Alþýðublaðið - 22.04.1967, Page 5
□ □□□□□
ADALFUNDUR LiFEYRISSJÖÐA
Morgunblaðið hefur tvívegis
ritað um ógildingu félagsmála-
ráðuneytisins á fjárhagsáætlun
Hafnarfjarðar fyrir árið 1967,
fyrst í frétt sl. miðvikudag og
aftur i Staksteinum á sumardag-
'inn fyrsta. í báðum tilvikUm er
farið rangt með i veigamiklum
atriðum og frásögn öll villandi.
í fyrsta lagi er því haldið
fram í Morgunblaðinu, að úr-
skurður ráðuneytisins hafi ekki
byggzt á þeim atriðum, sem
minnihlutinn kærði yfir, heldur
hafi þar annað komið til. Þetta
er gjörsamlega rangt. Kæra
minnihlutans var í þremur lið-
um, og tekur ráðuneytið í
streng með kærendum í öllum
atriðum. Tvö uppsetningarat-
riði voru kærð, og segir ráðu-
neytið að önnur uppsetningin sé
i,villandi” og hin „ekki í sam-
ræmi við gildandi lög.” í þriðja
lagi, og það var höfuðatriði kær-
unnar, var kært . yfir því, að
breytingartillögur víð fjárhags-
áætlunina hefðu ekki komið til
áfgreiðslu á eðlilegan hátt, held-
ur verið vísað■ frá í einu lagi
og ekki verið bornar hver fyrir
sig til atkvæða. Þetta telur ráðu-
neytið svo alvarleg afglöp í máls
meöferö að það úrskurðar áætl-
Unina ógilda og leggur fyrir
bæjarstjórn að taka hana fyrir
aftur til síðari umræðu og lög-
mætrar afgreiðslu.
í öðru lagi gefur Morgunblað-
ið í skyn, að fulltrúar minni-
hlutans hafi ekki verið sjálfum
sér samkvæmir, er þeir
greiddu atkvæði gegn „tillögu
sem fól m. a. í sér að bæjar-
stjórnin samþykkti að taka f'jár-
hagsáætlunina aftur fyrir til
síðari umræðu á næsta bæjar-
stjórnarfundi,” eins og það er
orðað í frétt Morgunblaðsins á
miðvikudag. Tillaga sú, sem hér
er um að ræða, hófst með orð-
unum: „Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar mótmælir sem röngum
þeim úrskurði félagsmálaráð-
herra Eggerts G. Þorsteinsson-
ar, að fjárhagsáætlun Hafnar-
fjarðar fyrir árið 1967 verði að
ógilda . . .”, og að meginstofni
var ályktunin mótmælaályktun
gegn lirskurði ráðuneytisins, —
þótt í niðurlagi hennar segði að
bæjarstjórn yrði samt að hlíta
úrskurðinum, þar eð áfrýjuruir-
aðili væri enginn til og sam-
þykkti því að taka málið fyrir
aftiur á næsta bæjarstjórnar^
fundi. Það hefði verið í hæsta
máta óe,ðlilegt, ef minnihluty,
inn hefði átt nokkiirn þátt í
samþykkt slíkrar tillögu, og til-
raun meirihlutamanna til að
gera afstöðu minnihlutans til
_tillögunnar tortryggilega er
vægast sagt mjög óheiðarlegur
málflutningur, — en þó ekki
annað en það sem menn hafa
átt að venjast úr þeim herbúð-
um.
Aðalfundur Landssambands líf-
eyrissjóða var haldinn að Hótei
tiögu miðvikudaginn 12. þ.m., en
aðalfundir sambandsins eru haldn
ir annaðhvert ár. Fundinn sóttu
íulltrúar 34 lífeyrissjóða, en inn-
an sambandsins eru 44 sjóðir.
Fundarstjóri var Hjörtur Jónsson
kaupmaður og fundarritari Jón R.
Sigurjónsson, viðskiptafræðingur.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa var rætt um verðtryggingu
lána, lífeyrissjóð fyrir alla lands-
menn, réttindaflutning milli líf-
eyrissjóða og lánamál lífeyris-
sjóða.
Dr. Gísli Blöndal, hagfræðing-
ur hjá Seðlabanka íslands, flutti
erindi um verðtryggingu lána.
Ræddi hann mál Iþetta bæði al-
ménnt og með sérstöku tilliti til
lífeyrissjóða og svaraði síðan fyr-
irspurnum.
