Alþýðublaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 9
AF MALINOVSKY
unni, en auk þeirra tvímenn-
inganna voru marskálkarnir Ko-
név og Malinovsky í þessari
klíku. Með aðsto'ð úkrainsku
marskálkanna bolaði Krústjov
Zhukov marskálki úr embætti.
Árið 1960 varð Gretsjko fyrsti
varalandvarnaráðherra og ári
síðar fékk hann sæti í miðstjórn-
inni, en herinn er aðaláhuga-
mál Gretsjkos en ckki stjórn-
málin, og liélt hann hinum mik-
ilsverðu embættum sínum eftir
að vinur hans og vejunnari.
Krústjov, var settur af.
★ STAÐGENGLARNIR.
Ungir herforingjar komast nú
til metorða um lei'ð og Gretsj-
ko tekur við embætti landvarna-
ráðhei-ra, en Ivan Jakubowsky
verður áfram forseti herráðsins.
Hershöfðingjarnir Sergei Soko-
low og Ivan Pawlowsky hafa
verið gerðir að marskálkum og
skipaðir varalandvarnaráðherr-
ar. Þannig bera nú þrír hersr
höfðingjar titilinn 1. aðstoðar-
landvarnaráðherra í sovétstjórn-
inni og hvorki meira né minna
en níu bera titilinn aðstoðarland
varnaráðherra.
★ . Jakubowsky marskálkur er
55 ára að aldri. Hann tók við
af Gretsjko sem yfirmaður
sovézka herliðsins í Austur-
Þýzkalandi 1957. Hann var
skipaður herstjóri í Kiev-
herstjórnarumdæminu 1965.
★ Sokolow marskálkur er 56
ára að aldri. Hann var yfir-
maður vélvæddra hersveita
á Finnlandsvígstöðvunum í
heimsstyrjöldinni. Árið 1965
varð hann yfirmaður her-
stjórnarumdæmisins Lenin-
grads, og er hann talinn
sérfræðingur í hermálum
Norðurlanda.
t
★ Pawlowsky marskálkur er 58
ára að aldri. Hann varð yf-
irmaður sovézka heraflans í
austurhlutum Sovétríkjanna
í nóvember 1963. Hann var í
fylgd með þeim Bresjnev,
Podgorny og Kosygin, þegar
þeir heimsóttu landamæra-
héruðin, þar sem hætta er
nú á vopnuðum átökum vegna
deilu Kínverja og Rússa. —
Hánn hefur oft farið hörð-
um orðum um Kínverja.
★ ÁHRIF'HERSINS.
Rússar virðast enn leggja meg-
ináherzlu á varnir sínar í Evr-
ópu. Mannabreytingarnar í sov-
ézka landvarnaráðuneytinu
benda til þess, ekki sízt sú stað-
reynd að tveir fyrrverandi yfir-
menn sovézka herliðsins í Au.-
Þýzkalandi hafa verið hækkaðir
í tign. En tilnefning Sokolows
sýnir, að einnig er lögð áherzla
á varnirnár í austurhluta Sovét-
ríkjanna.
Allir marskálkarnir og hers-
höfðingjarnir í æðstu forystu
hersins eru flokksmeðlimir. Flest
ir eiga þeir sæti í mikilvægustu
nefndum, allir hafa þeir verið
sæmdir Leninorðunni, flestir
oftar en einu sinni, en jafnframt
eiga þeir það sameiginlegt, að
ekki er hægt að líta á þá sem
„pólitíska herforingja,” og stað-
reyndin er sú, að þeir komast
Andrei Gretsjko marskálkur.
til metorða í flokknum í krafti
cmbætta þeirra, sem þeir gegna
í heraflanum.
Margt bendir til þess, að nú-
verandi valdhafar í Kreml ótt-
ist ekki völd hersins í stjórnmál-
unum. í þessu sambandi má
minnast þeirra orða bandaríska
sendiherrans, Charles Bohlens,
sem er gjörkunnugur sovézkum
máiefnum, að Rauði herinn í
Sovétríkjunum h'afj ekki meiri
áhrif en Hjálpræðisherinn í
Bandaríkjunum. Herforingjarn-
ir, sem nú gegna mikilvægustu
embættum, hafa komizt til met-
orða i'yrir dugnað sinn og hæfnl
í hermennsku, ekki vegna stjórn
málaskoðana eða afskipta af
stjórnmálum.
