Alþýðublaðið - 22.04.1967, Page 9
EMIL JÓNSSON:
FORTÍÐ
NllTÍÐ
koma atvinnuleysistryggingarnar
til aðstoðar.
Atvinnuleysistryggingasjóður-
inn sem fyrst var stofnaður fyrir
10 árum, hefir nú safnað saman
og 'hefir til umráða um það bil
1000 milljónir króna og er því
vel undir það búinn ef til kynni
Emil Jónsson
að koma, sem við vonum þó að
ekki verði, að atvinnuleysistrylgg
ingar þurfi að greiða. Frumkvæð
ið að þessum tryggingum öllum
hefir Alþýðuflokkurinn átt.
Velferðarríki tryggir öllum
þegnum sínum afkomu frá vöggu
til grafar, og það gerir íslenzka
ríkið nú. Til þess að geta staðið
undir þessum tryggingum öllum
þurfa þjóðartekjurnar að vera
miklar. Sjávarútvegurinn leggur
þar drýgst að mörkum og nálega
allar gjaldeyristekjurnar.
Fiskiskipafloti Islendinga hef
ir, aldrei vaxið örar en hin síð
ustu ár og vinnslustöðvar í landi
sömuleiðis. Aflinn hefir heldur
aldrei orðið meiri. Hann nam
síðastliðið ár nokkuð á aðra milij
ón tonnum og hefur aldrei meiri
, verið. Þennan grundvöll efna-
hagsafkomu okkar ber því að
treysta eins og mögulegí er. Sjáv
arútvegurinn hefir þó hin síðustu
ár átt við nokkra örðugleika að
stríða. Aflinn á veiðieiningu hef
ir farið minnkandi, þegar síldin
er undanskilin .Verðlag á afurð
unum hefir farið lækkandi, þó að
vonandi sé þar um tímabundna
örðugleika að ræða. Ríkisstjórn
in- hefir því talið sér skylt að
hlaupa undir bagga til bráða-
birgða, þangað ttl úr rætist. Það ■
hefir verið hægt vegna góðrar áf
komu rikissjóðs, og án þess að
íeggja hafi þurft á nýja skatta.
\
FRAMTÍÐIN
En framtíðin þá? Hvað um
hana? Eru líkur til eða mögu
leikar á að við getum haldið
uppi sömu lífskjörum og við eig-
um nú við að búa, eða jafnvel
kannski enn bætt þau?
Afkoma þjóðarinnar sem heild
veltur á þrennu að mínu viti. I
fyrsta lagi á náttúruauðlindum
landsins. í öðru lagi á því, hvern
ig þær eru nýttar, og í þriðja
lagi á því, hvernig þeim fjármun
um, sem aflað er, er varið.
'Náttúruauðlindir okkar eru
ekki eins margbrotnar og ýmissa
annarra þjóða. Við eigum ekki
málma í jörðu, svo að við getum
rekið námarekstur. Við eigum
heldur ekki skóga, sem við get-
um nýtt, og við búum á lijara
veraldar, við kaldara loftsiag og
minni sól en flestar aðrar þjóð
ir. En auðlindir okkar eru fyrst
og fremst gróðurmoldi.i, sem
landbúnaðurinn hefir byggzt á
í þúsund ór, fiskimiðin, sem
okkar nútímaþjóðfélag byggist á
og orkulindirnar, bæði í fall-
vötnum og í iðrum jarðar, sem
þjóðfélag framtíðarinnar bygg-
ist meðal annars á. Þessar auð-
lindir eigum við, og þa:r verða
grunnurinn undir afkomu fram-
tíðarinnar. Gróðurmoldin held-
ur áfram að vera til ag skapa
okkur lífsmöguleika, að vísu tak
markaða, en þó grunninn, Fisk
miðin eru gjöful, en ótrygg og
geta brugðizt.
Verndun fiskistofnanna er
fyrsta ofg mest aðkallandi
vandamálið. sem blasir við hinu
nýja alþingi, sem kosið verður
til í næstkomandi júnímánuði.
Veltur þá á miklu, að vel og
'hyggilega verði við þeim vanda
snúizt.
Hagnýting orkulindanna er
hið mesta vandamál. Byrjunin
hefir þegar verið gerð, með
byggingu Búrfellsvirkjunar í
Þjórsá ,sem verður undirstaða
stóriðnaðar á heirhsmælikvarða.
Hefir þetta mál sætt merkilegri
gagnrýni, vegna þess að útlend
ingum er seld orkan. Er allur
sá málatilbúninigur hinn merki
legasti. Fyrst og fremst vegna
þess, að hér eru að hefjast byrj
unarframkvæmdir til hagnýting
ar orkunnar til stórfellds iðnað
ar og vitað að íslendingar hefðu
ekkert fjárhagslegt bolmagn :il
að hrinda slíku fyrirtæki af stokk
unum.
Hagnýting orkulindanna verð-
ur án efa önnur aðalstoðin und-
ir afkomu þjóðarinnar í framtíð
inni. Verði þessi orka nýtt eins
og þegar er byrjað á og verði
fiskveiðimöguleikar okkar á land
grunninu tryiggðir, þurfum við
engu að kvíða um afkomu þjóð
arheildarinnar í framtíðinni.
Skipting þjóðarteknannan á
milli landsins barna er svo ann
að mikilvægt atriði, sem gefa
verður gaum. Alþýðuflokkurin.n
hefir verið þar bezt á verði á
undanförnum árum og honuin
verður áreiðanlega bezt treyst
andi til að halda í sama horfi
hér eftir sem hingað til.
(Alþýðubrautin).
Breytt símanúmer
82143
PRENTVERK
Bolholti 6.
Höfum flutt skrifstofu vora úr Bolholti 4, að
Laugavég 178 2.h.t.v.
Símanúmer óbreytt 30606.
DENTAUA HF.
T résmiður
óskast til vinnu í sumar.
Upplýsingar í síma 34383.
Aðalfundur
Meistarasambands byggingamanna verður
haldinn í dag, laugardaginn 22. apríl kl. 2 e. h.
að Skipholti 70. I
BÆNDUR - BÆNDAEFNI
G'amall bóndi vill leigja vildisjörð með góðum
skilmálum, þeim, sem getur keypt bústofn
hans og búvélar.
Fasteign í borginni gjarnan tekin í skiptum.
Tilboð merkt „VOR“ sendist Alþýðublaðinu
fljótlega.
Félagsfundur Kvenfélags
Alþýðuflokksins
Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík held-
ur félagsfund þriðjudaginn 25. apríl nk. í Ing-
ólfskaffi niðri. Jónína Guðjónsdóttir og Haf-
dís Sigurbjörnsdóttir ræða væntanlegar alþing
iskosningar.
Sýnd verður kvikmynd um Skaftafellssýslu.
Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna og
mæta stundvíslega.
STJÓRNIN.
22. apríl 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9