Formaður sambandsins, Guðjón
Hansen, tryggingafræðingur hafði
framsögu um lánamál lífeyris-
sjóða. Að loknum umræðum um
það mál var svohljóðandi tillaga
samþykkt samhljóða:
„Aðalfundur L»andssambands
lífeyrissjóða, haldinn 12. apríl
1967, ítrekar þá ályktun síð-
asta aðalfundar, að þeir, sem
að lífeyriisjóðum standa, hljóta
að telja sig eiga jafnan rétt á
við aðra landsmenn til lána úr
hinu almenna veðlánakerfi, er
•þeir leggja fram fé til á sama
hátt og aðrir. Jafnframt mót-
mælir fundurinn því harðiega,
hve mjög hefur verið igengið
á þennan rétt félaga lífeyris-
sjóða að undanförnu".
Ennfremur var samþykkt eft-
irfarandi tillaga:
„Aðalfundur Landssambands
lífeyrissjóða, haldinn í Reykja-
vík 12. apríl 1967, samþykkir
að fela stjóm samtakanna að
óska eftir því við háttvirt Al-
þingi, að lögum um Húsnæðis-
má’astjórn verði breytt á þann
veg, að stofnunin geti ekki úti-
lokað lífeyrissjóðsfélaga frá
möguleikum til fullra lána úr
almenna veðlánakerfinu vegna
þátttöku þeirra í lífeyrissjóð-
um“.
Hermann Þorsteinsson, fulltrúi,
hafði framsögu um réttindaflutn-
ing milli lífeyrissjóða, og fól að-
alfundurinn stjórn landssambands
ins að vinna áfram að því máli.
Guðjón Hansen flutti framsögu-
erindi um lífeyrissjóð fyrir alla
landsmenn, og eftirfarandi tilaga
var samþykkt:
„Aðalfundur Landssambands
lífeyrissjóða, haldinn 12. apríl
1967, felur stjórn sambandsins
að fylgjast vel með framvindu
mála í sambandi við stofnun
lífeyrissjóðs, sem nú er unnið
að á veigum ríkisstjórnarinn-
ar, sbr. þingsályktun Alþingis
frá 31. maí 1957, og kveðja full
trúa til aukafundar, þegar hún
telur málið komið á það stig,
að unnt sé að ræða framkomn-
ar tillögur í einstökum atrið-
um.
Stjórn sambandsins var öll
endurkjörin til næstu tveggja ára,
en hana skipa:
Aðalstjórn:
Guðjón Hansen, tryggingafræð-
ingur.
Gísli Ólafsson, forstjóri.
Guðmundur Árnason, forstjóri.
Hermann Þorsteinsson, fulltrúi.
Ingólfur Finnbogason, húsa-
smíðameistari.
Varastjóm:
Kjartán Ólafsson, prentari.
Tómas Guðjónsson, vélstjóri.
Endurskoðendur voru kjörnir
þeir Einar Th. Magnússon, full-
trúi og Þórður Á. Þórðarson, full-
trúi.
KFUM
Á morgun:
Kl. 10,30 f.h. Sunnudagaskólinn.
inn Amtmannsstíg.
Kl. 10,30 f.h. Drengjadeildin
Langagerði.
Kl. 10,30 f.h. Drengjadeildin
Kirkjuteigi 33.
Kl. 1,30 e.h. Drengjadeildirnar
(Y.D. og V.D.) vi'ð Amt-
mannsstíg og Holtaveg.
Kl. 8,30 e.h Almenn samkoma
í húsi K.F.U.M. Amtmanns-
stíg. Ingunn Gísladóttir, og
Narfi Hjörleifsson tala. All-
ir velkomnir.
Benedikt Gröndal:
Starf Alþý&uflokksins:
ábyrgð og árangur
STJÓRNARANDSTÆÐING-
AR tala mikið um að í tíð nú-
verandi ríkisstjórnar hafi einka
framtak blómgazt sérstaklega í
verzlun, dregið til sín mikið fé
og grætt.
Augljóst er, að afnám Jgjald
eyrishafta og stóraukinn inn-
flutningur hlutu að leiða til
uppgangstíma og vaxtar á sviði
verzlunar, og þess mundu fljótt
sjást merki, meðal annars í
byggingum.
