Alþýðublaðið - 27.04.1967, Side 8
Bréf biskups um bænadaginn
Ljósmyndari Alþýðublaðsins tók þessa mynd af þingmönnum A1 þýðuflokksins daginn, sem þinglausnir fóru fram í síðastliðinni viku.
Þeir eru frá vinstri: Eggert G. Þorsteinsson, Friðjón Skarphéðinsson, Gylfi Þ. Gíslason, Emil Jónsson, Birgir Finnsson, Benedikt Gröndal
Sigurður Ingimundarson og Unnar Stefánsson. Unnar sat á þingi sem varamaður fyrir Jón Þorsteinsson, er var fjarverandi síðustu dagana."
Nú hefur verið færður
leikurinn ..aldrei á sum
kvikmynd, og Melina Mei
Maður hennar, Jules Das
Alþýðublaðinu hefur borizt frá
biskupinum yfir íslandi, hr. Sig-
urbirni Einarssyni, eftirfarandi
bréf sem hann hefur sent prest-
um landsins vegna hins almenna
bænadags sem er á sunnudaginn
kemur:
Reykjavík, 19. apríí 1967.
„Ég leyfi mér, kæri sóknar-
prestur, að vísa til bréfs míns um
bænadaginn í fyrra og óska þess,
að bænadagur þessa árs, 5 sd. e.
páska, 30. apríl, verði helgaður
sama bænarefni, sem er
trúarvakning á íslandi.
Jesús segir, að vér eigum stöð-
ugt að biðja og eigi þreytast. í
hverri guðsþjónustu flytjum vér í
einhverri mynd bæn um það, að
kirkja Krists megi eflast og and-
legur hagur þjóðar vorrar blómg-
ast. Og hver lærisveinn Jesú
Krists hlýtur í daglegri bæn sinni
að biðja hins sama. Sameinumst
enn í þessari bæn á bænadegi og
látum hana ekki hljóðna. Vér
skulum biðja þess af alhug, að
þjóð vor vakni til sterkara við-
náms og ákveðnari viðbragða
gegn liverri þeirri þróun, sem
horfir til dvínandi áhrifa lcrist-
innar trúar á uppeldi og mótun
landsmanna. Enginn, sem hefur
þegið náð heilagrar trúar, gengur
þess cfuljnn, að þar er sá fjársjóð-
ur fólginn, sem of margir meta
lítils í reynd, sjálfum sér og sam-
félaginu til tjóns. Vanmat og van-
ræksla þeirra helgustu verðmæta
er rót margra þeirra mannslífs-
meina, sem mestrkveður að í sam-
tíð vorri.
Biðjum þess enn, allir, sem
saman koma í helgidómum lands-
ins á bænadegi, að Drottinn auki
oss trú. Biðjum um hljóðlátan,
heilnæman vöxt í andlegu lífi
Ilérna á myndinni sjáum við
konu Richard Burtons með eigii
dan Christopher, en hann er :
hún. Hjónabandið er þó sagt v«
samt og þau hjónakornin reka
York, en þar mættust þau í
nckkrum árum.
DÝRAGARÐURINN í Berl-
ín er nú stærsti dýragarður í
Evrópu og eru þar 13.500 dýr.
Við lok seinni heimsstyrjaldar-
innar var þar aðeins 41 dýr
eftir. Nú eru þar 10 þús. fisk-
ar og önnur sjávardýr, meira
en 1000 spendýr og 2722 fugl-
ar. Vinsælasta dýrið í garð-
inum er flóðhesturinn Knaut-
schek, sem er 26 ára gamall.
Hann lifði stríðið af og tvær
sprengjuárásir.
Sue Loyd er ensk leikkona og
veizlu í London, íklædd kjól ú
Hún var að sjálfsögðu í lögre
við liana hér á myndinni, þar
heim úr samkvæminu. Og ef (
að vita, hvað seðlarnir í kjó:
margir, þá eru þeir eitt þúsui
120 þúsund ísl. kr.
Gagnrýni á vöggu-
stofu andmælf
í TILEFNI af blaðaskrifum varð-
andi Vöggustofu Thorvaldsensfé-
lagsins get ég ekki láti'ð hjá líða
að skrifa nokkur orð um reynslu
mína af téðri stofnun, þar eð ég
hefi átt því láni að fagna að koma
þar til fósturs um tíma tveim börn
um mínum, og er annað þeirra
þar enn.
Það er ekki áreynslulaust fyrir
móður að þurfa að láta barnið sitt
frá sér, jafnvel þótt um stundar-
sakir sé. Mér var það því ómetan-
legur styrkur, er ég kom þar fyrst
með barn mitt, að fá það í hendur
forstöðukonunni, sem tók því sem
blíðasta móðir, og fannst mér og
íinnst, að þannig ættu forstöðu-
konur cinmitt að vera. Síðar kynnt
ist ég öðrum starfsstúlkum stofn-
unarinnar. Samskipti þeirra við
börnin eru að mínum dómi með
þeim ágætum, að þá, sem ekki
þekkja þar til, getur ekki órað
fyrir því. Ég hefi aftur á móti ver-
ið þar tíður gestur um lengri tíma
og því getað fylgzt með þessum
börnum, sem mér hefur ætíð virzt
dafna svo vel. Og hvað viðkemur
mínum börnum, þá vil ég taka
það fram, að ég tel mig standa í
Frh. á 10. síðu.
STEVE MC QUEEN hefur
nú náð miklum vinsældum
sem kvikmyndastjarna, og nú
hefur liann stofnað sitt eigið
kvikmyndafélag. Það heitir
Solar og á kannski eftir að
framleiða margar góðar kvik-
myndir. En til öryggis hefur
Steve samvinnu við Warner
Brother og hér á myndinni
sjáum við Jac Warner og Ste-
ve Mc Queen innsigla sam-
vinnuna með handabandi.
Sigurbjörn Einarsson
þjóðarinnar fyrir aukin áhrif Jesú
Krists. Biðjum um meiri andvara
í andlegum og eilífum efnum.
Biðjum þess, að kirkjan á íslandi
vakni til sterkari vitundar um
köllun sína og verði betur tygjuð
til þess að vísa til vegar. Biðjum
þess, að hún megi í orði og verki
vitna með spámanninum: Drott-
inn hefur sent mig með sinn anda.
Svo segir Drottinn, frelsari þinn:
Ég Drottinn, Guð þinn, er sá, sem
kenni þér að gjöra það, sem þér
er gagnlegt, sem vísa þér þann
veg, er þú skalt ganga (Jes. 48,
17). Biðjum um hreina og flekk-
lausa guðrækni (Jak. 1, 27),
sanna, lifandi trú.
í þessari bæn er fólgið allt, sem
til bata horfir og blessunar fyrir
land vort og lýð. Biðjum þess
hver um sig, að Drottinn byrji í
oss hið góða verkiJS og fullkomni
það“.
8 27. apríl 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