Alþýðublaðið - 22.04.1967, Qupperneq 13
SíiÍLll
Synsr
þrumunnar
Hörkuspennandi ítölsk litmynd.
Endursýnd kl. 5.
Den stenne, stærke og
uafrystelige krigsfilm
om helvedet i
jungien pá
oen Leyte
iferáret
1945
Fræg japönsk kvikmynd.
Leikstjóri, Kon Ioliikawa.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Óttaslegln berg.
Sean Connery.
Sýnd kl. 5 og 7.
IVlassey
Fergissoii
ÐRÁTTARVÉLA
og GRÖFUEIOKNBUR
Nú er rétti tíminn tll aC
láta yfirfara og gera við
vélamar fyrir vorið.
Massey Ferguson-víð-
gerðaþjónustu annast
Vélsmiðja
Eysteins Leifssonai
hf.
Síðumúla 17.
sími 30662
Sigurgeir Sigurjónsson
Málflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 — Sími 11043.
SIVSU RSTÖÐIN
Sætúní 4 — Sími 16-2-27
Bf&iim er smurðcr fljóít og Vel.
SfeSjmn aliar terrvsair rf stnurolíU'
///tnnutgítr^tjöfc/
SÁRS.
Framhaldssaga eftir Astrid Estberg
ÉG ER SAKLAUS
hljóp upp stigann. Hann varð að
fara í bað. Skömmu seinna fór
hann inn á skrifstofuna. Á stól
við dyrnar sat Oluf gamli. Ulrik
rétti leifarnar af listunum til
Jensens bókara.
Sendu þetta til lögreglunnar
og útskýrðu hvernig málið er
vaxið, sagði liann. — Þakka þér
fyrir aðstoðina með númerin á
seðlunum. Hvers vegna gerðir
þú það?
— Vegna þess, að ég vissi, að
Merete var saklaus, sagði Jen-
sen. — Það var aðeins skylda
mín.
Oluf glotti í stólnum.
— Þarna sér maður hve vond-
an endi þeir illu fá, sagði hann.
Ulrik leit á hann. — Hún var
leiðinda kerling, bætti Oluf við.
En nú geturðu fengið þá rauð-
hærðu aftur, óðalsbóndi. Ef hún
vill þig þá!
— Fengið liana aftur? Það ef-
ast ég um, eins og ég kom fram
við hana, sagði Ulrik alvarleg-
ur.
Oluf þagnaði.
Svo sagði hann:
— Svona, svona. Skilaðu
kveðju frá mér þó þú gerir ekki
annað. Hún er velkomin í smiðj-
una, hvenær sem er.
Ulrik gekk að skrifstofu sinni.
Á miðri leið nam hann staðar
og leit á smiðinn gamla. Oluf
leit ekki undan. Augu hans voru
kuldaleg undir loðnum augna-
brúnunum. Hikandi bros leið um
andlit Ulriks.
— Á ég að segja það? sagði
hann. — Liggur á að skila kveðj-
unni?
— Mjög mikið. En aktu ekki of
hratt.
Ulrik gekk til dyra. Gamli mað-
urinn sat og brosti. Svo settist
Ulrik inn í bílinn og ók af stað.
TUTTUGASTI OG FIMMTI
KAFLI.
Það var sólskin, pálmatré og
baðstrendur í Kaliforníu. En það
þurfti líka að gera ýmislegt áður
en hægt var að fara. Það þurfti
að útfylla alls konar skjöl. Allt
átti að vera á hreinu. Það var
gott að vita, að hún hafði ekkert
óhreint lengur í pokahorninu. —
Merete brosti.
Hún las skjölin og setti þau
í stórt brúnt umslag og skrifaði
heimilisfang utan á. Það var dá-
samlegt að vita, að allir vissu, að
hún hafði ekkert brotið af sér.
Hún skrifaði heimilisfang utan á
umslagið. Með þessu hafði hún
brotið Ulrik enn meira af sér.
Þetta var uppskurður án deyf-
ingar.
Það var hringt að dyrum. —
Sennilega viðskiptavinur, sem
vildi fá blóm eða agúrku og sem
myndi glápa á hana.
Hún opnaði.
Það var Ulrik!
Það var sem blóðið hætti að
renna um æðar hennar. Hún gat
elcki talað. Hún starði á hann gal
opnum augum, ætlaði að rétta
fram höndina og snerta hana, —
finna hvort hann væri raunveru
legur, en þorði það ekki.