Þetta er þó aðeins önnur hlið
þess, sem gerzt hefur undir
stjórn Alþýðuflokksins Og Sjálf
stæðisflokksins. Hin hliðin er
stórfelld aukning á þátttöku rík
isins í atvinnu- og athafnalífi
og fastari stjórn þess á efna
hagsmálum.
Á undanförnum árum hefur
vaxið upp voldugasti banki
landsins, Seðlabanki íslands.
Hann hefur verið styrktur og
'áhrif hans hafa aukizt í tíð rík
isstjórnarinnar. Hann fram-
kvæmir stefnu og vilja þeirrar
stjórnar, sem er við völd hverju
sinni. Þetta er stóraukið ríkis
framtak.
Stjórnin samdi við verkalýðs
hreyfinguna um að hefja mestu
íbúðarbyggingar í sögu þjóðar
innar samkvæmt Byggingaáætl
un. Þetta er líka stóraukið rík
isframtak.
Fyrir forgöngu Alþýðuflokks
ins og með samþykki stjórn-
málaflokkanna er undirbúinn
lífeyrissjóður fyrir alla lands-
menn. Hann á að tryggja okkur
í ellinni sömu lífskjör og við
liöfðum á beztu starfsárum æv
innar. Hér bætist okkur stór
felld tryggingastarfsemi með
milljarðasjóði til útlána. Þetta
er líka stóraukið ríkisframtak.
Stærstu verksmiðjur þjóðar
innar, eins og Sementsverk-
smiðjan, eru opinber eign og
auka stöðugt starfsemi sína. Hið
opinbera er meginaðili að Kísil
gúrverksmiðju. Hið opinbera
kaupir togara, reisir nýjar síld-
arverksmiðjur, niðufsuðu-
verksmiðjur, hefur fiskirækt,
rekur sjónvarp og mætti svo
lengi telja. Allt þetta er stór
aukið ríkisframtak.
Jafnaðarmenn hafa lagað
gamlar hugmyndir eftir nútíma
aðstæðum og fundið þeim raun
hæf form. Allt þetta ríkis-
framtak, sem ég hef talið upp
er þjóðnýtingarhugmynd í nú
tímamynd. Hinn opinberi rekst
ur hefur blómgazt og aukizt við
hliðina á einkarekstri og sam
vinnurekstri hin síðari ár og
mun án efa gera það í komandi
framtíð.
Þegar dæmd eru verk ríkis
stjórnarinnar, verður að hafa
þennan þátt í starfi hennar í
huga. Þetta er ein meginástæð
an fyrir því, að Alþýðuflokkur
inn hefur tekið þátt í núverandi
stjórnarsamstarfi og gert það
af einlægni.
Alþýðuflokkurinn vill benda
á, að þessi ríkisstjórn. hefur
verið ein hin frjálslyndasta í fé
lags- og menningarm'álum, sem
nokkru sinni hefur setið við
völd hér á landi.
í upphafi viðreisnar var 'gert
stórátak í •trygginigamálum með
auknum bótum. Síðan hefur
hver stórbreytingin verið gerð d
á fætur annarri — skerðingar
ákvæði afnumin, byggðamis-
munur afnuminn, bætur tengd
ar við almennt kaupgjald og
svo mætti lengi telja. Framund
an eru ekki aðeins lífeyrissjóð
ur allra landsmanna, ilieldur
stórfellt félagslegt starf fyrir
hina öldruðu borgara, en þeiin
fer innan skamms að fjöiga
mjög verulega.
Fyrir utan iglímuna við dæg
urmál, sem er ærið verkefni
hverri ríkisstjórn, telur Alþýðu
flokkurinn merkum áfanga hafa
verið náð á fleiri sviðum síð-
asta kjörtímabil. Má þar til
dæmis nefna grundvallar rétt J
indamál eins og sömu laun fyr I
ir sömu vinnu kvenna og karla. §
Fyrir atbeina Alþýðuflokksins 1
og með stuðningi Sjálfstæðis- |
flokksins var það mikla baráttu
mál leyst 'á farsælan hátt með I
því að stíga þrep fyrir þrep. J
Nú eru konurnar komnar upp
stigann. Um síðustu áramót
varð launajafnréttið að veru S
leika og bæði verkalýðshroyf
ingin og -kvenþjóðin gátu fagn-
að mikilsverðum sigri, sem
vannst með hægð og liugsun — u
I friði o'g sátt allra. Alþýðu-
flokkuvinn starfar af ábyrgð —
og hann nær árangri.
22. apríl 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5