Alþýðublaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.04.1967, Blaðsíða 8
Ragnar Jóhannesson: MYNDLIST í SKÚLUM FYRIR Alþingi liggur nú frum- ivarp um starfsskilyrði listamanna, listamannalaun o. fl., og eru tald- ar horfur á því, að frumvarp þetta nái samþykki þingsins, og væri það vel farið, ef orðið gæti til þess að draga eitthvað úr þeirri þrálátu úlfúð og óánægju, sem oft ast hefir staðið um þessi mjög svo Viðkvæmu og vandmeðförnu mál. Ég mun ekki fjalla um þetta frumvarp í heild, í þessum fáu línum, enda hefi ég ekki orðið mér öti um þingskjöl þar að lútandi. En einn kafli þess snertir þó áhuga minn, en hann fjallar um myndskreytingu og myndlist í al- mennum skólum. Þetta hefir ver- ið hugðarmál mitt í a.m.k. tvo ára- tugi eða lengur. Ég hefi líka rit- að um það nokkrar greinar og pistla, þar á meðal einum tvisvar sinnum í þetta blað. Þessar rit- smíðar Ihefi ég birt til þess, ef verða mætti að vekja til umhugsunar einhverja þá, er kynnu að gera sér fyrir það ljós- ari nauðsyn þessa máléfnis, sem í mínum augum er svo harla mikil- vægt. Oftast hefi ég haft það á til- finningunni, að þessar hugvekj- ur mínar væru sem rödd hrópand- ans í eyðimörkinni. Og víst er um það, að skilningur margra þeirra yfirvalda, sem einkum fara með fjármál hinna ejnstöku skóla, hef- ir oftast og víðast verið býsna dauf ur á þessum sviðum, og jafnvel enginn. Hér byggi ég nokkuð á eigin reynslu, þar eð ég stýrði franthaldsskóla nokkuð 'á annan áratug, og gat litlu eða enigu þok- að í prýkkun og skreytingu auðn- arlegs skólahúss. Ehda mun svo verið hafa víða, að fjárveitingar bæjarfélaga til skólamála hafa ver ið skornar við nögl, svo sem mest mátti verða; hvern eyri til nauð- synlegs viðhalds hefur meira að segja viða orðið að herja út með iiarðfengi og miklum eftirgangs- munum, hvað þá aura til húsa- prýði og listaverkakaupa. En nú virðist ánægjulelg breyt- ing vera að komast á þetta þurftar mál skólanna, og það á sjálfu Al- þingí, og væri vel, ef það gæti komizt í nokkurn veginn örugga höfn, sem allir aðilar mættu vel við una, bæði myndlistarmenn og þeir, sem að skólunum standa. Grein menntamálaráðherra Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, hefir fyrir skömmu rit- að stutta grein í Alþýðublaðið, um fyrrnefnt frumvarp, og vil ég ieyfa mér að tilfæra hér þann kafla greJnarinnar, s«|m fjallar um myndskreytingu skólahúsa: „Efni málsins 'hefur verið rakið í blöðum, svo að ég ætla ekki að víkja að þvi hér. Á hitt vildi ég minnast, að í viðræðum, sem óg átti við stjórn Bandalags íslenzkra listamanna í sambandi við undir- búning málsins, var af hálfu Bandalagsins sett fram sú hug- mynd, að komið yrði á kerfi starfs styrkja handa listamönnum, þ.e. að listamenn gætu átt kost á laun- um eða styrk í tiltekinn tíma með- an þeir væru að vinna að tilteknu verkefni. Ríkisstjórnin tók þess- ari hugmynd vel og samþykkti, að ég skyldi skipa nefnd til þess að athuga þetta mál. Mun ég gera það strax og Alþingí lýkur. í þessu sambandi er einnig rétt að minnast, að í frumvarpi úm ný- skipan greiðslu skólakostnaðar af hálfu ríkis og sveitarfélaga er ráð fyrir því igert, að menntamálaráðu Ragnar Jóhannesson. neytið geti ákveðið listskreytingu skóla, að fenginni umsögn bæjar- eða sveitarstjórnar og megi verja í þessu skyni allt að 2% bygging- arkostnaðar, þó ekki hærri upp- hæð en 500.000 kr. fyrir hverja byggingu. Er þetta í fyrsta sinn sem geet er ráð fyrir lögfestingu heimildar til listskreytinga opin- berra bygginga. En jafnframt er hér einmitt um að ræða þess kon- ar starfsstyrki, sem Bandalag ís- lenzkra listamanna hefur óskað eftir. Málarar og myndhöggvarar munu fá verkefni við sérhverja skólabyggingu og greiðslu fyrir starf sitt. En í slíku er fólginn 'hinn æskilegasti stuðningur við list og listamenn í landinu.