— Má ég koma inn? spurði Ul-
rik.
Merete veik til hliðar og hann
gekk inn og lét dyrnar falla að
stöfum að baki sér.
— Ég tók ekki peningana, —
hvíslaði hún. — Þú ræður, hvort
þvi trúir mér.
25
— Ég trúi þér — loksins, sagði
liann alvarlegur.
— Trúirðu mér? Hver gerði
það þá?
— Louise.
Merete svimaði.
— Það getur ekki verið! Það
kemur ekki til mála!
— Auk þess brenndi hún launa
listana í gömlum ofni á herbergi
sínu. Það var víst líka hún, sem
kveikti í. Hún var of slungin fyr-
ir mig, en lögreglan komst að
þessu öilu.
Hann greip með báðum hönd-
um um axlir hennar.
— Geturðu fyrirgefið mér,
Merete? Ég þorði ekki að
treysta þér. En ég elska þig. —
Þetta er hræðilegt, ég veit það
hljómar ótrúlega, en ....
Merete hristi höíuðið.
— Nei, þú trúðir Louise af því
að — hvernig geturðu komið
hingað og sagzt elska mig, þegar
Louise var ástmey þín allan tím
ann?
— Allan tímann? Nei, einu
sinni, en það var áður en þú
komst. Ekki eftir að þú komst.
Ég sver það. Ég gat ekki beðið
eftir þér, þegar ég þekkti þig
ekki einu sinni.
— Þú lýgur. Nóttina eftir mat-
inn, sem Hákon bauð okkur í.
Við dönsuðum saman, en það
skipti þig ekki meira máli, en að
þú . .
— Merete, sagði Ulrik. Þegar
ég kom heim stóð ég á svölunum
og starði upp í gluggann þinn.
Ég varð að halda mér til að fara
ekki niður. Louise kom til mín
og sagði mér, að þú elskaðir Há-
kon. Þá lá við, að ég færi inn til
hennar. Hún sagði, að þið mynd-
uð giftast og hann hefði aðeins
komið til Danmerkur til að
sækja þig.
Augu Merete ljómuðu. Hún
féll í faðm hans. Armar hans
luktust um hana. Varir hans leit-
uðu hennar. Bréfið til ameríska
sendiráðsins datt á gólfið án
þess hún vissi það.
— Elskarðu ekki Hákon? —
Segðu mér það!
Merete liristi höfuðið.
— Nei! Og aftur nei!
— Af hverju ætlarðu þá til
Ameríku með honum?
— Af því að þú ætlaðir að
giftast Louise. Ég var að enda
við að sækja um innflytjenda-
leyfi. v
Hún benti á bréfið á gólfinu.
Ulrik laut niður eftir því og
setti það í vasann. Næstum
hafið hann misst hana. Ef Louise
hefði heppnast brögð sín. . .
— Ferðu til Ameríku, ástin
mín?
— Nei.
— Rétt, þú ferð í brúðkaups-
Ujl
ferð með mér og svo heim til
Ulrikslundar. Ég get ekki beðið
lengur. Ég verð að vita, að þú
tllheyrir mér — að við séum
eitt.
ifennrood
f» OHEF
frá Jfeklu
Merete tók utan um hann.
— Aldrei hefði ég trúað því
að unnt væri að vera svo ham-
ingjusöm, Ulrik, hvíslaði hún.
Augu hennar fylltust af tárum
og liann kyssti þau af brám henn-
ar eins og hann hafði gert fyrr.
Eins og hann vildi ailtaf gera,
ef nauðsyn krefði.
TUTTUGASTI OG SJÖTTI
KAFLI.
Þegar Ulrik Norman og kona
lians komu til óðalsins beiS allt
starfsfólkið til að óska þeim til
hamingju. Menn þekktu ungu
konuna. Sumir liöfðu dansað við
hana, sumir talað við hana, sum-
ir fylgzt með áhyggjum Ihenn-
ar. Hún hafði meira að segja
róið út á vatnið með Oluf gamla
úr smiðjunni. Og hann réri ekki
út á vatn með liverjum sem var.
Það var gott að eignast svona
frú á Ulrikslundi.
• — Endir,- —
Látið stilla í tíma,
áður en skoðun hefst,
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjón-
usta.
BÍLASKOÐUN &
STILLING
Slcúlagötu 32
Sími 13-100.
Trúlofunarhringar
Sendum gegn póstkröfu.
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12.
22. apríl 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3