Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1967, Blaðsíða 2
 Baksvið og persónur byltingarinnar Hvað er að gerast í Grikklandi? BYLTINGU hersins í Grikk- landi má rekja til hinna hörðu stjórnmáladeilna í landinu fyr ir tveimur árum þegar Georg Papandreou þáverandi forsæt- isráðherra sagði af sér og sak- aði Konstantín konung uni frekleg afskipti af stjórnmál- um landsins. Siðan Papandreou fór frá völdum liefur hætta á herbylt- ingu vofað yfir í landinu. Það sem deilunum olli var ágreiningur um áhrif hægri manna í hernum, Papandreou vildi hreinsa liægrisinnuð öfl í hernum, en konungurinn lagðist gegn því af ótta við að það mundi auka áhrif vinstri flokkanna í heraflanum. Upp komst um samsæri vinstrisinn aðra liðsforingja í hernum, sem stofnuðu leynifélagið Asp- ida (Skjöldurinn) og var því haldið fram að sonur Georgs Paparidreous, Andreas Papan- dreou, væri viðriðinn þetta samsæri. Andreas varð að víkja úr stjórn föður síns. í júní 1965 baðst Georg Papan- dreou, sem er foringi Mið- flokkasambandsins, lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Markmið leynifélagsins Asp- ida var að steypa konungi af stóli, segja Grikkland úr NATO og lýsa yfir hlutleysi landsins. Tilgangur Aspida var að koma á stjórn „tæknimonnt aðra manna“ — stjórn hinna hæfustu eins og það var orðað. ★ VEIKAR STJÓRNIR Fall Papandreos leiddi til víðtækra óeirða í Grikklandi og Konstantín konungur gerði þrjár tilraunir til að mynda «ýja stjórn án þátttöku Ge- orgs Papandreous. Að lokum tókst varaformanni Miðflokka- sambandsins, Stefanos Stefano poulus, að mynda nýja stjórn ásamt nokkrum stuðnings- mönnum og naut stjórnin stuðn ings aðalandstöðuflokks Papan- dreous, Þjóðlega róttæka fiokksins, en það var flokkur Konstantín Karamanlis, sem var forsætisráðherra 1955—’63, en síðan hefur hann dvalizt í útlegð í Sviss og fylgzt náið með grískum stjórnmálum. Ýmsar stjórnir hafa setið að völdum í Grikklandi síðan haustið 1965, en þær hafa all- ar verið veikar í sessi enda hóparnir sem að þeim hafa staðið ólíkir og sundurleitir. Konungur hefur tekið mikinn þátt i stjórnarmyndunum. Fyrr í vor varð embættis- mannastjórn, sem átti að hafa það hiutverk að undirbúa nýj- ar kosningar 28. maí eins og samkomulag virðist hafa tek- izt með stjórnmálaflokkunum um, að fara frá völdum. Ge- org Papandreou neitaði að verða við beiðni konungs um að mynda einingarstjórn allra flokka og Panayotis Kanella- poulos prófessor, foringi Þjóð- lega róttæka flokksins, mynd- aði því stjórn, sem var við Andreas Papadreou — kom hann öllu af stað? völd í aðeins 18 daga. Aspidamálið svokallaða vai'ð embættismannastjórninni að falli, en ákæruvaldið hafði far- ið þess á leit að þinghelgi Andr easar Papandreous yrði afnum- in. Hins vegar lagðist þing- nefnd gegn beiðnirini. Um þetta mál spunnust harðar deilur á þingi, og beittl M13- flokkasambandið sér fyrir því um tíma, að þinghelgi þing- manna skyldi ná til þess dags er kosningar færu fram. Skömmu áður, 16. marz, liafði dómur gengið í Aspida- málinu og olli það deilunum. 15 liðsforingjar voru dæmdir í 4—18 ára fangelsi en 13 liðs- foringjar voru sýknaðir. Allir höfðu þeir átt það á hættu að verða dæmdir til dauða. Rétt- arhöldin hófust í nóvember í fyrra og voru nokkrir ákærðir fyrir áform um að myrða rit- ara Konstantíns konungs, Michael Aroseutis majór. Stjórn Kanellopoulosar -var bráðabirgðastjórn, sem átti að vera við völd þar til kosning- ar færu fram. Konungur veitti Kanellopoulosi umboð til að rjúfa þing og mótmæltu stuðn- ingsmenn Papandreous því harðlega, en áður höfðu þeir verið hlynntir kosningum og andstæðingar þeirra andvígir kosningum en nú snérist dæm- ið við. Stuðningsmenn Papan- dreous héldu því fram, að kon ungur hefði misbeitt völdum sínum og tekið afstöðu í flokkadeilum. ★ HÖFUÐPERSÓNURNAR □ Georg Papandreou sem er fæddur 1888 er talinn mesti Framhald á 15. síðu. Sanddælan Hákur reynd í Fossvogi í gær var sanddælan Hákur reynd í Fossvoginum í fyrsta sinn. Sanddæla þessi er í eigu Vita- og hafnarmálastjómar, en hún er keypt í Baltimore, USA.' Kom hún 'hingað !:1 lands í desember- og var nýiega sett á fiot eftir að gerðar voru á henni nokkrar end- urbætur. Hákur er fyrsta sanddælan af þessari gerð, sem Vita- og hafn- armálastjóm eignast, en þeir eiga fyrir sanddæluna Gretti. Þetta er hins vegar önnur sanddælan af þessari gerð, sem notuð er hér á landi, en hin er við Kísilgúriðjuna. Hákur mun síðar fara til Hafn- arfjarðar og starfa þar í nokkra daga, en síðan til Akraness. Síð- ar í sumar verður sanddælan not- uð við hafnargerð á Hornafirði og Austfjörðum. Meðal viðstaddra er sanddælan var reynd, var Egigert G. Þor- steinsson, sjávarútvegsmálaráð- herra. Alþýðuílokksfundur á Akureyri Eggért G. Þorsteinsson sjávarút- vegsmálaráðherra var viðstaddur er nýja sanddælan var reynd. Akureyri SJ — SJÓ. Á fjöiviennum félagsfundi Al- þýðuflokksfélagsins á Akureyri og FUJ, sem haldinn var aS Bjarki 18. apríl, ríkti mikill áhugi og baráttuvilji. Fundarstjóri var Kolbeinn Helgason, en fundarritari var Þorvaldur Jónsson. Frummælend- ur voru þeir Bragi Sigurjónsson, bankastjóri, Guðmundur Hákon- arson, bæjarfulltrúi Húsavík, Hreggviður Hermannsson, héraðs- Iæknir Ólafsfirði og Páll Snorra- son, er flutti ávarp frá FUJ. Auk frummælendanna tóku til máls Steindór Steindórsson, Jens Sumarliðason, kennari Valgarður Harladsson, námsstjóri, Albert Verður við út- för Adenauers Ákveðið hefur verið, að dr. Bjarni Bencdiktsson, forsætisráð herra, verði fyrir hönd ríkis- stiórnar íslands viðstaddur útför dr. Konrad Adenauers, sem fram fer n.k. þriðjudag. Sölvason, járnsmiður, Þorvalduc Jónsson, bæjai-fulltrúi og fundar- stjórinn Kolbeinn Helgason. Var rætt um undirbúning kosn inganna og kosið í nefndir. Með- al fundarmanna, auk Akureyr- inganna, voru nokkrir Húsvíking- ar. |! Áberandi var hve unga fólkið fjölmennti á fund þennan og virt- ist áhugi þess engu minni nú en við bæjarstjórnarkosningarnar á sl. vori. ATHUGASEMD Herra ritstjóri! Um leið og vér þökkum vinsam- leg ummæli í garð félags vors í heiðruðu blaði yðar í dag, vilj- um vér ekki láta hjá líða að leiðrétta Iþar fram kominn mis- skilning. Greiðsla Ríkisútvarpsins til félags vors er því miður ekki svo há sem um getur í yðar á- gætu grein, enda þótt vér þurf- um að gæta réttinda um 300.000 rétthafa frá öllum löndum heims, en ef til vill er upphæðin, sem þér nefnið, miðuð við allar Framhald á bls. 15. £ 22. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.