“ Þessar upplýsingar ráðherrans eru reglulegur fagnaðarboðskapur í eyrum mínum og annarra þeirra sem kunna að vera sama sinnis og ég í þessu tilliti. Verði þau atriði, sem um þessar myndskreytingar í skólum fjalla, að lögurn, þá er mik ill sigur unninn, ekki aðeins fyrir listamenn vora, heldur og skóla og skólamenn og svo allan nem- endaskarann, sem nú fyllir skóla vora. Gömul skólahús og ný Gömlu skólahúsin okkar voru mörg hver næsta nöturlegar vist- arverur, enda flest af vanefnum gerð. Þar var fátt, sem gladdi aug- að, fegurð og list var þar fátt um. Kennslustofurnar voru kuldaleg- ar og eyðilegar, líkari gtótum dýflissuklefum en vinnustofum ungra meyja og pilta, sem ver- ið var að búa undir lífið. — Vegg- irnir voru auðir og berir, svört taflan var það eina, sem rauf þar tilbreytingarleysið. Gangarnir auðnarlegir eins og göngin í gömlu sveitabæjunum eða námu- göng. Og svona er til háttað víða enn — því miður. Nú er svo komið, að skólinn er sannkallað annað heimili barna og unglinga, flestra allt til 16-17 ára aldurs, sumra allmiklu leng- ur. Það er viðkvæmasti aldurinn. Þá er hugurinn opnastur fyrir ölí um utan að komandi áhrifum, góð- um og illum. Siðmenntaður maður veit það og trúir því, að háþróað listalíf sé aðall og kóróna sérhvers þess þjóðfélags sem keppir að því að efla' siðmenningu sína og andleg- an þroska borgara sinna. Sú þjálf un verður að byrja snemma í upp- eldi ungu kynslóðarinnar. Leiggja verður kapp á, að hún eigi kost á greiðum aðgangi að listalífi sam- félagsins, sem þau eru að gerast þátttakendur í — að góðri tónlist og merkilegri og fagurri myndlist. Ungt skólafólk verðúr að eiga þess kost að hafa góða myndlist fyrir augum dagleiga, í sjálfum skóla- -stofunum, skólagöngunum og sam komusölumim. Þá mun afstaöa þess til lista mótast snemma, og það verður móttækilegra og næm ara fyrir henni, þegar þroski og aldur færist yfir. Líf þessa unga fólks verður fegurra, göfugra ög frjórra fyrir nautn æðri listar. Ekki er það ætlun mín að krefj- ast nokkurs óhófs í myndlist og listskreytingu skólahúsa. Hóf mun þar bezt í öllu svo sem ann- ars staðar. Á síðari árum hafa risið upp mörg afburða glæsileg skólahús, þar sem ekkert virðist til sparað, svo að nálgast íburð úr hófi fram. Getur það stundum ílogið í hugann, að betra væri minna og jafnara, og íburðurinn í þessum nýtízku menntamuster- um, minni í glæstum húsmun- um o.fl. en mismuninum varið tii kaupa á fögrum og þroskandi lista verkum. Enginn vafi er á því, að unga fólkið kann að meta slíkt, er það venst því; það hefir bæt- andi áhrif á skólabraginn, góða umgengni og snyrtimennsku; það skapar fegurra mannlíf. Þaff sem vel hefir veriff gert Ekki vil ég í þessu sambandi vera svo kröfuharður og ósann- gjarn að meta ekki það, sem vel hefir verið gert í þessum fríkk- uinarmálum skólanna. I sumum þeirra hefir verið unnið gott starf og farsælt á þessum vettvangi. Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu var menntamálaráðherra á árun- um kringum 1930, lét hann sér í fátt óviðkomandi í skólamálum | þjóðarinnar. Meðal annars gerðist j hann brautryðjandi í myndlistar- málum skólanna, einkum þeirra æðri, menntaskóla og héraðsskola. I Ríkið átti þá þegar allmikið safn I listaverka, innlendra og erlendra, | en fæst voru þau á almannafæri; mörg geymd í vistarverum, sem fáir höfðu aðgang að, eða voru hreinlega geymd í skúmaskotum einhverjum og fróuðu engu auga. Hinum umsvifamikla mennta- málaráðherra fannst þetta óhæft ástand. Hann lét draga listaverkin fram úr skúmaskotunum, dusta af þeim ryk og húsaskúm og síðan dreifa þeim meðal hinna ýmsu skóla. í þessari virðingarverðu við- leitni til listkynningar eignaðist Jónas áhrifamikinn og drjúgan liðsmann norðanlands: hinn merka skólamann, Sigurð skólameistara Guðmundsson á Akureyri. Ég sat í Menntaskólanum á Ak- ureyri á 'árunum 1929 — 1934, og var svo lánssamur, ásamt skóla- systkinum mínum, að sjá skóla vorn auðgast að góðum málverk- um smám saman, svo að við hö£ð- um daglega fyrir aúgum sum ágæt ustu listaverk ýmissa vorra snjöll- ustu málara. Meðan ég tóri og held nokkurn veginn ótrufluðum sönsum, hygg óg að mér standi skýrt fyrir húg- arsjónum litir og línur hins mikla Baulumálverks Ásgríms, sem var eitt hið fyrsta, ef ekki það al- fyrsta vandaða málverkið, sem Menntaskólinn eignaðist. Ég verð ætíð þakklátur fyrir það að eiga þess kost að hafa þetta tigna lista verk fyrir augum daglega í fimm vetur. Len'gi býr að fyrstu gerð, og áhrifin, sem göfug list hefir á næman æskumann, endast honum til æviloka, gera hann opnari og skilningsríkari á listir, þegar ald- ur færist yfir hann. Þau gera líf hans auðugra og auðnuríkara. Ég óska þess af heilum hug, að Alþingi megi bera gæfu til að sam þykkja og ganga umhyggjusam- lega frá frumvarpi því, sem um gat í upphafi þessa máls og vit'n- að var til í grein menntamálaráð- herra hér í blaðinu, en honum er manna bezt treystandi til þess að standa farsælle'ga og hyggilega að framkvæmd þessara mála. Æsku lands vors er ekkert of gott, sem til þroska horfir, og eitt af því, og ekki það sízta, er einmitt greiður aðgangur að göfugri list í skólum þeirra, sem eru þeirra önnur heimili. 16. 4. 1967 Ragnar Jóhannesson KASTLJtó EDUARDO FREI, forseti Chile, gerði alvarletga skyssu fyrir skömmu, þegar hann lýsti því yfir, að hann mundi líta á úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inga, sem fram fóru í landinu, sem yfirlýsingu um traust eða vantraust á stjórnina og umbóta- stefnu þi, sem hann og flokkur hans, Kristilegi demókrataflokk- urinn, hafa fylgt. Forsetinn og ilokkur hans biðu ósigur, eins og reyndar mátti gera ráð fyrir. Frei taldi sig þurfa á trausts- yfirlýsingu að halda, því að hon um heíur gengið erfiðlega að fá baráttumálum sínum framgengt þrátt fyrir hinn mikla sigur sem hann vann í forsetakosningun- um 1964 og í kosningunum til öldungadeildar þingsins ári síð- ar. Hægrisinnaðir og vinstrisinn- aðir andstæðingar stjórnarinn- ar í öldungadeildinni hafa hvað eftir annað lagt stein í götu hans. □ DJÖRF ÁSKORUN i janúar neitaði öldungadeild in að fallast á að Frei færi í heimsókn til Bandaríkjanna oig var þá Frei farið að leiðast þóf- ið. Hann ákvað að reyna að gera bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingarnar að traustsyfirlýsingú við stjómina. Hann sagði kjós- endum, að kosningarnar veittu Vélskói AND SCOOPIWG AMA toortgp oútuno mom 24 so. ft 8 20. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.