Alþýðublaðið - 22.04.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 22.04.1967, Side 7
 GYLH t>. GÍSL4S0H m .:: • ;í LISISKREYIING SKÓLABYGGINGA LAUGARDAGSGREIN Síðastliðinn þriðjudag sam- þykkti Alþingi nýja löggjöf um grcjðslu kostnaðar við stofn un og rekstur skóla, sem reknir eru sameiginlcga af ríki og sveitarfélögum. í lögum þess um eru mörg nýmæli. Hér ætla ég að vekia athygli á einu þeirra. Heimilað er að efna til listskreytingar á nýjum skóla- byggingum, og má verja í því skyni upphæð, er neini allt að 2% af byggingarkostnaði skól- ans, og telst það fé, sem varið er til listskreytingarinnar, til byggingarkostnaðarins. Ekki má verja meiru en 500.000 kr. í þessu skyni við hverja ein- staka byggingu. Ef byggingar kostnaður skóla er t.d. áætlað ur 20 milljónir kr. má verja til listskreytingar á bygging- unni 400.000 króna. í fyrra var byggingarkostnað ur skóla, sem byggðir eru sam- eiginlega af riki og sveitarfé- lögum, 175 milljónir kr. Efj þessi ákvæði hefðu þá verið komin til fullra framkvæmda hefði mátt verja allt að 3,5 miljónum kr. til lstskreytinga á skólum. Nckkrar skólabyggingar hafa verið listskreyttar á undanförn um árum. f þrem af barnáskól- um Reykjavíkur eru mynd- skreytingar, Austurbæjarskólan um, Melaskólanum og Laugar- nesskólanum. í Kennaraskólan um eru málverk og mósaik- myndir. Ákvörðun var á sínum tíma tekin um að listskreyta nýja Menntaskólann í Hamra- hlíð, og Framkvæmdabankinn gaf fyrir skömmu Háskólanum myndskreytingu á hátíðasalinn En fram að þessu hefur engin almenn regla gilt í þessum efnum. Nú hefur löggjafinn á- kveðið að allar nýjar skólabygg ingar skuli skreyttar listaverk um. Vonandi verður þetta upp liaf þess, að engin opinber bygg ing verði reist án þess að ein hverjum hluta byggingarkostn ararins verði varið til listskreyt ingar á húsinu. Þetta hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar tryggir þetta dag leg tengsl nemenda og kennara við myndlist þjóðarinnar. Upp eldisáhrif þess eru áreiðanlega ekki síðri en margrar lexíunnar. Og að svo miklu leyti sem um utanhússskreytingu yrði að ræða, nýtur allur almenningur listaverkanna. Hins vegar skap ast liér stórkostleg verkefni fyrir íslenzka myndlistarmenn. Hér er ekki um neinn styrlt að ræða. Þeir fá verlt að vinna og greiðslu fyrir. Ætti þcssi skip- an að geta orðið íslenzkri mynd list mikil lyftistöng. Ég liefi orðið þess var, að skólamenn fagna mjög þessum ákvæðum. Þau eru myndlistar mönnum eflaust líka gleðiefni Afleiðingin ætti að geta verið aukin grózka í íslenzkri mynd- list og aukin kynni þjóðarinnar, einkum þó æskunnar, af ís- lenzkri list. KASTLJÓS Wilson mótmælt gJINN mikli ósigur Verkamanna flokksins í borgarstjórnarkosn ingunum í London og í nokkrum öðrum bæjar- og sveitarstjórnar kosninigum í síðustu viku getur haft mjög mikil áhrif í brezkum stjórnmálum. Áhrifin verða sennilega fyrst og fremst sálfræðileg, því að ekki verða miklar breytingar í þeim fáu málum, sem bæjar- og sveitarstjórnir hafa áhrif á. Bæj ar- og sveitarstjórnir í Bretlandi hafa mjög takmörkuð völd, og er það kannski skýringin á þv.í að kjósendur höfðu sáralítinn óhuga á kosningunum. Kosningaþátt- taka var innan við 50% og er það ekkert einsdæmi. Á.hrif úrslitanna í Verkamanna flokknum urðu þau að baráttu þrek stuðningsmanna flokksins veiktist cnn frekar. Stefna Wils onstjórnarinnar hefur komið af stað hörðum innbyrðis deilum í flokknum. Élokkurinn hefur tap að fylgi í aukakosningum, upp reisnarandi hefur ríkt í þing- flokki flokksins og djúp tor- tryggni ríkir í garð stjórnarinn ar innan verkalýðshreyfingarinn ar. Búast má við, að þessir erfið leikar stjórnarinnar aukist nú um allan 'helming. Á hinn bóginn hafa íhalds- menn fyllzt bjartsýni og nýjum k jarki í vetur og vor eftir margra ára fylgistap og kyrrstöðu. íhalds menn telja, að straumhvörf .eigi sér nú stað í brezkum stjórnmál- um, að brezka þjóðin hafi fengið sig fullsadda af sósíalisma eftir tveggja og hálfs árs Verkamanna flokksstjórn og ef hert verði á baráttunni gegn Wilsonstjórn- inni, komist íhaldsflokkurinn t.il valda í næstu þingkosningum, s'em fram eiga að fara í fyrstá lagi 1970 og í síðasta lagi 1971. j^ANNIG hafa úrslitin strax þau áhrif að magna óánægjpna í Verkamannaflokknum og auka framtíðarmöguleika íhalds- manna. En hvort þessi áhrif verði til frambúðar er aftur á móti vafasamara. Það sem úrslitúm mun ráða er, hvort viðreisnarstefna. Wilsons í. efnahagsmálunum ber árangur þannig að efnahags'ástandið fær ist í eðlilegt horf áður en næstu þingkosningar fara fram og stjórnin geti verið örugg um sig ur. Wilson og samráðherrar hans hafa túlkað ósigra flokksins í aukakosningunum í vetur og taæj ar- og sveitarstjórnarkosningun um nú sem skiljanlega en tíma bundna óánægju með hinar hörðu en nauðsynlegu ráðstafan ir, sem gera verði til að bjarga efnathagsmálunum. Verkamannaflokkurinn heldur því fram, að ástæðan til þess að íhaldsmenn báru sigur af hólmi sé sú, að margir stuðningsmenn Verkamannaflokksins hafi setið heima, jafnframt því sem kjós endur íhaldsflokksins hafi fjöl- mennt á kjörstað í ríkari mæli en nokkru sinni fyi’r. Þeirri staðhæf ingu íhaldsmanna, að þeir hafi dregið fylgi frá Verkamanna- flokknum er vísað á bug. ||AUNVERULEG áhrif kosning anna samanborið við hin s'ál- fræðilegu áhrif þeirra eru sára lítil. Bæjar- og sveitarstjórnarkosn ingar í Bretlandi hafa alltaf ver ið drepleiðinlegar. Lítið hefur verið í húfi nema 'álit. floltkanna. Kjósendur hafa átt fullt í fangi með að sjá nokkurn mun á stefnu flokkanna í bæjar- ög sveitar- stjórnarmólum. Að þessu sinni voru húsnæðis málin eitt helzta hitamál kosning anna, en um það var deilt, hvort íbúðir sem bæjar- og sveitar- stjórnir láta byggja skuli vera leigðar út eða hvort þeim, sem sækja um ítaúðir skuli vera gert kleift að kaupa eða eiga 'hús- næði. Auk þess var nokkuð deilt um skólamálin, en mjög umdeilt er í Bretlandi hvort skólakerfið hafi meira til síns ágætis, hið gamla eða hið nýja. Þar sem íhalds- menn hafa nú tryggt sér meiri hluta í mörgum bæjar- og sveit arstjórnum má búast við að ‘deii ur um þetta mál milli bæjar- og sveitarstjórna annars vegar og ríkisstjórnarinnar hins vegar eigi eftir að harðna. ÞESSU sinni snerust kosn- ingarnar meira um það hvort kjósendur voru með eða á móti Wilson og stefnu hans í efnahags málum en eðlilegt má teljast. Stjórnin taldi augsýnilega ekki að kosningarnar væru það mik ilvægar að hún yrði að gera til- slakanir til að þóknast kjósend um. Fjárlagafrumvarpið, sem James Gallaghan fjármálaráð- lierra bar fram tveimur dögum fyrir kosningarnar, sýndi að stjórnin hefur ekki í hyggju að láta af kaupbindingarstefnunni, sem hefur meðal annars leitt til töluverðs atvinnuleysis. Wilson sagði í ræðu eftir kosn ingarnar, að stjórnin mundi ekki taka tilli.t til kosningaúrslitanna, sem væru Verkamannaflokknum vonbrigði. Hann sagði, að stjórn in mundi halda áfram stefnu sinni þar til efnahagslífinu hefði aftur verið komið á réttan kjöl. Þótt það sé ef til vill nokkur huggun fyrir Verkamannaflokk inn, að skýringin á tapinu hafi verið mikil kjörsókn íhalds- manna og dræm kjörsókn Verka mannaflokksmanna fremur en af stöðubreyting hins almenna kjós anda, þá verður að túlka úrslitin sem mótmæli gegn Wilson á sama hátt Og úrslit aukakosning anna í vetur. Staðreyndin er sú að Verkamannaflokknum hefur- ekki tekizt nógu vel að sannfæra kjósendur um, að hinar hörðu ráðstafanir í efnahagsmálunum séu nauðsynlegar. gJÁLF er stjórn Wilsons föst í sessi og engin breyting verður 'á stefnu hennar. En jafnaðar- menn hafa orðið að leggja mik ið í sölurnaj eins og sjá má á því að þeir hafa glatað meiri- hluta sínum í nokkrum borgum og stofnað meirihluta sínum víða annars staðar í hættu vegna .stefnu sinnar. í næsta mánuði fara fram bæj- ar- og sveitarstjórnarkosningar annars staðar í Brellandi og ekk ert bendir til þess að jafnaðar- mönnum vegni betur í þeim en kosningum þeim, sem þegar hafa verið haldnar. Það eina sem tryggt gæti Verkamannaflokkn- um sigur væri skyndileg breyt ing til hins betra í efnahagsmál. unum eða mikill sigur stjórnar innar í einhverju stórmáli, t.d. í Rhodesíumálinu eða EBE-mál- inu. En í framtíðinni munu aðeins breytingar til batnaðar í efna- hagsmálum og félagsmáluni Breta snúa við þeim straumi, er íhaldsmenn vona að mai'ki upp- hafið að endalokum Wilsons- • stj órnarinnar. Wilson veifar. 22. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.