Alþýðublaðið - 27.04.1967, Síða 13

Alþýðublaðið - 27.04.1967, Síða 13
KÖLBa Viacss 80. Lögreglan í St. Pauli. Hörkuspennandi og raunsæ ný þýzk mynd er iýsir störfum lög regiunnar í einu alræmdasta hafnarhverfi meginlandsins. ; Sýnd kl. 5, 7, og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Fræg japönsk kvikmynd. Leikstjóri, Kon Iohikawa. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. Massey Fergusen DRÁTTARVÉLA og GRÖFTJETGIENBUR Nú er rétti tímirni til aC láta yfirfara og gers við vélamar fyrir vorið. Massey Fergiison-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonak hf. Síðumúla 17. sími 30662. Sigurgéir Sigurjónsson Málflutningsskrifstofa Óðipsgötu 4 — Sími 11043. SMURSTÖÐIN Ssetúni 4 — Sími l«-2-27 BlHinn er smurðúr fljðlt og VeL fjfeUmn allar teguaair af kknuroHUt AUGLÝSÍÐ í Alþýðublaðinu Framhaldssaga eftir Nicholas Johns FANGI ÓTTANS leiði hjólið, greip hann fram í fyrir henni. — Ég er að æfa fyrir næstu keppni, ég hleyp 'neiman frá þér og niður í borg ina. Ned var áhugaboxari og hann bjó á matsöluhúsi nálægt ánni og vann í einni verksmiðjunni í borginni. — Ég hef margsinnis sagt þér að ég tnl ekki sjá þig, Ned, sagði Hervey. — Af hverju get- urðu ekki séð mig í friði? Hann brosti enn og tók um hönd hennar. — Þú þekkir mig Hervey. Ef ég vil fá eitthvað hætti ég ekki fyrr en ég fæ það. Ég gefst aldrei upp. Einhvern tímann verð ég heimsmeistari í hnefa leikum. Þá viltu víst líta við mér. Það var vonlaust að reyna að tala við hann. Hann hafði of- sótt hana lengi. Hann hafði bú- ið í héraðinu síðan hún mundi eftir sér. Þegar foreldrar hans dóu vonaðist hún til að hann færi en henni tókst aldrei að losna við hann. Annað hvort beið hann fyrir utan húsið eða vinnustaðinn. — Þú veizt hvernig ég er, Her- vey. Þegar ég var smápatti hékk ég fyrir utan húgarðinn til að horfa á þig. Pabbi þinn var van- ur að reka mig í burtu. Af hverju gefurðu mér ekki tækifæri? Leyfðu mér að fylgja Þér heim, þó það sé ekki annað. Hún andvarpaði djúpt. Hún varð að gera Ned skiljanlegt að hú nvildi ekki sjá hann. Hún að það myndi aldrei takast ef hún héldi áfram að forðast hann. Hún varð að tala við hann og hamra það inn í hausinn á hon- um að hann eyddi tíma sínum til einskis með því að eltast við hana. — Jæja, fylgdu mér þá heim, fyrst þú endilega vilt. Þau töluðu ekki saman fyrr en þau voru hálfnuð yfir heiðina. Ned rauf þögnina. — Vertu ekki reið þó ég segi þetta Hervey, sagði hann. — En það er engin stúlka til fyrir mér nema þú. Ég veit það með jafn mikilli vissu og að ég verð hér- aðsmeistari í hnefaleikum bráð- lega. — Það breytti engu fyrir mig þótt þú yrðir heimsmeistari, Ned. Ég vil að þú skiljir það. Ég kann ágætlega við þig . . . en heldur ekki meira. Hann hló og það var eithvað hrollvekjandi við hlátur hans og eitthvað sem þýddi, að hann þoldi engin mótmæli í rödd hans þegar hann sagði: — Þú verður stúlkan mín. Ég veit að það er enginn annar. Þú skalt ekki gleyma því, að þú hef- ur ekki lengur efni á því að vera stórlát og vandlát, ekki eftir að þið misstuð búgarðinn. Hann nam staðar, lagði frú sér hjólið, tók um handlegg hennar og sagði: — Svo er það líka móðir þín. Þú þarft að hugsa um hana meðan hún iifir. Hvað heldurðu að margir vildu sjá þig, ef þeir vissu það? En mig skiptir það engu máli. Kannski ég vinni mér inn svo mikla peninga með hönzk unum að ég geti keypt búgarð- inn. Ætli mamma þín yrði ekki glöð þá? .................... 3 Hervey efaðist um að hún losn aði nokkru sinni við hann. — Náðu þér í einhverja aðra, Ned, sagði hún ákveðin. — Það eru margar stúlkur í borginni skotnar í þér. Sjáðu Maisie Bar- low. Ég hef heyrt að hún fari alltaf þegar þú keppir og hún blátt áfram tilbiðji jörðina, sem þú gengur á. — Hún! — Hún er lagleg og elskuleg, Ned. Það segja allir. Af hverju gerirðu ekki hosur þínar græn- ar fyrir henni og lætur mig vera? Hann starði á hana og tók helj artaki um handleggi hennar. — Ég læt þig ekki í friði, Hervey. Aldrei. Og ég ráðlegg þér að líta ekki á aðra menn. Ég skal segja öllum í borginni að þú sért mín. Ég held að það langi engan til að smakka á höggunum mínum. Hervey reyndi að slíta sig lausa, en hann var sterkur. Hann hló að tilraunum hennar og sleppti henni svo snögglega. — Ég vil ekki meiða þig. Ég get heðið. Hann tók hjólið upp og klappaði 'á sætið. — Þú mátt hjóla lieim. Ég-labba á eftir. Hún hugsaði um það að alla ævi ætti hún eftir að hafa Ned Stokes á hælunum á sér. Gat það verið að seigla hans myndi brjóta niður mótstöðu hennar? 