Marskálkar Sovétríkjanna eru
37 talsins, en þeim titli halda
þeir ævilangt og njóta þar af
leiðandi margra forréttinda og
mikillar virðingar. Tvær gamlar
kempur frá byltingunni, Voro-
shilov, 86 ára, og Budjonny ridd-
araliðsmarskálkur, 84 ára, eiga
enn sæti í forsætisnefnd Æðsta
ráðsins og ,aðrir marskálkar
gegna enn mikilsverðum trúnað-
arstörfum þótt komnir séu á eft-
Framhald á bls. 15.
ur fyrir það, hve örlátur hann
var á fé til lista og hversu vel
hann, reyndist listamönnum. —
Hófst nú tímabil í ævi Haydns,
sem lengi mun verða minnzt í
sögu tónlistarinnar. Nú kom
fyrst í ljós til hlítar sú fádæma
frjósemi, sem í honum bjó. Hann
' hafði þarna umráð yfir ágætri
hljómsveit, sem hann gat not-
fært sér eftir vild sinni, því að
hljóðfæraleikararnir dáðu hann
og voru honum auðsveipir. Og
þarna urðu til verkin, hvert af
öðru, sem síðar urðu heimsfræg.
Eru þar efst á blaði tónverkin
„Sköpunin” og „Árstíðirnar.”
Þessi tónverk hafa bæði verið
flutt hér á landi. Það var 18.
desember 1939, sem Páll ísólfs-
son réðist í að flytja „Sköpun-
ina,” þrátt fyrir mikla erfiðlcika
á húsnæði til slíks, sem var þá
hér í Reykjavík. En eins og efa-
laust mai’gir muna, var „Sköp-
unin” flutt í stórum bifreiðaskála
að viðstöddu miklu fjölmenni og
við mikla hrifningu. „Árstíðirn-
_,ar” voru fluttar hér vorið 1943
og var stjórnandinn Róbert A.
Ottósson. Þeirri tónsmíð var ákaf-
lega vel tekið, sem og verðugt
var.
Haydn varð 77 ára gamall, en
hann dó árið 1809.
Margir „mótiv”-safnarar safna
frímerkjum með myndum af
frægum tónskáldum og hljóð-
færaleikurum. Þeir hafa um all-
auðugan garð að gresja, þar sem
eru frímerki Austurríkis, Ték-
kóslóvakíu og Þýzkalands.
Deiídarhjúkrunarkonustaða
Staða deildarhjúkrunarkonu við taugasjúk
dómadeild Landsspítalans er laus til umsókn
ar. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðu
kona Landsspítalans í síma 24160 og á staðn
um* J
Reykjavík, 24. apríl 1967. .
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Hjúkrunarkonur óskast
Hjúkrunarkonur vantar í taugasjúkdómadeild
Landsspítalans. Allar nánari upplýsingar veit
ir forstöðukona Landsspítalans í síma 24160
og á staðnum.
Reykjavík, 24. apríl 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Hjúkrunarkonur óskast
H j úkrunarkonur vantar í Landsspítalann
vegna sumarafleysinga. Upplýsingar veitir for
stöðukonan í síma 24160 og á staðnum.
Reykjavík, 24. apríl 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Ljósmæður óskast
Ljósmæður vantar á Fæðingardeild Landsspít
alans til afleysinga í sumarleyfum. Upplýsing
ar veitir forstöðukona Landsspítalans í síma
24160 og á staðnum.
Reykjavík, 24. apríl 1967.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Húseigendaíélag Reykjavíkur
AÐALFUNDUR
Húseigendafélags Reykjavíkur verður haldinn
í húsakynnum félagsins að Bergstaðastræti 11
föstudaginn 28. apríl 1967 kl. 17,30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
25. apríl 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ $