir bindur blóðöx enda á marklítið drykkjuraus vort: Hið bezta var kvæðið flutt. „Ekki er ort.” Þorsteinn frá Hamri yrkir um kvæði, sem aldr- ei er kveðið, lausn sem engin fæst; lokahendingin er einbert háðið. Egiil hans á heima hér á göt unum þar sem menn þykjast að vísu leggja mikið upp úr því að lifa og hrærast, vakna til starfs, en snúá sér í’eyndar heilir og ó- skiptir að draumlífinu; þar sem menn búa beygðir af ýfirdreps- skap, setjast að glasi og þylja stökur, grafa sjálfa sig lifandi. En einkunnarorð þessara kvæða tekur Þorsteinn úr Matteusarguðspjalli, frásögninni af þvi þegar Pétur afneitaði meistara sínum: Ekki þekki ég manninn. Óskaðu þér inngöngu í þjóðar- hjartað að hitta fyrir frið og sannleika og þér mun vísað í hallargarð æðsta prestsins að koleldinum - og ásamt þernunum muntu hlýða á margar glæpsamlegar af- neitanir — I Þessi tónn er að sönnu ekki nýr í ljóðum Þorsteins frá Hamri; við hann hefur kveðið í tveimur síð- ustu bókum hans að minnsta kosti. í þeim bókum hefur Þor- steinn mótað sér eigin persónu- legan ijóðstíl sem í þessum nýju ljóðum er enn lágvæi’ari, einfald- ari en áður, og hugblær hiks, efa, uggs jafnframt enn alráðari í Ijóðunum. Hann dregur upp vegum, sér myrkur á allar hlið- ar — og bjartsýni hans er var- færnari en nokkru sinni þegar hann leitar loks „fundar við ský- lausan trúnað” : i Yfir heiðina eigra ég yfirgefin hugrenning þín og hygg á svefn í regnvotum mosanum. Kannski finna mig þreyttir gangnamenn sem þykjast bera kennsl á mig eins og drauipsýn úr liðinni bernsku eða stef úr gömlu kvæði og grípa mig glaðbeittum huga: mynd sem þeir ekki ætluðu að týna — ;:tef sem nægir þeim til að kunna kvæðið að nýju. V Því ég hugrenning þín var einnig ósk þín um langlífi í landinu og söng vökumannsins sem nú virðist hyggja á svefn í regnvotum mosanum; þó ég finnist getur það skeð örskoti of seint. Það verður ekki séð að skáld- ið dragi upp þessar myndir í á- sökunarskyni eða umvöndunar; ljóð hans eru viðvörun, gagnrýni liugarfars sem hann vill ekki una við; en það er hans eigin hugur, sinnar kynslóðar sem hann lýsir: Vatnið er að sönnu kalt og tært og flötur þess fagur .... •Við horfum í lygnuna og sjáum spegilmynd okkar blygðast sín. Og þáð er einmitt þetta sem veitir ljóðum hans gildi: að þau spegla hugarfar, vonbrigði, tóm- leika, leiða heillar kynslóðar milli vita; háð Þorsteins bítur af því að það er raunhæft sjálfs- háð. Um það má að sjálfsögðu deila hversu réttmæt sú tilfinn- ing sé sem þessi ljóð iýsa: hún Þorsteinn frá Hamri. er staðreynd þar fyrir, og það er að vísu veigameira viðfangs- efni en ljóðin gera skil. Þeim næg- ir að staðhæfa tilfinninguna sjálfa. Ljóðmál Þorsteins frá Hamri er hér einfaldara en nokkru sinni áður, með stei’kum svip af alþýðlegu málfari þjóðsögu og bókmennta. Þó honum bregðist á stöku stað smekkvísi eða ná- kvæmni í orðavali „rislitlar”, „ör- skoti” í tilvitnunum að framan) og lendi stundum í ankannalegri rimnauð í rímuðum smáljóðum sínum, er still hans hér sam- felldari, fágaðri og innilegri en nokkru sinni. Það er að vísu á- litamál hve vænlegur til skáld- skapar sá hugarheimur uppgjaf- ar og