3. KAFLI Hervey hitti ekki nýja eigand- ann fyrr en mörgum dögum eftir að hann flutti á Dale búgarðinn. Hún hafði farið inn á eftir- lætismatstað sinn til að snæða hádegisverð þegar hann kom inn um dymar. Hún fékk hjart- slátt, þegar hún sá hann. Hann hikaði augnablik eins og hann langaði mest til að fara aftur, enda hvergi laust sæti nema við borð hennar. — Má ég setjast hér? spurði hann hranalega. — Gjörið svo vel, sagði hún stutt í spuna. Hann settist og virti matseð- ilinn fyrir sér. Han strauk með hendinni yfir þykkt hárið og henni fannst aftur hann líta út eins og maður, sem væri að jafna sig eftir mjög langa sjúk- dómslegu. Hún kenndi í brjósti um hann og sagði: — Ég verð að biðjast afsökun- ar á því að ég áleit yður innbrots þjóf þarna um kvöldið. Hann brosti ekki þegar hann svaraði. — Það var afar heimskulegt, en við skulum segja að það sé gamalt og gleymt. Afgreiðslustúlkan kom og hann pantaði matinn og jejt um- hverfis sig. Síðan sagði hann: — Segið mér eitthvað um Sam Truscott. Hún varð fyrst orSlaus af undr un. — Sam? sagði hún svo. — Hann. var hægri hönd paþba meðan við áttum Dale búgarð- inn. Hann er duglegur við plæg- ingu og hann hefur einstakt lag lá dýrum. Hann brosti ekki á móti. — Ég var að enda við að tala við faann. Ég bað hann um að vinna hjá mér. Hann byrjar á morgun og ætlaði að útvega menn með sér. — Þér getið treyst Sam. — Það er líka nauðsynlegt. Ég veit ekki annað um landbún- að en það sem stendur í bókum. — Hvers vegna voruð þér þá að kaupa búgarðinn og . . . Hún sá glampanna sem kom í augu hans. Orðalaust aðvaraði hann hana við að skipta sér af honum og hans málefnum. Þau héldu áfram að borða þegjandi unz þögnin varð svo þvingandi að hún rauf hana: — Húsið, sem við búum í er yðar eign, sagði hún. — Þér haf- ið ekki enn látið okkur mömmu vita, hvort við eigum að rýma það eða hvort við megum vera þar áfram. — Ég læt ykkur vita, ef ég þarf á því að halda. Hann lagði frá sér hníf og gaffal. — Hafið þið ekki alltaf átt hér heima? — Jú. — Ég var á auglýsingaskrif- stofu borgarblaðsins sagði hann. — Ég las 'hana, sagði hún — hefði komið, við auglýsingu sem ég setti í blaðið fyrir viku. — Ég las hana, sagi hún. — Yður vanhagar um ráðskonu. Fenguð þér svar? — Nei, það virtist enginn hafa áhuga fyrir stöðunni. — Það er ekki undarlegt, sagði hún. — Dale búgarðurinn er af- skekktur. Og það er mikið að gera í verksmiðjunum. — Það sagði stúlkan á auglýs- ingaskrifstofunni líka. En ég verð að fá einhverja. Hann var að standa upp, þeg- ar Hervey kom dálítið til hugar. — Meðan faðir minn var á lífi kom kona daglega til okkar, sagði hún. — Hún er ekkja og henni leið vel á Dale búgarðin- um. Kannski hún gæti hugsað sér að verða ráðskona hjá yður. Þér skuluð reyna að tala við hana. - Takk. Hann stóð á gangstéttinni þeg- ar Hervey kom út. Hann leit á hana. — Mér láðist að spyrja um nafn og heimilisfang konunnar, sagði toann. — Hún heitir frú Brown og ég skal fylgja yður heim til hennar. Það er í leiðinni í vinnuna. Ég vinn hjá Berring lækni. Það kom Hervey á óvart því það sýndi að hann hafði spurzt fyrir um toana. Hún gekk við hlið hans og fann að hann var orðfár maður. Hann talaði aðeins þegar liann þurfti að spyrja um eitthvað. Snakk var greinilega ekkert fyrir hann. — Þá erum við komin, sagði hún og nam staðar. — Frú Brown er afar málgefin kona. Ef frú Brown færi að vinna á Dale búgarðinum mjmdi hann neyðast til að opna munninn af og til. Hún var ekki eln af þeim sem lét sór lynda að fá ekki svör við spurningunum. Hervey barði a.ð dyrum og um leið og þær opn uðust hófst orðaflaumurinn. — En gaman að sjá þig, Her- vey. Komdu inn, og hann vinur þinn líka. Frú Brown malaði og malaði meðan hún fór með þau inn í tandurhreint eldhúsið. — Þetta var skemmtilegt. Nú skal ég hita te. — Ég má ekki vera að því, sagði Hervey. — Ég þarf að fara á læknisstofuna. Ég kom aðeins með . . . — Þú færð te. Segðu Berring lækni að ég hafi ekki mátt heyra á annað minnzt. Ekkjan leit á Christopher Mannings. — Höf- um við ekki sézt fyrr? Án Iþess að bíða svars leit hún á Hervey. — Ég hugsa ekki um annað en veslinginn hana móður þína. Ég veit hvernig henni líður. Þegar ég missti hann Jóa minn .... Hún þagnaði og leit aftur á Christopher Manning. — Jói minn var yfirlögreglu- þjónn hérna meðan Johnson var hara lögregluþjónn. Hvar höf- um við sézt áður? — Meðan hún þagnaði til að dra'ga andann, sagði Hervey: — Frú Brown, þetta er . . . 27. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.