Alþýðublaðið - 29.04.1967, Page 1

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Page 1
Laugardagur 29. apríl 1967 - 48. árg. 95. thl. - VERÐ 7 KR. Úr sýning-arsal Náttúrugripasafnins (Ljósm.: Bjl. Bjl.) Náttúrugripasafnið opnar á nýjan leik Rvík, —SJÓ. , Náttúrugripasafn íslands opnar 1. maí nýjan sýningarsal að Hverfis götu 116, en slíkur sýningarsalur hefur ekki verið starfræktur frá 1960, er hann var lagður niður í landsbókasafninu sakir þrengsla Er því mikill fengur að þessum sýningarsal, en hann er 100 ferm. að stærð og því engan veginn full | sem skildi. nægjandí. Náttúrufræðistofnunin | hefur átt í miklum erfiðleikum I með að fá nýtt húsnæði, en hús- næðið að Hverfisgötu 116 er. að eins til bráðabirgða. Er reyndar í bígerð að reisa nttúrugripasafn á háskólalóðinni, en þeim fram kvæmdum hefur ekki miðað fram Hinn nýi sýningarsalur Náttúru gripasafnsins er að Hverfisgötu 116 3. hæð gegnt nýju lögreglu stöðinni. í þessum nýja sýningarsal getur að líta íslenzka fugla og spendýr, einnig erlend dýr, steina o.fl. Er Framhald á 15. síðu. Papandreou niðurbrotinn maður: AÞENU, 28. apríl (NTB-Reuter) N. — Erlendum blaðamönnum var í dag leyft að tala við Georg Pap. andreou fyrrum forsætisráðlierra í fyrsta skipti síð'an herinn geröi byltingu I Grikklandi í síðustu viku. Hinn aldni stjórnmálamað- ur virðist vera niðurbrotinn mað- ur, andlega og líkamlega, en hann fékk hjartaáfall þegar hann var handtekinn aðfaranótt laugardags og hefur síðan dvalizt á sjúkra- húsi gríska liðsforingjafélagsins í útjaðri Aþenu. Þeim feðgum Georgi og Andr- easi Papandreou varð sundurorða þegar þeim var leyft að hittast á sjúkrahúsinu í gær, að sögn fréttaritara dönsku fréttastofunn- ar Ritzau. Georg Papandreou sak- aði son sinn um að hafa komið af stað sundrungu í Miðflokka- sambandinu og leitt flokkinn út í pólitískar hörmungar sem leiðtogi vinstri arms flokksins. Fundi feðg- anna lauk með því að Papandreou .gamli hrækti framan í son sinn í bræðiskasti, herma heimildar- menn Ritzaus. Georg Papandreou, sem er 81 árs að aldri, hafði beðið um leyfi til að hitta son sinn, sem hefur verið stefnt fyrir rétt, sakaður um landráð vegna hlutdeildar í starfsemi Aspida (skjöldurinn), leynifélags vinstrisinnaðra liðs- foringja. □ Sætir góðri meðferð Þegar blaðamennirnir hittu Papandreou í dag sat hann í hæg Framhald á 14. síðu. Fara ekki til Grikkiands KAUPMANNAHÖFN, 25. apríl (NTB-Reuter) — Menntamálaráð- herrar Norðurlanda hafa ákveðið að sitja ekki fund menntamála- ráðherra Evrópu, sem halda á í Aþenu dagana 9.-11. ma, að sögn „Berlingske Tidende" í dag. Fund urinn verður haldinn á veguin Evrópuráðsins og var ákveðinn fyrir löngu. Framhald á 14. síðu Maður drukknar Það slys vildi til á miðviku- daginn, að matsveinninn á vélbátn nm Sunnutindi frá Djúpavogi Sig- urður Emilsson, féll útbyrðis og drukknaði. Var vélbáturinn á veiðum suð- tir af Ingólfshöfða. Vissi síðast til Sigurðar kl. 17, en um klukku- tíma síðar var hans saknað og lióf báturinn þá leit að honum ásamt fjórum öðrum bátum. Bar sú leit engan árangur. Er álitið, að Sigurður liafi ætl- að að tæma ruslið, er hann féll útbyrðis. Suðvestan bræla var og 4—5 vindstig. Sigurðnr var 48 ára að 'aldri og ókvæntur, en fyrirvinna aldr- aðrar móður. Neytendasamtökin í kartöflustrí Fvík, — SJÓ. Svo sem kunnugt er kærðu Neyt endasamtökin Grænmetisverzlun landbúnaðarins sl. haust fyrir að selja blöndu af ætum og óætum skemmdum og óskemmdum kart öflum í öllum hugsanlegum hlut föllum í umbúðum með villandi eihkennum. Grænmetisverzluínin hefur haft einokun á sölu og inn flutningi kartaflna, en að áliti Neytendasamtakanna, er frjáls innflutningur kartaflna, eina ráð ið til lausnar þessu máli. Hafa samtökin sent ráðherra bréf, þar sem farið er á leit, að innflutning ur á kartöflum verði gefinn frjáls. Þar eð nokkur uppskerubrestur hefur orðið sl. haust og Grænmet isverzlunin er eina innflutnings fyrirtækið á því sviði, hafa neyt endur mátt gjalda þesg í verði jafnt' sem vörugæðum qg þjónustu Undanfarna mánuði hafa verið fluttar inn kartöflur frá Danmörku og líkað almennt vel. Er því eðli legt, að borin séu saman kjör ís- lenzkra og danskra neytenda. Sveinn Ásgeirsson, formaður Neytendasamtakanna, er nýkom- inn af fundi Norrænnar samstarfs nefndar um neytendamálefni, er haldinn var í Stokkhólmi. Sveinn kynnti sér mál þessi í Kaupmanna höfn frá sjónarmiði neytenda og ræddi einnig við samtök danskra kartöfluútflytjenda. Danir flytja út kartöflur víða um heim, en hafa ekki orðið varir við einokun nema á íslandi, og er því greinilegt að þetta einokunarkerfi gerir gæfu muninn. F.o.b. verð hinna dönsku kart Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.