Alþýðublaðið - 25.04.1967, Qupperneq 1
Þriðjudagur 25. apríl 1967 - 48. árg. 91. tbl. ~ VERÐ KR. 7
Fyrsta geimferðarslysið, sem vitað er um
MOSIÍVU 24. apríl (NTB). Vladimir Komarov ofursti bcið' bana þeg
ar geimfarið „Sojus l.“ hrapaði til jarðar með gífurlegum hraða
síðdegis í dag. Geimfarið var í sjö kílómetra f jarlægð frá jörðu þeg
ar fallhlífar þess vöðluðust saman. Komarov er fyrsti geimfarinn
sem ferst í geimnum og fyrsti sovézki geimfarinn sem farið hafði
tvær geimferðir.
Geimfarinu var skotið frá Baj
konur aðfaranótt sunnudags og
hafði það því verið rúman sólar
hring á lofti þegar slysið varð.
Tilkynnt var um slysið 12 og
hálfri klukkustund eftir að síð
ast var sagt frá samtölum milli
Komarovs og geimstöðvarinnar á
jörðu niðri.
Góðar heimildir í Moskvu
lierma hins vegar, að Komarov
hafi ekki verið þögull síðustu
12 klukkustundir ferðarinnar held
ur þvert á móti tilkynnt um tækni
bilanir um borð í geimfarinu.
Hann bað um leyfi til að lenda
vegna bilananna og var það veitt
í hinni opinberu tilkynningu um
slysið segir, að hann hafi lok-
ið verkefni sínu þegar honum
var skipað að snúa til jarðar aft
ur.
Allt bendir til þess að Komarov
liafi stýrt „Sojusl.“ inn á rétta
braut til lendingar og slysið hafi
orðið þegar hann hafði að mestu
lokið við fyrsta hluta lendingar
innar, hemlun geimfarsins í
efstu lögum gufuhvolfsms. Fallhlíf
arriar opnuðust eins og ráðgert
hafði verið, en vöðluðust saman.
Geimfarið hrapaði á ægilegri ferð
til jarðar og hraðinn var svo mik
ill að Komarov hafði ekki tíma
til að varpa sér út í fallhlíf með
því að þrýsta á hnapp í sæti sínu
Hann lézt samstundis.
Orðrómur komst fljótt á kreik
um það í Moskvu, að eitthvað
hefði komið fyrir, og ljóst var að
,,lzvestia“ mundi ekki koma út
eða að útgáfu blaðsins mundi
seinka. Kl. 16,30 að ísl. tíma barst
síðan stutt og áhrifamikil frétt frá
Tass: Géimfarinn Vladimir Komar
ov fórst í tilraunaferð með geim
farinuu „Sojusl.“ Moskvuútvarpið
og sjónvarpið gerðu hlé á útsend
ingum sínum, og í yfirlýsingu er
miðstjórn kommúnistaflokksins
gaf út skömmu síðar sagði, að
Vladimir Komarov yrði um ei
lífð tákn hetjulundur og dirfsku.
Nafn hans yrði hvatning til nýrra
dáða fyrir heiður föðurlandsins.
Ferð ,,Sojusl.“ var fyrsta geim
ferð Hússa í 25 mánuði, en þann
tíma notuðu Bandaríkjamenn til
að setja nokkur ný geimferðar
met. Eftir geimskotið var því hald
Framhald á 13. síðu.
Sjónvörplð í
málaferlum?
Reykjavík, — KB
Líklegt er talið að Sjón-
varpinu verði mjög bráð-
lega stefnt fyrir meiðandi
ummæli, sem þar voru ný-
lega látin falla um vikublað
í Reykjavík. í umræðuþætti
síðastliðinn föstudag sagði
Thor Vilhjálmsson eitthvað
á þá leið, að ekki væri á-
stæða til að fara niður á
skolpræsaplanið, plan Mánu
dagsblaðsins. Út af þessum
ummælum Thors mun Agn-
ar Bogason ritstjóri ætia sér
að höfða mál gegn Sjónvarp-
inu fyrir að flytja orð sem
Framhald á 14. ísðu.
Vladimir Komarov ofursti
Utanríkisráðherrafundurinn I dag
í dag hefst í Reykjavik utanríkis-
í'áðherrafundur Norðrirlanda og
| stendur í 'tvo daga. Utanríkisráð-
| herrar Finnlands, Islands, Noregs
! og Svíþjóðar taka þátt í fundinum
I en af hálfu Dana Hans Sölvhöj,
ráðherra, þar eð Jens Otto Krag
forsætis- cg utanríkisráðherra er
forfallaður vegna útfarar dr. Kon
rad Adenauers.
Fundurinn hefst í Áttihagasal
Hótel Sögu kl. 10 árdegis og verð-
NORÐMENN KREFJAST SKAÐABÓTA
í NTB-frétt frá Bergen í gær
segir að frásögn Bergens Tid-
ende í fyrri viku um skemmdir
á síld frá íslandi hafi vakið
riiikla athygli hér á landi og kom
ið af stað mik|um umræðum. Á
laugardag hafi borizt fregnir um
að norsku verksmiðjurnar krefj
ist 3,6 milljóna íslenzkra króna
skaðabóta og hafi það valdið ís
lendingum miklum áhyggjum.
Þá segir í fréttinni, að norsku
niðursuðuverksmiðjurnar, sem nú
ætli að höfða mál, hafi samtals
keypt 10.729 tunnur af íslenzkri
kryddsíld. 1601 tunna sé enn á ís
landi og sé neitað að taka við
því magni. Af þeirri síld, sem til
Noregs var flutt reyndust 4294
tunnur ónýtar og er kráfizt fullra
bóta fyrir um 1000 tunnur, sem
varð að tína úr og fleygja úr
1735 tunnum og fyrir kostnaði við
Framhald á 14. síðu
ur framhaldið kl. 15 eftir hádeg-
isverðarhlé. í kvöld munu þátt-
takendur sitja kvöldverðarboð rík
isstjómarinnar að Hótel Sögu. Á
morgun hefst fundur kl. 10 ár-
degis, kl. 13 heldur utanríkisráð-
herra hádegisverðarboð að Ilótel
Borg og að því loknu er ráðgert
að fljúga til Surtseyjar og Vest-
mannaeyja með Fokker Friend-
ship vél Flugfélags íslands, ef
veður leyfir. Um kvöldið snæða
ráðherramir kvöldverð í sendiráð-
unum og þá verður einnig hald-
inn fundur deildarstjóra utanrík-
isráðuneytanna.
Utanrikisráðheira Finna, Ahti
Karjalainen kom fyrstur hinna er
lendu ráðherra til fundarins; hann
kom með Flugfélagsvél í fyrra-
kvöld. Utanrikisráðherra Noregs
John Lyng kom með einkaþotu í
gærkvöldi og Torsten Nilsson ut-
anríkisráðherra Svíþjóðar og Hans
Sölvhöj riáðherra frá Danmörku
komu með Flugfélagsvél seint í
gærkvöldi.
Reykjavík, — Hdan.
Um kl. 16.00 í gær stóf> Sif, flug-
vé] landhelgisgæzlunnar togarann
Brandur GV 111 að meintum ó-
löglegum veiðum um 3V6 sjómílu
innan fiskveiðitakmarkanna suð-
vestur af Eldey. Togarinn sinnti
ekki boðum flugvélaránnar að
halda til hafnar og svehnaði vélin
því yfir lionum til kl. 22.00 að
varðskipið Þór kom aff honum
Varðskipið var væntaol^gt til
Reykjavíkur með togarann um kl.
6 í morgun.