tómleika sem hann hefur helgað sér, þó það sé í gagnrýni- skyni gert, sé til frambúðar. Af þessum tvídræga heimi eru ljóð Þoi’steins sprottin eins og hann lifir hann og skynjar. En af skáidi með hæfileikum og vimru- brögðum Þorsteins hlýtur lesandi að vísu að vænta endui’nýjunar, nýjunga, njTrar sýnar hlutanna og heimsins. — Ó.J. Friðjón Skarphéðinsson: ORKUVER OG STÚRIÐNADUR KOMA Á NORDURLANDI Á HINUM síðustu misserum ihefur verið rætt talsvert um svokallaðar landshlutaáætlan- ir, fyrst oig fremst Vestfjarða- áætlun og nú síðast um Norður lands'áætlun. Segja má að áætlunarbú- skapur og áætlanagerð hafi verið stefnu- og baráttumál Al- þýðuflokksins jafnvel áratug- um saman. Málinu hefur hins vegar lítt eða ekki verið hægt að þoka áfram fyrr en á hinum síðari árum. Það gerðist fyrst fyrir atbeina ntxverandi ríkis- stjórnar, að hafizt var handa í þessum efnum, enda var þetta einn iiður í samkomulagi stjórn arflokkanna. Fyi-sta tilraun af þessu tagi hér á landi var- þjóðhags- og framkvæmdaáætlunin 1963— 1966, sem unnin var á vegum Efnahagsstofnunarinnar eins og kunnugt er. Áætlanir um fram- kvæmdir bæja- oig sveitarfé- laga eru nú í uppsiglingu á ýmsum stöðum, enda hafa bæja og sveitarfélög stöðugt með höndum óhemju miklar fram- kvæmdir. Vestfjarðaáætlunin, sem áður. var nefnd, fjallar um vegi og önnur samgöngumann- virki, sem þar hefur skort mjög tilfinnanlega og íhefur nú ver- ið unnið eftir henni um skeið og verður fram háldið eins og efni standa til. Talsmenn Framsóknarflokks ins hafa nú um sinn tamið sér að tala um röðun framkvæmda eftir fyrirfram gei’ðri áætlun, og sé þá farið eftir því, hve nauðsyn hvers . verkefnis er brýn. Um þetta er ekkert nema Igott að segja og batnandi mönnum er bezt að lifa, en þetta er ekkert nýmæli, heldur í samræmi við þá viðleitni, sem núvei’andi ríkisstjórn hef- ur uppi haft í sambandi við á- ætlanagerðir. Hér er ekki um nýja leið að ræða og vonandi verður framhald á þessu í auknum mæli, því að augljóst er að skipulag á framkvæmd- um er æskilegra en skipulags- leysi. Vitað er að Efnahagsstofn- unin vinnur nú að samningu Norðurlandsáætlunar. Mun í þeirri áætlun megináherzla verða lögð á uppbyggingu at- vinnuvega, enda hafa ýmsir bæ- ir og kauptún þar haft laklega atvinnuafkomu nú um skeið. Eru miklar vonir bundnar við það, að framkvæmd Norður- landsáætlunar, þegar til kem- ur, igeti orðið til þess að bæta afkomu fólks á því svæði og þar með hamla gegn fólksflótta til Suðvesturlands, þar sem af komumöguleikar hafa óneitan- lega verið betri. Norðurland á miklar auðlind- ir í óbeizluðum fallvötnum. Að því kemur áreiðanlega fj'rr eða síðar að stór raforkuver verða þar reist og stóriðnaður haf- inn einnig ú Norðui-landi og þá fyrst munu myndast raunhæf skilyrði fyrir örri fólksfjölgun á Norðurlandi í stað fólksfækk- unar eða kyx’rstöðu, eins og lengi hefur átt sér stað. Engin skilyrði eru til þess að um mál þetta verði f jallað í áætlun þeiri’i, er ég gat um áðan, en það er spá mín og von, að að því komi, fyrr heldur en seinna að efni verði fil að þetta mál komist á dagskrá. 20. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.